Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.10.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐU RINN. Útáefandi: Sósíalistaféliig Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Simi 466. BlaOnefnd: Rósberg G. Snsedal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odds Bjömssonar. Mæðuveikisrollan. Framsóknarflokkurinn þykist vera flokkur bænda og í kaupstöð- unum þykist hann vera flokkur verkamanua. Þetta hefir komið mjög vel í ljós í sambandi við kjöt- verðið og kjötsöluna. Framsóknar- menn eru loddarar og kunna þá einu list að hvisla. í sveitunum hvísla þeir að bændurn, að kjötverð- ið sé altof lágt, en í kaupstöðunum hvísla þeir að launþegunum, að kjötverðið sé altof hátt. Vinátta þeirra við bændur birtist hinsvegar raunverulega á þann hátt, að«þeir gera nú alt sem þeir geta til, að hindra kjötsöluna. Eins og kunnugt er, þá er kjöt- verðið til launþega sama og í fyrra, eða kr. 6.50, að vísu er það hærra við búðarborðið, en mismunurinn verður endui'greiddm ársfjórð- ungslega. Kn af því að Framsókn- armenn eru bæði bændum og verkamönnum ótrúir og hafa ekki áhuga á öðru en að reyna að skapa óánægju gegn ríkisstjórninni, í þeim tilgangi, að feyna að afla loddaraflokki sínum fylgi eða reyna að hindra hrun hans, þá hafa þeir gripið til þess lúalega ráðs, að ljúga því að launþegum, að ríkis- stjórnin muni aldrei endurgreiða þann hluta af kjötverðinu, sem er umfram krónur 6.50 á þau 40 kg. af kjöti, sem hver launþegi á rétt á að fá ltanda hverjum einstaklingi fjölskyldu sinnar. Þessi ósvífni Framsóknar gengur svo langt, að þegar neytendur hafa heinttað nótu með því kjöti, sem þeir hafa keypt, þá hefir þeim verið neitað og það svar látið fylgja, að þeir hefðu ekk- ert méð nótu að gera því ríkisstjórn- in myndi aldrei endurgreiða um- ræddan hluta af kjötverðinu. Hér er um glæpsamlegt athæfi að ræða, bæði gagnvart framleiðend- um og launþegum, sem varðar við lög. Haldi Framsóknarmenn áfrarn þesstun óþverrabrögðum sínum og lögbrotum, er sjálfsagt fyrir neyt- endur, sem neitað er um kjötnótur, að kæra þetta framferði fyrir bæj- arfógeta. Afstaða Framsóknar til verðlagn- ingar landbúnaðarafurðanna ber þess öll merki, að Framsókn telji sig ekki geta þrifist í stjórnarand- stöðu, nema með því að beita lyg- um, klækjum og lagabrotum. Má segja, að heimilisástæður Fram- sóknar séu þá orðnar ærið bágborn- ar og skepnan öll svo-þungt haldin, að helst minnir á mæðiveika rollu, sem reynt er að halda lífinu í með eitursprautum eða Álanum hans Sigurjóns á Álafossi. Það hefir reynst þjóðinni dýrt að KVEN- KÁPUR ( g u 1 a r, c a m e I ) nýkomnar. Sérstaklega vandað efni og fóður. Brauns Verzlun! Páll SigurgeirssonJ íÍ>fiBKBKHKHKHKHKKKHKBKKKHKB>^^ ALMA-NAK um árið 194(i og SÆMUNDAREDDA nýkomið. Bókabúð Akureyrar ssa Amerískt suðusiikkiilaði nýkomið. Versl. L0ND0N Odýrar kvenbuxur og kvenundirföt nýkomið. Versl. JÓNS EGILS Kjólatau í mörgum litum, nýkomið. Versl. JÓNS EGILS Framærsluvísitaian fyrir október er 285 stig, eða 7 stigum hærri en í septem- ber. Stafar hækkunin af verðhækkun é mjólk og mjólkurvörum, slátri, kaffi, sjúkrasamlagsgjöldum o. fl. ISnskóIinn var settur 16. þ. m. Um 130 nemendur stunda nám þar í vetur. Þársfélagar! Vegna ófyrirsjáanlegra or- saka verður hlutaveltunni frestað til sunnud. 28. okt. Haldið áfram söfnun muna, og tilkynnið stjórninni strax um auglýsingarmuni. Hjónaband. Ungfrú Olga Hallgríms- dóttir (Einarssonar, ljómyndara) og Guð- mundur O. Olafsson, bankamaður, Ak- ureyri. reyna að losa íslenskan landbúnað við mæðiveikisfaraldurinn í sauð- fénu. Þyngsta plágan, sem herjað hefir landbúnaðinn er þó Fram- sóknarflokkurinn. Það yrði því sannarleg blessun fyrir bændur, ef þeir gætu losið sig við þá mæði- véikisrollu. Jarðarför sonar okkar og bróður, JÓNS ÞORSTEINSSONAR, er andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 14. þ. m., er ákveðin frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 1 eftir hádegi. Jónína Jónsdóttir. Þorsteinn Hallason. Hjalti Þorsteinsson. mMiiiiiiitiiniimmiiiiitiiiin mmmmiimmm immmmimmmiimmimmiiiiimiiii. Dráttarvextir falla á öll ógreidd útsvör í Akureyrarkaupstað, ef eigi er greitt fyrir 1. nóv. n. k. Dráttarvextirnir eru l%á mán- uði og reiknast frá upphaflegum gjalddögum útsvarsins. Þá eru allir þeir, er vinnulaun greiða, áminntir um, að gæta þeirrar skyldu, að hajda eftir af vinnulaunum til lúkningar ógreiddum útsvöium starismanna Dráttarvaxtaákvæðin ná eigi til þeirra launþega, er greiða útsvör sín mánaðarlega af kaupi. Akureyri, 19. okt. 1945. \ \ • BÆJARGJALDKERI ■ iiiiiiHiiiiiiiimmiiii Tilkynniiig Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að óheimilt er að flytja út ísvarinn íisk til Belgíu eða annarra landa á meginlandi Evrópu nema með sérstöku leyfi. Þeir, sem hafa í huga að senda ísfiskfarma til hafna á meg- inlandinu verða að tryggja sér útflutningsleyfi hjá nefndinni fyrir hverja einstaka ferð áður en ferming viðkomandi skipa hefst. Vamæki skipaeigendur að sækja um leyfi til þessara sigl- inga verða þeir látnir sæta ábyrgð að lögum. Reykjavík, 19 .október 1945. Samninganefnd utanríkisviðskipta. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiim'Miiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiw mmmmmiii mimiimiimmiiiiimm immmmmmmi<< ■ Lækningastofu opnaði ég í verzlunarhúsi KE.A., 3. hæð í dag 19. október. Viðtalstími kl. 1 — 3 e.h. Ólafup Sigurðsson, læKnir. 1111111111111111 Hjónaefni. Ungfrú Unnur Eiríksdóttir, Hjartarsonar raffræðings, Reykjavík og Örlygur Sigurðsson, listmálari, Guð- mundssonar, skólameistara, Akureyri. — Ungfrú María Jónsdóttir, starfsstúlka, Gefjun, og Gunnar Kristjánsson, Möðru- yöllum, Hörgárdal. — Ungfrú Rapnheið- ur Valgarðsdóttir, Stefánssonar óg Vet- urliði Gunnarsson, listmálari, Reykjavík. Ungfrú Guðrún Svanbergsdóttir, Sig- urgeirssonar, vatnsveitustjóra, Akureyri, og Ólafur Gíslason, bílstjóri frá Sauðár- króki. Verkamannafélaé Akureyrarkaupstaðar beinir þeirri ósk til þeirra meðlima sinna, sem eru atvinnulausir eða hafa stopula vinnu, að koma á skrifstofu verklýðsfélaganna og gefa þar upplýs- ingar um atvinnuhorfur sínar. Frá bæjarstjórn. (Framhald af 1. síðu). Er nú komið í ljós, að lítið verð- ur um vinnu við byggingu sjúkra- hússins á þessu ári, sökum þess að horfið var frá þeirri ákvörðun bæj- arstjórnar frá því. í vetur, að byggja spítalann þar sem þegar er búið að byggja nokkurn hluta hans. En mennirnir með „fjármálavit- ið“ ráða. Þeir hafa löngum sparað fé fyrir bæjarsjóð og verkamönnum atvinnu. Nýtt STOFUBORÐ til sölu í Aðalstræti 16 (uppi).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.