Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.11.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Stj ór ninálaályktun fimmta þings Sósíalistaflokksins Álytun þessi var einróma 5. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, — staðfestir stjórnmálaályktun 4. flokksþings- ins, þar sem mörkuð er afstaða Sósí- alistaflokksins til myndunar núver- andi ríkisstjórnar og stefnuskrár hennar. Þingið telur, að á því starfsári ríkisstjómarinnar, sem liðið er, hafi hún hafizt handa um fram- kvæmdir á sumum veigamestu at- riðum stefnuskrárinnar og tekist að yfirstíga margvíslega örðugleika. Þingið fagnar sérstaklega þeim ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar að tryggja smíði 30 nýrra togara í Bretlandi og þrjátíu og fimm fiski- báta innanlands, að endurskoða lánakjör vegna Svíþjóðarbátanna og tryggja þar með smíði þeirra og innflutning til landsins, að hefja smíði tveggja stórra og fullkom- inna síldarverksmiðja og fyrir- myndar frystihúss ásamt nýtísku niðursuðuverksmiðju, hækka fisk- verðið til sjómanna og tryggja út- flutning fiskjarins, endurskoða fræðslulöggjöfina og greiða götu æskulýðsins til menta og stofna til endurskoðunar löggjafar um al- þýðutryggingar. Með þessum ráðstöfunum, sem fundið hafa hljómgrunn hjá öllum framfaraöflum Iandsins, hefir ríkis- stjórninni tekist að tryggja nýsköp- un atvinnuveganna í verulegutn atriðum og gera hrakspár aftur- haldsins að engu. Eigi að síður telur þingið, að rík- isstjórnin hafi ekki gert fullnægj- andi ráðstafanir til alhliða trygg- ingar á framkvæmd stefnuskrárinn- ar, og álítur að í náinni framtíð verði að leggja megináherslu á þessi atriði: Að taka banka þjóðarinnar og fjár- magn þeirra í þjónustu ný- sköpunar atvinnuveganna, þannig að útgerðinni og öðr- um atvinnugreinum nýsköpun- arinnar verði trygður greiður aðgangur að fjármagni bank- anna með sem lægstum vöxt- um. Að gera frekari ráðstafanir til þess að tryggja íslandi erlenda markaði fyrir útflutningsvörur sínar. Að tryggja það, að fiskverðið verði hækkað frá því sem nú er. Að skerpa eftirlit með því, að er- lendur gjaldeyrir landsins sé fyrst og fremst notaður í þágu nýsköpunarinnar og til inn- flutnings á nauðsynjavörum. Að byggja fiskibátahafnir við Faxaflóa, á Snæfellsnesi og í Hornafirði ásamt verbúðum og öðrum nauðsynlegum útbún- aði til þess að tryggja fiskibáta- flotanum örugga og góða að- stöðu til sjósóknar frá þessum stöðum. Að taka forystu í því að skapa hér á landi nýtísku niðursuðuiðnað á sjávarafurðum, lýsisherslu og samþykkt á flokksþinginu annan iðnað til vinslu sjávaraf- urða með því að reisa verk- smiðjur í hverri grein, er geti orðið til fyrirmyndar, rutt nýj- ar brautir og alið upp sérfræð- inga í þessum atvinnugreinum. Að gera gagngerðar ráðstafanir til þess að leysa húsnæðismál þjóð- arinnar. Að taka vandamál landbúnaðarins fastari tökum og finna varan- legri lausn þeirra. Að ríkisstjórnin hafi nánari sam- vinnu og samráð við verklýðs- samtökin. Um leið og þingið lýsir yfir fullu trausti sínu á fulltrúum Sósíalista- flokksins í ríkisstjórninni, felur það þeim að vinna áfram að framgangi þessara mála og hvetur allan flokk- inn til að standa áfram einhuga að baki þeim. Ávinningarnir í nýsköpun at- vinnuveganna hafa náðst í harðri baráttu við afturhaldsöflin, sem vilja hverfa til kreppu- og at- vinnuleysisástands fyrirstríðsár- anna til þess að geta veikt verkalýð- inn og sundrað honum, lamað sam- tök hans og komið á harðstjórn í landinu. Þessi afturhaldsöfl — andstæð- inga nýsköpunarstefnu þjóðarinn- ar, er fyrst og fremst að finna í Framsóknarflokknum, heildsala- stéttinni og Alþýðublaðsklíkunni. Það er hin mesta nauðsyn, að treysta enn betur samfylkingu allra nýsköpunarafla, allra framfara- sinnaðra íslendinga, til þess að leiða nýsköpunarstefnuna til sig- urs. I því skyni þarf að einangra og afhjúpa afturhaldsöflin vægðar- laust. Fyrir verkalýðsstéttina og samtök hennar er það sérstök nauðsyn að fylgjast vel með framkvæmdum á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og vera vel á verði gagnvart afturhald- inu. Nú, þegar styrjöldin gegn fasism- anum er til lykta leidd, verður ís- lenska þjóðin að gera allar nauð- synlegar ráðstafanir, til þess að tryggja sjálfstæði sitt og tryggja sér sess meðal hinna sameinuðu þjóða. Þingið er þeirrar skoðunar, að rétt og þjóðholl utanríkisstefna sé lífsskilyrði fyrir framtíð þjóðarinn- ar og að örlög hennar séu fyrst og fremst komin undir eigin afstöðu íslendinga til sjálfstæðis landsins. Um leið og þingið vísar til þeirra loforða, er gefin hafa verið um brottflutning alls útlends herliðs af landinu, hvetur það þjóðina til að vera á verði gegns hverskonar til- raunum til að skerða sjálfstæði ís- lands og gegn þeim, sem kunna að gerast talsmenn erlendra aðila fyrir slíkri skerðingu. í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar er þingið þeirr- ar skoðunar, að varðveita beri þá ávinninga þjóðfrelsisbaráttunnar, sem skjalfestir eru í núvearndi stjórnarskrá landsins, og að þær einar breytingar megi á henni gera, er leiði til aukins lýðræðis og mannréttinda. Sérstaklega vill þingið lýsa því yfir, að það er andvígt þeim aftur- haldssömu tilraunum, sem gerðar eru, til þess að rýra og afnema í raun og veru gildi Alþingis íslend- inga, sem tengt er órjúfandi bönd- um við frelsis- og tilverubaráttu ís- lensku þjóðarinnar. Þingið samfagnar öðrum frelsis- unnandi þjóðum með sigurinn yfir fasismanum í nýafstöðnu stríði og gleðst yfir vaxandi völdum og áhrifum alþýðunnar. Sérstaklega lýsir þingið ánægju sinni yfir stofn- un hins nýja alþjóðasambands verkalýðsins. Til þess að verklýðsstétt íslands verði fær um að taka í sínar hend- ur forystu alþýðu í þjóðmálum, er það höfuðnauðsyn, að sem fyrst verði endir bundinn á stjórnmála- lega sundrung stéttarinnar með því að allur þorri verkalýðsins fylki sér um Sósíalistaflokkinn, efli hann og ger.i hann að traustum f jöldaflokki, er geti sameinað alla krafta hins vinnandi fólks til baráttu fyrir sigri nýsköpunarinnar, fyrir sjálfstæði ættjarðarinnar, fyrir sósíalistisku þjóðskipulagi á Islandi. Næstu verkefni Sósíalistaflokks- ins eru þessi: 1. Að fylkja þjóðinni til baráttu fyrir sjálfstæði íslands. 2. Að sameina framfaraöfl þjóðar- innar til aukinnar sóknar fyrir nýsköpun atvinnuveganna og almennum framförum, óg sýna ýtrustu árvekni gagnvart aftur- haldinu. 3. Að treysta enn meir verklýðs- samtökin og einangra aftur- halds- og sundrungaröflin. 4. Að gera komandi kosningar að nýjum sigrum fyrir stefnu Sósí- alistaflokksins. 5. Að efla Sósíalistaflokkinn í því skyni að sameina verkalýðinn stjórnmálalega á sem skemmst- um tíma, eins og hann nú þegar er sameinaður í hagsmunasam- tökum. Verklýðsfélögin og bæjarstjórn. (Framhald af 1. síðu). kaup á tveim togurum af skipum þeim, sem samið hefir verið um kaup á í Bretlandi. 2) Að hraðað verði að fá úr því skorið hvort grundvöllur sé fyrir því, að ríkið endurbyggi tunnu- verksmiðjuna, búi hana vel að vél- um og reki hana að minsta kosti 7 mánuði ár hvert. Og ef það fæst ekki þannig framkvæmt af ríkinu, ráðist bæjarfélagið í endurbygg- ingu verksmiðjunnar þegar í vetur og reyni allar færar leiðir til útveg- unar á tunnuefni. 3) Að hefja nú þegar byggingu hafnarmannvirkjanna á Oddeyrar- tanga og láta vinna við þau óslitið í allan vetur, og verkinu haldið áfram þar til hafnargarðinum er fulllokið og bygðar verði fullkomn- ar dráttarbrautir, þar sem hægt verði að taka upp stærstu íslensk fiskiskip og strandferðaskip. 4) Að smábátum bæjarmanna ^ verði fyrst um sinn sérstaklega ætl- aður ákveðinn staður syðst í skipa- kvínni og bygt verði fullkomið, hæfilega stórt fiskimarkaðspláss á á hentugum stað, bæði fyrir fiski- menn og fiskikaupendur. 5) Að hafinn verði nú þegar nauðsynlegur undirbúningur að viðbótarvirkjun Laxár með stærri iðnað fyrir augum og upphitun bæjarins. 6) Að byggja upp og stækka hafnarbryggjuna og koma upp í námunda við hana rúmgóðri vöru- skemmu. 7) Að beita sér fyrir því, að hér verði komið upp fiskiðnaði, svo sem niðursuðu síldar og annarra sjávarafurða, kjöts og grænmetis, hraðfrysting fiskjar, og ef til vill kjöts. 8) Að sjá um, að sett verði á stofn almenningsþvottahús, þar sem konum gefist kostur á að þvo þvott sinn sjálfar, við góð og fullkomin vinnuskilyrði, eða fengið hann þveginn gegn sanngjarnri greiðslu. Og verði nú þegar leitað tillagna um fyrirkomulag til sérfróðra manna og nauðsynlegur undirbún- ingur um útvegun véla hafinn. 9) Að rannsakað verði um rekst- ur og stofnkostnað netagerðarverk- smiðju og hnýtingu botnvörpu og beiti bæjarstjórn sér fyrir, að kom- ið verði upp þeim iðnaði í bænum 10) Að láta ræsa fram, vegleggja og girða alt ræktanlegt graslendi, sem er í eigu bæjarins og fá bæjar- búum til afnota við hæfilegri leigu. Og að keypt verði upp öll þau gras- býli, sem fáanleg eru í nágrenni bac jarlandsins. 11) Að athugað verði að koma upp strigaverksmiðju, sem fullnægi innlendri neyslu á þeirri vöru, sem er mjög mikil, þar sem engin slík verksmiðja í þessari grein er til í landinu, en mikið af útflutnings- vöru okkar flutt út í strigaumbúð- um. 12) Að gatnagerð bæjarins verði stórendurbætt. Allar aðalgötur verði malbikaðar eða steyptar og keypt til þess fullkomin tæki, en aðrar götur verði grjótpúkkaðar með nægilega þykku grjótlagi og götukantar steinlagðir og gangstétt- ir lagðar beggja megin við hverja götu, þar sem því verður við kom- ið, og allar götur bæjarins verði svo breiðar, sem byggingar og skipulag framast leyfa‘.‘. 5. Barnaleikvellirnir og gatan. Guðmundur Snorrason gerði grein fyrir, hvernig búið væri að yngstu íbúum þessa bæjar, þar sem þeir ættu nær engan griðastað fyrir útileiki sína ,annan en þá helst göt- una. Var svofeld tillaga frá honum samþykt í einu hljóði: ,,Með því að bæjarstjórn Akur- eyrar mun á sl .sumri hafa samþykt byggingu tveggja nýrra barnaleik- valla til viðbótar þeim sem fyrir er, án þess að af framkvæmdum hafi orðið, þá samþykkir fundur Full- trúaráðs, stjórnar og trúnaðarráða allra Alþýðusambandsfélaga á Ak- ureyri, að beina þeirri áskorun til bæjarstjórnar, að hún láti nú þegar hef ja framkvæmdir á leikvallagerð- ini, svo að hægt yrði að taka þá í 'notkun tímanlega á næstkomandi sumri“.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.