Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 24.11.1945, Blaðsíða 3
VKRKAMABURINN 3 VERKAMAÐU RINN. Útéefandi: Sósíalistaféli ig Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Ámaaon, Skipa&ötu 3. — Simi 466. BlaOnefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur ASalsteinsson. Blaðið kemur út hveru laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. AfgreiSsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prentverk Odda Bjömaaonar. • Afvinnumál Enn, eftir öll gróðaárin, ár mik- illa peninga og atvinnu, er nú dimmt fyrir dyrum þeirra verka- manna, sem þegar eru vinnulausir og vonlitlir um skjót úrræði til aukinnar atvinnu hér í bæ. Það er enginn leikur fyrir fátæka heimilis- feður, miðað v.ið það verðlag sem nú er á nauðsynjavörum, að þola vinnulausa daga, hvað þá vikur eða mánuði. Það eru nú þegar allmargir verkamenn vinnulausir og óðar en húsbyggingavinna þverr, stækkar sá hópur, og má heita að við horfi algjört atvinnuleysi meðal dag- launamanna. Þessi rök hafa lagst með meiri og meiri þunga á hugi verkamanna og nú hafa þeir, í krafti verklýðssamtakanna hér á Akureyri, stilt upp mjög ýtarlegum og rökföstum tillögum í atvinnu- málum bæjarins. Tillögum, sem geta í framkvæmd orðið til þess að atvinnuleysi verði útrýmt. Verka- menn hafa sýnt og sannað, að þeir vilja athafnir og vinnu. Það stend- ur ekki á þeim að leggja fram vinn- andi hendur. Tillögur og stórfeldar fram- kvæmdir og nýbyggingu á sviði at- vinnuveganna hafa verið sendar, ásamt ýtarlegum greinargerðum, til opinberrar athugunar og úrlausn- ar. Og nú bíða menn þess, að ráða- menn bæjar og þjóðar sinni kröf- um verkamanna, eftir því sem at- vinnunauðsyn og önnur rök standa til. Frá, almennu, hagsmunalegu sjónarmiði, getur engum blandast hugur um, að atvinnuleysi er þjóð- félagslegt böl. Nú er þannig högum skipað hjá þjóðinni, að möguleikar eru fyrir hendi að endurbyggja íslenskt menningarlíf, með nýskipun at- vinnuveganna, með endurnýjuðum fiskiflota, nýjum fullkomnum verk- smiðjum og stóraukinni fram- leiðslu á rafmagni. Þeir, sem altaf verða fyrstir fyrir barðinu á atvinnuleysinu, verka- mennirnir, hljóta að hafa alveg sér- stak,an áhuga á framkvæmdtim ný- sköpunarinnar. Það hefir ekki stað- ið á verkamönnum hér að afla sér upplýsinga um þau atvinnufyrir- tæki, sem mest ber nauðsyn til að komið verði á laggirnar hér á Ak- ureyri, ef þessi bær á ekki að verða undir í samkeppninni, og hér verði algert hrun. Og við treystum okkur til að sýna fram á með óvéfengjan- legum rökum, að þær tillögur, sem við höfum þegar sent bæjarstjórn Akureyrar, sem gera ráð fyrir mjög stórfeldum framkvæmdum, eru Glæsilegur árangur af starfi Húsmæðraskólafélags Ákureyrar Um miðjan síðastliðinn mánuð tók til starfa hinn nýi húsmæðra- skólí hér á Akureyri, full settur með 48 námsmeyjum, flestum héð- .an úr bænum. Forstöðukona skól- ans er frú Helga Kristjánsdóttir, hefir hún á hendi matreiðslukensl- una. Aðrir fastir kennarar eru: Frk. Jóhanna Jóhannsdóttir, kennir fatasaum, frk. Ólafía Þorvaldsdótt- ir, kennir vefnað og frk. Laufey Benediktsdóttir, kennir ræstingu og þvott. Auk þess eru 6 stunda- kennarar, þau: Áskell Snorrason, Egill Þórláksson, Ingvar Björnsson, frk. Kristín Sigurðardóttir, frk. Þórhalla Þorsteinsdóttir og frk. Guðrún Þorsteinsdóttir. Miðvikudaginn 14. þ. m., kl. 8.30 e. h., var, að tilhlutun stjórnar Húsmæðraskólafélagsins, stofnað til kaffisamsætis í húsakynnum skólans fyrir félagskonur, til að gefa þeim kost á að skoða skólann og kynnast fyrirkomulagi hans. Svignuðu þar borð undan margs- konar kræsingum, er námsmeyjarn- ar höfðu útbúið. Var hinn mesti nryndar- og liátíðablær á því öllu. Frú Laufey Pálsdóttir setti hófið með stuttri ræðu og stjórnaði því. Aðrar ræður fluttu: Frk. Jóninna Sigurðardóttir, formaður skóia- nefndar, frk. Ingibjörg Eiríksdótt- ir, frk. Sigríður Baldvinsdóttir og undirrituð. Lýstu ræðukonur ánægju sinni yfir þeim glæsilega árangri félagsins, að skólinn er kominn upp og tekinn til starfa þremur og hálfu ári eftir að félagið er stofnað og hafin fjársöfnun til hans. En þótt þessum sigri sé náð, þá er það rétt einn áfangi á þeirri leið, er ekki einungis mál okkar verka- rnanna, heldur alls bæjarfélagsins. Það horfir nú þannig við, að mjög hagkvæm lán fáist til útgerð- ar og verksmiðjubyggingu, og því stærri lán sem bærinn, félög og ein- staklingar í þessum bæ taka úr þeim sjóði, sem nú er verið að stofna, alveg sérstaklega með tilliti til nýsköpunar atvinnuveganna, því meiri möguleikar fyrir meiri atvinnu og almennari hagsæld. Það er ekki samboðið þeirri kyn- slóð, sem nú byggir þetta land, að þola atvinnuleysi og skort. Við verkamenn hljótum að gera miklar kröfur til okkar sjálfra fyrst og fremst, að ýta okkar atvinnu- og hagsmunamálum fram til sigurs. En krafan til hins opinbera á jafn- framt að hækka og verða það há- vær, að engum dyljist, að við vilj- um ekki lengur sætta okkur við að skortur sé á lífsþörfum nokkurs manns. Það er engin goðgá, þó gerðar séu kröfur til bæjarstjórnar um stórfeldar aðgerðir í atvinnumál- um. Það er ótvíræð skylda þeirra, sem með bæjarmál fara, vegna ein- staklinganna og vegna alls bæjar- félagsins um leið. T. E. félagið hefir sett sér, að ná í fræðslu fyrir hinar ungu, uppvaxandi dæt- ur þessa bæjar. Næsti áfanginn er að koma upp heimavist við skól- ann. Er það mjög nauðsynlegt, að námsmeyjar eigi heima í skólanum, svo framarlega að hann nái tilgangi sínum að verða uppeldisstofnun fyrir verðandi húsmæður, og þær nái meiri árangri í húsmóðurstarf- inu, en þær, sem engin tækifæri voru veitt til undirbúnings undir það margþætta og ábyrgðarmikla starf. Vakin var athygli á reikningum félagsins. Þar koma engin útgjöld fram nema kostnaður við stofn- fundina og þá 3 aðalfundi er haldn- ir hafa verið, en þó gaf gjaldkerinn í sjóðinn kostnað við einn þeirra. Kunnugt er, að form. var falið að fara suður til Reykjavíkur fyrir fél. oftar en einu sinni, til að koma skólamálinu af stað. Margskonar önnur útgjöld hafa að sjálfsögðu átt sér stað, er stjórnin hefir orðið að greiða — en það er bara ekki einn stafur til um það í gjaldalið. Þetta sýnir með hve mikilli festu, atorku og góðvild stjórnin hefir gengið til starfa í þessu skólamáli. í lok ræðu sinnar mæltist form. eitthvað á þessi leið: Þegar við er- um búin að skoða þennan stað, þá verður okkur á að brosa gleði- og ánægjubrosi. — Og þegar við lát- um vitsmuni heilans og tilfinninga- kerfi hjartans ráða, þá vaknar hjá okkur hneigð til að þykja vænt um þennan stað. — Og getur okkur þá ekki öllum þótt vænt um þennan skóla? Ef svo er, þá viljum við allar gjöra eitthvað fyrir hann. Áður en staðið var upp frá borð- um, þakkaði frú Laufey Pálsdóttir, forstöðukonu og námsmeyjum fyr- ir mikla fyrirhöfn og góðar veit- ingar. Síðan dreifðu konur sér um skólann og skoðuðu hann og skemtu sér síðan við söng og gleð- skap fram á miðnætti. Leitt var að vita, að margar fé- lagskonur, sem gjarnan vildu taka þátt í þessu samsæti, komust ekki að vegna rúmleysis í skólanum, en vonandi verður þeim gefinn kostur á að skoða skólann við fyrsta tæki- færi. Þótt skólinn sé tekinn til starfa, Sigríður Erlends- dóttir BRAUTARHOLTI. Við kveðjum hér móður sem kærleikann ól, og konu sem hjúkraði og græddi. Sem hjálpaði öðrum, var ástvinum skjól. Sem einstigi sannleikans þræddi. Jafnt mönnum sem dýrum varð mildari ' þraut, svo mjúk voru tök þinna handa. Þér var það létt og sem lagt í hönd að leysa þar margan vanda. Með ljóðum á tungu og ljóð í hug, var leiðin til enda gengin. Og eins þegar sorta að sjónum dró, þá söngst þú við hörpustrenginn. Eg undrast það nú er eg brýt við blað, hve bjart er um söguna þína. Fyrst lífsstarf þitt allt var líknarstarf um leiðina stjörnur skína. . Það starf var ei þrekraun neins meðal- manns, þó mörg væri stundin fögur. Þú hjúkraðir mildri móðurhönd, svo mistirðu börnin þín fjögur. Svo mistirðu líka manninn þinn. Hvar mættirðu skiniau bjarta. Og sonur þinn annar, með sjúkdómskross En samt bjó þér ljóð í hjarta. Þú áttir þér son, hann var allt þitt líf. Hann var ósk þín og vonin þín bjarta. Og þegar hann hvarf þér, var undin ein eftir í sorgmæddu hjarta. Svo fjaraði þrek þitt og óður þinn út, þó áttir þú spum inn í lífið. sem deyjandi von þín eina ósk, því eftir var þyngsta kífið. Því husgun þín öll og hinsta von, helgasta skyldan sem forðum, snerist í bæn um sjúkan son, sonarins blessunarorðum. Guðs var þín ást og guðs þín önd, guðhús þér hvelfist yfir. Réttu nú, drottinn, hjálparhönd honum, sem eftir lifir. T. E. þá vanhagar um margt til að hlýja upp innanhúss, svo sem hljóðfæri, útvarp, bækur, teppi á gólf í dag- stofuna, málverk o. fl. í stjórn Húsmæðrasækólafélags- ins hafa verið frá upphafi: Frk. Jóninna Sigurðardóttir, form., frú Laufey Pálsdóttir, ritari, frú Sig- ríður Baldvinsdóttir, gjaldk., frú Ingibjörg Eiríksdóttir og frk. Hall- dóra Bjarnadóttir. S. Þ. Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri, er gildir fyrir tímabilið 24. janúar 1946 til 23. janúar 1947, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarstjóra frá 27. nóv. til 31. desember n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni verður að skila á skrifstofu bæj- arstjóra í síðasta lagi 3 vikum fyrir kjördag. Kærur, er berast eftir þann dag er ekki hægt að taka til greina. Bæjarstjórinn á Akureyri, 22. nóvember 1945. Sfeinn Steinsen.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.