Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 01.12.1945, Page 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 1. desember 1945 44. tbl. Brýn þörf á heimavistarhúsi fyrir nem- endur Mentaskólans á Akureyri Kennarafundur Mentaskólans sendir Alþingi erindi þar að lútandi 19. nóv. sl. kvaddi skólameistari Mentaskólans á Akureyri, Sigurður Guðmundsson, tíðindamenn blaða og útvarps á fund sinn á Hótel KEA og las þar upp fyrir þeirn bréf, er hann hafði sent mentamála- ráðherra 9. nóv. sl. í upphafi bréfsins skýrir skóla- meistari frá því, að fundur kennara í Mentaskólanum hafi samþykt svo- hljóðandi ályktun: „Kennarafundur í Mentaskólan- um á Akureyri, haldinn 29. októ- ber 1945, skorar á hið háa Alþingi, að það samþykki fjárveitingu til þess, að reist verði nýtt hús við Mentaskólann á Akureyri. Verði í því rúm fyrir heimavist fyrir að m. k. 150 nemendur, söfn skólans, lestrarstofu, kenslustofur fyrir nátt- úrufræði, eðlis- og efnafræði, eld- hús og borðstofu. Telur fundurinn mjög aðkallandi, að hafist verði handa um framkvæmdir í málinu sem allra fyrst, m. a. af því, að nú er eldhættan, er stafar af heimavist- unum, í skólahúsinu ægileg og meiri en svo, að verjandi geti talist, að þar búi um hundrað manns, eins og nú er.“ Rökstyður skólameistari síðan í bréfinu, mjög rækilega, áskorun kennarafundarins, og skulu hér birt nokkur atriði úr rökstuðningi hans og greinargerð: „Lang-veigamesta ástæða þessar- ar tillögu er sú, að oss kennurum skólans verður æ ljósari sú hætta, sem vofir yfir skólahúsinu af völd- um elds og bruna. Svara má því, að eldhættan sé ekki meiri nú en und- anfarin ár. En mér hefir ávalt verið þessi hætta ljós, og hún hefir jafnan fengið mér áhyggju, vanlíðan og óróa. Og eg finn æ meir og meir til þessarar hættu, af því að undan- farin ár hefi eg átakanlega og ógleymanlega verið mintur á hana. í fyrra brunnu hér á Akureyri tvö stórhýsi úr timbri, annað til kaldra kola (Hótel Gullfoss), hitt að mestu. í Hótel Gullfoss kviknaði seint um kvöld, og varð á ör- skamri stund ófært um húsið. Þar bjuggu nokkrir skólanemendur og sluppu sumir með naumindum úr eldinum, en margir mistu muni sfna og bækur. Annars vildi það happ til, að meginhluti þeirra nem- enda, er þar bjuggu, voru ekki heima, heldur voru þeir staddir á skólaskemtun. Má bæta því við, að hér uppi á brekkunni, sem hús Mentaskólans stendur á, er stórum örðugra að slökkva eldana, af því að vatnsmagn er hér minna en niðri í bænum, þar sem dæla má sjó, ef þörf gerist. I hitt-eð-fyrra kviknaði í timbur- húsi niðri á Oddeyri, sem brann á örSkömmum tíma, og lá þá við, að einn nemandi skólans, er þar bjó, brynni irníi. Komst hann út á nær- fötum einum, en misti aleigu sína, sem raunar var ekki mikil fyrirferð- ar, aðeins bækur og föt. Stóð hann (Framhald á 3. síðu). Almennur íundur um' áfengismál Eins og auglýst hefir verið í öðr- um blöðum bæjarins, verður al- mennur fundur um áfengismál haldinn í Samkomuhúsinu á Akur- eyri næstk. mánudagskvöld kl. 8 Verða þar lagðar fram tillögur til umræðu og ályktunar í fjórum lið- um. Fjalla þær allar um það, að koma í veg fyrir og sporna við hinni óhóflegu áfengisnotkun, sem nú er í landinu, og ekki hvað síst Akureyri, þar sem útsalan hér, mið- að við fólksfjölda, selur mun meira áfengi en nokkrir aðrir útsölustaðir á landinu. — Að hér sé því full þörf úrbóta mun víst fáum dyljast, og er það vel, að hafist er handa um tilraun til að bæta úr þessu ástandi. Er þess að vænta að almenning- ur í bænum sýni þann skilning á hinni virðingarverðu viðleitni fundarboðendanna, að sækja fund- inn, og taki þannig virkan þátt í af- greiðslu þeirra tillagna, sem þar verða lagðar fram. Lýðveldi stofnað í Júgóslavíu Pétri konungi ýtt úr hásæti við lítinn orðstír. Hið nýkjörna þing Júgoslavíu kom saman í fyrradag. Tók þingið þa ákvörðun, að konungdæmið skyldi afnumið og lýðveldi stofnað. Svifti þingið Pétur konung réttind- um og valdi. Voru þær sakir bornar á hann m. a., að hann hefði hlaupist á brott úr landi og yfirgefið þjóð sína, er mestar hörmungar herjuðu hana, og hann hefði ekki aðeins vanrækt að skipuleggja mótspyrnu gegn yf- gangi Þjóðverja, heldur hefði hann beinlínis veitt þeim landráðamönn- um stuðning, sem gengið höfðu í lið með Þjóðverjum og barist með þeim gegn þjóðfrelsishernum. ..... ........... ■■■ 1 -■■■—..........................- ? Alþýðusambandið heitir á íslenzka álþýðu að standa vörð um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar Landsfundur sambandsstjórnar Alþýðusambands íslawds var haldinn í Reykjavík dagana 31. okt. til 2. nóvember síðastliðinn. Fundurinn samþykti m. a. eftirfarandi ályktun einróma: Fundur fullskipaðrar sambandsstjórnar Alþýðusambands íslands, lialdinn í Reykjavík dagana 31. okt.—2. nóv., samþykkir eftirfar- andi ályktun í sjálfstæðismálum íslensku þjóðarinnar: „Fundurinn ályktar að lýsa því yfir í nafni íslenskrar alþýðu, að hann telur fullkomið sjálfstæði íslands höfuðskilyrði fyrir efna- hagslegu og menningarlegu sjálfstæði vinnandi fólks í landinu, og nauðsynlegra nú en nokkurntíma fyr að alþýðan skilji hve atvinnu- legt öryggi og hagsæld í framtíðinni éru órjúfanlega tengd sjálf- stæði landsins. Vegna þessa lýsum við öruggum stuðningi samtaka vorra við hvert það spor, sem stigið er til þess að tryggja sjálfstæði landsins og teljum það best gert með eftirfarandi aðgerðum: 1. Að sameina öll þjóðleg öfl til að vinna að þeirri nýsköpun at- vinnuveganna, sem núverandi ríkisstjórn hefir á stefnuskrá sinni, svo ísland megi verða efnahagslega sjálfstætt gagnvart öðrum þjóðum. 2. Að einskis sé látið ófreistað til þess að ísland geti sem fyrst gerst frjáls aðili að bandalagi hinna sameinuðu þjóða. 3. Að staðið sé trúlega á verði gegn hverskonar tilburðúm er- lendra ríkja og innlendra erindreka þeirra til íhlutunar, áhrifa eða sérstöðu hér á landi. Vér munum líta á hverja slíka málaleitun, hvaðan sem hún kann að koma og í hvaða mynd sem hún birtist, sem ógnun við sjálf- stæði vort og tröðkun á yfirlýstum vilja hinna sameinuðu þjóða um að virða sjálfstæði og ákvörðunarrétt smáríkjanna, og telja það ótvíræða skyldu valdhafa landsins, þings og stjórnar að svara hverri slíkri móðgandi áleitni með hiklausri neitun. Vér teljum það fyrstu skyldu alþýðusamtakanna að styðja að framgangi ofangreindra ráða til tryggja sjálfstæði landsins, og beita öllu því afli og valdi, sem þau búa yfir til vgrnar hverri hættu, sem steðja kann að %jálfstæði íslands og frelsi þjóðarinnar. Meirihluti bæjarstjórnar snýst gegn fyrri samþykt sinni í útgerðarmálum og sam- þykkir að sækja aðeins um einn togara Á fundi bæjarstjórnar 18. sept. s. 1. var í einu hljóði samþykkt svo- hljóðandi tillaga frá útvegsmála- nefnd og fjárhagsnefnd: „Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir að ríkisstjórnin ætli Akureyrarbæ 2 af þeim togurum, sem ríkisstjórnin hefir nýverið fest kaup á í Englandi. Pöntun þessi er miðuð við að frum- varp það, er Nýbyggingarráð hefir lagt fram til breytinga á lögum um fiskveiðasjóð, þar sem gert er ráð fyr- ir fyrsta veðréttarláni, sem nemi alt áð 3/4 hlutum stofnkostnaðar með 2Ys% vöxtum, nái fram að ganga, eða ríkisstjórnin sjái fyrir öðru jafn- hagstæðu láni til kaupanna. Bærinn áskilur sér rétt til að láta einstaklinga eða félög, sem hann ávís- ar, ganga inn í kaupin." Eins og allir sjá, sem kunna að lesa og skilja fslensku, þá var þessi samþykt bæjarstjórnar og beiðni eingöngu bundin þeim skilyrðum* að umrædd breyting á fiskveiða- sjóðslögunum næði fram að ganga eða ríkisstjórnin sæi fyrir öðru jafn- hagstæðu láni, og að bærinn áskildi sér rétt til að láta aðra ganga inn í kaupin. Frásögn „Dags“ í fyrradag um skilyrði bæjarstjórnar fyrir beiðninni um 2 togara er því al- röng og vísvitandi sagt rangt frá í því skyni að reyna að þvo óþverr- ann af Framsóknarfulltrúunum, sem ásamt Sjálfstæðisfulltrúunum hafa í útgerðarmálunum skaðað bæjarfélagið um margar miljónir króna á stríðsárunum með „fjár- málaviti" sínu í útgerðarmálunúm. Á fundi bæjarstjórnar s. 1. þriðju- dag lá fyrir svofelld tillaga frá meirihluta fjárhagsnefndar: (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.