Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.01.1946, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 05.01.1946, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN ÆSKU LYÐSSIÐAN Er takmark Framsóknar að forheimska menn? Það bar til eitt sinn, að einn áhrifamaður Framsóknarflokksins ræddi við bónda um, hví annar bóndi, sem hann nafngreindi, væri ekki Framsóknarmaður. Svo var til fetlast, að samtal þetta væri undir fjögur augu. En „oft er í hölti heyr- andi nær,“ segir máltækið, og svo fór í þetta sinn, þau eyru heyrðu samtalið, sem eigi sáu ástaeðu til að láta það liggja í þagnargildi. • Þessi áhrifamikli maður, sem var úr miðstjórn flokksins, var ekki í neinum vafa um, hveirs vegna bónd- inn, sem þeir ræddu um, væri ekki Framsóknarmaður, það var ofur einfaldlega af þ>ví, að hann fylgdist of vel með. Þarna hafið þið það, hæstvirtu borgarar, skilyrðin fyrir vexti og viðgangi Framsóknarflokksins eru þrjú: fáfræði, og aftur fáfræði, og enn fáfræði. Er hægt að hugsa sér aumlegri grundvöll fyrir stjórnmálaflokk í lýðfrjálsu landi? En nú segið þið, lesendur góðir, að miðstjórnarmaður Framsóknar hafi hlotið að vera að gera að gamni sínu, það sé Ómögulegt, að honum hafi verið alvaira. Nei, vinir mínir, hann vár ekki að gera að gamni sínu, honum var fúlasta al- vara. Og þið getið sannfært ykkur um, að fáfræðin er grundvöllur Framsóknar, með því að líta svolít- ið í kringum ykkur. Athugið hvað hefir gerst í þessu landi undanfarna mánuði. Hversvegna var Framsókn ekki með, þegar núverandi stjórn var mynduð? Kunnugir telja eina or- sökina hafa verið, að þeir vildu ekki verja þeim innstæðum er þjóð- in hafði aflað sér erlendis, til káupa á nýjúm og betri framleiðslutækj- um. Þegar svo stjórnin samþykkir að leggja 300 millj. kr. á sérstakan ireikning, og megi einungis ráðstafa þeim gjaldeyri til kaupa á ákveðn- um framleiðslutækjum, kemur Framsókn með tillögu um að upp- hæð þessi verði HÆKKUÐ. Getur nokkur nema sá, sem er þessum málum ókunnugur, fylgt flokki, sem rekur svona pólitík? Tökum annað dæmi, héðan af Akureyri. Við margar undanfar- andi bæjarstjómarkosningair hefir Framsókn lofað að nýtt sjúkrahús yrði byggt. Hvar er það? Það hefir enn ekki verið lagður hornsteinn þess, svo að ég viti. Það eina, sem gert hefir verið, er að gefa loforð, loforð, sem ekki átti að efna. Ykk- ur er kunnugt um það, að ekki skorti fé til að byggja hér mikla kirkju og ekki var skortur á bygg- ingarefni til hennar eða „bænda- hótels" KEA, en það skorti fé og byggingarefni í sjúkrahús! Þetta dæmi bendir til að Fram- sókn reki ekki pólitík fyrir siðaða og allsgáða menn, heldur fáfróðan skríl. Nú býst eg ekki við, að við Ak- hreyringar kærum okkur um að vera kallaður ómenntaður og fá- fróður skríll, en þeir, sem greiða Framsókn atkvæði, stimpla sig um leið að vera það. Hér er enginn meðalvegur til. Þau tvö dæmi, sem hér hafa ver- ið gripin af handahófi af mýmörg- um, sem úr var að velja, sýna, að miðstjórnarmanninum úr Fram- sókn, sem minnst var á í upphafi, hefir ekki aðeins verið bláköld al- vara, heldur hefir hann einnig, að öllum líkindum, getið alveg rétt. Bóndinn, sem hann var að ræða um hefir sem sér gert sig sekan um þann höfuðglæp að gera tilraun til að fylgjast með landsmálum í sínu eigin landi, og hann hefir séð, að pólitík Frámsóknar gekk brjálæði næst (sbr. æðið sem greip þingmenn fiokksins í fyrra, er stjórnin var mynduð), og hefir engan veg og vanda viljað hafa af þeim sjúkling- um. F.g hygg það sé ekki fjarri sanni að líkja pólitík Framsóknar við kenningu þá, er einn íslenskur sveitaprestur boðaði úr prédikun- arstól, Jrar sem hann sagði, og iagði mjög ríka áherslu á, að menn ættu að vera J)röngsýnir, sáluhjálp manna væri undir því komin. Þess- um sama klerki mun nú undanfar- ið hafa verið falið ekki svo veigalít- ið atriði í uppeldi prestsefna þjóð- arinnar. Það leynir sér ekki, að takmark þessarar stefnu er hið sama: að gera almenning heimskan, þröngsýnan og hugsunarlausan um hagsmuna- mál sín. Með afbrigðum viturleg pólitík, finnst ykkur ekki! Það er kannske ekki úr vegi að athuga, í hverra hag slík stefna er rekin. F.kki er hún rekin til liags- bóta fyrir verkalýð bæjanna, því að þá stétt óttast og hatar Framsókn mest af öllu; ekki í þágu bænda, því að fyrir þá læst Framsókn sífellt. vera að berjast, en er raunar alveg sama um þá, nema sem þæg þý við kosningar, og hefir með sveitapóli- tík sinni undanfarin ár, unnið Jæim meira tjón en með tölum verði talið; heldur í þágu stórat- vinnurekenda, kaupmanna, brask- ara og annars svipaðs lýðs. Nei, nú trúið þið ekki. Framsókn vinnur ekki að hagsmunum kaup- manna heldur kaupfélaga, segið þið. Það vantar nú síst að Framsókn telji sig berjast fyrir kaupfélögun- um, enda hefir hún gert það með svo miklum dugnaði, að henni hef- I^KBKHKBKBKHKHKHKHKHKBKHKBKHKHKBKBKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Þegar húsfylli var hjá Framsókn Hér í bæ er til svolítill F'ramsóknarflokkttr. Það fylgja honum að vísu ekki margir lengur. í eigu flokksins er kosninga-kontór nokkur, Því kosningar þarf að undirbúa eins og gengur. Það ríkir oftast á kontórnum kyrrð hins dána. Hann kemur Jrángað lítið flokksmannaskarinn. Við nöfn þeirra flestra, er skráð voru á fylgjendaskrána, nú skrifast hin bitru og táknrænu orð: „Hann er farinn". F.n háttur fólks breytist óvænt með einkennum nýjum, þegar aðfangadagurinn birtist með dásemd sanna: Menn rifu sig strax upp úr rúmunum mjúkum og hlýjum og rigsuðu þráðbeint til skrifstofu framsóknarmanna. Og áður en varði var fullstaðinn gólfsins flötur, þó fæstir kæmust inn í þau salarkynni, svo úti fyrir, um gangstéttir næstu og götur, greindu menn fjölda líkt og á þjóðhátíðinni. Það gefur að skilja, slíkt olli talsverðri truflun, það tepptust á leið sinni allmargir vagnar og bílar. I troðningnum fékk margur óvart hrinding og hruflun, á hörund sumra komu rauðbláir dílar. Hvað olli þessu? Það skírðist nú skömmu síðar, þeim skilningstregu, sem undruðust háttsemi slíka. Því Kea auglýsti kvöldið áður svo fríðar og kjarngóðar appelsínur, fyrir snauða og ríka. F.n hvaðanæfa koma nú spurningar tíðar: Fir Kosningaskrifstofa Framsóknar matsala líka? ÁRVAKUR. Öllum ber að kjósa Nú eru þrjár vikur til kosninga, bæjarstjórnarkosninga hér á Akur- eyri og í öðrum kaupstöðum þessa lands. Það fer því að líða að þeim tíma, að „háttvirtir kjósendur“ geri upp við sig hvern flokkanna þeir kjósa að styðja til sigurs 27. jan., hvort þeir kjósa áfram sama afturhaldið og kyrstiiðuna í mál- efnum bæjarins, eða hvort þeir kjósa að styðja sósíalista, til að koma í framkvæmd áformum sín- um og tillögum til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa, til alhliða umbóta og framfara í málefnum bæjarins. I þessum málum getur enginn verið hlutlaus. Það getur enginn afsakað fyrir sjálfum sér né öðrum að taka ekki ákveðna afstöðu til bæjarmál- anna. Sá, sem segir: ég er hlutlaus og skipti mér ekkert af þessari „hel- vítis pólitík“ gæti ehrs vel sagt: mér er sama um allt og alla, mér er (Framhald á 4. síðu). ir tekist að gera þau að flokksfyrir- tækjum sínum langflest. Það heyr- ist heldur ekki ósjaldan að engir séu samvinnumenn nema Fram- sóknarmenn. F.n hér sem fyrr vilja orð þeirra stangast við staðreynd- | irnar. Var f)að kannske ekki F’ram- sókn, sem kom mestum bæxlagangi |af stað í KRON í fyrra? og var það ikannske ekki Framsókn, með hjálp íhalds og Krata, sem olli öllum gauraganginum í Kaupfélagi Sigl- firðinga í sumar? Þannig er „samvinnu“-stefna Framsóknar, hún miðar að einu og aðeins einu marki: gera öll kaup- félög að flokksfyrirtækjum Fram- sóknar. Þið skuluð ekki halda, að það séu kaupfélögin sem Framsóknar- broddarnir unna, nei, ónei, það eru ekki samvinnufélögin eða sam- vinnustefnan, heldur peningarnir sem kaupfélögin ráða yfir og hafa í umferð, en það Iáta þeir auðvitað aldrei uppi á opinber^m vettvangi, svo skini skroppnir eru þeir ekki, greyin. Af því, sem að framan segir, held ég að mönnum ætti að vera ljóst, að Framsókn er ekki það sem hún sýn- ist vera, heldur úlfur í sauðargæru, flagð undir fögru skinni. Það er mál til komið fyrir þá heiðursmenn að fara nú að leggja niður falsnafn- ið Framsóknarflokkur og taka upp í þess stað heitið Afturhaldsflokkur eða eitthvað því um hkt. d + Þ

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.