Verkamaðurinn - 05.01.1946, Page 4
4
VERRAMAÐURIN’N
E2S
saííHi
íhaldið er andvígt aukinni útgerð
(Framhald af 1. síðu).
ar sig Framsókn) náð algerðum yf-
irtökum í bæjarmálum.
Fyrri 8 árum tóku sósíalistar upp
baráttu, bæði í blaði sínu og í bæj-
arstjórninni, fyrir því, að bæjarié-
lagið tæki að sér forgöngu um að
reisa við sjávarútveg bæjarins, ann-
aðhvort í formi bæjarútgerðar eða
í félagi við einstaklinga. Þá var
sýnt fram á að einstaklingsframtak-
ið hefði brugðist svo í þessu efni, að
ekki mundi vera að vænta nægi-
legra aðgerða úr þeirri átt. Var þá
lagt til, að keyptir yrðu tveir togar-
ar til Akureyrar, en þá voru nokk-
ur ilýleg skip fáanleg með sæmilegu
verði, m. a. var þá kostur á að fá
keyptan enska botnvörpunginn
„Imperialist“, 12 ára gamlan, sem
er systurskip íslenska botnvörp-
ungsins „Júpiters", sem verið hefir
mesta aflaskip allra stríðsáranna.
Verðið á þessu skipi átti að vera 7
þúsund pund, þ. e. um 155 þús. kr.
í nefnd þeirri, sem þá var sett af
bæjarstjórninni til að athuga þetta,
fékkst engin jákvæð afstaða, enda
var það þá, eins og altaf endranær,
sýnilegt, að afturhaldið var altaf
ákveðíð í því að ráða niðurlögum
allra framfara um sjávarútveg. Að
í bæjarstjórn Akureyrar hefir þrí-
vegis verið sett upp nefnd til að at-
huga möguleika fyrir auknum út-
vegi héðan, og skipakaupin hafa
aldrei verið bygð á neinum fram-
faravilja þeirra flokka, sem sameig-
inlega hafa myndað hina glæsilegu
meirihlutaforustu í málefnum Ak-
ureyrar. Heldur hefir þessari.aftur-
haldssamsteypu öðru hvoru þótt
hyggilegt að láta svolítið undan
síga til að fá nýtt ráðrúm til að búa
um sig til varnar um sinn slæma
málstað í þessu stærsta atvinnumáli
íbúa bæjarins, þegar alþýða bæjar-
ins, sem gerir sér mjög alment rétta
grein fyrir nauðsyn aukins skipa-
stóls, hefir sótt að kyrstöðuhreyfing-
unni með vopnum reynslu sinnar
og óhrekjandi raka.
Nú fyrir þessar kosningar hefir
bæjarstjórnarmeirihlutinn enn lát-
ið undan síga og samþykt að sækja
um kaup fyrst á tveimur, og seinna
einum togara til reksturs héðan úr
bænum, og voru aðalrökin, sem
færð voru gegn því að stíga skíefið
heilt en ekki hálft (með því að
kaupa einn togara af þessari gerð)
þau, að á einu skipi hlyti að
verða helmingi minna tap, en ef
skipin yrðu tvö, er þetta áreiðan-
lega rétt, en lítið snjöll mynd
af hugarfari andófsmannanna, enda
hefir í þessu mikla framfaramáli
fyrir Akureyri, aldrei verið hægt að
verða var við hjá þeim minstu trú á
framtíð þess, og það sem enn verra
er, að þá vantar einnig allar góðar
framtíðaróskir, sem altaf fylgja
með trti manna á viðfangsefni sín.
í næstu grein mun eg gera grein
fyrir hver áhrif útgerð nægilega
margra góðra skipa getur haft á
lífskjör þeirra, sem tekið hafa sér
búsetu í þessum bæ.
Tryggvi Helgason.
Úrval af
AMERÍSKUM BÓKUM
nýkomið. Einnig amexísk og dönsk
blöð.
Bókabúð Akureyrar
ÆSKULYÐSSIÐAN
(Framnald af 2. síðu).
sama um líðan mína og framtíð
mína og minna afkomenda, mér er
sama hvort ég bý í lítilli, lífs-
hættulegri kjallaraíbúð eða í rúm-
góðu þægilegu húsi, mér er sama
hvort ég hef atvinnu eða geng at-
vinnulaus o. s. frv. En þetta segir
enginn, vegna þess að í rauninni er
engum sama hvernig lífskjör hans
eru, en sumir athuga það bara
ekki, að með þessum bæjarstjórnar-
kosningum er verið að ákveða
hvernig bænum skuli stjórnað á
næstu árum og þar með hversu góð
eða ill lífsskilyrði manna skuli vera
hér á Akureyri.
Það eru allir sammála um, að
margt þurfi að gera hér á næstunni,
og flest eru það framkvæmdir, sem
er margbúið að lofa fyrir hverjar
kosningar, en þeir, sem hafa haft
töglin og hagldirnar í bæjarstjórn
hafa svo stungið þessum góðu á-
formum undir stól þegar eftir
kosningar.
27. janúar verður kosið um það,
hvort afturhaldsflokkarnir fá enn
um sinn að stinga undir stól eða
tefja fyrir framfaramálum bæjar-
ins eða, hvort bæjarbúar vilja
styðja sósíalista til raunhæfra fram-
kvæmda.
Það verður kosið um Akureyri
kyrrstöðunnar eða Akureyrí fram-
faramanna.
Og liver sá, sem ekki greiðir at-
kvæði, styður óbeinlínis afturhalds-
flokkana og Akureyri kyrrstöðunn-
ar. Þessvegna skyldi hver maður
hugsa sig tvisvar um, áður en hann
ákveður að sitja hjá. Eina leiðin til
betri afkomu og betri lífsskilyrða
í þessum bæ er sú, að hefja sósíal-
ista til valda. Þ. J.
Happdrætti Háskóla íslands
Eins og augjýst hefur verið í blöð-
um og úlvarpi, hefir sú breyting verið
gerð á um tilhögun Happdrættisins,
að dregið verður í 12 flokkum á
næsta ári og framvegis í staðinn fyrir
10 áður. Lög um þetta frá Alþingi
voru sett nokkrum dögum fyrir jól.
En þess vegna, hve lög þessi koma
seint, skapar það ýms vandkvæði í
framkvæmd happdrættisins, einkum
þau, að sölufrestur fyrir 1. flokk verð-
ur mjög stuttur, og þó ekki hægt að
draga á venjulegum tíma. Verður því
sú breyting á, að 1. dráttur fer fram
30. janúar, 2. dráttur 25. febrúar. 3.
20. marz. 4. 15. apríl og svo úr því
ávallt 10, hvers mánaðar.
Vinningarnir verða nú 7200, fjölg-
ar um 1200. Alls er vinningaupphæð-
in nú 2.471.000 kr., hækkar um
420.000 kr. Auk þessa eru 33 auka-
vinningar (14 á 5000 kr. 29 á
1000 kr.) samtals kr. 49.000, og því
upphæðin öll 2.520.000 kr. og vinn-
ingarnir 7233. Númerafjöldinn er
hinn sami og áður, 25000. Hlutföllin
verða því sem næst 1 vinningur á
hvert 3% númer, en fyrstu ár happ-
drættisins var það 1 á móti 5.
Útdregin upphæð í fyrstu 9 flokk-
unum er óbreytt frá því, sem áður var,
og 12. flokkur eins og 10. flokkur var
áður. Aftur bætast við hinir tveir
nýju llokkar, 10. flokkur, útdregin
uphæð 206.200 kr. og 11. flokkur, út-
dregin upphæð 213.800 kr. Verð
hlutamiðanna fyrir hvern mánuð
verður hið sama og áður, en fyrir árið
KK)MMtt*tt<HKH><HKBKHKHKHKBKBKBKBKBKBKHKBKHKHKHKBKBKHKHKHKBKl
1 ^ b
Kosningaskrifstofa Sósíaiistaflokksins
í Hafnarstræti 88 (gengið inn að sunnan) er opin alla
daga frá kl. 2—10 e. h. — Kjörskráin liggur þar frammi
og ættu kjósendur flokksins að líta þangað inn og at-
huga hvort þeir eru á kjörskránni og gefa upplýsingar
um þá kjósendur, sem eru fjarverandi úr bænum. —
'KHKBKBKHKBKHKBKHKBKt***tt**tttt***tttt*tttt**tt**tt**tt****tttt****tt<
><H><H><HKH><H><H><HKB><H><H><H><H><B><H><H><BKH><H><HKH><HKH><H><H>tt<H>Ö
Kaup verkakvenna í janúar.
Almenn vinna ......................
Ishúsvinna ........................
Þvottur og hreingerningar .......... 5.13
Verkakvennafélagið „Eining“.
Dagv. Eflirv. N. og hd
4.42 6.64 8.85
5.27 7.92 10.55
5.13 7.71 10.26
Kaup verkamanna í janúar.
Dagv. Eftirv. N. og hd,
Almenn dagvinna 7.13 10.76 14.26
Skipavinna / 7.41 11.12 14.82
Kolavinna, salt- og sementsv., ryðberja skip, lofiþrv. 8.27 12.40 16.54
Tjöruvinna við götur, lestun bíla með sprengt grjót
og mulning .4 7.55 11.34 15.11
Dixilmenn, hampþéttarar, grjótvinna, tjöruvinna .. 7.98 11.97 15.96
Lempun á kolum og katlavínna .. . . 12.44 18.81 24.88
Kaup drengja 14—16 ára 4.70 7.06 9.41
Mánaðarkaup 1068.25
Mánaðarkaup í kolaafgreiðslum 1182.75
Vísitalan er 285 stig.
Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. |
KKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKl
Happdrœtti
Háskóla íslands
A þessu ári, oq framvegis, verður
dregið 12 sinnum á ári, fyrsta sinn
30. janúar, Sala miða hefst 5. jan.
og frestur til að halda sömu númerum og áður er út-
runninn 24. janúar. Eftir þann tíma, eða til 30. jan.,
verða undantekningarlaust allir miðar seldir, sem ekki
hefir verið vitjað.
Nú eru:
Vinningar 7233; fjölgar um 1204.
Viimingaupphæð kr. 2,520.000.00.
Hækkar um kr. 420.000.00.
Verð miðanna er sama og áður fyrir hvern mánuð. En
vegna fjölgunar flokkanna, hækkar árgjaldið um verð
þessara tveggja nýju flokka: Heill miði kostar kr.
144.00. Hálfur kr. 72.00, og fjórðungsmiði kr. 36.00.
Þér, sem ætlið að halda sömu númerum og áður, munið þetta:
Það getur orðið of seint að koma til endurnýjunar
eftir 24. januar. Eina ráðið er að koma snemma og
endurnýja.
V rt mKHKHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKBKBKHKBKHKBKHKHKKHKHKBKHK'
hækkar gjaldið sem svarar hinum 2 I ir um, að koma fyrir þann tilsetta
nýju flokkum, þannig að heilmiði | tíma og endurnýja. Eftirspumin mun
kostar kr. 144.00, hálfur kr. 72.00 og ■ aukast verulega eftir þessa breytingu,
fjórðungur kr. 36.00.
Vegna þess, hve tíminn er nú stutt-
ur til ondurnýjunar í fyrstu flokkun-
um, aðeins til 24. jan. í 1. flokki, eru
þeir eigendur miða frá árinu áður, er
cn mjög fáir miðar óseldir. Eftir 24.
janúar munu því allir miðar, sem ekki
eru þá sóttir, verða boðnir fram til
sölu.
Að öðru leyti eru allar upplýsingar
vilja og ætla að halda áfram, áminnt- látnar fúslega í té hjá umboðsmanni.