Verkamaðurinn - 07.02.1947, Blaðsíða 1
VERKflmuRinn
XXX. árg.
Föstudaginn 7. febrúar 1947.
nr. II sest að vðldum
íhaldið hefur ginnt Framsókn og Kratana eins og þurs
„Málefnasamningurinn44 er óákveðinn og íhaldinu
fengin yfirstjórn þeirra mála, sem hagur þjóðarinnar
byggist fyrst og fremst á - fjármál og utanríkismál
Braskið og heildsalasvindlið verndað, en vísitölunni
haldið niðri með nýjum skattaálögum
Alþýðan verður að brjóta þessa ófreskju
á bak aftur
Steíán Jóhatm, íorm. Alþýðuflokksins, heiui nú unnið það þrekvirki, að mynda
atturhaldsstjórn með Framsókn og íhaldinu og tær í staðinn að nefna sig forsætis-
ráðherra íslands, Síðastl. þriðjudag var kunngjört hvernig þessi stjórn væri skipuð
og þann dag tóku hinir nýju ráðherrar við embættum sínum.
Verkaskiptingin er þannig: STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON, forsætis- og félags-
málaráðherra, BJARNI BENEDIKTSSON, borgarstjóri, dóms- og utanríkisráðherra
(fer auk þess með áiengismál og lögreglumál), JÓHANN Þ. JÓSEFSSON, fjár-
málaráðherra, undir hann heyra sjávarútvegsmál, tollamál, einkasölur ríkisins og
fjárlög, EMIL JÓNSSON,, samgöngumálaráðherra, undir hann heyra póstur og
sími, vegir, brýr, iðnaðarmál, hafnarmál og dýrtíðarráðstafanir, BJARNI ÁSGEIRS-
SON, atvinnumálaráðherra, undir hann heyra landbúnaðarmál, rafmagnsmál o. fl.,
EYSTEINN JÓNSSON, menntamálaráðh., útvarp, kirkjur, kvikmyndir og flugmál.
í fyrradag var útvarpað frá fundi1
í sameinuðu Alþingi, og var fundar-1
efnið það, að Stefán Jóh. tilkynnti *
þingheimi, og um leið alþjóð,
verkaskiptingu hinnar nýju ríkis-
stjórnar og las upp málefnasamning
þann, er þessir þrír afturhaldsflokk-
ar, eða meirihlutar þeirra, höfðu
kornið sér saman um. Þessi samn-
ingur væri réttnefndari málamynd-
arsamningur, því að augljóst er, að
hann er aðeins gerður til að villa
fyrir landsmönnum fyrstu vikurnar
á meðan afturhladið er að taka sam-
an ráð sín og skipuleggja árásir sín-
ar á alþýðuna. Öll ákvæði og loforð
þessa samnings eru svo loðin og
óhrein, að augljóst er, að þeim er
aldrei ætlað að verða annað en orð-
in tóm. Engar raunhæfar ráðstafan-
ir eru þar gerðar til úrbóta þeim
fvandamálum, sem mest ríður á að
leyst verði á næstunni, heildsala-
valdið hvergi skert, nema síður sé,
þar sem fjármálin eru nú lögð í
hendur einum tryggasta þjóni
braskaranna, Jóhanni Þ., sem m. a.
er aðaleigandi þess heildsölufyrir-
tækis, sem uppvíst hefur orðið að
stórfelldasta og lúalegasta svindil-
braski, sem hingað til hefur verið
opinberað. Þetta fyrirtæki er S.
Árnason og Co. í Reykjavík.
Dóms- og utanríkismálin eru
fengin í hendur Bjarna Benedikts-
syni, hinum harðvítugasta ameríku-
agenti, sem manna bezt gekk fram
í flugvallarsamningnum í haust.
í bankamálunum verður ekkert
aðhafst, Landsbankaklíkan ræður
þar áfram lögum og lofum og girð-
ir fyrir allar framkvæmdir í land-
inu, eins og hún hefur ivit og getu
til. Ekkert raunhæft er gert í bygg-
ingarmálum alþýðunnar — ekkert
byggja til að ljúka við hús sín og
standast straum af kostnaðinum.
Um dýrtíðarmálin er það eitt vit-
að, að stjórnin ætlar sér að lögfesta
vísitöluna, þ. e. a. s. binda hana við
300 stig og lækka kaupgjald og
verðlag á innanlandsafurðum með
greiðslum um ríkissjóði, en þær
uppbótagreiðslur verða vitanlega
hvergi annars staðar teknar en úr
vasa almennings.
Allt er þetta ljós vottur þess, að
hin nýja stjórn ætlar sér fyrst og
fremst að slá skjaldborg um stór-
eignamennina og rýra hlut alþýð-
unnar. Það er Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem nú ræður, hinir hafa iverið
keyptir með vegtyllum og nafnbót-
um til að taka þátt í svínarínu.
Afturhaldið, burgeisastéttin,
glottir nú yfir unnum sigri og hygg-
ur gott til höggs, en minnugt skyldi
það þess, að það hefur fyrr verið
sótt að íslenzkri alþýðu og hún hef-
ur reynst megnug að brjóta af sér
hlekkina — og svo mun enn fara. —
Þótt afturhaldið sé kannske svo
grunnfært, að halda að það geti not-
að nafn Stefáns Jóh. til að slá ryki í
augu hennar, eru það áreiðanlega
tálvonir. Alþýðan veit hver maður-
inn er. Og þeir foringjar Alþýðu-
flokksins, sem hafa látið afturhaldið
ginna sig eins og þurs, verða aldrei
viðurkenndir verkalýðsforingjar
framar. Þeir standa nú fylgisivana og
6. tbl.
Byggingaframkvæmdir
í bænum voru miklar
á síðastliðu ári
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefur fengið hjá bygginga-
fulltrúa bæjarins, Tryggva Jóna-
tanssyni, voru á árinu 1946 fullgerð
24 íbúðarhús hér í bænum með 40
íbúðum. Auk þess eru 43 hús í
smíðum, komin undir þak, með 80
íbúðum, og hafin er smíði 32 húsa
með 51 íbúð. Komizt öll þessi hús
upp á næsta ári, er það mikil bót á
húsnæðisvandræðunum, en fyrir
því eru því miður litlar líkur, þar
sem bygging margra húsa er stöðv-
uð vegna fjárskorts.
til að leysa húsnæðisvandræðin og fyrirlitnir yfir sinni eigin gröf, sem
hjálpa þeim, sem byrjaðir eru að er að gleypa þá með húð og hári.
Bæjar mál
Á síðasta bæjarstjórnarfundi gerð- heimila, sem kemur í þeirra hlut að
ist þetta m. a.:
Fyrir lá bréf frá menntamála-
ráðuneytinu, þar sem það óskar
umsagnar bæjarstjórnar um frum-
varp til laga, um aðstoð ríkisins við
opinberar byggingar bæja og sveit-
arfélaga. Frumvarp þetta er flutt að
beiðni menntamálaráðherrans, en
meirihluti menntamálanefndar hef-
ur að svo stöddu ekki séð sér
fært að taka þátt í flutningi þess, og
stendur aðeins einn nefndarmanna,
Sigfús Sigurhjartarson, að þessu
frumvarpi. 1 greinargerð, sem
fylgdi frumvarpinu frá ráðherra,
segir m. a.:
„Með frumvarpi þessu er lagt
til, að ríkisstjóminni sé veitt heim-
ild til þess að ábyrgjast lán, sem
bæja- og sveitarfélög taka til
greiðslu þess hluta stofnkostnaðar
skóla, sjúkrahúsa, barna- og elli-
greiða, og ennfremur, að Lands-
bandinn sé ,að veittri slíkri ábyrgð,
skyldaður til þess að kaupa skulda-
bréf, sem gefin kunna að verða út í
þessu skyni.“
Þar sem vitanlegt er að nú um
skeið hefur gengið mjög erfiðlega
að afla lánsfjár til slíkra fram-
kvæmda, og bæja- og sveitarfélög,
sem sótt hafa um lán til bankanna,
hafa í mörgum tilfellum verið synj-
að um lánsfé. Virðist hér full þörf
úrbóta til þess að tryggja, að ekki
þurfi að hætta við eða fresta fram-
kvæmdnum í þeim málum, því enn
er mikil og brýn þörf fyrir sjúkra-
hús, skóla og bama- og elliheimili.
í sambandi við umræðtir í bæjar-
stjórn báru fulltrúar sósíalista fram
eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Akureyrar lýsir
(Framhald á 3. síðu).
Dánardægur. Hinn 4. þ. m. lézt að
að heimili sínu, Munkaþverárstræti 24
hér í bæ, Guðlaug Sigfúsdóttir frá Grund,
móðir Sigfúsar Baldvinssonar útgerðar-
manns og þeirra systkina. Guðlaug sál.
var orðlögð myndarkona, en hafði átt
við langa vanheilsu að stríða.
Frá Skíðaráði Akureyrar. Að öllu for-
fallalausu verður svigkeppni „Stórhríð-
armóts 1947“ haldin sunnudaginn þ. 9.
febrúar. Verður keppt t öllum flokkum
karla og kvenna. Væntanlega verður
kepnin í Snæhólum. „Stórhríðarmót" eru
haldin sem undirbúnings- og þjálfunar-
keppni fyrir Skíðamót íslands, sem að
þessu sinni fer fram í Reykjavík dagana
20.—23. marz.
Þorrablót. Verkakvennafélagið „Ein-
ing“ heldur þorrablót í Verklýðshúsinu,
laugard. 15. febr. næstk. Áskriftarlistar
um þátttöku liggja frammi í skrifstofu
verkalýðsfélaganna og Pöntunarfélaginu.
Árétting. Út af frásögninni af aðal-
fundi Bílstjórafélags Akureyrar, í síðasta
tbl., skal það tekið fram, að fráfarandi
form., Þorsteinn Svanlaugsson, baðst
undan endurkjöri, einnig aðrir stjómar-
meðlimir, að undanskildum Júlíusi Ingi-
marssyni.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Sigrún Gunnarsdóttir,
Gránufélagsgötu 43, og Jón Sigtryggsson,
Aðalstræti 12, Akureyri.
Hjúskapur. Hulda Ingólfsdóttir, iðn-
verkakona, Akureyri, og Baldur Am-
grímsson frá Skarði, Glerárþorpi.
Sósíalistar! Munið félags-
fundinn á sunnudagskvöldið
í Verklýðshúsinu!
><KKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH;