Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.04.1947, Síða 3

Verkamaðurinn - 25.04.1947, Síða 3
VERKAMAÐURINN 3 t ...... .................~!N VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritstjóri: Rósberg G. Snædal Sími 516 Blaðstjóm: Eyjólfur Árnason Þorsteinn Jónatansson Blaðið kemur út hvern föstudag Árgangurinn kostar kr. 15.00 í ldtasasölu 40 aura eintakið Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalista- félags Akureyrar, Hafnarstræti 88 Prentverk Odds Björnssonar Vorið er komið - en atvinnan ekki •Sumarið er að hefjast. Við votl- um, að hinn hvíti konungur, senr verið hefur óvenju óblíður í við- móti við okkur Norðlendinga, fari nú að snúa við okkur bakinu — hopi af hólmi fyrir sól og sumri. Þessi vetur hefur einnig verið tími stórra og þýðingarmikilla við- burða. Bjartsýni og stórhugur ís- lenzku þjóðarinnar hefur beðið hnekki. Margir alvarlegir atburðir hafa gerzt í stjórnmálalífinu og stjórnmálastefnunni liér á landi síð- ustu mánuðina. Afturhaldssömustu öflin með þjóðinni hafa tekið stjórnartaumunum og sýna alþýð- unni sinn innri mann og áforrn grímulaust. Alþýðan islenzka er því komin í varnarstöðu. Fjandmenn hennar • í heildsalastjórninni og kringum hana beita nú öllum hugs- anlegum bolabrögðum til að þjarma að verkalýðnum, veikja samtakamátt hans og rýra lífskjör hinna fátækustu. En þessir atburðir eru lærdóms- ríkir. Það, að afturhaldinu hefur tekist að stöðva þá allsherjar sókn, sem verkalýðssamtökin og allur hinn rottækari armur þjóðarinnar hóf fyrir rámum tveimur árum með myndun nýsköpunarstjórnarinnar, sýnir okkur, að alþýðusamtökin hafa ekki verið nægilega samhent í baráttunni fyrir betri tímum, bar- áttunni fyrir allsherjar nýsköpun í atvinnu-, félags- og menningarlífi þjóðarinnar. Hefði alþýðan öll bor- ið gæfu til þess að standa sarnan í einum stjórnmálaflokki, gat hin til- tölulega fámenna klíka, sem samdi við Bandaríkin 5. okt. sl. og dubb- aði síðan upp þá ógeðslegustu ríkis- stjórn, sem á íslandi hefur setið síð- an landið varð sjálfstætt, aldrei gert neitt — aldrei komið kreppuáform- um sínum fram. F.n nú er komið, sem komið er. Kreppudraumar aft- urhaldsins eru sem óðast að verða að veruleika. Atvinnulífið er lamað, fjármagnið undir lás og slá aftur- haldsins, stönzun komin á viðskipti okkar erlendis og horfurnar í af- urðasölumálunum hinar geigvæn- legustu. Hér í bænum er ástandið kannske ísyggilegra, en nokkurs staðar á landinu. Hundruð fjölskyldufeðra liér í bæ, hal'a ekki haft hándtak að vinna síðan um jól. Margir þessara manna voru illa undir veturinn búnir vegna síldarleysisins í sumar og það er augljóst hvernig afkoma þeirra manna er, sem gengu frá með 1—2 þús. kr. hlut yfir síldveiðitím- ann og eiga svo að búa við margra mánaða atvinnuleysi að vetrinum til. Þar við bætist, að flestar nauð- synjavörur hafa hækkað gífurlega í verði, einmitt á þessum atvinnuleys- istíma, má þar sérstaklega nefna kol- in, sem hækkað hafa 70—80% og rafmagn um 30%, en þörf heimil- anna fyrir þetta tvennt hefur verið óvenju mikil í vetur, sökum tíðar- farsins og hafa því eldsneytiskaupin verið hæsti eða með hæstu útgjalda- liðum flestra heimila. Nú er að vísu komið vor og óðum styttist sá tími þar til sumaratvinn- an byrjar almennt, en þó eru engar líkur til að neitt verulegra dragi úr atvinnuleysinu, a. m. k. næstu 4—5 vikurnar. En verkamenn þola ekki lengri biðtíma. Það er hungur fyrir dyrum nrargra fjölskyldna í bæn- um, ef ekki verður eitthvað gert af bæjaryfirvöldunum til að veita nokkrum tugum verkamanna vinnu á næstunni. Eins og getið er á öðrum stað hér í blaðinu, gerði verkalýðsfundurinn sem lialdmn var sl. sunnudag þá kröfu til btejarstjórnarinnar, að liún léti hefja vinnu nú þegar fyrir allt að 60 manns. Um þessa kröíu standa öll verkalýðsfélögin í bænum. Kraf- an er ekki til að sýnast — það er rétt- lætiskrafa. Hið alvarlega ástand í atvinnumáJunum heimtar það af bænum, að stofnað sé til atvinnu strax. Veikamenn ættu að fylgja þessari kröfti sinni fram með því, að fjölmenna á bæjarstjórnarfundinn á þriðjudaginn kemur og fylgjast ineð því, hvernig ibæjarstjórnin snýst við vandanum. Verður fundartíma bæjarstjórnar breytt? Á fundi fulltrúará’.ðs og stjórna og trúnaðarráða verkalýðsfélaganna sl. sunnudag, var rætt um það, hve óheppilegt það væri, að fundir bæj- arstjórnarinnar hæfust kl. 4 e. h., á þeim tíma, sem vinnandi fólk gæti ekki komið því við að sækja fund- ina og fylgst þannig með störfum bæjarstjórnar, nema að missa við það vinnu. Var það einxóma vilji allra fundarmanna, að fundirnir yrðu framvegis á kvöldin, t. d. kl. 8 síðdegis. Eftirfarandi áskorun var send bæjarstjórn: „Sameiginlegur fundur Fulltrúa- ráðs verkalýðslfélaganna og stjórna og trúnaðarráða verkalý ðsfél tganna á Akureyri, haildinn 20. apríl 1947, skorar á bæjarstjórn Akureyrar að breyta fundartíma sínum þannig, að vinnandi fólk fái aðsíöðu til að sækja fundina, án þess að taipa við Jrað vinnu. Fundir bæjarstjórnar verði t. d. kl. 20 í stað kl. 16, eins og verið hefur. Sömuleiðis skorar fund- urinn á bæjarstjómina að auglýsa fundi sína í öllum bæjarblöðunum, svo að almenningur geti fylgit sem bezt með þeim málum, sem rædd em á hverjum tíma.“ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginmanns, föðurs, tengdaföðurs og afa okkar, STEFÁNS D. GRÍMSSONAR, Árgerði, Glerárjmrpi. Eiginkona, börn, tengdabörn og b'arnabörn. Faðir minn og tengdafaðir, AÐALSTEINN EINARSSON, anðaðist á heimili okkair, Hafnarstræti 37, 24. apríl síðastl. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Aðalsteinsson. Sigríður Björnsdóttir. Þökkum innilega öllum Jieim, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, KRISTBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Lyngholti, Glerárþorpi. Börn og terigdabörn hinnar látnu. Þökkum innilega þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt auðsýndu hjálp og samúð við andlát og jarðarför JÓ- HANNS sonar okkar. Benedikta Sigvaldadóttir. Stefán Guðjónsson. t,-------------------------—— 1 - —■ ASðllundur Kaupfélags Eyfirðinga • verður haldinn í Nýja-Bíó á Akureyri miðviku- daginn 7. og fimmtudaginn 8. maí n. k. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis miðvikudaginn 7. maí. DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Reikningar félags- ins. Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna innlendra vörureikninga. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi. 7. Samþykktabreytingar. 8. Önnur mál. 0. Kosningar. Akureyri, 16. apríl 1947. y' Félagsstjórnin. Auglýsið í „Verkamanninum"

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.