Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.12.1947, Page 4

Verkamaðurinn - 05.12.1947, Page 4
4 VERKAMAÐURINN A íjórða hundrað þúsund mál síldar hafa veiðst í haust Ríkisverksmíðjurnar á Siglufirði hafa nú brætt 100 þúsund mál Bragi Sigurjónsson viður- kennir, að atvinnuleysis- skráningin hafi ekki verið rétt Á síðasta bæjarstjórnarfundi gerðust {>au tíðindi, að Bragi Sigurjónsson reis upp og sagði að sósíalistar hafi gert margt tiil þess að ekki kæmi fram rétt at- vinnuleysisskráning! Aðspurður hvað þetta marga væri, gat hann engu svarað, sem von var til, því að sósíalist'ar beittu sér fyrir því að menn létu skrá sig. Hinsvegar viðurkenndi Bragi að skráningin hefði ekki gefið svo rétta mynd af ástandinu sem skyldi og hefur þar með staðfest ummæli Verkam. um það efni. Það virðist því liggja í augum uppi að eitthvað þurfi að gera til úrbóta og Hggur að sjálfsögðu beinast við, að fela verkalýðsfé- lögunum þetta. verk, eða hefur Bragi eitthvað við það að at- huga? Óhemju síldveiði er stöðugt í Hvalfirði. Undanfarið hafa öll skip hlaðið sig á stuttum tíma. Hefur staðið á flutningi síldarinna r, en nú hafa mörg skip verið leigð til síldarflutninga og fjölgar þeim S'töðugt. Meðal þeirra skipa, sem nú eru í flutningum, eru Súðin, Fjall- foss, True Knot og mörg fleiri. Alls munu nú hafa aflast yfir 300 þús. mál og er ekkert lát á veiði ennþá. Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði hafa nú brætt 100 þús. mál af sunnai^ og vestansíld, en 15 þúsund eru í þróm og 65 þúsund em á leiðinni að sunnan. Síldin er brædd í SR46 og SRM. Vinnslan hefur gengið sæmilega. Árni Friðriksson telur að sú síld, sem nú veiðist í Hvalfirði, sé af öðrum stofni en Norðurlandssíldin. Annars mun mest á huldu með þessa síldargöngu, eins og raunar flest í sambandi við þennan kenj- ótta fisk. Hinn ágæti vísindamaður, dr. Hermann Einarsson, vinnur nú að rannsóknum á þessari síld. ★ KARLAKÓR AKlfREYRAR heldur samsöng um aðra helgi, sennilega kl. 5 á laugardag 13. des. í sambandi við hann verður lusiu- hátíð með svipuðu sniðrog í fyrra. ★ KONUR! Miunið eftir bazar Kvenfélagsins Framtíðin í Samkomuhúsinu í dag klukkan 4. Þingmál Hermann Guðmundsson og Sig- urður Guðnason flytja frv. um breyt. á orlofslögunum, þannig, að hlutasjómenn verði ekki rændir or- lofsfé. Áki Jakobsson og Hermann Guð- mundsson flytja frv. til hagnýtingar og markaðsöflunar fyrir Faxaflóa- síld. Hermann Guðmundsson flytur till. til þingsályktunar Um ljóskast- ara í skipum. Katrín Thoroddsen o. fl. flytja till. til þingsályktunar um uppeld- isheimili. Ásmundur Sigurðsson o. fl. flytja frv. urn landshöfn í Höfn í Horna- firði. Hermann Guðmundsson flytur frv. um öryggi verkamanna við vinnu. Öll þessi mál voru flutt á síðasta þingi, en urðu þá ekki útrædd. Þá flytur Hermann Guðmunds- son frv. um byggingu verbúða og eftirlit með þeim. Almennur fundur um áfengismál Breytingar á úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa Bæjarstjórn samþykkir áskorun til Alþingis Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var rætt nokkuð um innflutn- ingsmálin og hversu hafnir utan Reykjavíkur hafa þar orðið af- skiptar. Tillaga var samþykkt í þessu efni og fer hún hér á eftir. „Bæjarstjórn Akureyrar telur nú- verandi tilhögun á veitingu inn- flutningsleyfa og gjaldeyrisúthlut- un óviðunandi fyrir allflest byggð- arlög utan Reykjavíkur. — Með nú- verandi fyrirkomulagi er bersýni- lega að því stefnt, að flytja til Reykjavíkur alla verzlun lands- manna. Er þegar svo komið, að fjöldi manna í öllum byggðarlögum verður að leita til smásala í Reykja- vík um kaup á margs konar nauð- synjavörum sökum vöruskorts hjá verzlunum á staðnum. Af þessum ástæðum fer bæjarstjórn Akureyrar þess á leit, að þegar verði tekin upp sú regla, að skipta innflutningnum milli verzlunarstaða í hlutfalli við íbúatölu og þarfir hvers verzlunar- staðar. ,,Þá átelur bæjarstjórn Akureyrar það ástand, sem nú ríkir í siglinga- málum, og skorar á Eimskipafélag íslands að taka nú þegar upp beinar samgöngur milli útlanda og aðal- hafna á landinu eftir fastri áætlun. Telur bæjarstjórnin að minnstu kröfur í þessum efnum séu: a) Mán- aðarlegar ferðir milli Norðurlanda og Englands til austur- og norður- lands. b) Mánaðarlegar ferðir frá Ameríku vestur um land til Akur- eyrar. Ákveður bæjarstjóm að fela bæjarráði, eða einum manni til- nefndum af hverjum flokki, að vinna að þessum málum við fjár- hagsráð og ríkisstjórn og Alþingi ef þörf gerist." Það er ánægjulegt, að þessi til- laga skuli koma frá sjálfstæðis- manni, sem stefnt er svo eindregið gegn heildsölunum í Reykjavík, mannanna, sem eiga Sjálfstæðis- flokkinn. • FYLGI KOMMÚNISTA (Framhald af 1. síðu). 10/11 1946 okt. 1947 Kommúnistar 28.2% 30.64% Sósíaldemokratar 17.9% 16.16%* * Katólskir 26.0% 12.90% Fylking de Gaulle 28.66% Kommúnistarnir fengu m. a. hreinan meiri hluta í 2/3 hlutum af öllum stærri borgum landsins. Við skiljum að þetta eru ákaflega leið- inlegar fréttir fyrir ritstj. „ísl." og líði honum ögn skár við að halda sér í blekk- ingafrétt Ríkisútvarpsins, er sjálfsagt fyrir hann að gera það, þó að það hafi aldrei borið vott um gáfur að lemja höfðinu við steininn eða stangast við staðreyndir. *) Þessi tala hafði misprentast í 44. tbl. „Verkam.". Aukaskammtur af kaffi og sykri Skömmtunasrtjórnin hefir nú gefið út auglýsingu nr. 24, þar sem tilkynnt er, að fy.rir jólin verðigef- inn aukaskammtur af kaffi, 250 gr. (300 gr. óbrennt) og 500 gr. af sykri. Stofnauki nr. 15 gildir, sem inn- kaupaheimild fyrir þessum auka- skammti. 25. nóvember sl. var haldinn í Samkoinuhúsinu almennur fundur um áfengismál. Fundurinn sam- þykkti margar tillögur. Hér fara á eftir þær helztu: „Fundurinn telur núverandi ástand í áfengismálum, einkum vaxandi áfengisnautn æskunnar, svo geigvænlegt fyrir framtíð og menningu þjóðarinnar, að brýn nauðsyn beri til að breyta almenn- ingsálitinu með þróttmikilli bind- indisboðun, strangri löggæzlu og markvissu starfi til að útrýma áfeng- inu úr landinu með algjöru áfeng- isbanni. Jafnframt minnir fundur- inn á það, að núverandi drykkju tízka er afleiðing af afnámi banp- laganna, þótt andbanningar lofuðu minnkandi áfengisnautn, ef farið væri að ráðum þeirra.“ Þá samþ. íundurinn mótmæli gegn ölfrumv. og áskorun til Alþingis um að samþ. till. til þál. um afnám vínveitinga á kostnað ríkisins og afnám sérréttinda 1 áfengiskaupum. „Fundurinn skorar á Alþ. að gera þá breytingu á áfengislögunum, að áfengisverzlanir megi ékki af- henda sama manni nema takmark- að magn áfengis gegn eiginhandar kvittun. Þessi ráðstöfun ætti að geta komið í veg fyrir leynivínsölu sumra bifreiðastjóra og annarra, sem nú veldur mikilli spillingu í þjóðlífinu." Samþ. voru tilL, þar sem skorað var á Alþ. verja tekjum af áfengis- sölu til byggingar sjúkrahúsa og skólahúsa og einnig að láta áfengis- ráðanaut fá föst laun, svo að hann geti ferðast um landið.“ „P undurinn skorar á bæjarstjórn- ir í öllum kaupstöðum landsins, að láta ekki undir höfuð leggjast að kjósa áfengisvarnanefndir, eins og l(")g mæla fyrir, svo að þær geti fylgst með því, að áfengisútsölur brjóti ekki áfengislöggjöfina m. a. með því, að selja unglingum innan 21 árs aldur áfengi.“ „Fundurinn skorar á bæjarstjóm Akureyrar að veita ekki áfengi í veizlum.þeim, er hún gengst fyrir.“ „Fundurinn átelur þá veitinga- húsatízku að afgreiða vínneytendur á undan bindindismönnum, og fyr- ir að hafa ekki óáfenga drykki á boðstólum, þar sem vínveitingar eru.“ VERKAMENN! Skiptið við þá, sem auglýsa í blaði ykikar, VERKAMANNINUM ★ ANNAÐ HEFTI Landnemans komiií út. — Út er komið annað tölublað „Landnem- ans“, blaðs Æskulýðsfylkingarinn- ar. Á forsíðu er mynd eftir Kjartan Guðjónsson. Áki Jakobsson skrifar grein um nýsköpun atvinnuveg- anna, kvæði er eftir Hannes Sigfús- son, og þýdd saga eftir Saroyan. Þá er Rabb, Nikotinismi, skopmynda- síða, Gettu nú o. fl. —■ Eins og fyrsta heftið, er þetta hefti vandað í fremsta máta, bæði að efni og frá- gangi. Enginn æskumaður má vera án þess aS Jesa Landnemann. Gerist því áskrifendur hans. Hringið í síma 516. ★ KAUPLAGS VÍSIT AL AN í desember er 326 stig. Kaup í alm.' verkamannavinnu hækkar því úr kr. 9,10 í kr. 9,13. Taxta Verka- mannafélagsins geta menn fengið í skrifstofu verkalýðsfél., Strandgötu 7. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 3-7 e. h. •*— -----------------— ------ Sócíalistafélag Akureyrar Munið að greiða flokks- gjöldin reglulega á skrifstof- unni, Brekkutötu 1. 4.-----—- .. . . . ..------

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.