Verkamaðurinn - 07.05.1948, Blaðsíða 3
Föstudaginn 7. maí 1948
VERKAMAÐURINN
3
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson.
Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason.
Ritstjórn og afgreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku-
götu 1 — sími 516.
Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið.
Prentverk Odds Björnssonar hif.
Sundrungartilraunum vísað á bug
Afturhaldsflokkarnir gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til
þess að sundra samtökum verkalýðsins við hátíðahöldin 1.
maí sl. Fyrirfram máttu þeir góðu menn vita, að allar slíkar
tilraunir væru þýðingarlausar, stéttvísi verkalýðsins er nú
orðin það mikil, að hann lætur ekki pólitíska 'spekúlanta,
menn, sem liafa undanfarið sýnt, að þeir taka liagsmuni er-
lends stórveldis fram yfir síns eigin lands, erindreka Banda-
ríkjaauðvaldsins á Islandi, sundra fylkingum sínum.
Arangurinn af blekkingaherferðinni var liér á Akureyri sa,
að jirátt fyrir kalsaveður fylkti alþýðan sér undir merki stétt-
arfélaga sinna, og broddborgararnir fengu, sér til mikillar ar-
mæðu, að líta eina þá fjölmennustu kröfugöngu, sem farin
hefur verið á Akureyri. Það breytir að sjálfsögðu engu, þótt
blöð þeirra reyni að ljttga því til að í iienni hafi verið 150 (Al-
þýðum.) eða 170 (Dagur og ísl.), það er eftir sem áður stað-
reynd, að sex til sjö hundruð manns tóku þátt í henni.
Enn greinilegar uppskáru afturhalds- og sundrungarpost-
ularnir verðugan árangnr iðju sfnnar í Reykjavík. Heildsala-
blaðið Vísir lýsti því ljálglega nokkrum dögum fyrir' l. maí,
að nú fengju Reykvíkingar að sjá „skrúðgöngu kommúnista“,
er þeir gengju einir og fylgislausir um götur liöfuðborgarinn-
ar. Hver varðreyndin? FJÖLMENNASTA KRÖFUGANGA
SEM ÞAR HEFUR SÉST. Þúsundum saman flykktist aiþýð-
au út á göturnar og á útifundinum á Lækjartorgi liefur aldrei
sést annar eins mannfjöldi nema á lýðveldishátíðinni. Einir
og yfirgefnir töluðu klofningsmennirnir í Alþýðu(I)- og Sjáif-
stæðisflokknum á Arnarhóli og Austurvelli, með rúmt liundr-
að áheyrenda hver.
Þannig svarar alþýðan kJofningstilraunum afturhaldsins
með því að fylkja sér sem fastast um sín eigin samtök, stéttar-
félögin og Alþýðusambandið, og allir munu sammála um að
það sé verðugt svar.
Alþýðan krefst bæjarútgerðar
Hér í blaðinu er í dag vikið að þeirri kröfu almennings í
bænum, að nýi togarinn verði í eigu bæjarins sjálfs og stofnað
verði til bæjarútgerðar á honum, og hvernig krataræflarnir
eru með orðaleik og plötuslætti að reyna að koma sér undan
þeim þunga dórtti, sem kjósendur þeirra og öll alþýða bæjar-
ins fellir yfir þeim, sem nú eru að hjálpa íhaldinu til þess að
koma togaranum í eigu auðmannanna í bænum.
Á aðalfundi Ú tgerðarfélags Akureyringa, sem haldinn var
sl. mánudag, var það upplýst, að Kaldbakur hefði á þeim sjö
mánuðum á fyrra ári, sem skipið var að veiðum, skilað í arð
því sem næst hálfri milljón króna.
Engin ástæða er til að ætla, að rekstur liins nýja togara
gangi miklu verr, en Kaldbaks. Þegar liefur verið ráðinn á
hann ötull og duglegur skipstjóri? og eru því allar líkur til
þess, að árangur af rekstri hans verði E alla staði góður, svo
Iramarlega, sem ekki koma fyrir ófyrirsjáanleg óhöpp.
Það er því ljóst, að með því að aflienda Útgerðarfélaginu
hinn nýja togara, er bærinn að sleppa úr hendi sér mjög góðu
tækifæri tii þess a$ þoma ^ atvinnwrekstri, sem ætla má að
geii ekki svo lltlð 1 aöra hönd, og munu fæstir skattgreiðend-
ur Akureyrarbæjar kunna bæjarstjórnarmeirihlutanum
nokkra þokk fyrir slíkar ráðstafanir. Auk þess að stuðla að
því, eins og áður hefur verið bent á liér í blaðinu, að togara-
útgerð aukist EKKI meira frá Akureyri fyrst um sinn, því að
Ú. A. myndi eftir sem áður hafa áhuga fyrir að fá annað skip
pg nota fyrsta tækifæri til þess, þó að það fengi ekki þennan
togara.
Afturhaldsflokkarnir hafa fyrst og fremst notað málefna-
samninginn frá 1946 sem rökstuðning fýrir þeirri tillögu
sinni, að afhenda U. A. nýja togarann. Eftir hverju skyldu
þeir halda að alþýðan dæmdi þennan samniijg? Auðvitað eft-
ir því, livað mikið hann inniheldur af jákvaeðum málum frá
sjónarmiði almennings. Hvað er svo farið fram á í tillögu sósí-
alista um bæjarútgerð? Að framkvæmt verði MEIRA frá sjón-
armiði almennings, en samningurinn kveður á um. En það
er auðvitað alveg stórkostleg synd frá sjónarmiði þeirra
íhaldsmannanna Svavars og Sólnes, það er skiljanlegt. Hitt er
h'tt skiljanlegt að kaupfélagsstjóri Jakob Frímannsson og bæj-
arfógeti Friðjón Skarphéðinsson skuli iíka telja þetta ranga
málsnreðferð.
En að þessir fulltrúar afturhaldsins skuli leyfa sér að tala
Orðið er laust
Nú er 1. mai um garð genginn.
Fór hann hið ánægjulegasta fram,
og öllum, sem að hátíðahöldunum
stóðu til hins mesta sóma. Uti-
fundurinn og kröfugangan var,
þrátt fyrir kalsaveður, fjölmennari,
en hér hefur áður verið, og sam-
komurnar um kvöldið ágætar. Þó
var í fjölmennasta lagi á dans-
leiknum í Samkomuhúsinu. Sýni-
lega hefði þurft að hafa dans-
skemmtun á öðrum stað líka, enda
mun það hafa verið tilætlunin. En
Sjálfstæðisfl., þessi „flokkur allra
stétta", þurfti endilega að hafa
skemmtun og dansleik á Hótel
Norðurland þennan dag. Ætti
verkafólk á Akureyri að minnast
þess, næst þegar kosið verður, og
sjálfstæðishetjurnar koma til þess
að sníkja atkvæði, með allskyns
fleðulátum og yfirlýsingum, um að
þeir séu hinir einu sönnu vinir
verkalýðsins, að sjálfstæðismenn
gátu ekki urmað verkalýðnum eins
einasta dags á ári, hvað þá meir.
★
Hér kemur svo bréf frá manni,
sem kallar sig Skólaus.
„Eins og allir vita, er hér skó-
skömmtun. íslendingar hafa ekki
núorðið, efni á öðrum eins óþarfa
og því, að ganga á skóm, að ekki
sé nú minnst á skóhlífar, sem ekki
fást skammtaðar, heldur eru aðal-
lega hafðar til þess að slást um,
eða lauma þeim út útn bakdyrnar
tiV vina og kunningja.
Á HÁTÍÐISDEGI
ALÞÝÐUNNAR,
sem nú ef nýliðinn, var þýðing-
armikil prófraun lögð fyrir íslenzk-
an verkalýð. Svo vikum skipti
hamaðist afturhaldið í landinu,
með ölium þeim brögðum, sem það
hafði yfir að ráða, gegn því, að
verkalýðssamtökin gengju sam-
einuð til hátíðahalda sinna. Klofn-
ingur samtakanna 1. maí átti að
verða fyrsta skrefið á þeirri braut
að sundra þeim varanlega eftir
flokkspólitískum línum, en slíkan
klofning álítur afturhaldsfylkingin
vera fyrsta skilyrðið til þess að
geta komið fram fyrirætlunum
sínum um launalækkanir og at-
vinnuleysi.
Þessa prófraun stóðst alþýðan á
eftirminnilegan og glæsilegan hátt:
Því nær í hverju einasta verka
lýðsfélagi landsins voru allir á
emu máli um undirbúning og
framkvæmd hátíðahaldanna og
unnu sameiginlega að þeim, hvort
sem um var að ræða alþýðuflokks-
menn, sósíalista, framsóknarmenn
eða jafnvel sjálfstæðismenn. Og
þegar til hátíðahaldanna kom var
þátttakan miklum mun meiri én
nokkru sinni áður í sögu verka-
lýðshreyfingarinnar.
★
ÁRANGRARNIR
í klofningsstarfinu reyndust
standa í öfugi hlutfalli við allt erf-
iðið, sem málalið auðstéttarinnar
lagði á sig. Því ákafar sem alþýðu-
Að vísu hafði íslenzka þjóðin
efni á því að flytja inn bíla fyrir
kringum 100 milljónir króna auk
annars fleira, sem alveg er bráð
nauðsynlegt, og nú vill stjórnin
flytja inn 700 Marshall-bila á
þessu ári.
En sem sagt, íslendingar hafa
ekki efni á því að eignast meira en
eina skó á 9 mánuðum.
Þar sem eg var ekki einn þeirra,
sem hamstraði skó, þegar blessuð
stjórnin okkar tilkynnti, að ætti að
fara að skammta þá, fór eg út af
örkinni um daginn, til þess að fá
mér eitthvað á lappirnar, því að
eg hafði heyrt, að nú væru skómið-
arnir að ganga úr gildi.
Síðan gekk eg lengi, lengi, ein|
og einhvers staðar stendur skrifað,
til þess að leita að skóm, en alls
staðar var sama sagan. „Því mið-.
ur ekkert nema rusl, en þeir koma
í næsta mánuði."
Að lokum fékk eg þó skó, sem
eg gat notað, en hvorki voru þeir
nú góðir né fallegir, eii mér fannst
betra illt að fá, en ekki neitt. Svo
þegar eg kom heim eftir alla leit-
ina, frétti eg að skömmtunaryfir-
völdin hefðu ákveðjð að fram-
lengja skómiðana. En nú er mér
spurn: Er dregið fram á síðustu
stundu að tilkynna fólki, að mið-
arnir verði framlengdir, til þess að
hjálpa skóverzlununum til þess að
selja ruslið? Eða hver er mein-
samtökin voru rógborin þess þunn-
skipaðri urðu hóparnir við Sjálf-
stæðishúsið og á Arnarhólstúninu
í Reykjavík. Það er athyglisvert
tímanna tákn, að jafnvel Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem enn mun
vera fjölmennasti flokkurinn i höf-
uðborginni, getur ekki safnað sam-
an í blíðskaparveðri nema 150—
200 manns á útifundi 1. maí, þrátt
fyrir ofsalegan áróður.
Svo virðist að jafnvel brodd-
borgarar Rvíkur skammist sín fyr-
ir hinn opinbera fjandskap og
ógrímuklædda hatur flokksins í
garð alþýðusamtakanna, enda væri
það ekki að undra, þar sem svo
langt er gengið að hafa í hótunum
-við þá sem ganga í fylkingu verka-
lýðsfélaganna og skorað á þá
íhaldsmenn „sem hata opin augu
og óskert minni" að muna vel
hverjir séu í kröfugöngunni og að
síðustu klykkt út með því að „1.
maí geti bjargað mörgum manns-
lííum." (Leiðari Vísis 27. apríl sl.).
★
FYRSTA SKREFIÐ
til að kljúfa samtök vinnandi
manna á Islandi hefir verið stigið
aftur á bak. Að loknum 1. maí-
hátíðahöldum 'sínum er alþýðan
samhentari og sigurvissari en áður.
Hún hefur fellt dóm sinn yfir því
auðvirðilega málaliði, sem hugðist
að eyðileggja hátíðisdag hennar,
og hún mun framfylgja þeim dómi
með þvi að standa vörð um sam-
tökin, hvenær sem afturhaldið
Verður dráttarbrautin
fengin frá Noregi?
Á fundi hafnarnefndar þann
19. f. m., lá fyrir símskeyti frá
A/'S Mjölner í Bergen, þar
sem firmað bíður 60 metra af
notuðum járnbrautarteinum,
49 kg. meterinn, fyrir kr. 11.50
(norskar) meterinn afgreitt á
bryggju í Bergen. Var ákveð-
if5 að taka þessu tilboði, og má
gera ráð fyrir að þessir teinar
komi upp í sumar.
Eins og kunungt er hafði
Gísli Kristjánsson gert, fyrir
hönd bæjarins, tilboð í gömlu
dráttarbraut Slippíélagsins í
Reykjavík, kr. 335 þús., en því
var ekki tekið og Gísla þá fal-
ið að leita tilboða erlendis.
Kosningahandbók
fyrir sveitarstjórnir
nefnist .rit, sem blaðinu hef-
ur borizt. Félagsmálaráðu-
neytið gefur ritið út, en for-
mála ritar Jónas Guðmunds-
son.
Efni ritsins er: Lög um
sveitarstjórnarkosningar, lög
um Alþingiskosningar, bæjar-
stjórnarkosningar 1946,
hreppsnefndarkosningar 1946,
sýslunefndakosningar 1946 og
Alþingiskosningar 1946.
Þess er getið í formála, að
ætlun Félagsmálaráðuneytis-
ins sé að gefa út slíka hand-
bók, að loknum hverjum
sveitastj órnarkosningum.
leggur til næstu atlögu. Eftir sitja
leiguskrifarar braskarablaðanna
æpandi ókvæðisorðum og reyna
að breiða yfir hrakfarimar með
lognum fréttum af hátíðahöldun-
um. — „Dagur“ og „íslendingur“
segja 170 manns í hinni fjölmennu
kröfugöngu verkalýðsfélaganna
hér í bænum. Svo vel vill til að
gangan var öll kvikmynduð og
mun bæjarbúum gefast kostur á að
sjá hve þetta er nálægt sannleik-
anum, ef þeir hafa ekki sjálfir ver-
ið þátttakendur eða áhorfendur og
Magnús ritstjóri huggar sig við að
íhaldið hafi getað fyllt Hótel
Norðurland af Varðarliði til þess
að horfa þar á balletmeistara og
hlusta á búktalara.
★
EN „VERKAFÓLKIÐ"
var ekki alveg eins fjölmennt,
þegar „foringi sjálfstæðisverka-
manna og sjómanna", Axel Guð-
mundsson, var að reyna að stofna
vísi að „gulu“ verkalýðsfélagi. —
Samkvæmt frásögn „ísl.“ var ekki
hægt að finna nema 20 verka-
menn, sjómenn, iðnverkamenn og
iðnaðarmenn, sem vildu leggja
hönd að stofnun slíks félags og eft-
ir ábyggilegum heimildum eru í
þeim hópi aðeins 2 menn, sem eru
í verkalýðsfélögum hér í bænum.
Og þessir 2 menn munu sennilega
ekki verða lengi í félagsskapnum,
þegar betur kemur á daginn í
hvaða tilgangi hann er stofnaður.
Verður e. t. v. vikið að þessari fé-
lagsstofnun síðar í þessum þáttum
og sannað hvert markmið slík fé-
lög hafa.
um svik annars á samningi, sem þeir sjálfir hafa þverbrotið,
svo sem þeir gátu, er hnefahögg í andlit almennings og sýnir
einungis hvers þeir meta gefin loforð. Þeir virðast liafa lagt
sér vel á minni orð mannsins, sem sagði að samningar væru
aðeins pappírsblöð.
ingin?
Skólaus.“. .
A VETTVANGI
VERKALÝÐSMÁLA