Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.05.1948, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.05.1948, Blaðsíða 4
) Krafa alþýðu um bæjarúfgerð farin að hafa áhrif Kratarnir óttast nú dóm almennings og reyna að koma sér undan allri ábyrgð Hvers vegna má ekki haga framkvæmdum þannig, að nær sé vilja almennings og meir í samræmi við hagsmuni hans, en samningurinn kveður á um? Skril afturhaldsblaðanna um útgerð nýja togarans bera þess greinileg merki, að þau óttast nú mjög almenningsálitið, sent krefst mjög eindregið bæjarútgerðar. Er meðal annars látið í það skína í Alþýðum., að það sé „kommúnistum“, og þá fyrst og fremst Steingrími Aðalsteinssyni að kenna, að máleína- samningurinn lrá 1946 kveður ekki svo á, að bæjarútgerð skuli stofna til rekstrar þessa togara. Happdrætti S.í. B.S. Akureyringar. Nú eru aðeins 10 dagar þar til dregið verður í happdrætti Sambands íslenzkra berkalsjúklinga. Dregið verður um 10 bíla og aðeins úr seldum happdrættismiðum. Styrkið þetta mikla menningarmál og kaupið happdrættismiða SÍBS. — Hér á Akureyri fást happdrættismiðar í öllum bókaverzlunum, verzl. Brynju, verzl. London, Sport- vöru- og hljóðfæraverzlun Ak., Pöntunarfélagi verkalýðsins í Eiðsvallagötu, verzl. Baldurs Halldórssonar, Baldurshaga og á skrifstofu Flugfélags íslands og í Glerárþorpi í verzluninni Glerá. Samsöngur „Geysis" Karlakórinn Geysir hélt konsert í Nýja-Bíó sl. þriðjudag undir stjóm Ingimundar Arnasonar. — Undirleik á píanó annaðist Árni Ingimundarson. Kórinn söng mörg lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda við milka hrifningu áheyrenda. Meðal höfunda þeirra viðfangsefni, sem kórinn valdi sér að þessu sinni voru B. Þorsteinsson, W. A. Mo- zart, Söderman, E. Grieg, E. Thor- oddsen, Karl O. Runólfsson o. fl. Einsöngvarar voru Guðmundur Gunnarsson, Kristinn Þorsteinsson, Sverrir Pálsson, Jóhann Ögmunds- son, Henning Kondrup og Sigurður O. Björnsson. Svo sem að venju leysti kórinn og einsöngvarar öll viðfangsefni sín af hendi með mestu prýði og var mjög vel fagnað af áheyrend- um. Iðnskólinn útskrifar 28 nemendur Iðnskólanum var slitið 27. fyrra mánaðar. I skólanum höfðu á skólaárinu 134 nemendur stundað nám og gengu þar af 125 undir próf. Próf stóðust 103. Hæstu einkunn hlaut Gunn- laugur Friðþjófsson húsasmíða- nemi í 3. bekk, I. ág. 5,45. Einnig hlaut hann verðlaun fyrir beztu iðnteikningu á þessu skólaári, en Lárus Zóphóníasson í 4. bekk hlaut verðlaun fyrir beztu frí- hendisteikninguna. Undir burtfararpróf gengu 33 nemendur og fengu 28 brottfarar- skírteini. Hæstu einkunn hlut Baldur Halldórsson, I. 8.86. NÝJA BÍÓ.............., Laugardag kl. 5: I Hundaheppni | I (,,It Shouldn’t happen | to a dog“) \ Gamansöm sakamálamynd f i frá 20th Century Fox i HkíÉÉHÉkÆs} I = læikstjóri: Herbert I. Leeds. i Aðalleikendur: ALLYN JOSLYN CAROLE LANDES • 11 MIIIMMMIMIIIIIIIIIMMIIIMMIIIIMIMIIIIinilHllllltllllll* Vitaskuld vita allir Akureyring- ar og sennilega þá að sjálfsögðu greinarhöfundur Alþýðum, að þetta eru hinar ósvífnustu blekk- ingar Grein málefnasamningsins er til komin vegna kröfu íhalds- manna og þá fyrst og fremst Svavars . Guðmundssonar, sem aldrei hefur gert endasleppt um baráttu sína fyrir hagsmunum auðmannanna. Hitt skilur auðvitað hver maður, að þegar gerður er samningur milli ólíkra flokka, verður hver um sig að slá nokkuð af kröfum sínum, og flestir munu sammála um að þessi samningur hafi það mikið af jákvæðum ákvæðum frá sjónarmiði almenn- ings, að það hafi verið rétt að gera hann, þrátt fyrir þetta ákvæði. En hvers vegna skrifuðu kratarnir undir samninginn eins og hann er? En svo gera kratarnir sig að viðundri með því að spyrja Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkinn hvort samningurinn hafi verið brotinn og segjast miða atkvæði sitt við það svar. Þeir hugsa sjálf- stætt, þeir góðu menn(!) í íslendingi sl. miðvikudag er alllöng grein, þar sem reynt er að verja þá afs-töðu afturhaldsaflanna að ætla sér að afhenda auðmönn- um bæjarins togarann. Er þar vit- anlega fyrst og fremst vitnað í málefnasamninginn. Það atriði hefu ráður verið rætt hér í blað- inu en því skal nú bætt við, að með því að stofna til bæjarútgerð- ar er framkvæmdum hagað þann- ig, aö til meiri hagsbóta er íyrir al- mennings en samningurinn kveöur á um. Enn er reynt að hræða almenrt- ing með nýsköpunartogara Siglu- fjarðar, rétt eins og hann einn sé sígilt dæmi um bæjarútgerð. En hvers vegna má ekki minnast á bæjarútgerðina í Reykjavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum? Heíur hún gengið svo vel að ekki má minnast á hana eða hvað? Nú vita allir að óhöpp geta alltaf kom- ið fyrir, og það hvort heldur er um að ræða bæjar- eða einstaklings- rekstur, og er því fáránlegt að nota taprekstur eins togara sem rök gegn bæjarútgerð. Því ekki að hagnýtá góða reynslu? spyr blaðið. Já, mikið rétt, því ekki að hagnýta hana á þann hátt, að sem flestum bæjar- búum komi að sem mestu gagni, með bæjarútgerð, á engan annan hátt getur hin góða reynsla, sem fengist hefur af útgerð Kaldbaks, verið hagnýtt fyrir ALLA bæjar- búa. Hins vegar er það ljóst, að fyrir afturhaldsflokkunum vakir ekki að hagnýta þessa góðu reynslu fyrir alþýðuna í bænum, heldur fyrir þá örfáu auðmenn, sem keypt hafa stóru hlutina í Út- gerðarfélaginu, þegar þeir sáu að þaö var hagnaðarvon, því að ekki var manndómurinn og umhyggjan fyrir atvinnulífi þessa bæjar það mikill, þegar verið var að stofna þetta félag, að þessir sömu menn sæju ástæðu til að leggja þá fram meira en bláfátækir verkamenn og sjómenn. Blaðið virðist bera mikið fyrir brjósti, að leggja ekki þá gifurlegu áhættu, sem það segir vera sam- fara togaraútgerð á skattgreiðend- ur bæjarins. Á öðrum stað í þess- ari sömu grein eru menn svo hvattir til að eignast hlut í félag- inu. Er þetta sjálfu sér sam- kvæmt? Tæplega, þar sem blaðið viðurkennir, að bæjarútgerð njóti hlunninda fram yfir einstaklings- útgerð. Hitt reynir Isl. ekki að ræða og þorir sennilega ekki, að auðmenn- irnir geta hvenær sem þeim þókn- ast, eignast meiri hluta hlutafjár- ins í Útgerðarfélaginu, bendir ým- islegt til þess að þeir hafi eitthvað slíkt í hyggju, þar sem fulltrúar þeirra. í bæjarstjórn virðast nú láta sér það í léttu rúmi liggja og hafa jafnvel áhuga fyrir því, að það atriði málefnasamningsins, að bærin neigi a. m. k. helming hluta- fjárins í Útgerðarfélaginu sé ekki haldið. Blaðaskrif eins og Ajþýðumanns- ins og íslendings eru ekki til þess fallin að sannfæra almenning um að betra sé fyrir hann að einstakl- ingar eigi skipið en bæjarfélagið. Krafan um bæjarútgerð á sér stöð- ugt fleiri formælendur og verður sífellt háværari og háværari. Bæj- arfulltrúar afturhaldsins geta verið þess fullvissir. að almenningur man það, ef þeir ganga nú í ber- högg við vilja hans og afhenda ein- staklingum nýja togarann. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna biður þá, sem tekið hafa vel heppnaðar myndir af há- tíðahöldunum 1. maí, að hafa tal af formanni Full- trúaráðsins eða skrifstofu verkalýðsfélaganna. Hjúskapur. Þann 2. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Helga G. Brynjólfsdóttir, Efsta- landskoti í Öxnaðal, og Einar Ein- arsson, Akureyri. VERKAMAÐURINN Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna vill hér I i með þakká öllum þeim mörgu einstaklingum j | og félögum, sem unnu að því að gera 1. maí- I j hátíðahöldin ánægjuleg og eftirminnileg og j j til sóma fyrir verkalýðssamtökin á Akureyri. { Stjórn Fulltrúardðs verkalýðs- félaganna. I í i Yfir 200 manns myrtir í Grikklandi þrjá síðustu dagana af leppstjórn Bandaríkjanna „Aftökurnar hljóta" að vekja hrylling allra góðra manna,“ segir stórblaðið „Times“ Síðustu þrjá dagana hiafa verið" framin ægileg fjöldamorð í Grikk- landi samkvæmt fyrirskipunum fasistastjórnarinnar í Aþenu, sem studd er af Bandaríkjastjórn og stjórn brezkra jafnaðarmanna. — Hefur Aþenustjórnin látið skjóta yfir 200 andstæðinga sína stíðast- liðna þrjá daga, en um 800 aðrir hafa verið dæmdir til dauða og bíða þes sað vera teknir af lífi, er sök þessa fólks talin vera sú, að hafa kommúnistiskar skoðanir. Aðstoðarutanríkismálaráðherra Bretlands hefur látið svo ummælt, að hinar pólitísku aftökur hljóti að vekja andúð allra lýðræðissinna. Stórblaðið „Times“ í London segir að aftökurnar hljóti að vekja hrylling allra góðra manna. Önnur ensk blöð eru sammála um að allír frjálslyndir menn hljóti að for- dæma þessar aftökur. Hins vegar hefur ekkert heyrzt um það enn, þrátt fyrir andúðar- skrif ensku blaðanna, að brezka jafnaðarmannastjórnin hafi gert ráðstafanir til að hætta beinum og óbeinum.stuðningi við morðingja- stjórnina í Aþenu —-x og því síður nokkuð slíkt frá Bandaríkjastjórn — stjórn landsins, þar sem negrar eru teknir af lífi, án dóms og laga, aðeins vegna þess að þeir eru negr- ar. Skylt er að vekja á því athygli að morðingjastjórnin í Aþenu hefir notið samúðar allra stjórnarblað- anna hér á landi, þar á meðal „Dags“ og ,,íslendings“' — enda þögðu líka tvö fyrrnefnd blöð í fyrradag um aðfarir skoðana- bræðra sinna í Grikklandi. Hvern- ig ætti líka blað félags, sem sam- þykkti nýlega á fundi sínum að hefja ofsóknir gegn kommúnist- um, að geta annað en samfagnað skoðanabræðrum sínum í Aþenu sem hafa stigið skrefið til fulls í baráttunni gegn kommúnismanum, sem Hitler og herskarar hans sprungu á. Morðunum í Grikklandi verður ekki gleymt — samþykkt Framsóknarfélags Akureyrar ekki heldur. \ ' • Rekstur „Kaldbaks“ (Framhald af 1. síðu). gömlu bábilju, að togaraútgerð sé eitthvað óhagstæðari frá Akureyri, en annars staðar á landinu. Þvert á móti hefur Kaldbakur sýnt það ó- umdeilanlega, að togaraútgerð er mjörg arðvænlegur rekstur héðan frá Akureyri. Aðalfundur Útgerðarfélagsins samþykkti að auka hlutafé félags- ins upp í 1.5 millj. kr., með það fyrir augum að félagið eignaðist annað skip. Stjórnarkosningin varð hreint ekki svo lítið söguleg. Fram komu 2 listar, á öðrum þeirra var frá- farandi stjórn óbreytt, en á hinum var efstur Gísli Kristjánsson, sem kom inn í félagið um s.l. áramót, og annar Albert Sölvason, en hann var: neðstur á hinum listanum. -— Var greinilegt, að þessi sprengi- listi, sem fyrst og fremst var studd- ur af mönnum, sem keypt hafa stóra hluti í félaginu, og auk þess umboðsmanns erlends auðféiags, eftir að sýnt var að það myndi meira en borga sig að vera í því, var til þess fram borinn að fella Tryggva Helgason Kosningin fór nú samt svo að stjórnarlistinn kom að 4 mönnum, en hinn aðeins einum Eiga því nú sæti í stjórn- inni Steinn Steinsen, Helgi Pals- son, Jakob Frímannsson, Tryggvi Helgason og Gísli Kristjánsson. — Varastjórn skipa þeir Albert Sölva- son, Þorsteinn M. Jónsson, Gísli Konráðsson, Indriði Helgason og Steingrímur Aðalsteinsson. _ é .b- . v.. Endurskoðendur Þorsteinn Stef- ánsson og Jón E. Sigurðsson. Hefur almenningur skemmt sér hið bezta við þessar ófarir, enda ekki að ástæðulausu. MMMMIMMMMMMMMMM.. I Sósíalistafélag Akureyrar Iveldur fund í kvöld á Hótel Akureyri, kl. 8!/£ e. h. FUNDAREFNI: Flokksstarfið: Guðm. Hjartarson, erindreki. Verkamaðurinn: Þórir Daníelsson. Ef til vill verða sýndar kvikmyndir d fundinum. Stjórnin. IIMIIIIIIIIIIIMIIIIMIIHIIIIIIIIIIIIIIMMIMMIIIIimilllllllliniflM

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.