Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.05.1948, Page 1

Verkamaðurinn - 28.05.1948, Page 1
VERKAMAÐURINN XXXI. árg. Akureyri, föstudaginn 28. maí 1948 21. töl. Amerískt lýðræði: Bandarískur þingmað- ur handtekinn fyrir að ætla að ganga inn um sömu kirkjudyr og svertingjar 1. maí var Glen Taylor, öld-1 ungardeildarþingmaður og vara-1 forsetaefni Henry Wallace, ; handtekinn þegar hann ætlaði ! að ganga inn um sömu dyr og; svertingjar eða aðaldymar á j ; svertingjakirkju í Birmingham,! ! höfuðborg Alabamaríkis, ætlaði ; Taylor að sitja þar æskulýðs- ! fund svertingja um réttinda- baráttu þeirra. Taylor var ákærður fyrir að hafa „truflað opinbera ró og reglu“ og dæmd- ur í 180 daga fangelsi, skilorðs- bundið. Síðar voru 3 hvítir menn og 1 svertingi handteknir á umræddum fundi og ákærðir fyrir að hafa brotið lagaákvæði, sem banna hvítum mönnum og svörtum að sitja saman! — Taylor lét svo ummælt að hann hefði í hyggju að skjóta máli sínu til Hæstaréttar. Henry Wallace sagði í ræðu í Kansas City daginn eftir þessa atburði, að það væri „hræsni að nota milljarða af dollurum er- ; lendis í nafni frelsisins, á sama tíma og frelsið væri fótum troð- ið í Ameríku." í ræðu sinni vék Wallace einnig að Marshall-áætluninni og sagði, að það væri áætlun sem ætti að sjá um að varðveita ágóða hinna stóru auðfélaga. — „Fasisminn hér í landinu, en ekki kommúnisminn, er hin raunverulega hætta fyrir Ameriku," sagði hann. Verður nú halisl henda um TorfursefsbrygQjunnar? Reynt að fá innfiutningsleyli fyrir brezkum steinkerum til slækkunar b'ryggjunnar Á föstudaginn í síðustu viku var haldinn aukabæjarstjórn- arfundur og var þar til unrræðu fundargerð hafnarnefndar frá 19. þ. m. Var þar einkum gert ráð fyrir að fá brezka inn- rásarpramma og sökkva þeim framan við bryggjuna. Hafnar- nefnd flaug svo til Reykjavíkur sl. þriðjudag til þess að reyna að fá innflutningsleyfi fyrir þessunt steinkerum. TILLÖGUR VITAMÁLASTJÓRA. Á þessum fundi hafnamefndar mætti vitamálastjóri og lagði hann fram 5 mismunandi tillögur um viðgerð syðri Torfunefsbryggj- unnar. Tilhögun I: Bryggjan yrði 140 metra löng og 2 metra breið. Með þessu móti yrði bryggjan jafnlöng í norður og raninn er nú. Innkant- ur hennar verði óbreyttur. Áætlað verð 2.2 millj. kr. Tilhögun II: Bryggjan verði 115 metra löng og 2 metra breið, eða jafnlöng fram og hún er nú. Jám- þil verði sett með innra kanti hennar og þar dýpkað í 6 metra. Áætlað verð 2 millj. kr. Tilhögun III: Bryggjan verði 115 m. löng og 2 m. breið, og að öðru leyti eins og í nr. II, nema að innri kantur verði óviðgerður. - Áætlað verð 1.6 millj. kr. Tilhögun IV: Járnveggur verði : gerður kringum núverandi bryggju slækkun Undirbúningsvinna við byggingu dráttarbrautar verður hafin innan skamms StofnaS verður hlutafélag, sem lánar bænum fé til íramkvæmda og til starfrækslu brautarinnar Eins og getið hefur verið áður hér í blaðinu, hefur verið unnið að undirbúningi að byggingu dráttarbrautar nú undanfarið. Samningar náð- ust ekki við Slippfélagið í Reykjavík um kaup á braut, sem það atti, en nú hefur fengist loforð um jámbrautarteina frá Noregi, og er nú unnið að því að fá útflutningsleyfi fyrir þeim. Að því hefur verið vikið æði oft, hver nauðsyn það er að koma upp íullkominni dráttarbraut, en lítið hefur verið aðhafst í því máli fyrr en í vetur að útgerðarmönnum þótti svo búið ekki mega lengur standa. Hefur nú undanfárið ver- ið unnið að fjárframlögum til þessa fyrirtækis og munu fjárframlög þau nú nema um 300 þús. kr. Var haldinn fundur með þeim aðilum, sem lofað höfðu fjárframlögum s.l. laugardag og samþykkt að stofna um þetta hlutafélag. Félagið láni síðan bænum'fé til framkvæmd- anna, en fái brautina síðan leigða. Vitamálaskrifstofan hefur unn- ið að undirbúningi þessa verks og gert tvær áætlanir varðandi fram- kvæmd þess. Gerði hún tvær áætlanir og er kostnaður samkvæmt þeirri, sem samþykkt hefur verið áætlaður kr. 1.620 þús. í þeirri áætlun er gert og verði stærð hennar þá 93x14 metrar. Dýpkað verði í 6 metra innan við bryggjuna. — Áætlað verð 1.25 millj. kr. BREZK STEINKER. í fimmtu tillögu vitamálastjóra er svo gert ráð fyrir að fá tvö brezk steinker og sökkva þeim framan við bryggjuna. Með þessu móti yrði lengd bryggjunnar um 124 metrar og breidd um 25 metrar. Gert er ráð fyrir að fremra kerið nái jafnlangt fram og raninn nær nú. Áætlað verð er 1.89 millj. kr. En hvert ker er áætlað kr. 500 þúsund. BEZTA LAUSNIN. Á þvi mun enginn vafi, að þessi lausn er sú bezta, sem nú er um að ræða á þessum málum, enda var það samdóma álit hafnarnefndar og bæjarstjórnar. Verður því ekki að óreyndu trúað, að gjaldeyrisyf- irvöldin torveldi þessa lausn með því að neita um leyfi fyrir stein- kerunum, en þau munu nú fáanleg í Bretlandi. Hafnarnefnd fór suður til Reykjavíkur sl. þriðjudag flugleið- is til þess að vinna að þessum mál- um við gjaldéyrisyfirvöldin, en að öðru leyti var vitamálaskrifstof- unni falið að sjá um framkvæmdir verksins og útvegun efnis. Vænta bæjarbúar þess að hafnarnefndin fari ekki erindisleysu, og að gjald- eyrisýfirvöldin veiti leyfi til þess að þess ker verð flutt til landsins. + SÖNGDEILD kvennadeildar Slysavarnafélags- ins syngur í Nýja-Bíó kl. 2 á sunnudaginn. Ágóðinn rennur til starfsemi Slysavarnafélagsins. ráð fyrir að allar undirstöður verði steyptar, en það er talið mjög nauðsynlegt vegna tréátunnar. Gert er ráð fyrir því að vinna geti hafist á næstunni við undir- búning brautarinnar, þar sem að- eins mun eftir að ákveða brautinni nákvæmlega stað, en það mun verkfræðingur frá vitamálaskrif- stofunni gera innan skamms. Braut þess mun taka 4-500 tonna skip. „Alþýðumaðurinn“ reynir að gera sannleik- ann að blekkingu Alþýðum., sem út kom sl. þriðjudag, reynir enn að klóra í bakkann vegna afstöðu bæjarfóget- ans til bæjarútgerðar, í grein sem ber nafnið: „Er sannleikurinn blekking? Blaðið gerir í þessari grein, sem er ákaflega ómerkileg, tilraun til þess að gera sannleikann að blekk- ingu. Blaðið segir að „ekkert er- indi fró Útgerðarfélagi Akureyr- inga hafi verið tekið fyrir í bæj- arráði síðan Steindór kom heim“ og að slíkt erindi hafi alls ekki legið fyrir bæjarráði. Ritstjóra Alþýðum. flökrar sannast að segja ekki við lýginni, því að í þessum tilfærðu ummæl- um er öllu snúið öfugt. Erindið var lagt fyrir bæjarráð, en afgreiðslu þess frestað eftir beiðni Steindórs. En þannig málflutning kallar Bragi Sigurjónsson ekki að gera sannleikann að blekkingu. „Kaldbakur44 farinn í aðra Þýzkalandsför „Kaldbakur" nýsköpunartogari Akureyrar lagði af stað í aðra Þýzkalandsferð sína fyrra fimmtu- dag, og hafði skipið þá verið 9 daga í veiðiferð og fengið full- fermi. Þar sem skipstjórinn, Sæmund- ur Auðunsson, tók sér nokkurra daga hvíld, sigldi Þorsteinn Auð- unsson stýrimaður skipinu út. + SUNNUDAGINN kemur verða seld merki til ágóða fyrir starfsemi Mæðra- styrksnefndar. Verða þau borin í húsin og seld á götunum. Væntir nefndin góðra undirtekta nú eins og undanfarið. Bæjarbúar, styrkið gott málefni og kaupið merki Mæðradagsins. Blómabúð KEA verður opin frá kl. 9—12 á sunnudagsmorguninn og geta þeir, sem gleðja vilja mæð- umar, keypt sér blöm þar á þeim tíma. Stjórnarkreppunni lokið í Finnlandi Eino Kilpi utanríkisráð- herra — Herta Kuusinen fær sæti í stjórninni Verkföllunum aflýst Fyrir nokkrum dögum síð- an hófst stjórnarkreppa í Finn- landi og var orsök hennar sú, að forsetinn vék kommúnist- anum Leino úr embœtti inn- anríkisráðherra. Mótmælaverkföll voru þá hafin og kröfðust verkamenn þess að þetta embætti skipaði áfram full- trúi frá Lýðræðisbandalaginu, en það er samtök kommúnista og annarra róttækra flokka. Héldu verkföllin áfram að breiðast út fram á síðustu stund. Hafnarverka- menn í öllum hafnarborgum Finn- lands, nema í Jakobstad og Kolku, voru í verkfalli. í Lathi var alls- herjarverkfall. í þungaiðnaðinum í Helsingfors, Tammerfoss, Vasa, Ábo, Kajana, Ulleáborg og víðar voru verkföll og einnig í fjölda- mörgum sögunarverksmiðjum í sveitum Finnlands. Eino Kilpi, samherji Leinos, hefur nú tekið við embætti innan- rikisráðherrans. Kilpi var áður menntamálaráð- herra, en við því embætti tekur Lennart úr Bændaflokknum, en hann var áður aðstoðarfélagsmála- ráðherra, tekur sósíaldemokratinn Kelkonen við því. Herta Kuusinen, kona Leinos og formaður þingflokks Lýðræðis- bandalagsins, fær sæti í stjórninni án sérstakrar stjórnardeildar. Tala ráðherra hvers flokks í stjóminni er óbreytt. Þjóðfylkingin á Ítalíu starfar áfram I yfirlýsingu, sem flokkur ítalskra jafnaðarmanna (Nennis) hefur gefið, er m. a. komizt svo að orði, að Þjóðfylkingin verði að starfa áfram „af því að fána henn- ar má ekki láta síga niður án þess að skapa ringulreið meðal þeirra afla, sem hafa barizt gegn aftur- haldinu og sem standa andspænis nýrri og harðri baráttu." Er þetta hæfilegt svar til þeirra, sem hafa látið í ljós þá von, að jafnaðar- mennirnir mundu draga sig út úr Þjóðfylkingunni. Nýtt hefti af RÉTTI I nýja heftinu af Rétti eru að vanda athyglisverðar greinar og saga eftir Sigurð Róbertsson. Brynjólfur Bjamason ritar um stjórnmálaþróunina innan- lands á hessu ári. Jóhannes úr Kötlum á barna tvær greinar, „Överland boðið til íslands“ og „Hvar stöndum vér“, og loks er þýdd grein „Helgreipar einokunarauðvaldsins“, um hinn alræmda Schröderbanka og sambönd hans. Réttur fæst á afgreiðslu Verkamannsins, Brckkugötu 1. Allir sósíalistar og áðrir frjálslyndir menn þurfa að vera á- skrifendur að þessu ágæta tímaritL iiiiuiiiiiiiiMimiiiiiii IIMMMMIIIIIIMIIIItMIMMIIIIIIIIilltlMIIHIIMMMIIIMIIMMKMMlÍMIMMMMIIIIIIIItHtlllllHIIMA

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.