Verkamaðurinn - 28.05.1948, Síða 3
Föstudaginn 28. maí 1948
VERKAMAÐURINN
3
VERKAMAÐURINN
Útgeíandi: Sósíalistafólag Akureyrar.
Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Þórir Daníelsson.
Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason.
Ritstjórn og afgreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku-
götu 1 — sími 516.
Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Orðið er laust
Hver verður afstaða
gjaldeyrisyfirvaldanna?
Nokkur skriður virðist nú vera að komast á viðgerð Torfu
nefsbryggjunnar og er það sannarlega ekki vonum fyrr.
Bryggjan er nú í því ástandi, að fullkomlega er óviðunandi.
Vitamálaskrifstofan hefur undanfarið haft þessi mál til með-
ferðar og gert ýmsar tillögur til úrbóta. Flestar virðast þær
þó vera fremur lélegar nema sú, sem hlaut meiri hluta fylgi
liafnarnefndar og bæjarstjórnar", að fá bresk. steinker og sökkva
þeim framan við bryggjuna.
Á því er ekki minnsti vafi, að það er sú lausnin, sem er
lang bezt og varanlegust, til þess að eiga ekki sífellt á hættu
hrun og skemmdir eins og ærið hefur viljað við brenna
undanfarið.
Á þessari lausn mun vera ein veruleg torfæra, þ. a. að gjald-
eyrisleyfi fáist fyrir steinkerunum. Undanfarna mánuði hala
málpípur ríkisstjórnarinnar sungið hrunsönginn í einum kór
og hæst og mest hefur þar borið á sífelldu væli um gjaldeyris-
skort, ekki hvað sízt ef um einhverjar framkvæmdir hefur ver-
ið að ræða. Það má því ganga að því vísu, að nauðsynleg leyti
fyrir þessum bráðnauðsynlegu framkvæmdum muni ekki
liggja alveg laus fyrir, þó að því verði hins vegar ekki að
óreyndu trúað, að þeim verði neitað.
Á það hefur áður verið bent hér í blaðinu, að sökum að
gerðaleysis meiri liluta bæjarstjornarinnar í hafnarmalunum
var framlag ríkisins til hafnarinnar hér minnkað svo á síðustu
fjárlögum, að það má nú heita sama og ekki neitt. Þess sáust
þó engin merki að þeir menn, sent óbeint eru valdir að þess-
um niðurskurði, kynnu að skammast sín fyrir ósómann, þvei t
á jxióti héldu þeir því fram, áð varðandi hafnarmálin væri allt
í stakasta lagi og hrein heimtufrekja að vera að kvarta nokk-
urn skapaðan hlut yfir því.
Nú virðast þeir þó hafa séð, að ekki var allt svo gott sém
skyldi og hafa nú tekið rögg á sig til þess að reyna að fá eitt-
hvað að gert. Bæjarbúar vænta þess að för hafnarnefndar til
Reykjavíkur verði giftusamleg og að stjórnarvöldin bæti ekki
gráu ofan á svart og kóróni sofandahátt afturhaldsins á Akur-
eyri með því að neita um innflutningsleyíi fyrir kerunum.
í landi voru er herstöð
Á öðrum stað hér í blaðinu er frétt frá Washington, sem
tekur af öll tvímæli um það, hvaða hugmyndir Bandaríkja-
þing gerir sér um Keflavíkurflugvöll. Það er sem sagt ekki
dregin nein fjijður yfir það, að þar sé ein af herstöðvum
Bandaríkjanna.
- Á þessa staðreynd hefur margsinnis verið bent af sósíalist
um, en hinir 32, sem samþykktu flugvallarsamninginn 5. oktq-
ber 1946, hafa ávallt talið það hina mestu firru og fjarstæðu
að láta sér detta nokkuð slíkt til hugar.
Þess hefur ekki orðið vart, að málgögn íslenz.ka afturhalds-
ins sjái ástæðu til að birta íslendingum þá frétt, að Bandarík
in ætlí að verja 10 milljónum dollara til herstöðvarinnar á
Keflavíkurnugvelh. Leppmennska þeirra og þjónkun við
auðmenmna 1 AV al 1 Street er meiri en svo, að þeir sjái ástæðu
til þess að segja þjóðinni sannleikann um þessi mál.
íslenzka þjóðin hefur í lengstu lög ekki viljað trúa því, að
til væru þeir menn í æðstu valdastöðum þjóðfélagsins, sem svo
freklega svívirtu hana með því að lána land sitt undir erlenda
herstöð þegar á öðru ári hins nýstofnaða lýðveldis. Því miður
hefur þessi trú alþýðunnar orðið sér til skammar. Állur heim-
urinn veit, að Keflavíkurflugvöllur er ainerísk herstöð, þó að
fram sé tekið í samningi hinna 32, að svo skuli ekki vera, held-
ur skuli flugvöllurinn vera óskoruð eign íslenzka ríkisins og
það hafa í hendi sinni, hversu starfrækslu hans er hagað. Samn-
ingur þessi hefur, eins og oft hefur verið rækilega bent á í
málgögnum sósíalista, verið þverbrotinn af Bandaríkjunum
og það látið gersamlega óátalið af íslenzku ríkisstjórninni.
Nú hafa komizt á kreik allháværar sögusagnir um það, að
Bandaríkin liugsi sér að fitja upp á enn frekari herstöðva-
kröfum á hendur íslendingum. Ríkisstjórnin neitaði fyrir
nokkru síðan að fram á nokkuð slíkt hafi verið farið, en hvert
verður svar hennar, ef kröfurnar verða gerðar? Hvernig mun
sú stjórn, sem leyfir Bandaríkjunum að hafa að engu flest ef
ekki öll ákvæði flugvallarsamningsins standa á rétti íslend-
Jhga gagnvart enn frekari kröfum að westan?
Mikill hvalreki hefur komið á
fjörur afturhaldsins íslenzka, og er
hvalurinn Arnulv Overland, norska
skáldið, sem hér er í boði Norræna
félagsins. Það skal sízt dregið í efa,
að Overland sé ágaett skáld, eða
hafi að minnsta kosti verið það.
Hitt hefðu þótt kynjafréttir, ef því
hefði verið spáð fyrir 10—15 ár-
urn, að á því herrans ári 1943 yrði
Overland orðinn eitt helzta átrún-
aðargoð og andleg leiðarstjarna
Dags og Moggans og annarra
slíkra.
Överland er nefnilega eitt af
þeim norrænu skáldum, sem misk-
unnarlaust hefur hæðst að og húð
strýkt borgarastéttina, kristnina og
auðvaldsþjóðskipulagið, og það af
slíkri harðýðgi, að hann hefur aldr
ei notið almennra vinsælda í föð
urlandi sínu (vegna þess hvað
hann hefur gamrn af því að valda
aneykslunum), jafnvel ekki einu
sinni meðal róttækrar alþýðu. -
Væri gaman ef Ðagur eða Moggi
vildu nú taka upp og birta svolítið
sýnishorn af skrifum Överlands, t.
d. úr bæklingi, sem heitir Tre fore
drag til offentlig íorargelse, og
fjallar meðal annars um málaferli
sem hann átti í vegna ákæru um
guðlast.
Överland var einn þeirra
manna, sem sátu i fangabúðum
nazistanna á stríðsárunum, og mun
hann þess vegna hafa hlotið all-
mikla samúð frjálslyndra manna.
En hvað hefur gerzt? Hvað held-
ur því að allt í einu skuli slíkur
maður vera orðinn átrúnaðargoð
„heiðursborgara höfuðborgar hins
vestræna stórveldis" og ritstjórn
Moggans, sem fyrir fátim árum
hafði sett Överland utangarðs, sem
guðleysingja og vondan kommún-
ista. Hefur gerzt kraftaverk?
Nei, líklega hefur nú ekki ver-
ið svo vel. Hvað er það þá, sem
lætur vikapilta auðvaldsins kyssa
svo fjálglega á þann vönd, er þeir
höfðu verið hýddir með?
Jú, skýringin er ekki langsótt.
Överland virðist vera einn þeirra,
sem „gráta burt á efri árum æsku
sinnar frjálsu spor“. Hann hefur
að undanförnu gengið fram fyrir
skjöldu og boðað krössferð gegn
ríki verkalýðsins, sem hann áður
dáði, og eitt aðalerindi hans til ís-
lands virðist vera að predika ipör-
landanum að hann skuli fórna sér
í þeirri krossferð. Við eigum að
láta Bandaríkjunum í té nægar
herstöðvar og því fyrr sem kross-
ferðin verður farin, þess betra. —
Okkar göfuga hlutverk er að láta
slátra okkur með kjarnorku-
sprengjum og öðrum slíkum vítis-
vélum, til þess að dollarinn skuli
standa. Þennan boðskap flytur
Överland nú, og þessvegna kyssa
þeir Haukur og Valtýr á vöndinn.
Gamall aðdáandi Overlands.
Svo er hér bréf frá bátseiganda
Bæjarbúar hafa ef til vill veitt
því eftirtekt að strákar á ýmsum
aldri hafa undanfarna daga haft
það fyrir leik, að heimsækja smá-
báta við upfyllinguna og gera þar
hin margháttuðu prakkarastrik. Og
það virðist svo, sem þeir geti fram-
kvæmt þessa iðju sína hindrunar-
laust, því hvergi sést lögregla á
þessum slóðuigi, enda leggur hún
sig ekki fram tií að hafa eftirlit
hvorki með þessu eða öðru x þess-
um bæ. Það er fullkomið áhyggju-
efni fyrir okkur bátaeigendur að
geta aldrei verið í friði með báta
okkar, það er svo að segja dagleg-
ur viðburður, að þeir séu leistir frá
bryggju, öllu lauslegu hent í sjóinn
eða fjarlægt á annan hátt, þóftur
brotnar, og framin önnur skemmd-
arverk. Eg vildi nú koma þeirri
fyrirspurn á framfæri hvort lög-
regluyfirvöldin gætu ekki haft eitt-
hvert eftirlit við höfnina,. til ör-
yggis fyrir bátaeigendur.
STIGANDL
4. hefti V. árg., er nýkomið út.
Jónas Pétursson fré Hranastöð-
um ritar fJm daginn og vegidft,
Arnór Sigurjónsson ritar Lestrar-
félag Grýtubakkahrepps, Sigurður
L. Pálsson á þar grein er nefnist
Brugðið sér til Bretlands, Bjart-
mar Guðmundsson grein, er nefn-
ist Eftir orðanna htjóðan, þá eru
Jökuldalsgöngur 1938 eftir Bald-
urjónsson frá Mýri, Síðasti mann-
skaðinn við Böggvisstaðasand,
skráð af Valdemar V. Snævarr,
Bátur ferst við Lófoten eftir
Andreas Markusson, Árdagar eftir
Richard Writght. Kvæði eftir
Þráin, Guðmund Böðvarsson og
Heiðrek Guðmundsson. Ymislegt
fleira er í þessu hefti, sem er vand-
að að öllum frágangi að vanda.
Bátseiéandi.
Á VETTVANGI
VERKALÝÐSMÁLA
!
Baknrnvérkfallið.
Verkfall bakarasveina hefur nú
staðið nær mánaðartíma. Aðal-
krafa bakaranna er að kaup þeirra
hækki í kr. 170,00 í grunnl. á viku
og verði þannig það sama og ann-
arra iðnlærðra manna. Flestir
munu á einu máli um, að það séu
sanngjarnar kröfur, þótt eigendur
brauðgerðarhúsanna reyni enn í
skjóli rikisstjórnarinnar að hindra
sættir í deilunni. Ekki leikur vafi
á því, að bakarasveinarnir fái fram
kröfur sínar, en ríkisstjórnin held
ur fast við þá stefnu sína að reyna
að draga allar vinnudeilur á lang-
inn og gera hvern smásigur verka-
lýðssamtakanna sem dýrkeyptast-
an, þótt almenningur og þjóðin öll
bíði við^það tjón.
Mikla athygli vekur aðstaða
Alþýðuflokksins í þessari deilu. —
Það eru semsé Alþýðuflokksmenn
sem stjórna Bakarasveinafélaginu,
stærsta brauðgerðarhúsi Rvíkur
og hafa valdaaðstöðu í verðlags-
málunum.
NÝJAR OLÍlfLINDIR.
Ameríski sjóherinn hefur fundið
nýjar olíulindir hjá.Point Barrow
í Alaska, langt fyrir norðan heim-
skautsbauginn. Amerískar hersveit-
ir hafa verið sendar í skyndi með
flugvélum síðustu vikurnar til
Alaska og vistir og birgðir sendar
norður eftir Alaskaveginum gegn-
um Kanada. Hefur ekki verið þar
jafnmikil umferð síðan á stríðsár-
unum.
Alþýðuflokksmennirnir, sem
vinna við brauðgerð kæra sig koll
ótta um glæpamáhnsnafnið, sem
Emil hefur gefið öllum, sem vilja
hækka grunnkaupið, Stefán Jó-
hann, brauðgerðarformaður, vill
halda áfram að raka saman gróða
á Alþýðubrauðgerðinni og neitar
því að hækka kaupið, nema að
Stefán Jóhann forsætisráðherra og
samstarfsmenn hans fallist á hækk
að brauðverð.
En þjóðin bíður brauðlaus eftir
því að hinum “ráðslyngu krötum
takis^ð leysa sína eigin krossgátu.
—0—
Einn nf fimm hundruð.
Einn daglaunamaðurinn á Ak-
ureyri, sem fékkst til að ganga í
/
gula félagið íhaldsins, ritar grein í
síðasta Isl., sfem mun eiga að skoð-
ast sem stefnubreyting þessa fé-
lags og er ekki undan því að
kvarta, að hún er sæmilega greini-
leg, þegar umbúðirnar eru teknar
utan af. Skoðun þessa manns á
verkalýðsmálum er á þessa leið: —
Kaupið er of hátt, kommúnistar
vilja að verkamenn hafi lífvænlegt
kaup, þess vegna verðum við að
mynda samtök til að hindra yfir-
ráð þeirra í verkalýðsfélögunum,
sérstaklega þar sem þeim hefur
tekizt að hækka kaupið mest, svo
sem í Rvík og á Akureyri, þó er
kaupið of lágt á Öxnadalsheiði og
víðar í vegavinnu og fyrir það eru
kommúnistar líka bölvanlegir. Auk
þess rækja kommúnistar ekki borg-
aralegar skyldur, þess vegna þurf-
um við gul félög, sem berjast fyrir
hagsmunum og sjónarmiðum at-
vinnurekenda og halda þannig
uppi heiðri verkalýðsins.
Er það annars ekki undravert,
að aðeins einn verkamaður af 500,
sem starfandi eru hér í bænum,
skuli fáanlegur til þátttöku í fé-
lagsskap, sem byggist, að sögn for-
mælenda sinna, á svo glæsilegri og
rökréttri stefnu?
—o—
S'jn Ifsd kvörðu narrét tur.
Blaðinu hefur borizt sú frétt, að
Jónas Þór verksmiðjustjóri á Gef-
jun, hafi látið víkja verkamönnum
úr vinnu við nýbyggingu SÍS við
Gefjun, fyrir þær sakir, að þeir
hafi áður verið starfsmenn verk-
smiðjunnar, en hætt þar störfum.
Jafnframt hafi hann bannað bygg-
ingameistara þeim, sem sér um
bygginguna, að ráða menn í vinnu,
sem áður hafi unnið í Gefjun. —
Hér er um að ræða árás á þann
sjálfsagða rétt hvers verkamanns,
að ráða því sjálfur hvar hann
hættir störfum eða hvar hann vinn-
ur, fólskuleg tilraun til þess að
neyða menn með atvinnuofsóknum
til að halda áfram störfum, þar
sem þeim er þvert um geð að
vinna.
Fróðlegt væri að vita, hvort
verksmiðjustjórn SIS hyggst að
bæta sér upp fólksekluna í verk-
smiðjum sínum með slíkum aðferð-
um, eða hvort hér eru aðeins á
ferðinni persónulegar tilraunir hr.
Jónasar Þór í nazistiskum starfs-
aðferðum.