Verkamaðurinn - 28.05.1948, Page 4
Kef la v í kurf I ugvöl lurinn
er bandarísk herstöð
að áliti Bandaríkjaþings, og fara 10
núllj ónir dollara af fjárveitingu til
herstöðva til Keflavíkurflugvallar
Danska blaðið „I.and og Folk“ birti eftirtarandi Reuters-
skeyti frá Washington síðastliðinn laugardag, og hafði það
verið sent daginn áður:
..Fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld frum-
varp um 207.930.100 dollara fjárveitingu til um-
bóta á herstöðvum og varðstöðvum frá íslandi til
Hawaii. Samkvæmt frumvarpinu á að verja 8.5
milljónum dollara til leynilegra flugstöðva á
Alaska og á Nýfundnalandi og 10 milljónum doll-
ara til Keflavíkurflugvallar á íslandi. (Leturbr.
,,Vm.“) Frumvarpið fer nú til athugunar í nefnd,
skipaðri af fulltrúadeildinni og öldungadeildinni
í sameiningu.“
18 hestar á kappreiðimum í Stekkjar-
hólma síðastliðinn sunnudag
Góð aðsókn þrátt fyrir óhagstætt veður
VERKAMAÐURINN
Handavinnusýning Húsmæðraskólans
Sýningin var fjölbreytt og athyglisverð
Á laugardaginn bauð frú Helga Kristjánsdóttir, torstöðukona Hús-
mæðraskóla Akureyrar, tíðindamönnum útvarps og blaða að skoða
handavinnu námsmeyja irá s. 1. vetri en henni háfði verið komið iyrir
til sýningar 't-skólanum.
Kappreiðar hestámannafélags-
ins Léttis fóru fram ó skeiðvelli
félagsins í Stekkjarhólma í Eyja-
fjarðará sl. sunnudag. Veður var
kalt en bjart og norðan gola,
hafði það mikil áhrif á hraða
hestanna, því að þannig hagar til
að hleypa verður frá suður til
norðurs. Þátttak. voru 18 alls.
Úrslit mótsins urðu þessi:
Aðeins 1 skeiðhestanna lá á
skeiði alla vegalengdina, en náði
ekki áskildum tíma til I. verð-
launa, tími hans var 26,4 sek., og
fékk hann II. verðlaun, hesturinn
heitir Sindri, rauður,15vetra,eig-
andi Jón Geirsson læknir, knapi
var Friðrik Jónsson.
í folahlaupi sigraði Geysir, 5
vetra, eigandi og knapi Hjörtur
Gíslason, I. verðlaun, 30,8 sek. II.
verðlaun hlaut Óðinn, 6 vetra,
eippndi og knapi Magni Kristins-
son, Miklagarði. III. verðlaun
hlaut Hjörtur, 5 vetra, eigandi og
knapi Mikael Jóhannesson, timi
þeirra beggja var 21,0 sek., en
sjónarmimur skipti verðlaunun-
um.
í 300 metra hlaupi náði enginn
hestanna tilsettum tíma til I.
verðlauna, en hann er 24,0 sek. II.
verðlaun hlaut Óðinn Þorvaldar
Péturssonar og _var hann sjálfur
knapi, tími hans 24,8 sek. Flosi,
eign Kristjáns Ólafssonar hlaut
III. verðlaun, 25,4 sek. Hjalti
Þorsteinsson var knapi.
1 350 metra hlatapi sigraði 6
vetra foli lítið taminn, Depill,
Gunnbjöms Arnljótssonar á 27,6
sek. og hlaut hann I. verðlaun,
knapi Víglundur Arnljótsson. II.
verðlaun hlaut Gammur, eigandi
og knapi Sveinn Einarsson, tími
hans var 28,4 sek. III. Verðlaun
hlaut Vinur Þorsteins Jónssonar,
tími hans 28,5, knapi var Sigurð-
ur Jónsson.
Ný aðferð við dreifingu
áburðar
í vor hafa verið gerðar nýjar
tilraunir á Korpúlsstöðum með
dreifingu áburðar. Aburðurinn er
fljótandi köfnunarefni, og er hon-
um dælt niður í jarðveginn. Líkur
benda til að aðferð þessi sé ódýr-
ari og á annan hétt hagkvæmari
en áður hefur tíðkast.
AKUREYRI. — SÍMI 444.
Fjölmennt samsæti
heiðraði Brynjólf
Bjarnason á fimmtugs-
afmælinu
Á fimmtugsafmæli Brynjólfs
Bjarnasonar, form. flokksstjórnar
og miðstjórnar Sósíalistaflokksins,
var haldið mjög fjölmennt sam-
sæti að Hótel Borg. Fór samsætið
hið bezta fram.
Afmælisbaminu bárust fjöldi
skeyta og árnaðaróska hvaðanæfa
af landinu og margar góðar gjafir.
I hófinu afhenti Sósíalistafélag
Reykjavíkur flokknum brjóstlíkan
af Brynjólfi, sem Sigurjón Ólafs-
son hefur gert.
Nýlega kom stjórn Alþjóðasam-
bands verkalýðsfélaganna saman
til fundar í Róm. Fulltrúi kín-
versku verklýðsfélaganna, Liu
Ning-I, skýrði frá því á fundinum,
hvernig amersíkir böðlar pynda
kínverska verkamenn.
Amerískir herménn sletta sér
fram í verkföllin í Kuomintang-
Kína, sagði hann. Þeir handtaka,
pynda og myrða kínverska verka-
menn. Amerísk herlögregla notaði
rafmagns píningartæki til að
pynda fimm kínverska verkamenn
í Tsingtao. Ameríkanir höfðu
handtekið þá og ætluðu að neyða
þá til að ljóstra einhverju upp um
félagssamtök sín og félaga. Hinn
16 ára gamli æskumaður, Tsjen
Ju-Sjei var píndur til dauða og fé-
lagar hans voru illa leiknir.
Tveir kínverskir verkamenn
voru handteknir af amerísku her-
lögreglunni í Nanking. Þeir voru
ákærðir fyrir skemmdarverk, en
hinn raunverulegi „glæpur" þeirra
var fólginn í þvx, að þeir höfðu
beðið hina amerísku vinnuveitend-
ur sína um stærri hrísgrjóna-
skammt. Ameríkanar fleygðu að
lokum unglingunum — enginn af
þeim var yfir tvítugt — út í fljót
og héldu höfðum þeirra undir yfir-
borðinu unz þeir voru drukknaðir.
í þriðja tilfellinu reyndu Am-
Fleiri gengið í flokkinn
en sagt sig úr honum
Afturhaldsblöðin hér á Islandi
hafa nú undanfarið gert hið mesta
veður út af því að nokkrir menn
sögðu sig úr Kommúnistaflokki
Noregs í sambandi við Tékkagald-
ur afturhaldsins.
En þessum fyrirmyndarmál-
gögnum, sem aldrei vilja vamm
sitt vita í fréttaflutningi, og í einu
og öllu haga sér eftir reglu Ara
fróða,að hafa frekar það er sannara
reynist, hefur bara láðst að geta
þess, að á sama tíma og þessar
mörgu úrsagnir, sem manni virtizt
vera að leggja Kommúnistaflokk
Noregs í rúst, gengu allmiklu fleiri
í flokkinn en sögðu sig úr honum.
.... ............ . *-------
^ GAGNFRÆÐASKÓL-
ANUM SLITIÐ.
Gagnfræðaskóla Akureyrar verð-
ur slitið næstk. mánudag kl. 8.30
e. h. (Ekki kl. 8, eins og stóð í
,,Degi“). Sjá auglýsingu í blaðinu
í dag.
Á sýningunni var margt eftir-
tektarverðra og fagurra muna, og
þykir sýning þessi bera af öðrum
sýningum skólans. Sérstaka at-
hygli vakti vefnaður úr íslenzku
efni en hann þótti hafa tekist mjög
vel í ár að dómi þeirra, sem vit
hafa á.
eríkanar að brjóta á bak aftur
verkfall í eggjaduftsverksmiðju í
Tientsin, þar sem verkfallsmenn
höfðust við í verksmiðjunni. Um
tuttugu Ameríkanar ruddust inn í
verksmiðjuna og fóru að berja
karlmenn, konur og börn, undan-
tekningarlaust.
Liu hefur lagt fram skýrslu
ásamt sönnunargögnum um nær
5000 tilfelli, þar sem Ameríkanar
hafa ekið á jeppum yfir Kínverja,
rænt Kínverja, nauðgað konum og
misþyrmt konum og börnum.
Það er heimatilbúinn fasismi en
ekki kommúnismi, sem Banda-
ríkjamenn stafar nú hætta af,
sagði Henrp Wallace, forsetaefni
frjálslyndu aflanna í Bandaríkjun-
um í ræðu nýlega. Hér heima fyrir
og erlendis notar Trumanstjórnin
kommúnismann til að draga at-
hygli okkar fré fasistahættunni,
sagði Wallace ennfremur. Hann
kvað Marshall-áætlunina miða að
því, að útvega bandarískum stór-
fyrirtækjum viðskipti, en ekki að
endurreisn Evrópu.
—o—
„Endurreisn Evrópu er ódeilan-
leg. Lífskjörunum fyrir stríð verð-
ur ekki náð, fyrr en skipti hefjast
með vélar að vestan fyrir matvæli
að austan,“ sagði sænski hagfræð-
ingurinn Gunnar Myrdal, þegar
hann setti fund efnahagsmála-
nefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir
Evrópu, í Genf.
Doktor George Parker, prófessor
í heimspeki við Evansville-háskól-
ann, hefur verið rekinn frá starfi
sínu fyrir „pólitíska starfsemi“.
Han ner nefnilega formaður kosn-
ingaundirbúningsnefndai flokks
Wallace í Vandenburg County. —
Eitt dæmið enn um hið dásamlega
lýðræði og frelsi í Bandaríkjun-
um. i
I sovétblaðinu Isvestija birtist
nýlega bréf, þar sem Robert Magi-
doff, bandarískur útvarpsfréttaþul-
ur í Moskva, var ákærður fyrir
njósnir. Bréfritarinn var Cecilia
Nelson, einkaritari Magidoffs sið-
an 1944, og áður starfsmaður við
blaðadeild bandarísku sendisveit-
Þama gat að líta margskonar
handavinnu bæði ofina og saum-
aða og voru margir munirnir mjög
fagrir.
Alls voru ofnir munir 515, 270
munir útsaumaðir og föt 800. í
skólanum voru s.l. vetur 48 stúlk-
ur og næsti vetur er þegar full-
skipaður og margar stúlkur á bið-
lista. Handavinnukennsluna öxm-
uðust s. 1. vetur þær ungfrú Ólafía
Þorvaldsdóttir, sefn kenndi vefn-
að, ungfrú Kristín Sigurðardóttir,
sem kenndi útsaum og ungfrú
Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem
kenndi fatasaum. Aðrir kennarar
við skólann vom ungfrú Gerður
Kristinsdóttir, sem kenndi mat-
reiðslu ásamt forstöðukonunni,
ungfrú Laufey Benediktsdóttir, frú
Þorbjörg Einarsson, ungfrú Þór-
halla Þorsteinsdóttir Áskell
Snorrason og Egill Þorláksson.
Handavinnusýningin var opin
fyrir almenning s. 1. sunnudag og
skoðuðu hana um 16 hundruð
manns.
Skólanum var slitið s. 1. mið-
vikudag.
arinnar. Cecilia Nelson er banda-
rískur borgari. Magidoff fékk
þriggja daga frest til að yfirgefa
landið.
Ein af lygasögunum um ástand-
ið í Tékkóslóvakiu var sú, að rekt-
or Karls-háskólans í Prag, dr. K.
Engels hefði verið sendur í námu-
vinnu. Þetta hefur nú verið hrákið
í bréfi, sem birtist í „Times“ frá nú-
verandi rektor háskólans dr. B.
Bydzovsky, sem skrifar m. a.:
„Eg get skýrt yður frá þvi að
prófessor Englis hefir' ekki verið
rekinn, en að hann sagði upp starfi
sínu sjálfur án þess að hann væri
þvingaður til þess, og að hann að
sjáifsögSu vínnur ekki í kolanámu.
Síðan hann sagði af sér, hefir hann,
dvalið í villu sinni í útjaðri Prag,
án þess að hafa orðið fyrir ónæði
af hálfu yfirvaldanna eða nokkurs-
annars, í fullu frelsi og heldur 6-
skertu prófessorsembætti sínu og
er önnum kafinn við bókmennta-
starf.
Daglegar ferðir hefjast
milli Reykjavíkur og
Akureyrar í næstu viku
í næstu viku munu hefjast dag'
legar ferðir milli Reykjavíkur °8
Akureyrar á vegum póststjórnar-
innar eins og að undanförnu, en
nú undanfarið hafa aðeins verið
þrjár ferðir á viku. Þykir mörguni
Akureyringum að þá fyrst er dag-
legar ferðir hefjast við Reykjavík
séu þeir komnir í viðunandi sam-
band við umheiminn og geti fylgs^
með svo viðunandi sé.
Gler slípun
j tekur til starfa í dag í Geislagötu 12 (Byggingarvöru- \
\ verzlun Akureyrar h.f).
1 Getum afgreitt: .
Glerhurðir í skdpa \
Gler á stojuborð, skrifborð o. fl.
I Bilrúður *
Baðherbergishillur
Hvítt Opalgler yfir handlaugar, eldhúsvaska o. fl. \
Akureyri, 26. maí 1948.
GLERSLÍPUNIN h.f.
£nMHfcllll IIIIII HimHHI IIIIIIIIIIIIHIIHHII11111111111111111111111111111111111111111111111111111 HHHHHHHIHHHHHIHHHHHMlS
Amerískir hermenn pynda og myrða
kínverska verkamenn
Hitt og þetta