Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1948, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.06.1948, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN XXXJ Akureyri, föstudaginn 25. júní 1948 25. tbl. Milli 2 og 3 þúsund manns sóttu vormót Alþýðu- sambands Norðurl. í Vaglaskógi Þátttaka frá flestum verkalýðs- / félögum hér í grennd Síldveiðileiðangur frá Sovétríkjunum til íslands Afleiðing af pólitísku ofstæki ríkisstjórnarinnar Það hefur nú frétzt, að Sovétríkin hafi sent'síldveiðileiðang- ur til íslands og sé hann á leiðinni. Öllum má ljóst vera, að eitthvað alvarlega er bogið með viðskipti okkar íslendinga við Sovétríkin, úr því að þau leggja í slíkan leiðangur, því að vart fer hjá því að ódýrara væri að íslendingar veiddu síldina og Mótið hófst á laugardag og var þá kynningarkvöld og dans. Hitti verkafólkið þarna stéttarsystkini sín og rabbaði um daginn og veg- inn, en aðalskemmtunin hófst ekki fyrr en eftir hádegi á sunnudag. Forseti Alþýðusambands Norð- urlands, Tryggvi Helgason, setti mótið með stuttri ræðu, en aðal- ræðuna fluttu þeir Hermann Guð- mimdsson, forseti Alþýöusambands íslands, og Gunnar Jóhannsson, form. Verkamannafélagsins Þrótt- ar á Siglufirði. Milli ræðanna söng Karlakór Akureyrar nokkur lög undir stjóm Áskels Jónssonar. Var að ræðunum og söngnum gerður mjög góður rómur. Að þessu loknu voru alls konar íþróttir, m. a. kepptu Akureyring- ar og Siglfirðingar í reiptogi og báru Siglfirðingar sigur úr býtum með mjög greinilegum yfirburðum; Ýmiss konar aðrar skemmtilegar íþróttir fóru þarna fram, m. a. eggjahlaup, naglahlaup o. s. frv. Þá fór þarna fram keppni í handknattleik milli Akureyringa og Reykvíkinga og varð jafntefli. Að þessu loknu hófst dans, sem stóð til kl. 10 um kvöldið. Eins og áður er getið, var mótið mjög fjölsótt Seinni hluta laugar- dagsins tók fólkið að streyma í skóginn, slá upp tjöldum og koma sér á allan hátt sem bezt fyrir.' All- an seinni hluta dagsins var þröng mikil hjá Ferðaskrifstofunni, en hún annaðist ferðir austur. Á mót- ið komu hópar verkafólks frá 0 Verkfall matsveina hafið hjá Eimskip og Ríkisskip Samningaumleitanir hafa Staðið yfir milli Matsveina- og veitinga- þjónafélags íslands og Eimskips Og Ríkisskips og hefur ekki náðst samkomulag. Aðalkröfur Matsveina- og veit- ingaþjónafélagsins eru þær, að þjónskaupið verði samræmt í einn taxta, en nú gilda um það 4 taxtar og ennfremur að vinnutími verði styttur úr 9 stundum í 8 og eftir- vinnukaup hækki lítilsháttar. Gildandi kaup- og kjarasamn- ingur Matsveina- og veitingaþjóna- félagsins gekk úr gildi á miðnætti sl. miðvikudagskvöld og hófst þá verkfall eins og ákveðið var á fé- lagsfundi nýlega, ef samningar hefðu ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfall þetta nær til allra skipa fyrrnefndra útgerðarfélaga, en ekki ttl neinna veitingahúsa í landi, þar sem við þau gilda aðrir samningar. Siglufirði, Húsavík, Raufarhöfn, Dalvík, Ólafsfirði og víðar að. Öllum ber saman um, að mót þetta hafi tekist mjög vel og má fullyrða að flestir fóru þaðan ánægðari en þeir komu. Það gerði líka sitt til, að veður var svo ákjósanlegt, sem hugsast gat, því að í skóginum var sólskin og blíða, þrátt fyrir norðan kulda á Akur- eyri. Lúka allir uppi einum munni um það, að slík mót ætti Alþýðu- samband Norðurlands að halda sem oftast. Farkostur var ónógur og er sennilegt, að þátttaka hefði orðið enn meiri, ef ekki hefði staðið á flutningi fólksins héðan austur. — Vandræðin ukust þó enn á flutn- ingum, þegar að heimferðum kom og munu þær hafa staðið langt fram á nótt. Nýja símastöðin. Unnið hefur verið að undifbún- ingi að nýju, sjálfvirku símastöð- inni á Akureyri nú undanfarið. — Fyrsti áfanginn, sagði landsíma- stjóri, var stöðvarhúsið, annar áfanginn lagning jarðsíma um bæ- inn og hefur veriS unnið að því bæði sl. ár og nú, en því verður Fjölmennt mót Sósíalistafélaganna á Suðvesturlandi í Hvannagjá Um síðustu helgi héldu Sósíal- istafélögin suðvestanlands Jóns- messumót í Hvannagjá á Þingvöll- um. Var til þess vandað á allan hátt, margir góðir ræðumenn, svo sem Jóhannes úr Kötlum, Ingi R. Helgason. Þá var einnig söngur og hljóðfærasláttur, talkór og íþróttir. Mót þetta sóttu um fimm þús- und manns úr Reykjavík og hvað- anæfa af Suðvesturlandi. Fór það í alla staði hið bezta fram. 6. hefti VINNUNNAR flytur m. a. myndir frá 1. maí á Akureyri 6. hefti Vinnunnar er nýkomið út. Af efni þes má neina: Einingin ofar öllu eftir Jón Rafnsson, Ein- ingin, auður verkamannsins eftir Halldór Kiljan Laxness, 1. maí varð mikill sigur fyrir einingar- stefnu alþýðusamtakanna eftir Stefán Ögmundsson, Málarasveina- félag Reykjavíkur 20 ára eftir S. S., Lifandi skuggar, saga eftir Astrid Vik-Skaftfells, Eining er afl eftir Guðgeir Jónsson, Stétt og rétt- indi eftir Ingimar Júlíusson Bíldu- dal, Verdum einingu alþýðusam- takanna eftir Hermann Guðmunds- son. Kvæði eru eftir Vilhjálm frá Skálholti og Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Þá eru þættirnir Af al- þjóðavettvangi, Sambandstíðindi, Kaupgjaldstíðindi o. fl. Margar myndir prýða heftir, m. a. þrjár frá hátíðahöldum verka- lýðsfélaganna 1. maí á Akureyri. Heftið er vandað að öllum frá- gangi að vanda. , ekki lokið á þessu ári. Er ætlunin að leggja allan bæjarsímann í jörð og taka niður staurana og munu fáir sjá eftir þeim. Þriðji áfanginn er svo stöðin sjólf. Vélarnar voru pantaðar fyrir tveimur árum frá Svíþjóð og eru þær væntanlegar innan skamms, en þótt undarlegt megi virðast og raunar óskiljanlegt, hefur ekki enn fengist innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir þeim né fjárfestingar- leyfi. Uppsetning stöðvarinnar tekur langan tíma, en ef allt gengur vel, má gera ráð fyrir því, að hún verði komin upp og í notkun haustið 1949. Er þess að vænta að ekki standi á nauðsynlegum leyf- um fyrir þessum framkvæmdum. Jarðsimar. Unnið er að lagningu jarðslma yfir Vaðlaheiði, sem á að ná að Breiðumýri. í fyrrinótt var lagður sæsími yfir Eyjafjörð að Höfn og verður þaðan haldið beint upp heiðina. Gert er ráð fyrir að kom- ast að Skógum í sumar. Þetta verk flyttu hana svo út. Hér er komið í ljós það, sem sósíalistar hafa löngum varað við, ef ríkisstjórnin ekki tryggði áfram- haldandi viðskipti við Sovétríkin. En því fer víðs fjarri að þessum aðvörunum hafi verið tekið alvar- lega, þvert á móti gerir Bjarni Ben. sér leik að því að móðga Sovétrík- in, án þess að nokkrum sé Ijóst, hvað þau hafi til saka unnið nema ef vera skyldi að vilja gefa hátt verð fyrir framleiðslu landsmanna. Það er vissulega alvarlegur hlut- ur, sem hér er á ferðum, sem ís- lendingar verða að gjalda alvar- lega varhuga við. Þjóðin verður að koma í veg fyrir það, að pólitískir glæframenn eyðileggi þannig beztu markaðina, að þjóðir Austur-Ev- rópu vilji heldur, eða jafnvel neyð- var hafið í fyrra er lagður var jarðsími frá símastöðinni niður á Oddeyri. Á Breiðumýri skiptast svo línumar til Húsavíkur og Raufar- hafnar og austur um til Mývatns- sveitar. Jarðsímnin frá ReyKjavik til Akureyrar er kominn í Hrútafjörð, en lengra er ekki hægt að halda fyrr en byggt hefur verið póst- og símastöðvarhús þar, en fyrir því hefur ekki enn fengist fjárfesting- arleyfi, en vonir standa til þess að það fáist og hægt verði að hefja þar framkvæmdir í haust. Síðan verður jarðsíbinn lagður héðan frá Akureyri vestur um, en sennilega verður ekki hægt að hefja það verk fyrr en næsta vor, þar eð ekki hefur fengist nóg efni enn, en út á Moldhaugnahál verða þrír aðaljarðsímar í sama skurði, sem þar greinast svo þannig, að einn liggur vestur Öxnadal áleiðis til Rvíkur, einn til Dalvíkur, Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar og'einn hér- aðssími. Þessir jarðsímar til Rvíkur og austur um eru með 23 línum, sem samtals svara 33 samtímis talsam- böndum, en jarðsímarnir yfir Eyjafjörð verða tveir, hver með 12 línum og er ekki búið að leggja (Framhald á 4. síðu). ist til, að gera sjálfar út á íslands- mið en standa í samningum við xs- lenzka valdhafa. Verði ekki þegar í stað breytt um stefnu í verzlunar- mólum, er framtíð íslenzka sjóvar- útvegsins í veði. Þessi leiðangur Sovétríkjanna sannar það m. a. Hvert er hið nýja þjóðskipulag? Stefán Jóhann fékk 40 áheyrendur Gylfi Þ. Gíslason prófessor hélt fyrirlestur í Nýja-Bíó á miðviku- dagskvöldið sem bar hið mikla nafn. NÝTT ÞJÓÐSKIPULAG Á ÍSLANDI. Ræðumaður kom þó ekki með neinar nýjar hugmyndir um þjóð- skipulag, heldur var ræðan að miklu leyti upptaling á því sem Alþýðuflokurinn hefur ætlað að gera fyrir hverjar kosningar og allt- af svikið, auðvitað kryddað með yfirlýsingum um að það væri ein- ræði í Rússlandi, kommúnistar væru vondir menn og að réttar- morð hefðu verið framin í Tékkó- slóvakíu!!! Ekki virtust Akureyringar hafa mikinn áhuga fyrir boðskap pró- fessorsins, því aðeins milli 60 og 70 manns hlýddu á ræðu hans. Ekki tókst betur til í gærkvöldi þegar þeir Stefán Jóhann og Gylfi héldu almennan stjórnmálafund í Samkomuhúsinu, þá komu aðeirts 40 manrts. Svona lítinn áhuga hafa Akur- eyringar fyrir því að hlusta á for- sætisráðherra Islands tala. Ef til vill er þetta einnig merki um „fylgi“ Alþýðuflokksins á Ak- ureyri. „Kollegarna" kemur hingað um helgina Um helgina kemur hingað finnski kvartettinn „Kollegarna", sem nú er hér á landi á vegum Norræna félagsins. í þessum kvartett eru eingöngu háskólakandidatar og eru tveir kandidatar í lögum en hinir í hagfræði. — Allir sóngunnendur munu fagna því að fá tækifæri til þess að heyra þennan fræga kvart- ett syngja. Gert er ráð fyrir að söngskemmtun þeirra verði á mónudagskvöld. Kvartettinn mun syngja bæði finnsk lög og lög frá hinum norður- landaþjóðunum, m. a. íslenzk. Gerf er ráð fyrir að sjálfvirka símasföðin verði komin upp fyrir hausfið 1949 Enn hafa ekki fengizt innflutnings- eða fjárfestingarleyfi fyrir henni Óvíst hvenær jarðsímanum milli Akureyrar og Reykjavíkur verður lokið Póst- og símamdlastjóri, Guðm. Hlíðdal, dtti tal við fréttamenn útvarps og blaða i gœr um ýmsar framkvcemd- ir, sem nú er unnið-að d vegurn Landsirnans, d Akureyri eða sem snerta Akureyri. Unnið er að lagningu jarðsima yfir Vaðlaheiði og innbœjar d Akureyri. í nótt var lagður sæsírni yfir Eyjafjörð.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.