Verkamaðurinn - 25.06.1948, Síða 2
2
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 25. júní 1948
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafólag Akureyrar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson.
Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjóifur Árnason, Jakob Árnason.
Ritstjóm og afgreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku-
götu 1 — sími 516.
Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Það verður að auka togaraílota
Akureyrar
Það er eítirtektarvert, liversu hart lietur verið brugið við,
þegar ríkisstjórnin tilkynnti, að hún ætlaði að semja um smíði
ÍO nýrra togara. Þegar inunu liaia borist um eða yiir 30 um-
sóknir hvaðanæía ai landinu.
Héðan irá Akureyri heiur verið sótt um tvo togara, bæði ai
ai bænum og Útgerðariéiagi Akureyringa. Um það ætti ekki
að þurta að eyða orðum, liver nauðsyn Akureyri er að því að
auka togarailotann verulega, Kaldbakur lieiur íulikomlega
aisannað þá „röksemd", sem aiturhaldið lrékk í lengi vel, að
togaraútgerð bæri sig ekki héðan. Reynslan hefur þvert á móti
sannað hið gagnstæða.
Nú skyldi maður ætla, að allir væru samtaka um að berjast
íyrir því að iá hingað tleiri og miklh ileiri togara, en því er
nú ekki alveg að heilsa. Aiturhaidið heiur alltai verið sarnt við
sig og þegar Sósíaiistaíélag Akureyrar sendi bæjarstjórn erindi
um að bærinn sækti um tvo nýja togara, iór svo, að sú tillaga
fékk aðeins eitt atkvæði í bæjarstjórn utan sósíalistanna, en
hinsvegar voru ijórir á móti henni og kratarnir tóku þá stór-
mannlegu afstöðu að sitja hjá, en það jaingilti í þessu tilfelli
því að vera á móti og hefði verið heiðarlegra ai þeim og ólíkt
karlmannlegra. Þeir liöfðu liinsvegar flutt tillögu um að bær-
inn sækti um einn togara og var liún að sjálfsögðu samþykkt.
í bæjarráði hafði þó einn ágætismaður greitt atkvæði gegn
henni.
Það heyrist ekki ósjaldan um það rætt í herbúðum aftur-
haldsflokkanna, þ. e. a. s. þegar þeir eru að tala við liáttvirta
kjósendur, að útsvör hér á Akureyri séu óhæfilega há, og
mikla nauðsyn beri til þess að lækka þau. Aldrei haia þeir
góðu menn þó bent á nein úrræði til þess önnur en þau að
draga úr verklegum framkvæmdum eða iramlögum til menn-
ingarmála. Það er sú eina leið sem þessir menn sjá. Að aukið
athafnalíi og stórvirkari atvinnutæki geti gert sama gagn og
jafnvel meira virðist þeim vera alveg hulið.
1 Vestmannaeyjum eru tveir togarar. Rekstur þeirra mun
hafa gengið sæmiiega vel. V'egna reksturs þessara togara heiur
Vestmannaeyingum tekist að lækka útsvör sín um 10%. Væri
nú ekki þetta sama hægt hér á Akureyri? Jú vissulega, ef að-
eins væri til vilji til þess hjá þeim valdhöfum, sem alþýðan
hefur veitt umboð sitt í trausti þess að kosningaloforðin væru
meira en orðin tóm.
Földu innieignírnar
Ekkert hefur vakið eins mikla eftirtekt nú seinustu dagana
og upplýsingar þær sem formaður Framsóknarflokksins Her-
mann Jónasson hefur gefið um inneignir íslendinga erlendis.
Blöð Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins haia fyllst heift mikilli
út af þessu og viljað gera sem minnst úr þessu. Þetta mál er þó
þannig vaxið, að það verður ekki þaggað niður með uppliróp-
unum og svívirðingum.
Sá árangur, sem komið hefur í ljós at þessu er skýrsla sú,
sem ríkisstjórnin hefur nú birt og byggð er á upplýsingum al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins. Með því hefur ríkisstjórnin viður-
kennt, daginn eftir að Alþýðublaðið sagði að hún vissi ekki
neitt að hún hefði upp lýsingar um inneignir íslendinga í
Ameríku sem næmu andvirði 10 nýsköpunartogara.
Hermann hefur svarað bægslagangi afturhaldsbíaðanna
með nýjum upplýsingum sem eru mjög athyglisverðar. Sam-
kvæmt því hefur það verið samþykkt í ríkisstjórninni að rann-
sókn færi fram á þessu máli og Emil Jónssyni falið að gangast
í það. Hann felur rannsóknina svo Landsbankanum, en allir
vita að það jafngilti því að svæfa þetta mál algerlega. Það var
svo ekki fyrr en heildsalastraumurinn vestur fór að minnka,
eða nánar tiltekið 8. maí s. 1., sem tímabært þótti að fara rétta
boðleið og fela sendiherranum í Washington að snúa sér til
stjórnarvaldanna í Bandaríkjunum og fá aðstoð þeirra.
Það er því augljóst mál, að ríkisstjórnin hefur gert allt sem
í hennar valdi hefur staðið til þess að liilma yfir þennan fjár-
flótta en ekki að afla upplýsinga um hann og ná hinu stolna fé
aftur inn í landið. Hún hefur neyðst til þess að birta skýrslu
alþjóða gjaldeyrissjóðsins af því að aðrir ætluðu að gera það.
Hún mun einnig verða neydd til þess að birta fleira um þessi
mál vegna þess að þjóðin hefur nú fengið nægilega mikið að
vita um hvers konar vinnubrögð þessi stjórn notar í jafn stór-
kostlegu hneykslismáli eins og þetta er. Það er vonlaust fyrir
stjórnina að ætla sér að kæfa þær óánægj uraddir, sem nú láta
til sín heyra.
TILATHUGUNAR
fyrir fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðismanna
Eins og ykkur, sem og öðrum
landsmönnum er kunnugt, eru það
tvö kjörorð sem öðru fremur hafa
af málgögnum flokks ykkar verið
talin fela í sér stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins. Þessi kjörorð eru:
Frjálst framtak einstaklingsins! og
Frjáls verzlun!
Nú er ykkur það sjálfsagt jafn
ljóst og ölfum öðrum mönnum í
landinu, að síðan núverandi ríkis-
stjórn var mynduð, en í þeirri
stjórn ræður Sjálfstæðisflokkurinn
og honum skyld öfl öllu í aðal-
atriðum, hefur verið þrengt svo að
öllu framtaki, bæði einkaframtaki
og framtaki þess opinbera, að slíkt
hefur aldrei þekkzt áður hér á voru
landi, íslandi. Framtakið er ekki
frjálsara en það, að sækja þarf um
leyfi til Reykjavíkur til að byggja
vesælan útikamar, að maður tali
nú ekki um mannvirki eins og
hænsnahús eða hrútakofa. Og
verzlunarfrelsið hefur aldrei verið
minna síðan á tímum .harðvítug-
ustu einokunar, þegar rétturinn til
að selja landsmönnum maðkað
mjöl var boðinn upp úti í Kaup-
mannahöfn. Þá þurfti raunar að
borga fyrir þennan rétt, en nú hafa
heildsalarnir rétt til að selja lands-
mönnum maðkáða ávexti og þurfa
ekki að greiða fyrir.
Þið sjáið því, að það passar ekki
saman, að þegar flokkurinn með
frjálst framtak og frjálsa verzlun á
sinni stefnuskrá sníður framtakinu
þrengri stakk en aðrir og leiðir
hatrammt verzlunarófrelsi yfir
landsmenn, þegar hann fær völd í
hendur. Stefnuskráin og stefnan í
framkvæmd passa ekki.
En nú er ekki gott í efni. Ef
frjálst framtak og frjáls verzlun
verða strikuð út úr stefnuskránni
og hún þannig færð til samræmis
við stefnuna, þá verður svo erfitt
fyrir foringja ykkar að tala við há-
tíðleg tækifæri. Það er heldur
ekki gott, að breyta til með fram-
kvæmd stefnunnar, því að þá er
hætt við að menn færu að ráðast í
einhverja vitleysu í fyrirhyggju-
leysi og að þá yrði að gefa almenn-
ingi a. m. k. einhverja möguleika til
að ráða því hver á að fara með
verzlunarmálin, en það gæti orðið
hnekkir fyrir blessaða heildsalana
og orðið vatn á myllu kaupfélag-
atina og kommúnistanna,
Hér er ekki um gott að gera. En
þó virðist mega leysa þennan
vanda. Við viljum þess vegna
benda ykkur á í allri vinsemd, til
að létta ykkur þingstörfin, að það
þar fekki nema að bæta svolitlu
inn í stefnuskrána til að samræmi
sé.
Breytingartillögurnar eru þær,
að í fyrsta lagi: á eftir orðunum
„Spjálfstæðisflokkurinn berst fyr-
ir frjálsu framtaki einstakling-
anna“ komi „enda komi samþykki
Fjárhagsráðs til“ og i öðru lagi: á
eftir orðunum „Sjálfstæðisflokkur-
inn berst fyrir frjálsri verzlun"
komi „enda sjái Viðskiptanefnd
um að .heildsölunum verði veitt
innflutningsleyfin og að þeim
verði ekki dreift á óheppilega
margar hendur.“
Með þessum breytingartillögum,
ef samþykktar yrðu, ynnist það, að
þá geta foringjar ykkar við hátíð-
leg tækifæri haldið áfram að tala
um frelsi, frjálst framtak og
frjálsa verzlun, en Fjárhagsráð og
Viðskiptanefnd myndu svo sjá um
það sem eftir væri eins og nú er.
Og hvort tveggja hefði stoð í
stefnuskrá flokksins. Því verður að
vísu ekki neitað, að stefnuskráin
verður við þetta ósamkvæm
sjálfri sér og hálfgerð endileysa.
En það verður ekki við öllu séð.
+ FIMMTUG
Frú Ingibjörg Austfjörð, Þing-
vallastræti 37, á fimmtugsafmæli
í dag.
Happdrætti
Náttúrulækninga-
félagsins
I happdrætti Heilsuhælissjóðs
Náttúrulækningafélags íslands
komu upp þessi númer: 1. Skoda-
bifreið nr. 49604. — 2. Málverk
eftir Kjarval nr. 31475. — 3. ís-
skápur (enskur) nr. 49096. —
4. ísskápur (amerískur) nr. 46891.
— 5. Þvottavél nr. 37389. — 6.
Hrærivél nr. 12482. — 7. Strau-
vél nr. 22597. — 8. Rafha-eldavél
nr. 40108. — 9. Stáleldhúsborð nr.
26750. — 10. Flugferð til Akur-
eyrar nr. 37995. — Vinninganna
sé vitjað til Björns L. Jónssonar,
Mánagötu 13, Reykjavík, sími
3884.
Jarðarför föður míns,
HALLDÓRS JÓHANNESSONAR,
Strandgötu 25B, sem andaðist fimmtudaginn 17. júní, fer fram
frá Akureyrarkirkju laugardaginn 26. júní klukkan hálf tvö
eftir hádegi.
Fyrir hönd aðstandenda.
Níelsína Halldórsdóttir.
ÖÖÖÍHKbKhKhKhKkKhKkKhKhKhKhKHKhKHKHKHKhKhKhKKHKHS
Hjartanlega þökkutn við œttingjum, nágrönnum,
vinum og vandamönnum nœr og fjcer auðsýndan
lilýhug og höfðingsskap á merkisdegi okkar, 16. þ. m.
Kœrar kveðjur til ykkar allra.
Akureyri, 20. júní 1948.
ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR.
HALLDÓR FRIÐJÓNSSON.
•iiiiiiiMiiiiiiiiitiiiMmiiiiiiimmiiiiiiiiiiiHiMiiiiiiiiiimiiiitiiiiiiiiiiiiiitiiiiimiiiiiHiiMiHiiiiiiiimiimiiiuiitiKo
í DAG
hefja LOFTLEIÐIR H.F. dag- [
legar flugferðir frá Akureyri til i
Reykjavíkur.
Skrifstofa félagsins, Hafnarstræti 81, \
gefur nánari upplýsingar. — Sími: !
Loftleiðir.
LOFTLEIÐIR H.F.
..........................................................
iiiiiiiiiiiiimi
i iii iii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiii1111111111111111niiii.
Síldarstúlkur
vantar á söltunarstöð vora á Siglufirði. Gott hús-
næði, rafmagn, fríar ferðir, kauptrygging. Undan-
farin suraur hafa síldarstúlkur hvergi haft hærri
tekjur, enda ér unnið jöfnum höndum að síldar-
söltun og frystingu.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofa verkalýðs-
félaganna, Strandgötu 7, simi NH-
Óskar Halldórsson h.f.
iMiMimimimmmim
llltlllMMIMMIIIMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIMMIIIMMIIMIMIMIIIMMIMIIIIIIIIMIIIIIl"
AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM