Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1948, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 25.06.1948, Qupperneq 4
Aðalfundur S. I. S Landsmenn gefi skipf við þær þeir telja hagkvæmast Ráðgert að auka skipastólinn verulega Sigurður Kristinsson kosinn formaður Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var hald- inn hér á Akureyri í þessari viku. Hófst hann á mánudag og lauk á miðvikudag. Fundinn sátu um 90 fulltrúar frá rúmlega 50 kaupfélögum. — Fundarstjóri var Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn, en varaformaður Eysteinn Jónsson menntamálaráð- herra flutti skýrslu stjórnarinnar. Minntist hann og einnig forstjóri SÍS, Vilhjálmur Þór, formanns Sambandsins, Ein- ars Árnasonar á Eyrarlandi. SÍS hefur nú í undirbúningi ýmsar framkvæmdir, svo sem lýs- ishreinsunarstöð, smjörlíkisverk- smiðju sunnanlands og bifreiðaaf- greiðslu í Reykjavík. Til tals mun hafa komið, að koma upp korn- myllu og húsgagnaverksmiðju. Þá er í undirbúningi allveruleg aukning á skipastól Sambandsins. Er í ráði að kaupa eitt skip á stærð við Hvassafell og annað minna strax og möguleikar eru fyrir hendi. Útgerð Hvassafells gekk mjög vel á árinu, skilaði skipið það miklum hagnaði, að unnt reyndist að afskrifa það svo mikið, sem lög heimila, eða 20%. Skip á vegum SÍS fluttu til landsins á sl. ári yfir 66000 lestir af vörum. Forstjóri Sambandsins gat þess í skýrslu sinni, að félagsmönnum í kaupfélögunum hefði fjölgað á ár- Talningslisi „Dags" „Dagur“ segir frá því á miðviku- daginn, að „hátt á annað þúsund samkomugestir" hafi verið á hér- aðshátíð Framsóknarmanna á Hrafnagili á sunnudaginn. Þeim, sem voru á þessari samkomu, kem- ur þessi tala all undarlega fyrir sjónir, er fullyrt að á samkomunni sjálfri hafi ekki verið nema 140— 200 manns, enda minntust sumir ræðumenn samkomunnar þess, að færri væru á samkomunni en skyldi. Það er nú raunar ekki neitt nýtt fyrirbæri, að „Dagur“ fari ekki sem allra réttast með tölur. Menn minn- ast þess, að það ágæta blað taldi, að í kröfugöngu verkalýðsfélag- anna 1. maí í vor hefði ekki verið nema 170 manns. En „Degi“ skjátl- ast hrapallega, ef hann heldur, að hann geti snúið staðreyndunum við með jafn augljósum ósannindum og þessum. Á samkomunni í Hrafnagili voru nægilega margir til þess að það fréttist hversu mjög fá- menn hún var og þeirri staðreynd fá upplognar tölur ekki haggað. Það þarf sem sé ekki lengri leið en frá Hrafnagili til Akureyrar til þes að fréttirnar brenglist í hönd- unum á ritstjóra „Dags“, er þá eitt- hvað undarlegt við það þó ekki sé allt sannleikanum samkvæmt, sem þessi maður segir frá atburðum sem gerast í fjarlægum löndum? En þessi eindæma frétt héfur orðið Akureyringum mikið hláturs- efni og það ekki að ástæðulausu. inu um Í400 manns og væru þeir nú 28.611. Vörusala SÍS hafði auk- izt á árinu miðað við verð og staf- ar sú aukning af verðhækkun, fjölgun starfsgreina, aukinni sölu á innlendum vörum og að nokkuð hefur verið gert til þess að vörur væru skrásettar beint á hafnir úti á land. Brúttóhagnaður af vörusölu Sambandsins reyndist að verða 4,2 millj. kr., en tekjuafgangur til ráð- stöfunar varð 991,406,75 og er það lakari afkoma en sl. ár. Taldi for- stjórinn þetta stafa fyrst og fremst af lækkaðri álagningu og auknu mannahaldi vegna ráðstafana þess opinbera. Iðnaður SÍS hefur átt við mikla örðugleika að etja vegna hréefna- skorts og vinnuafls. Þannig skilaði hvorki Gefjun né Iðunn fullum af- köstum. Benti forstjórinn á, að lít- il hyggindi væru í því, að veita ekki verksmiðjum eins og Iðunni, sem vinnur að langmestu leyti úr innlendum hráefnum nauðsynleg gjaldeyrisleyfi, en flytja þess í stað inn erlendan skófatnað. Hafin er nú bygging stórhýsis á lóð Gefjun- ar og er ætlunin, að verksmiðjan geti unnið úr allri ull landsmanna. Innstæður kaupfélaganna hjá SÍS minnkuðu nokkuð á árinu og skuldir ukust. Varaði forstjórinn við þessari þróun og hvatti til sam- heldni um samvinnuhreyfinguna. ÁLYKTANIR. Fundurinn gerði ýmsar ályktanir og er hér birt ein þeirra. „1. Fundurinn lýsir yfir því, að hann líti svo á, að notendur inn- flutningsvaranna eigi að ráða því, hjá hvaða verzlunarfyrirtækjum þeir kaupi vörurnar. Leggur fund- urinn því fyllstu áherzlu á, að inn- flutningsleyfum fyrir erlendum vörum sé úthlutað þannig, að þetta sé tryggt t. d. með því að miða út- hlutun við afhendingu skömmtun- arseðla, eða á annan hátt þannig, að fulltryggt sé, að menn geti keypt vörumar frá þeim verzlunar- fyrirtækjum, sem þeir telja sér hagkvæmast að verzla við.“ Formaður SÍS til þriggja ára var kosinn Sigurður Kristinsson, fyrrv. forstjóri, og í stjórn til þriggja ára þeir Þórður Pálmason, Borgarnesi, og Sigurður Jónsson, Arnarvatni, báðir endurkosnir. Varaformaður var endurkosinn Eysteinn Jónsson, ráðherra. Endurskoðandi Ólafur Jóhannesson, prófessor. verzlanir, sem Stofnaður var sjóður til minning- ar um Einar Árnason á Eyrarlandi og var stofntillagið ákveðið kr. 50,000,00. • SIMAMÁLIN (Framhald af 1. síðu). nema annan. Sams konar sæsími verður í Hvalfirði. Ekki er að vænta þess að neitt létti á símaþjónustunni við Rvík fyrr en jarðsíminn er kominn, en þá hverfa hrað- og forgangshrað- samtöl. Simi i sveitum — talstöðvar i skipum. Símastjóri gat þess að nú væri kominn sími á 37% allra sveita- bæja á landinu, og miðaði því verki sæmilega vel áfram, ef ekki væri stöðugur efnisskortur, einnig tefði það fyrir framkvæmdum og gerði þær dýrari, að ekki væri tek- in fyrir t. d. ein tvær sýslur á ári, heldur sitt lítið í hverri sýslu ár- lega. Hins vegar kvað hann ástand- ið gott hvað snerti skipin, þar sem því nær öll skip 10 tonna og stærri hefðu nú talstöðvar. Síldveiðarnar að hefjast Ríkis verksmið j urnar taka á móti síld frá hádegi laugardag 3. júlí Síldveiðiflotinn býr sig nú sem óðast á veiðar, og eru nokkur skip þegar farin út, bæði héðan frá Ak- ureyri og einnig frá öðrum stöðv- um. Enn hefur ekki frétzt til síldar neitt verulegt, en þó gera sjómenn sér góðar vonir um veiði. Þykir ýmislegt benda til þess, svo sem að sjór er nú með kaldasta móti og að nokkuð hefur orðið vart við rauð- átu. Þá hafa togarar fengið hafsíld- ar í vörpur. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, Skagaströnd og Raufar- höfn hafa tilkynnt, að þær taki á móti síld til bræðslu frá hádegi laugardag 3. júlí næstk. Tvær flugvélar verða við síldar- leit í sumar. ^ FERÐAFÉLAG Akureyrar og Ferðaskrifstofa ikisins efna til skemmtiferðar um æstu helgi. Farið verður á laugar- ag og ekið um Reykjaheiði í Ás- yrgi og gist þar, svo að Dettifossi g Grímsstöðum um nýju Jökuls- rbrúna til Mývatnssveitar. — 'armiðar seldir á Ferðaskrifstof- nni í dag — föstudag. VERKAMAÐURINN imui 111111111111111 iii •iinn i ■ i ■ 11 ■ 11 m ■ 11 iiiii1111111111111111111111111111111,1,1 Auglýsing nr. 17, 1948, frá skömmtunarstjóra Ákveðið hefur verið, að skömimtunarreitirnir „stofn- auki nr. 14“ og „Skammtur 1“, sem gilda nú, hvor um sig til kaupa á einu kg. af skömmtuðu smjöri, skuli ekki uera löglegar innkaupaheimildir lengur en til 1. júlí næstkomandi. Allar þær verzlanir, er selt hafa skammtað smjör og eiga ofangreinda skömmtunarreiti 1. júlí skulu þann dag skila þeim til skömmtunarskrifstofu ríkisins, með því annað hvort að afhenda þá á skrifstöfunni, eða póst- leggja þá til hennar, í ábyrgðarpóst. Reykjavík, 21. júní 1948. Skömmtunarstjóri. iiiiiiiiiiiiiiiini im ii ii ..mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi imiiimmmmmimmimiimmmmmmii j Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Hlutafjár-útboð Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Útgerðarfélags Ak- | i ureyringa h.f., verður hlutafé félagsins aukið úr 800 þús- 1 j und kr. í allt að 1,5 milljón krónur, tjl kaupa á nýju ,j | skipi. Þeir, sem óska að kaupa hlutabréf snúi sér til skrif- j i stofu félagsins, Túngötu 6, Akureyri. i Útboðið stendur til 1. október næstk., ef bréfin verða j i ekki uppseld fyrr. Akureyri, 21. júní 1948. Z 3 STJÓRN I.N. | ',,111111111 iimimimimmmmmmmmmmii m immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmii immmmmmmm immmmmmmmmmmmmmii i m 11 m iii iii m m iii iii m iii m 11111 n il* ■ • i Útgerðarfélag Akureyringa h.f. ÚTB0RGUN ARÐS j fyrir árið 1947, samkvæmt ákvörðun aðalfundar, fer j j fram á skrifstofu vorri í Túngötu 6, Akureyri. Akureyri, 19. júní 1948. STJÓRNIN. ”,j P i • i m i m 111111 m 11 • 11111111111,1111111■111111■|•111111111,111111111111 ■ 11111 ii i ■ ■ 111 ■ ■ • ■ i ■ 1111111111 ■ 11111111 ■ 1111 ■ |,, | ■ 11,, 111, |, |, |,, mmimmm KARLMANN S - armbandsúr tapaðist á fimmtudagskvöldið á Oddeyrinni. Skilist gegn fundar- launum á Lögregluvarðstofuna. Hásefa vantar á m.s. ,,Atla“, helzt Vanan síldveið- um. — Enn fremur MEISTARA, vanan 200 hesta vél. 11 mmi mmmmi iii iimmi, iiii,i,,, ii ii,n,,,,,,, i,i, n,i Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 7. flokks fer fram á Skrifstoíu = Axels Kristjánssonar h. f., Ráðhústorgi 7. Endurnýjun er hafin. Endúmýjið snemma! Þorst. Thorlacius. 11111111111111111111 ........ mmmmmmmmmim iimmitmmmm. imimmmimimiimiii Tilkynning FRÁ Úr VEGSBANKA ÍSLANDS H.F.: Á aðalfundi bankans, sem haldinn var 11. þ. m., var j ákveðið að greiða hluthöfum 4% arð fyrir árið 1947. — I Arðmiðarnir eru innleystir í skrifstofu bankans í j Reykjavík og útibúunum á venjulegum afgreiðslutíma. Reykjavík, 18. júní 1948. ÚTVEGSBANKJ ÍSLANDS H.F. •‘'iimiiinimmiMMMHMMHMiMHiMiHmimiimmiiiiiinMiiniiimiiiMinMMiiiimiiMHiiiMiiniiiiHM....iiiihiiiih

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.