Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.08.1948, Side 2

Verkamaðurinn - 06.08.1948, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 6. ágúst 1948 VERKAMAÐURINN Útgeíandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Ámason, Jakob Árnason. Ritstjórn og afgreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku- götu 1 — sími 516. Askriftargjald kr. 20 á árf. — Lausasöluverð 50 aura einiakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Alþýðuhús Bæjarstjórn Akureyrar hefur nú samþykkt að kaupa lóð undir væntanlegt Alþýðuliús sunnan hins fyrirliugaða íþrótta- svæðis milli Laxagötu og Geislagötu ef hún fæst með viðun- andi verði. Verkalýðssamtökin hér í bæ haia lengi undanfarið barizt fyrir því að fá lóð á heppilegum stað undir samkomuhús sitt, en allt þar til nú, hefur bæjarstjórnin daufheyrst við óskum þeirra og kröfum. Undirbúningur slíkrar byggingar er hafinn fyrir alllöngu síðan og mun nú vera til í sjóði allveruleg fjárhæð til þessara nota. Hefur nú undanfarið allur ágóði af 1. maí skemmtunum og merkjasölu verið látinn renna í húsbyggingasjóð og einhig hafa honum borizt fleiri tekjur. Um það þarf vart að ræða, hver nauðsyn verkalýðsfélögun- um er á að eignast sitt eigið samkomuhús. Má segja að þ^ð sé ein af aðalundirstöðunum undir þeirra starfsemi, án húss til fundahalds og daglegrar starfsemi, er starf hvers félags að meira eða minna leyti í tnolum. Sá dráttur, sem á því hefur orðið, að bæjarstjórn afgreiddi þetta mál á viðunandi hátt, er því undraverðari, þegar þess er gætt, að hér eiga í hlut fjölmennustu félagasamtök bæjarins, alþýðan, sem vinnur að framleiðslunni, sköpun þeirra verð- mæta, sem gerir okkur íslendingum fært að lifa í okkar landi, Akureyringum fært að lifa mannsæmandi lífi, afla sér fæðis og klæða, aukinnar menntunar og menningar. Sýnir ekki sá dráttur, sem orðið hefur á því að verkalýðsfé- lögin fengju lóð undir sitt eigið hús, betur en flest annað, hversu fjarri það er, að þeir fulltrúar afturhaldsins, sem alþýð- an hefur falið umboð sitt í bæjarstjórn Akureyrar, ræktu stöf sín í þágu almennings? Jafnvel svo hógvær ósk frá háttvirtum kjósendum, sem að fá lóð á góðum stað undir Alþýðuhús, hef- ur fram að þessu verið að vettugi virt. Bæjarstjórnin hefur nú loks séð sóma sinn í þessu máli og vonandi rís á næstu árum veglegt alþýðuhús af grunni, verka- lýðsfélögunum til sónra og bænum til prýði. ----■—o------ Hvers vegna mætti Framsókn ekki? Fyrir bæjarstjórnarfundinum á þriðjudaginn lá eitt hið mesta fjárhagsmál, sem komið hefur fyrir bæjarstjórn Akur- eyrar, sem sé, hvaða afstöðu skyldi taka til þess uppkasts að samningi milli Akureyrarbæjar og ríkisins um viðbótarvirkj- unina við Laxá, en eins og kunnugt er, hefur staðið í miklu þófi um það mál nú undanfarið. Það skyldi því mega ætla, að þegar teknar eru ákvarðanir í jafn stóru máli og þetta er, væri ekki flanað að neinu og einnig að bæjarfulltrúarnir stæðu það vel í stöðu sinni að mæta á þessum fundi. Því var þó alls ekki til að dreyfa að þessu sinni. fhaldsmenn máttu ekki heyra annað nefnt, en að málið hlyti fuíla af- greiðslu — þó hefur það aldrei verið lagt fyrir bæjarráð — þá þegar. En merkilegar var þp, að af Framsóknarmönnum mætti aðeins einn varamaður í bæjarstjórn, og sá hinn sami maður lét orð falla á þá leið, að hann hefði mjög takmarkaða þekk- ingu á þessum málum. Það verður að telja mjög undravert og lítt afsakanlega fram- komu Framsóknarflokksins, að koma sér á þennan hátt hjá því að taka afstöðu til þessa máls, sem tvímælalaust verður að telja með þeim þýðingarmestu, sem komið hafa til afgreiðslu í bæjarstjórn Akureyrar nú upp á síðkastið og a. m. k. það sem af er þessu kjörtímabili. Verður vart skilið hvað getur valdið þessari einkennilegu framkomu. Það er að sjálfsögðu skylda hvers og eins bæjarfulltrúa, að halda þannig á málunum, sem ætla má að komi almenningi í bænum sem mest og bezt að gagni, en það verður ekki gert á þann hátt að mæta ekki á þeim fundum, þegar þýðingar- mestu málin eru afgreidd, slík framkoma er hin allra auðvirði- legasta sem hægt er að hugsa sér. Flestir munu sammála um það, að mál málanna fyrir Akur- eyri í dag sé að viðbótarvirkjuninni við Laxá verði hraðað svo sem frekast er kostur. Það tjón, sem einstaklingar, fyrir- tæki og bæjarfélagið býður af þeim mikla skorti, sem nú er á raforku, er sennilega ómetanlegt. Hvort sú afgreiðsla, sem þetta mál fékk á síðasta bæjarstjórnarfundi, verður til þess að Orðið er laust ■k##»#####»##########^ SILDIN LÆTUR EKKI sjó sig. Menn gerðu sér vonir um það í síðustu viku, að eitthvað væri að glæðast veiðin, en þær vonir hafa enn sem komið er orðið sér ræki- lega til skammar, og því miður virðist ekki útlit á, að úr rætist. Það er þungt áfall fyrir íslenzka sjómenn og útgerðarmenn ef síld- veiðin bregst ennþá einu sinni og jafnvel enn frekur en áður, það er þyngra en svo, að margur útgerð- armaður og sjómaður fái undir ris- ið. Hér er líka um stórkostlegt áfall fyrir útflutningsverzlun landsins að ræða, þar sem síldar- afurðirnar eru nú í hæsta verði þeirra vara, sem til útflutnings eru framleiddar. En ennþá hafa menn ekki gefið upp alla von, en það fer nú brátt að verða hver síð- astur ef úr á að rætast að þessu sinni. FRETTIR UR SVEITUM herma, að heyskapur hafi gengið mjög viðunandi á þessu sumri. Sunnanlands mun hafa verið þurrkatið í júlímánuði og bændur hirt töðu vel verkaða. Hér norðan- lands voru þó nokkrir óþurrkar og gekk nýting heyja erfiðlega, en nú hefur brugðið til þurrka og munu flestir bændur vera búnir að hirða af fyrra slætti og telja þeir nýt- ingu heyja mjög sæmilega. HER HEFUR AÐUR verið rætt um erfiðleika þeirra, sem nú eru að koma sér upp íbúðarhúsum og birt bréf um það. Nú er mér sagt, að enn hafi nýir erfiðleikar og óvænjir kom til og séu þeir í þann veginn að stöðva framkvæmdir ýmsra manna. Svo kvað vera mál með vexti, að Vatnsveitan eigi engin vatnsleiðslurör og geti af þeim sökum ekki leitt vatn í nýju húsin. Sé þetta rétt, sem ekki er ástæða til að efast um, er hér um stórkostlega vítaverða vanrækslu að ræða, hver svo sem ber ábyrgð á henni. Það er með öllu ófært að byggingar stöðvist vegna svona or- saka, eða að þeir, sem eru að byggja, verða að vera eins útspýtt hundsskinn út um allan bæ til þess að reyna að fá hlutinn hjá ein- hverjum, sem kynni að eiga hann. FRETZT HEFUR RAUNAR að KEA eigi til nægilegar birgðir af þessum vörum, en það sé bara eitt af því, sem ekki má selja. Bæta þær upplýsingar sízt úr skák. Er það raunar ekki neitt nýtt fyrir- bæri, að byggingarvörur, sem koma til KEA eru ekki seldar góð- an tíma vegna þess að einhver, eða einhverjar nefndir þurfa að 'athuga þetta eða hitt áður. Hefur margur maðurinn beðið ekki svo lítið tjón af þessum sökum, að ekki sé nú talað um alla erfiðleik- ana, sem af þessu öllu saman stafa. Og sannarlega virðist ánnað vaka fyrir þeim, sem þessum málum ráða, en að létta undir og flýta fyr- ir þeim, sem framkvæmdirnar hafa með höndum og brýna þörf hafa fyrir vörurnar. FYRIR NOKKRU var þess get- ið allmargir menn hefðu spurt að því, hvers vegna bíó bindindisfé- laganna hér í bæ, Skjaldborgarbíó, auglýsti aldrei, eða svo til adrei í Verkamanninum. Svör hafa engin borizt frá ráðamönnum fyrirtækis- ins. Verður af því vart dregin önn- ur ályktun en sú, að þarna liggi á bak við eitthvað, sem ekki má koma fram í dagsljósið, hvað sem það svo kann að vera. En ótrúlegt er, að það sé í þágu bindindis- hreyfingarinnar, að eina bæjar- blaðið, sem bíóið auglýsir ekki í, er blað þess flokks, sem einn stjórnmálaflokka hefur tekið bind- indismálin til meðferðar á þingum sínum og gert í þeim ályktanir. — Bindindismenn ættu að athuga það að velja sér ekk til forystu menn, sem með ymsum fáránlegum að- gerðum og pólitískum hleypidóm- um vinna samtökunum frekar skaða en gagn. Til þess er málefn- ið alltof virðingarvert og nauðsyn- legt. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmii Auglýsing Nr. 26, 1948 frá skömmtunarstjóra Að gefnu tilefni skai athygli almennings hérmeð vakin á því, að 1. ágúst gengu úr gildi skömmtunarreitir þeir, er nú skal greina: Vinnufataeiningar, svo og vinnuskóseðlar af vinnu- fatastofni Nr. 2, prentaðir með rauðum lit á hvítan pappír, sem voru löglegar innkaupaheimildir frá 1. fe- brúar til 1. júní, og framlengdir voru til 1. ágúst 1948. Þeim verzlunum, sem hafa undir höndum ofannefnda skömmtunarreiti, er gengu úr gildi 1. ágúst, skal hér með bent á að senda þá til Skömmtunarskrifstofu ríkis- ins, Reykjavík, í ábyrgðarpósti eða með öðrum hætti í síðasta lagi laugardaginn 14. ágúst 1948. Skömmtunarreitum þessum verður skipt fyrir inn- kaupaleyfi. Reykjavík, 4. ágúst 1948, Skömmtunarstjóriim. (IIIIIIMIIIIIIIIIIIIII MIIIMIII.......Illlll.....Illllllllllllllll.....Illlll........... IMMMMMMMMMMMI...IIIIIIIIMMIM 11111111111111111111111111111 | Auglýsing nr. 25 1948 - frá skömmtunarstjóra. Samkværrtt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur við- skiptanefndin ákveðið, að vefnaðarvörureitirnir í skömmtunarbók nr. 1, sem bera númerin 51— 150 og um ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 6, 1948 og nr. 18, 1948, skuli halda gildi sínu til 1. september n. k. Jafnframt hefir viðskipta- nefndin ákveðið, að velnaðarvörureitirnir á nú- gildandi skömmtunarseðli, sem bera númerin 151—200 ('báðir meðtaldir) skuli ekki taka gildi 1. ágúst n. k., eins og ákveðið, hafði verið með auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 18, 1948, og verður síðar ákveðið, hvenær þeir öðlast gildi. Óheimilt er því að afhenda nokkrar vörur gegn vefnaðarvöruseðlunum, sem bera númerin 151 —200. Reykjavík, 30. júlí 1948. Skömmtunarstjórinn. 7|IIIIIM|III«IIIIIIHMIIMMIMIIIIIIMIIMIIIIIIMMMIIMMMMMMMIMMMIMMMIMIIIMIIIIMIIIIIMMMIIIIIIII||||I|,,III|||I||||I|ii './••MMIIIMMMMIMMMMMIMMMMMIMIMMMIMHMMIMMMMIIMMIHMMMMMMIIMMMMMMIMIMMMMIIMtMMIMtWmMMMi MUNIÐ i Gullsmíðavinnustofu Ásgríms Albertssonar, Gránufélagsgötu 4. «"#l«IIIMtllllllMMMIIIMIMIMIMIMIMIMMIIMIMIIIIIMI IIIMMIMIMMMMI,MIKMI||,„||„|||,„|.||,IIIIIIMIMIUMIIIIIIIIMMI< ★ AÐ GEFNU TILEFNI iraða eða seinka málinu — það er ólíklegt að hún verði til að traða því — skal ósagt látið, en hitt er víst, bæjarfulltrúar "ramsóknarflokksins stuðluðu ekki að beztri lausn málsins neð fjarveru sinni. skal athygli kaupenda Verka- mannsins vakin á því, að vegna sumarleyfa í prentsmiðjunni kom blaðið ekki út 16. og 22. júlí sl.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.