Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.08.1948, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.08.1948, Blaðsíða 2
t VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. ágúst 1948 VERKAMAÐURINN Útqefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníeisson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason. Ritstjórn og afgreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku- götu 1 — sími 516. Askriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hafnarmannvirkin Hér í blaðinu er á öðrum stað getið um þær framkvæmdir sem standa fyrir dyrum eða eru hafnar við höfnina og á Odd- eyrartanga. Eins og svo víða eru ráð og nefndir ríkisstjóvnar- innar þar einna mestur Þrándur í Götu. Þær tafir, sem Við- skiptanefndin hefur valdið á framkvæmdum við Torfunefs- bryggjuna eru með öllu óafsakanlegar og koma til með að kosta bæinn ekki svo lítinn aukakostnað. Er það hreint með endemum, að nefnd, sem ætti að telja það sitt hlutverk að greiða fyrir framkvæmdum, í þágu almennings, skuli leyfa sér að verða þess valdandi að stórauka útgjöld fátæks bæjar- félags, slík framkoma ríkisstofnunar mun engin fordæmi eiga sér í nokkru landi. En önnur hlið þessa máls snýr að bæjarbúum, verkámönn- um í þessum bæ. Allar líkur benda til þess, að margir verka- menn og sjómenn komi heim með rýran hlut af síldarvertíð- inni í sumar. Ber þá bæjarfélaginu siðfefðileg skylda til þess að sjá svo um, að í haust verði nægileg atvinna. Á Oddeyrar- tanga standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir. F.r fengið fjárfestingarleyfi fyrir þeim og því mjög nauðsynlegt að hægt verði að vinna það verk í haust. Má fullkomlega gera ráð fyr- ir, að þarna verði atvinna fyrir 25—30 manns. Verkamenn gera mjög ákveðna kröfu til þess, að séð verði um það, að þessar framkvæmdir dragist ekki lengur en brýn- asta nauðsyn er. Frá uppmokstrinum og uppfyllingu verður að vera svo gengið, þegar síldarvertíð lýkur, að þegar verði hægt að hefja steypuvinnu og Ijúka því verki svo sem kostur er áður en vetur leggst. að. Á þessu virðast ekki neinir óyfirstíganlegir örðugleikar, ef aðeins er til vilji hjá þeim, sem framkvæmdum ráða og skal því ekki að óreyndu trúað að á slíku strandi. Kosningahuqleiðinqar afturhaldsins „Vísir“ er stundum helzt til hreinskilinn um fyrirætlanir afturhaldsins. Hefur ekki ósjaldan komið fyrir, að blaðið hefur látið skína í ýmsar þær áætlanir, sem það hefur á prjón- unum, en þorir ekki, vegna ótta við almenningsálitið, að láta koma opinberlega fram í dagsljósið. Þessi „veikleiki“ blaðsins kom í ljós fyrir ekki alllöngu síðan, þegar það var að ræða um að mikið þyrfti nú að gera vegna yfirvofandi örðugleika í efnahagsmálunum. Sagði blaðið þá, að engin stjórn myndi treysta sér til þess að leggja út í svo stóra hluti, sem gera þyrfti, þegar skammt væri til kosninga. Af þessu má draga ýmsar ályktanir. í fyrsta lagi þá, að þær ráðstafanir, sem blaðið hefur í huga, að gera þurfi, hljóta að vera á þann veg, að dómur þjóðarinnar um þær yrði ekki þeim í vil, sem að þeim stæðu. M. ö. o. að þær eru ekki gerðar með hagsmuni almennings fyrir augum. Þar af leiðir, að þær ráð- stafanir hljóta að þjóna hagsmunum nokkurra einstaklinga, þeirra manna, sem nefndir hafa verið „hinir 200 ríku“. í öðru lagi verður sú ályktun dregin af þessum skrifum „Vísis“, að afturhaldið hafi nú í hyggju einhver L.okaráð gagnvart almenningi í landinu. Núverandi ríkisstjórn, „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“, er kunn að því að vera sú stjórn, sem mest hefur fjandskapast gegn almenningi í landinu og þá fyrst og fremst verkalýðshreyfingunni. Árásir hennar á verkalýðs- samtökin og atvinnulíf landsins eru á þann veg, að vart mun eiga sinn líka síðan verkalýðsfélögin voru stofnuð. En ríkiSstjórnin óttast dóm almennings yfir þessuin verkum sínum ef skammt er til kosninga, hún treystir sér ekki til þess að koma þessu öllu saman í kring á tæpum tveim árum og vera um leið búin að kúga alþýðuna svo að hún sætti sig við hvað sem vera skal, en hún heldur að fjögur ár nægi til þess. Ríkisstjórnin hefur alltaf reiknað skakkt styrkleika og sam- heldni verkalýðsins, hún hefur haldið að með pólitískum áróðri væri hægt að sundra verkalýðsfélögunum. Reynsla undanfarinna ára ætti að hafa fært henni heim sanninn um það, að þetta er vonlaust. Verkalýðssamtökin hafa ekki veikst við árásir ríkisstjórnarinnar, heldur þvert á móti styrkst og svo mun enn fara. Það er alveg sama hvað afturhaldið ætlar sér langan tíma til að framkvæma kúgunaráform sín gagnvart alþýðunni, þau munu alltaf fara út um þúfur og hafa þær ein- ar afleiðingar, að grafa þvi sína eigin gröf. Orðiö er laust EG KOM FYRIR NOKKRU niður að bryggju og varð gengið niður á pallinn, þar sem fiskibát- arnir losa fisk sinn. Eins og venju- lega var pallurinn fullur af fólki, sem var að kaupa fisk og hraðaði sér að vanda. Pallur þessi er eina fiskbryggjan í þessum bæ, og forðast allir, að láta fiskinn koma nokkurs staðar við hana, því að hún er öll löðrandi í olíu og fram- burði úr bænum. EN ÞETTA ERU Þó smámun- ir hjá öðru, sem þarna gat að líta, því að gera má ráð fyrir, að einn góðán veðurdag fái fiskkaupend- ur ókeypis þrifabað, því að þegar vel er að gáð, dylst það ekki, að þarna er einn af forngripum bæj- arins, sem kominn er tími til að fari að komast á sinn rétta sama- stað, forngripasafnið. UPP A SIÐKASTIÐ hafa hinir gömlu bjálkar verið að losna úr böndunum hver af öðrum, sem eðlilegt er, því að pallurinn sá arna er áreiðanlega orðinn gamall. Það má því gera ráð fyrir að hann detti niður einhvern daginn og má guð vita, hvað margt fólk verður þá statt á honum. ÞAÐ VÆRI MJÖG æskilegt ac^ bærinn hefði átt það eftirtektar- sama heilbrigðisnefnd, að hún hefði gert athugasemdir við þenn- an bryggjustúf, þegar hún var á ferð þarna fyrir skömmu síðan og skrifaði þá bæjarstjórn og krafðist þess að hafnarnefnd yrði skipað að þrífa burt spítnarusl, sem var á floti þarna í króknum og þó að enginn þrifnaður væri að, minni ástæða til að hrófla við, en pallin- um þeim arna. ANNARS A PALLUR ÞESSI sér ekki ómerkilega sögu, árum áður var hann landgöngupallur konunga og annars stórmennis. Var pallurinn þá klæddur eftir virðingu þess, sem á hann átti að stíga í það og það skiptið. Nú ber hann ekki lengur fín áklæði, svo sem áður fyrr, en mál manna er það, að það áklæði, sem hann ber nú, þjóni sama tilgangi og hin fyrri. FYRIR NOKKRU var kantur gangstéttarinnar meðfram nokkr- um hluta Hafnarstrætis málaður rauður til merkis um að bannað væri að leggja bílum þar. Þessarar ráðstöfunar var full þörf, því að oft var umferð á þessu svæði mjög tafin vegna bíla, sem stóðu beggja megin götunnar. En galli virðist hér á gjöf Njarðar. Ennþá standa bílar á þessu svæði og virðast lítt skeyta um bannið, þó að ekki séu þeir eins margir og áður. ÞAÐ VIRÐIST því vera full þörf þess að þessu banni sé fylgt fastar eftir af yfirvöldunum. Bif- reiðastjórar munu hafa fagnað þessarí umbót á umferðamálunum, en þeir gera líka kröfu til, að henni sé fylgt fram. Það er harla lítið gagn í því að vera að setja reglur, ef þeim er ekki framfylgt. FYRIR NOKKRUM ÁRUM var skipuð umferðanefnd hér í bæn- um. Vann nefnd sú mikið starf og gerði margar tillögur. Allflestar þeirra hafa aldrei verið ræddar í bæjarráði eða bæjarstjórn, að því er kunnugir segja, þó að fyrst virt- ist ríkjandi mjög mikill áhugi fyrir þessu mmálum. Væri nú gaman að vita, hvernig á þessu stendur og hvort meiningin er að stinga þess- um tillögum alveg undir stól. — Mættu það heita furðuleg vinnu- brögð og engri bæjarstjórn eða bæjarráði sæmandi. Á SÍÐUSTU fjárhagsáætlun bæjarins var gert ráð fyrir, að bær- inn hefði hjálparstúlku í þjónustu sinni, sem aðstoðaði heimilin í veikindatilfellum, var í þessu augnamiði áætlað fé. Eftir sam- þykkt þessa bjuggust þeir við, sem áhuga höfðu fyrir þessari starfsemi og fylgdust með málunum, að strax mundi verða auglýst eftir stúlku til starfans. Svo feið og beið og ekki var auglýst, fyrr en eftir margar vikur, þá fékkst engin stúlkan, enda allar búnár að ráð- stafa sumrinu. Nú þegar líður að hausti og kon- ur koma til bæjarins úr sumar- vinnu, væri sjálfsagt að auglýsa á ný. Þörfin fyrir slíka hjálp orkar ekki tvímælis. Þarf því ekki að fjölyrða um þá hlið málsins. Fjár- máli neru ekki til fyrirstöðu, þá er það aðeins framkvæmdina sem vantar. Er nú þess eindregið vænzt að bæjarstjóri bíði nú ekki neinn- ar nýrrar heimildar til að auglýsa starfið og gera það, sem í hans valdi stendur til úrbóta. Einnig ættu bæjarbúar sjálfir að gera eitt- hvað ,til þess að góð stúlka fáist, því að allir geta komist í þá að- stöðu að þurfa hennar hjálpar með, jafnt ríkir sem fátækir. FYRIRSPURN til Rauðakross- deildar Akureyrar. — Þar sem bæjarbúar vita, að takmark og til- gangur Rauðakrossins er líknar- og mannúðarstarfsemi og einnig, að þessi félagsskapur nýtur vinsælda og fjárhagslegs stuðnings hins op- inbera, þá vænta þeir að sjálf- sögðu alls hins bezta af honum. — Hér í bæ urðu menn líka ekki von- sviknir á meðan hjúkrunarkonur voru á vegum hans og líknuðu og hjúkruðu þeim, sem liðu og léttu ómetanlega lífið, bæði þeim og þeirra nánustu. En hvernig er það nú, hvers vegna hefur Rauðikross- inn hér enga hjúkrunarkonu, og það þó bærinn bjóðist til að leggja fram kr. 20.000 til slíkrar starf- semi, bara ef þessi líknarstofnun hefur framkvæmdina? Er það af því að engin hjúkrunarkona fæst, eða hefur ekki verið reynt að fá hana? Bæjarbúar bíða svars. itiMii/tiiiMiiiiiMMiiiiiiitimiiimMmiiiiiinmiiiiiiiHiiMiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimtiii" TILKYNNING um umferð i Það tilkynnist hér tneð almenningi, að á kafla þeim á Hafnarstræti, sunnan Kaupvangstorgs, þar sem kant- steinar hafa verið málaðir rauðir, er bannað að yfirgefa hifreiðar. Einnig er sérstaklega vakin athygli á því, að bannað er að láta bifreiðar standa lengur á hægri kanti ein- stefnuakstursgatna í miðbænum en 15 mínútur í senn, nema lengri tíma taki að fylla þær eða tæma. Brot á ofanskráðum ákvæðum varða refsingu sam- kvætnt lögreglusamþykkt bæjarins. Lögreglustjórinn á Akureyri 23. ágúst 1948. FRIÐJÓN SKA RPHÉÐINSSON. IMMIImMmmMMMMmMMMMmMMMMMMMMMMMMMMMMMI 1111111111111111111111111111111111111111 IMIUIIIMIIIIIIIIf Tónlistaskóli Akureyrar verður settur 1. október. Kennt verður á fiðlu, orgel og pianó, enn fremur | tónfræði og tónlistarsaga. Umsækjendur snúi sér til Finnboga S. Jónassonar 1 j K. E. A., fyrir 15. september næstkomandi. Tónlistabandalag Akureyrar. ?|||IIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIN|MnillllMllllllllimillllllllllllllllllllllllMI lllll IIIIIMIMIIIIIIIIIII1111111111111IIMIIMMMMMMMMMIIII ••• 11111111111IIIIMIIIIMIMMM IMMMIMIIIMIMIMIMMMI Frá Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 9. flokks er þegar byrjuð og fer hún fram hjá Bókaverzlun Axels Kristjdnssonar h. f. (áður Bókaverzlun Þorst. Thorlacius.) ATHUGIÐ VEL! [ að ef þér ekki endurnýið í tíma, eigið þér á hættu, | að miðarnir verði seldir öðrum. . liilniU„il»H,ii»«tMinmiinnMi,HMniiii.iiiii.nMiiiniiiiii»iimnniniiMMiiiniiii...... inuMiiininiiiiMMMimiimmmimmii

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.