Verkamaðurinn - 26.11.1948, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN
XXXI. árg.
Akureyxi, föstudaginn 26. nóvember 1948
45. tbl.
Afrek Alþýðusambandsþingsins:
Togarasjómenn þurfa ekki lengur hvíldartíma -
Löghinding vísitölunnar ágæt
Alþýðusambandið opnað fyrir gðerfifélijgum
Alþýðusambandsþinginu lauk kl.
8 að morgni sl. laugardag. Hinn
ólöglegi meiri hluti, sem réð einu
og öllu á þessu þingi hafði í
frammi ýmiss konar ráðstafanir,
sem algerlega er ósæmandi verka-
lýðnum.
GERFIFÉLÖG.
Fyrsta verk atvinnurekendaþjón-
anna var að opna Alþýðusamband-
ið fyrir alls konar gerfifélögum., og
voru tekin inn „Verkakvennafélag-
ið“ Framsókn, en saga þess félags
og viðskipti við Alþýðusambandið
er fræg orðin að hinum mestu en-
demum, og tvö sveitafélög frá
Vatnsnesi og Skaga. Hve mikil
verkalýðsfélög þessi tvö félög eru
má m. a. sjá af því, að þingforseti,
Hannibal, vissi ekki hvaða atvinnu
meðlimir þeirra stunduðu Hins
vegar tókst ekki að fá samþykkt
inn jeppaeigendafélag S.-Þingeyj-
arsýslu, þó að flestir höfuðpaur-
arnir legðu á það ríka áherzlu og
nytu ötuls stuðnings sinna manna
flestra, m a. fulltrúa Bílstjórafé-
lags Akureyrar. Inntökubeiðnin
var felld með 108 : 87 atkv.
„VERÐI HEILL OG ÓBROTINN
LÝÐRÆÐISLÍKAMI“.
I umræðum um skýrslu
Alþýðusambandsstjórnarinnar
kom greinilega fram málflutningur
atvinnurekendaþjónanna. Þeir
töldu ekki ástæðu til þess að ræða
hagsmunamál verkalýðsins, en
þess í stað fluttu þeir hinar gömlu
upphrópanir um kommúnista,
Moskvumenn o. s. frv. Ósennilegt
mun samt flestum þykja að undir
núverandi stjórn A. S. I „komi
heil og óbrotinn lýðræðislikami",
eins og einn fulltrúi þeirra komst
«3 orði. Umræðum þessum lauk
með því að atvinnurekendaþjón-
arnir samþykktu tillögu nokkra
sem bezt verður lýst með greinar-
gerð Björns Bjarnasonar fyrir at-
kvæði sínu um hana:
„Auk þess sem eg tel sakargiftir
þær, sem framkomnar eru í
þessari ályktun alrangar og
frambornar gegn betri vitund
flutningsmanna, tel eg að með
samþykkt þessara upplognu sak-
argifta væri þingið að lýsa and-
úð sinni á raunhæfri hagsmuna-
baráttu verkalýðsins og bjóða
ríkisstjórninni upp á kauplækk-
anir og kjaraskerðingu og segi
því NEI.“
EKKI LENGRI HVÍLD —
EKKI RÉTTA VÍSITÖLU.
Önnur helztu afrek hins ólöglega
meiri hluta voru að fella tillögur
n að skora á Alþingi að sam-
þykkja frumvarp Hermanns Guð-
mundssonar og Sigurðar Guðna-
sonar um lengingu hvíldartíma
togarasjómanna. Astæðurnaf fyrir
því að fella tillöguna voru þær, að
aðrir sjómenn hefðu ekki betri
kjör!!! auk gamla hjalsins um
senditíkur kommúnista (les: tog-
arasjómanna). Fyrirmyndar for-
ustumenn verkalýðsins. Finnst
ykkur ekki?
Þ6 felldu atvinnurekendaþjón-
arnir einnig að skora á Alþingi að
samþykkja frumvarp
Guðmundssonar og
Guðnasonar um niðurfellingu lög-
bindingu kaupgjaldsvísitölunnar.
Hálfdan Sveinsson frá Akranesi
kvaðst ekki vilja hafa saman við
sameiningarmenn að sælda og
ekki ætla að berjast fyrir hags-
munamálum verkalýðsins, því að
„við höfum SVARIZT í FÓST-
BRÆÐRALAG við aðra, sem
við treýstum betur og sem við
ætlum að styðja og styrkja“!
Þetta ólöglega þing hefur því
sett smánarblett á heildarsamtök
íslenzks verkalýðs, sem vonandi
verður fljótlega afmáður aftur. •—
Þess er engin von að verkalýður-
inn þoli ofbeldisseggjum og lög-
brjótum lengi þeirra óþverraiðju.
Slíkum mönnum hefur hann fyrr
veitt verðug svör.
Rosafregn Alþýðublqðsins um
sjóðstuld helber uppspuni
Alþýðublaðið birti í fyrradag rosafregn um að fyrrv.“
stjórn Alþýðusambandsins hefði stolið tveim sjóðum,
Fræðslusjóði og Sögusjóði.
Hið rétta er, að þessir sjóðir voru fengnir Landsbank-
anum til varðveizlu, til greiðslu á verki, sem stjórn Al-
þýðusambandsins var að láta vinna, en hún hafði ráðið
Sverri Kristjánsson og Skúla Þórðarson til að rita sögu
verkalýðshreyfingarinnar.
Þeir Alþýðublaðsmenn, sem stálu eignurn verkalýðs-
félaganna og skiluðu sambandinu með 80 þús. kr. skuld,
ættu að sjá sóma sinn og ekki minnast á þjófnað. I þess-
um 80 þús. kr. var m. a. sænska lánið, sem rann til Al-
þýðublaðsins og Alþýðuflokksins, en verkalýðurinn lát-
inn borga.
Hagur Alþýðusambandsins frá 1. janúar 194$ til 31.
desember 1947 hefur batnað um 417 þús. kr. Eignir sam-
bandsins voru 31. desember 1947 63.644 krónur.
„Leiðrétting" Fjárhagsráðs blekking og ósannindi
Verksmiðjan hefur til meir en nóg af vélum til þess að
hefja framkvæmdir
[Dregið verður
!l. desember
| Dregið verður í happ- |
\ drætti Sósíalistaflokks- i
i ins 1. desember n. k. [
{Allir, sem ha£a miða, |
Hermanns [ verga að' hafa gert skil I
Sigurðar I r . , , , .
i fynr pann tima. Mun- \
I ið, að enginn miði má j
[ vera óseldur þá!
| Hefur þú tryggt þér |
| miða í glæsilegasta i
[ happdrætti ársins?
Síld á Pollinum
og í Hvalfirði
Eins og kunnugt er hefur vél-
báturinn Gylfi leitað nokkuð síld-
ar i Eyjafirði._-Hefur hann alls
fengið 200 mál og tunnur og hefur
mestur hluti aflans verið frystur til
beitu, en tilfinnanlegur beituskort-
ur er nú hér norðanlands.
í fyrrinótt fékk Keilir á Akra-
nesi 30 tunnur í 25 net í nánd við
Hvaleyri í Hvalfirði. Síldin var á
stserð við venjulega Faxaflóasíld.
Ekki hefur orðið vart við síldar-
torfur.
Kommúnistar haía nú umkringt
Súsjá, lykiílinn að Hanking
Truman sér sér ekki fært að veita Sjang Kaj Sjek
skjóta hjálp
Fregnir frá Kína | í morgun
hermdu að hersveitir kommúnista
hefðu umkringt borgina Súsjá, sem
er talin lykillinn að Nanking. Stór-
orustur hafa geisað á þessum slóð-
um undanfarna daga og hefur her
Sjang Kaj Sjeks goldið mikið af-
hroð í þessum átökum.
Marshall hefur skýrt blaða-
mönnum frá helztu atriðunum í
viðræðum þeim, sem Truman átti
við Marshall og Forrestal land-
varnarmálaráðherra sl. mánudag.
Minntist hann m. a. á Kína og
taldi ástandið þar mjög ískyggilegt
vegna hinnar hröðu sóknar komm-
únista suður á bóginn. Truman
hefði ekki séð sér fært að taka
ákvarðanir upp á eigin spýtur um
að veita Sjang Kaj Sjek skjóta
hjálp. Hefði verið ákveðið að fela
þjóðþinginu að taka allar ákvarð-
anir um þessi mál þegar það kæmi
saman.
185 tilfelli
af mænuveiki
í gær voru alls komin um 185
tilfelli af mænuveikinni hér á Ak-
ureyri, en útbreiðsla veikinnar
hefur aukizt allört þessa dagana.
Ekki hefur bætzt við nema eitt
lömunartilfelli.
Samgöngubann hefur verið sett
milli Akureyrarlæknishéraðs og
Svarfdælalæknishéraðs.
Fjárhagsráð hefur sent frá sér
„leiðréttingu“ varðandi blaðaum-
mæli um neitun á leyfum til sjálf-
virku símastöðvarinnar hér á Ak-
ureyri. Fer plagg það hér á eftir:
„Ut af ummælum, sem höfð
eru eftir póst- og símamálastjóra
í Tímanum 13. nóv. og greinum
um sama efni í Akureyrarblöð-
unum, vill fjárhagsráð upplýsa
eftirfarandi:
1. Viðskiptaráð og nýbygginga-
ráð veittu aldrei leyfi fyrir
sjálfvirkri stöð á Akureyri, og
hún er því pöntuð í óleyfi.
2. Synjað var um fjárfestingar-
leyfi fyrir stöðinni, og samt er
málum haldið áfram.
3 í synjun fjárhagsráðs um fjár-
festingu á yfirstandandi ári
var sagt, að málið yrði tekið
til athugunar í samlpndi við
innflutningsáætlun næsta árs,
1949, enda vélarnar ekki enn
tilbúnar.
4. Á fjárlagafrumvarpi fyrir
1949 er engin fjárveiting til
þessarar sjálfvirku stöðvar og
tekið fram í athugasemd, að
ekki þyki fært að veita fé til
hennar á því ári.
Stöð þessi er því pöntuð án
innflutningsleyfis og gjaldeyris
leyfis, án fjárfestingarleyfis og
án þess að fé hafi verið til hennar
veitt.“
Sem svar við þessu hefur póst-
og símamálastjóri sent blaðinu eft-
irfarandi:
„Sjálfvirka símstöðin á Akureyri
Út af svonefndri leiðréttingu
fjárhagsráðs í laugardagsblaði
Tímans hinn 20. þ. m. skulu hér
með gefnar þessar upplýsingar.
Sjálfvirka símstöðin fyrir Ak-
ureyri var pöntuð á miðju ári 1946
með sambþykki póst- og simamála-
umsókn til viðskiptaráðs um inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi, eri nú
vildi svo til, að viðskiptaráð og ný-
byggingarráð fóru að kasta máli
þessu á milli sín án þess að yrði
úr leyfisveitingu. Þegar svo fjár-
hagsráð var stofnað, var að sjálf-
sögðu sótt um fjárfestingarleyfi. —-
Hafa leyfisbeiðnir síðan verið end-
urnýjaðar og viðskiptamálaráð-
(Framhald á 4. síðu).
VINNAN
tímarit Alþýðusambands íslands,
okt.—nóv. hefti þessa árs er ný-
komið út, fjölbreytt og vönduð að
efni og frágangi að vanda.
Jón Rafnsson ritar grein er nefn-
st lög að gilda? Halldór Guð-
mundsson ritar um Verkalýðs- og
sjómarmafélag Álftfirðinga 20 ára■
Hermann Guðmundsson skrifarum
Sænska Alþýðusambandið 50 ára.
Þá er birt Orðsending til verkalýðs
á Vestfjörðum frá Alþýðusam-
bandi Islands. Guðrún Finnsdóttir
ritar um A. S. B. 15 ára.
Ljóð eru eftir Jón Jóhannesson,
■Harald Hjélmarsson og Svein frá
Elivogum. Sögur eftir Gísla H. Er-
lendsson og Einar Braga.
Auk þess eru hinir föstu þættir
Af alþjóðavettvangi, Esperanto-
námskeið, Sambandstíðindi og
Kaupgjaldstíðindi.
Fjölmargar myndir prýða heft
ið.
Eigendaskipti hafa nú orðið á
blaðinu, þannig að stofnað hefur
^erið „Útgáfufjlagið Vinnan“, og á
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavik 2/3 hluta þess og Al-
þýðusambandið 1/3 hluta. Er þar
með tryggt að tímaritið verður eft-
ir sem áður rit hinna vinnandi
stetta en ekki fótþurrka aftur-
ráðherra. Var þá samtímis send haldsins