Verkamaðurinn - 26.11.1948, Blaðsíða 3
Föstudaginn 26. nóv. 1948
VKRKAMAÐURINN
Eru kaþólsku verklýðsfélögin verkfæri Stalins?
En Júdas gekk út og hengdi sig
Blöð vesturheimskunnar hér á
landi hafa eftir mætti ausið
franska verkamenn auri vegna
baráttu þeirra fyrir betri kjörum.
Rauði þráðurinn í níðskrifum
þeirra um franska verkamenn er
sá, að verkfallsbarátta þeirra sé al-
gjörlega ástæðulaus, þeir séu að-
eins verkfæri í höndum kommún-
ista o. s. frv-
Hingað til hafa vesturheimsku
blöðin ekki, þó ritstjórar þeirra séu
bæði illgjarnir og ósvífnir og hika
oft ekki við að heimska sjálfa sig,
— treyst sér til að halda þvi fram
að katólska verklýðssambandið
franska sé kommúnistiskt og verk-
færi Stalins. En nokkru eftir að
kolanámuverkfallið mikla hófst
fyrir fáum vikum síðan skrifaði
ritari katólska verkalýðsfélagsins í
Carmaux, A. Ballet, grein í katólskt
blað, þar sem hann segir m. a.:
„Eftir að hafa beðið þolinmóð-
lega mánuðum saman hafa kola-
námuverkamennirnir þreytzt á að
bíða eftir verðlækk unum, sem
aldrei koma og gert verkfall. Við
skirskotum til verzlunarmanna,
sem vita hversu allt er orðið miklu
dýrara upp á síðkastið. Við skír-
skotum til handiðnaðarmannanna,
sem vita, að efnið hefur hækkað í
verði. Við snúum okkur til bænd-
anna, sem vegna hækkandi verðs á
áburði og landbúnaðarvélum,
hækka verðið á landbúnaðarafurð-
unum, svo að verkamennirnir geta
ckkí lengur keypt lífsnauðsynjar.
Kolanámuverkamaður í fyrsta
flokki hefur 429 iianka á dag. Mið-
degisverður í matsöluhúsi kostar
325 franka — og við verðum Iíka
að borða á sunnudögunum. Eigum
við að vinna á daginn og stela á
næturnar til þess að geta fætt
fjölskyldur okkar?“
í stað þess að greiða frönsku
kolanámuverkamönnunum hærra
kaup eins og þeir fara fram á hef-
ir franska ríkisstjórnin kastað ná-
lega 7 milljörðum franka í ginið
á þýzku kolanámufélögunum. I
raun og veru átti Frakkland að fá
kol frá Ruhr sem skaðabætur.
Bandaríkin heimtuðu hinsvegar að
uppbygging Þýzkalands skyldi
sitja fyrir viðreisn Frakklands og
hin sósíaldemokratiska—gaullist-
iska Parísarborg er amerísk lepp-
stjórn. Þessvegna sendir Frakk-
land Saar-kol til Þýzkalands, sem
eru greidd með verðlausum þýzk-
um mörkum, og kaupir i staðinn
dýrari kol frá Bandaríkjunum —
fyrir dollara. Þessi amerísku kol
kosta 5.500 franka tonnið, en
frönsku kolin myndu ekki kosta
meira en 3.700 franka tonnið, jafn-
vel þó að gengið yrði að launa-
hækkunarkröfum námumannanna.
Stjórn frönsku sósíaldemokrat-
anna hefur ráð á því að ausa pen-
ingum í sjóði amerískra og þýzkra
auðmanna, en þverskallast við að
greiða sinum eigin verkamönnum
mannsæmandi laun.
Jafnvel kúgunaraðgerðir stjórn
arinnar gegn verkamönnum kosta
hana mikið meiri upphæð en
launahækkunarkröfurnar. Það er
táknrænt fyrir sósíaldemokrata-
stjórnina frönsku, að hún hefur
sent meiri herafla gegn kolanámu-
verkamönnunum í Norður-Frakk-
landi en sent var gegn þýzka inn-
rásarhernum vorið 1940!
Og þetta er fyrst og fremst verk
innanríkismálaráðherrans Jules
Moch, sósíaldemokratans!
En þetta er ekkert einsdæmi.
Alls staðar í Vestur-Evrópu eru
foringjar sósíaldemokrata orðnir
að úrþvættum, sem eru reiðubún-
ir að fremja hvers konar böðuls-
verk gegn alþýðunni, gegn því að
fá embætti, bíla og alls konar önn-
ur fríðindi. Júdas var stórum heið-
arlegri en þeir Samvizkubitið nag-
aði hann þó svo, að hann hengdi
sig.
x—t.
Það, sem afturhaldið forðast að lata
íslenzka alþýðu fá vitneskju um
(í sjómannablaðinu „Víkingur",
10. tbl. þessa árgangs, birtist grein
með nafninu Hugleiðingar um
sumarsíldina 1948, eftir Einar
Kristjánsson. Er eftirfarandi kafli
tekinn úr umræddri grein, og er að
því leyti sérstaklega athyglisverð-
ur, að þar er talað af meiri hóg-
værð um síldveiðar Rússa sl. sum-
ar, en tíðkast hefur í blöðum vest-
Endurkjör Trumans
Miklar líkur til að 11 erlendar barr-
viðartegundir gætu þrifist hér
og nokkur lauftré
Skógræktarfélag Eyfirðinga hélt
fræðslufund í Samkomuhúsi bæj-
arins sl. miðvikudagskvöld. Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri flutti
erindi og ræddi um innflutning
trjáa frá nágrannalöndunum í
vestri og austri.
Hann taldi ástæðuna til þess að
hér hefðu ekki vaxið upp barr-
skógar þá, að fræin hefðu aldrei
borizt til landsins, en þau eru
þyngri en svo, að þau hefðu kom-
izt þessa leið með hjálp vindanna.
Skógræktarstjóri taldi alls upp
11 tegundir barrviðar, sem hann
taldi lítinn sem engan vafa á að
hér gætu þróast, þar af voru 2 frá
Noregi, skógarfuran og rauðgreni,
síberíulerki frá Rússlandi og frá
Alaska 5, tvær þallartegundir,
sitka-greni, hvítgreni og þynur. —
Yfirleitt sagði hann, að þessi tré
hefðu mjög góðan við til hvers
konar smíða.
Skógræktarstjóri taldi einnig, að
miklar líkur væru um 6 tegundir
lauftrjáa og um 2—3 tegundir
birkis, sem væru betri en okkar.
Skógræktarstjóri benti á þýð-
ingu þess að hér yrði ræktaður
upp nytjaskógur, þar sem inn væri
flutt timbur fyrir um 20 millj. kr
árlega, einnig var hann með bolla-
leggingar, aðallega að því er virt-
ist eftir amerískum blöðum, um
það, að ef fólksfjölgun i heiminum
yrði slík í framtíðinni, sem verið
hefir, væri fyrir dyrum mikill mat-
vælaskortur. Á þessu er áreiðan-
lega ekki svo mikil hætta, ef mann-
kynið aðeins tekur upp samvirka
búskaparhætti og nýtir auðlindir
jarðarinnar og vísindin með hags-
muni alls almennings fyrir augum.
Að lokum skoraði skógræktarstjóri
á menn að styrkja starfsemi Skóg
ræktarfélags Eyfirðinga.
Á eftir voru sýndar kvikmyndir
frá Þórsmörk og Öræfum, teknar
af Kjartani O. Bjarnasyni, og ffá
Alaska. Voru þær prýðilegar, en
óneitanlega virtist það frekar óvið-
kunnanlegt að hafa enskt tal með
íslenzkri mynd tekinni af íslend-
ingi.
Eins og kunnugt er, fóru fram
forsetakosningar í Bandaríkjunum
í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyr-
ir alla spádóma var Truman end-
urkcsinn sem forseti Bandaríkj-
anna næstu fjögur ár og fékk ör-
uggan meirihluta í báðum deild-
um þingsins.
Þessi úrslit sýna enn einu sinni
hversu það er nauðsynlegt að
leggja ekki of mikinn trúnað á
hin einokuðu blöð og hið einokaða
útvarp Bandaríkjanna, sem mán-
uðum saman höfðu fullvissað
heiminn um, að Truman hefði yf-
irleitt enga möguleika á að ná
kosningu og að kosning Deweys
væri öldungis viss.
Enginn vafi er á því, að það
var verkalýður Bandarikjanna sem
réði úrslitunum í þessum kosning-
um. Verkalýðnum var það ljóst
löngu fyrir kosningarnar, að Henry
Wallace hafði alls enga möguleika
á að ná kosningu. Þess vegna valdi
verkalýðurinn skárri kostinn af
tveimur illum og fylkti sér um
Truman. Hann hafði tekið megin-
atriðin úr stefnuskrá Framsókn-
arflokksins (Wallace) i sina kosn-
ingastefnuskrá og lofaði m. a. að
berjast fyrir afnámi hinna
illræmdu Taft-Hatrley-laga, sem
republikanar (flokkur Deweys)
hafði borið fram og sam-
þykkt í þinginu. — Dew-
ey beið einnig ósigur vegna þess,
að hann er ákveðnari og illvígari
stríðsæsingamaður en Truman, en
mikill meiri hluti Bandaríkjaþjóð-
arinnar er áreiðanlega andvígur
nýrri heimsstyrjöld.
Harry S. Truman fæddist í La-
mar i ríkinu Missouri 8- mai 1884.
Hann er af skotskum, írskum og
hollenzkum ættum. Faðir hans var
bóndi og í æsku vann Truman á
akrinum og gekk jafnframt í þorps-
skólann. Fjölskyldan hafði ekki
efni á því að kosta hann til náms
í háskóla og Truman bar heldur
ekki gæfu til að komast í hernað-
arskólann í West Point — augu
hans reyndust of veik.
Svo gekk hann hina hefðbundnu
amerisku braut til að komast
áfram: hann vann við innpökkun
blaða, var bankaritari, fægði
glugga og var sendill. Síðan vann
hann um 10 ára skeið við bú föður
síns. I fyrri heimsstyrjöldinni öðl-
aðist hann majorsnafnbót og þegar
hann kom heim eftir stríðið stofn-
aði hann, ásamt félaga sínum,
verzlun með karlmannafatnað í
Kansas City. Fyrirtækið gekk á
tréfótunum — Truman varð gjald-
þrota og nam tjónið 20 þús. doll-
urum.
Eins og svo margir gjaldþrota
menn fór hann nú að leggja fyrir
sig pólitík. 1932 var hann kosinn
dómari j Jackson County, og því
starfi gegndi hann til 1934, en þá
var hann kosinn þingmaður til öld-
ungadeildarinnar. Náði hann að-
eins kosningu vegna svo stórkost-
legra kosningásvika að þau eru eitt
af mestu svindilmálum í hinni
harðsoðnu stjórnmálasögu Amer
iku.
Það var hin „demokratiska"
Pendergast-vél — illræmdur hóp-
ui marghleypumanna, nætur-
klúbbaeigenda, eiturlyfja- og vín-
smyglara, ’lögregluembættismanna
kaupsýslumanna og annars fólks úr
hinum „fínni stéttum" — sem
tryggðu kosningu Trumans með
aðstoð nálægt 60 þús- „demokrata
atkvæða" frá fólki, sem var dáið
og grafið fyrir langa löngu, íbúum
i mannlausum húsum, ungbörnum
og fólki, sem hafði flutt úr borg-
inni mörgum árum áður.
Því er haldið fram mjög ákveð
ið, að Truman sjálfur hafi ekki
haft minnstu hugmynd um þessi
gífurlegu kosningasvik. En hvað
sem þvi líður, þá er það ómótmæl
anleg staðreynd, að hann hélt
áfram að gegna sínu þingmanns
embætti eftir að kosningasvikin
höfðu verið afhjúpuð og þegar
Bandaríkin gerðust styrjaldaraðili
1941 er hann orðinn formaður
þeirrar öldungadeildarnefndar,
sem átti að rannsaka, hvort land
varnastefnuskrá þjóðarinnar væri
framkvæmd á viðunandi hátt hvað
fjármálahliðina snerti.
Þarna naut hinn smásálarlegi
sparsemishugsunarháttur hans sín
út í yztu æsar, og hann birtist líka
á ennþá ömurlegri hátt í pólitískri
ræðu, sem hann hélt skömmu áður
en hann var tilnefndur sem for
maður öldungadeildarnefndar
þeirrar, sem fyrr var getið. 24. júní
1941 — tveimur dögum eftir árás
Hitlers á Sovétríkin — birti New
urheimskunnar, og að þar er greint
frá staðreyndum, sem hinum hund-
óðu ritstjórum og útgefendum
dollarablaðanna er ekki kært að
íslenzk alþýða fái vitneskju um)-
V erkfræðin.
Hér við land eru útlendingar
með allar mögulegar gerðir veið-
arfæra og skipa, og prófa sig
éfram. Svíar hafa gert margs konar
tilraunir við sildveiðarnar, reynt að
gera þær stórvirkari og þægilegri
fyrir fiskimennina, Norðmenn eru
með glæsilegustu sildveiðiskipin,
aar eru nótabátarnir ekki hafðir í
angslefi. Oll síldarskip þeirra geta
tekið nótabátana á bátadekk. Þeir
salta um borð og hausskera og
magadraga síldina í vélum. —
Ráðstjórnarríkin hafa sent hing-
að fljótandi stórborg. Um veiðiút-
búnað Rússanna er ekkert sérstakt
að segja, þeir eru aðeins á byrjun-
arstigi og veiddu aðallega í reknet.
En hins vegar er tæknin í tlota
þeirra mikil, sérstaklega tit þæg-
inda og skemmtunar fyrir starfs-
fólkið. I birgðaskipinu, sem er í
kringum 17 þús. lestir, eru flesfar
unaðssemdir ,sem nútimamenning-
in hefur upp á að bjóða: Þar er
leikhús, bíó, danssalur, bókasafn
og lestrarsalur og sitthvað fleira.
(Leturbreyting ,,Verkam.“). Þarna
tekur starfsfólkið sér hvíld og nýt-
ur tómstundanna- Jafnt konur sem
karlar starfa á þessum flota.
Við hugsum mikið um elliheim-
ili fyrir sjómenn og einnig um
minnisvarða um drukknaða sjó-
menn. — En væri ekki einnig þörf
fyrir hvíldar- og hressingarheimili
fyrir lifandi og starfandi sjómenn?
— Allt þetta er verkefni fyrir
verkfræðinga og félagsskap sjó-
manna.“
sitt. Roosevelt þorði ekki að halda
því til streitu, að Wallace yrði aft-
ur í kjöri — hann var þá þegar
orðinn þrætuepli innan „demo-
kratiska“ flokksins. Truman, sem
var tiltölulega lítt kunnur, varð
þess vegna fyrir valinu, maður,
sem flestir höfðu ekki aðra hug-
mynd um en að honum hafði tek-
ist vel að halda hernaðarútgjöld-
unum niðri. Hann hlaut kosningu,
og þegar Roosevelt andaðist 1945,
hélt hann sjálfkrafa inn í Hvíta
húsið.
Strax tveimur mánuðum seinna,
í miðri Potsdamráðstefnunni, féll
það í hlut hins nýja forseta að taka
hina sögulegu ákvörðun um að
varpa atomsprengjunum á Hiros-
hima og Nagasaki.
Embættisferill hans hefur ann-
\ ork Times eftirfarandi, ohefluðu I ars auðkennst af sífelldum svikum
ummæli Harry S. Trumans öld- I gagnvart hugsjónum Roosevelts,
ungadeildarþingmanns:
„Ef við sjáum, að Þýzkaland er
í þann veginn að vinna, eigum við
að hjalpa Rússlandi, og ef Rúss-
land er i þann veginn að vinna,
eigum við að hjálpa Þýzkalandi og
láta þá á þerman hátt drepa eins
marga og mögulegt er.“
1944 fékk hann hið mikla tæki-
færi 'sitt, þegar demokrataflokkur-
inn átti að tilnefna varaforsetaefni
sem hann taldi sig fylgjandi í orði,
þegar hann tók við forsetaembætt-
inu. Það hefur verið hætt við New
Deal-pólitík Roosevelts að heita
má í öllum atriðum, ameríska aft-
urhaldið hefur stungið upp kollin-
um aftur, og það er ekki ofmælt að
segja, að í stjórnartíð Trumans
hefur ameríski fasisminn fæðst.
Hvað utanríkispólitíkina snertir
(Framhald á 4. síðu).