Verkamaðurinn - 21.01.1949, Blaðsíða 1
VERKAMAOURINN
XXXII. árg._Akureyri, föstudaginn 21. janúar 1949 3. tbl.
Fleiri skráðir atvinnulausir en
Allmiklar framkvæmdir liefjast
á vegum bæjarins á næstunni
Skráning atvinnulausra fór fram
í Vinnumiðlunarskrifstofunni 5.—
8. þ. m. Alls létu skrá sig 87 verka-
menn, 7 sjómenn og 1 iðnaðarmað-
ur. Er þetta meira en nokkru sinni
fyrr, enda eru nú svo til allir sjó-
menn bæjarins atvinnulausir og
allmikið af v.erkamönnum og iðn-
aðarmönnum.
Fyrir bæjarráði í gær lágu tvær
fundargerðir nefndar þeirrar, er
getið var í síðasta tbl. að skipuð
hefði verið til að ráða bót á at-
vinnuleysinu. Nefndin hafði fengið
þau svör frá Síldarútvegsnefnd, að
tunnuverksmiðjan tæki til starfa
innan skamms, en óvíst er enn um
hve margir menn fá þar vinnu. —
Nefndin hafði gert tillögur um að
gerð yrðu holræsi í Mýrahverfi og
Byggðahverfi, og einnig úr Helga-
magrastræti niður á Gleráreyrar,
„Dögun", blað sósíalista
á Akranesi,
hefur útkomu á ný
„Dögun“, blað sósíalista á Akra-
nesi, er nú farin að koma út á ný
og eru þessar greinar í fyrsta blað-
inu: Til lesendanna, Við erum
þjóð, sem hlaut ísland í art eftir
Elinborgu Kristmundsdóttur, Vind-
höéé kapitalismans, Sildveiðarnar,
Týndir pennar o. fl.
Ritnefnd skipa: Sigurdór Sig-
urðsson ,Elinborg Kristmundsdótt-
ir og Halldór Þorsteinsson (áb.).
Þeir, sem gerast vildu áskrifend-
ur að blaðinu, geta snúið sér til
skrifstofu Sósíalistafélags Akur-
eyrar, Brekkugötu 1.
„Verkamaðurinn“ býður „Dög-
un“ velkomna x hóp blaða sósíal-
ista og óskar henni góðs gengis.
en framræsluskurður í mýri í bæj-
arlandinu ofan við Lund. Einnig
að hlaðinn yrði varuargarður og
fyllt upp sunnan við Strandgötu
austur frá þvottastöðinni. Jarðveg-
ur verði þrifinn burt af grjótnám-
inu á klöppunum.
Bæjarráð samþ. að láta hefja all-
ar þessar framkvæmdir nema upp-
fyllinguna við Strandgötu. Um það
verk var bæjarverkfræðingi falið
að gera athuganir og kostnaðar-
áætlanir. Framkvæmdir þessar
verði hafnar þegar í stað.
Greinargerð L. í. Ú. um sam-
komulag við ríkisstjórnina hefur
nú verið birt i blöðum, og eru aðal-
atriði þessi:
1) Ríkisstjórnin lofar að beita
sér fyrir því, að lög um afla og
hlutatryggingarsjóð bátaútvegsins
verði nú þegar samþykkt. 2) Út-
vegsmenn fá sjálfir gjaldeyri fyrir
þau hrogn, sem þeir selja, ennfrem-
Sigurður Jónatansson,
verkamaður, látinn
Þann 10. þ. m. andaðist i
Sjúkrahúsi Akureyrar Sigurður
Jónatansson, verkamaður, tæplega
86 ára að aldri.
Hann var einn af stofnendur
fyrstu samtaka verkamanna hér á
Akureyri og var heiðursfélagi í
Verkamananfélagi Akureyrarkaup-
staðar. — Hans verður nánar geti-
ið hér í blaðinu síðar.
Sigurður verður til moldar bor-
inn í dag.
nokkru sinni fyrr
i
Allsher jaratkvæða-
greiðsla um uppsögn
samninga
Eins og sést í auglýsingu hér í
blaðinu fer fram allsherjarat-
kvæðagreiðsla um uppsögn samn-
inga innan Iðju á morgun og
sunnudaginn. Launakjör iðnverka-
fólksins eru það lág, að ekki er við
því að búast, að það geti lengi við
það unað í annarri eins dýrtíð og
nú er. Þess er því að vænta, að
Iðjufélagar fjölmenni við atkvæða-
greiðsluna.
ur fyrir hákarl, sérstaka tegund af
kola og saltaða og reykta Faxasíld.
3) Frystihúsunum verður greitt
geymslugjald af hraðfrystum fiski
og saltfiski og sem svarar rýrnun á
honum.
Lögð er á það áherzla af hálfu
útvegsmanna, að hér sé aðeins um
bráðabirgðasamkomulag að ræða
og þeir hafa samþ. kröfu um að að-
stoðin til vélbátaflotans verði
hækkuð í 10 millj. og einnig að
engin slysatryggingagjöld verði
innheimt 1949.
Sérfræðingar rannsaka
mænuveikina
Hér í bænum eru nú staddir
tveir sérfræðingar til rannsóknar á
mænuveikinni, þeir dr. Björn Sig-
urðsson og dr. Júlíus Sigurjónsson.
Rannsaka þeir frárennsli og
drykkjarvatn og einnig hafa verið
teknar blóð- og saurprufur frá
sjúklingum. Einhver sýnishorn
munu verða send til útlanda.
Margt virðist benda til þess að
veikin sé nú heldur í rénun, og má
sennilega gera ráð fýrir að sam-
komubannið verði upphafið um
mánaðamótin.
Vantraust á fulltrúa
íhaldsins í stjórn
stúdentaráðs
Fyrir nokkru var samþykkt með
5:4 atkv. vantrausttillaga á for-
mann og gjaldkera stúdentaráðs,
þá Gísla Jónsson og Jón ísberg
fyrir stuðning þeirra við Ameríku-
agentana, en frá þeim málum hefur
verið skýrt í blöðum. er greinilegt
af þessu og eins hinum almenna
stúdentafundi, sem haldinn var 14.
des. s. 1. að mikill meirihluti stú-
dentat ætlar að vera að vera ein-
huga í sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar. •
Sölumet
„Kaldbaks44
Nýsköpunartogari Akureýrar,
„Kaldbakur“, seldi sl. laugardag
afla sinn í Englandi. Var það 4849
kits fyrir 14.789 sterlingspund, og
er þetta sölumet hans, en eins og
greint er frá á öðrum stað í blað-
inu var „Kaldbakur“ söluhæstur
smærri nýsköpunartogaranna á sl.
ári.
Það er dýrt að berjast
gegn fólkinu!
Eftir samtal við Trumna for-
seta, lét ambassador Bandaríkj-
anna í rikklandi, Henry Grady,
svo um mælt, að forsetinn vildi
halda áfram að framfylgja áætl-
uninni um ameríska hjálp til
Grikklands af miklu kappi.
Ambassadorinn telur, að það
muni að minnsta kosti kosta 400
millj. dollara að framfylgja áætl-
iminni um baráttuna gegn kom-
múnismanum á næsta skattári,
sem hefst 1. júlí 1949, en það er
50 millj. dollara meira en í ár.
Truman hefir nú fyrir nokkr-
um vikum gefið mjög dökka
mynd af ástandinu í Gríkklandi.
Snorri Sigfússon nám-
stjóri, heiðraður af
nemendum sínum
Á aðfangadag jóla síðastl. færðu
nemendur Snorra Sigfússonar á
Akureyri honum forkunnarfagra
gjöf í þakklætis- og virðingar-
skyni fyrir ágæta kennslu og skóla-
stjórn. Var gripur þessi úr silfri og
þannig gerður, að aftast var skjöld-
ur, sem mynd af Barnaskóla Akur-
eyrar var greipt á, en framan við
myndina og sitt hvoru megin við
hana standa tvær fánastengur á
palli, sem er framan við myndina.
Á fótstallinum stendur ártal, en á
myndinrú nafn viðtakanda og loks:
Frá nemendum á Akureyri. Grip
þennan gjörðu gullsmiðirnir Sig-
tryggur Helgason og Eyjólfur
Árnason, sem eru hinir mestu þjóð-
hagar. Ætlazt v'ar til, að hópur af
eldri og yngri nemendum Snorra
færðu honum þessa gjöí, en vegna
veikinda‘hans, urðu það aðeins 3
börn.
Byggingaframkvæmdir
Frá byggingafulltrúanum hefur
blaðinu borizt eftirfarandi.
A árinu hafa verið fullbyggð og
tekin til afnota 30 íbúðarhús með
54 íbúðum. 44 hús með 62 íbúðum
eru komin undir þak, 8 hús með
16 íbúðum eru skemmra á veg
komin.
Viðbótarbygging hefur verið
reist við barnaskólann. 2 verk-
smiðjuhús og 1 geymsluhús hafa
verið byggð á árinu.
4 minniháttar breytingar og við-
byggingar við eldri hús.
Þá eru í smíðum sjúkrahús fyr-
ir fíorðlendingafjórðung. Heima-
vistarhús fyrir Menntaskólann á
Akureyri. Ný brunastöð fyrir Ak-
ureyrarbæ.
Klæðaverksmiðjan „Gefjun“ er
að láta framkvæma miklar bygg-
ingaframkvæmdir.
Öll skömmtun
afnumin í Póllandi
Hvenær á íslandi?
Féttaritari Reuters i Var-
sjá skýrði nýlega frá því að
pólski verzlunar- og iðnað-
armálaráðherrann, Hilary
Minc hafi lýst þvi yfir 18.
des. sl., að öll skömmtun
yrði afnumin í Póllandi frá
1. janúar. Hann lofaði jafn-
frarnt að laun hœkkuðu frá
sama tima. •
Minc sagði, að á timabili
hinnar nýju sexáraáœtlunar
Póllands, sem byrjar 1950,
mundi verða nauðsynlegt
að auka landbúnaðarfram-
leiðsluna um 35—45%. —
Hann bœtti þvi við, að sam-
vinnuhreyfingin i sveitun-
um mundi taka miklum
framförum, og mundi það
hafa úrslitaáhrif á frarn-
leiðsluna. Þetta mundi
verða smásaman og skipu-
lega og á algjörlega frjáls-
um grundvelli.
Hvencer afnemur fyrsta
stjórn Alþýðuflokksins
skömmtunarfarganið á ís-
landi?
Skyldi ekki annars vera
f ull þörf á að afnema stjórn-
ina áður!
Sala togaranna helmingi hærri s.
1. ár en árið áður
Þessi hækkun er að þakka nýsköpunartog-
urunum. - Kaldbakur með þeim hæstu.
Á síðastliðnu ári fóru íslenzkir togarar 507 söluferðir
til Bretlands og Þýzkalands og seldu íyrir yfir 12(3 mill-
jónir króna.
Sala togaranna á sl. ári er því um helmingi meiri en
árið 1947, en þá seldu þeir fyrir 66,8 millj. kr. Að salan
hefur tvöfaldazt er að þakka nýsköpunartogurunum,
því að þeir eru miklu stærri og afkastameiri skip en
gömlu togararnir.
Frá þessum gjaldeyristekjum, er togararnir hafa fært,
dregst kostnaður við söluferðir þeirra í erlendri höfn,
en hann er talinn um 3 þús. sterlingspund í ferð.
Af minni togurunum er Kaldbakur afla- og söluhæst-
ur. Aflaði hann 3887 smálestir og seldi fyrir 171.753
sterlingspund,-
Samkomulag útvegsmanna við ríkis-
stjórnina aðeins til bráðabirgða