Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.01.1949, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 21.01.1949, Blaðsíða 4
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiKii■ 1111111111111111111111111141111 iiiiiiiiiiiiiuiiiimmiiiitnm11iiiiiiiii11111iiiii iiiiii 1111 ii 11 Akureyringar! Þar sem vatnið úr fjallinu er farið að minnka, eins og áður um þetta leyti árs, eruð þið alvar- lega áminntir um að ifara sparlega með það, láta ekki renna að óþörfu, hvorki nótt né dag. Minnist þess, að það er slæmt að vera vatnslaus meirihluta sólarhringsins, og óþolandi, þegar það er fyrir hirðuleysi þeirra, sem vatnið hafa. Vatnsveitan. 1111111 ■ 11 ■ 11 • ■ 111111 ■ ■ 1111111111 ■ i 11n■111-11 iiii 11 11111ii11n11■■ ii■ 111 i itiiiiiiiiiiin. Stjórn og trúnaðarrað Iðju, fél. verksmiðjufólks á Akureyri, hefir sam- þykkt að láta fara fram allsherjar atkvæðagreiðslu um uppsögn á kaup- og kjarasamningi félagsins við S.I.S. og K.E.A., og fer atkvæðagreiðslan fram í Verkalýðshúsinu laugardaginn 22. janúar kl. 4—7 e. h. og sunnudaginn 23. janúar kl. 1—4 e. h. Akureyri, 17. janúar 1949. Stiómin. .......í Hús t'l sölu % Húseignin Hafnarstræti 41 hér í bæ er til sölu. — Tilboð sendist fyrir lok þessa mánað- ar undirrituðum, sem gefur nánari upplýsingar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 14. jan. 1949. F. Skarphéðinsson. IILSÖLU Vélar, tæki og efni ljós- myndastofu db. Hallgríms Einarssonar, Hafnarstræti 41, er til sölu. — Tilboð sendist fyrir lok þessa mánaðar undir- rituðum, sem gefur nánari upplýisingar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 14. jan. 1949. F. Skarphéðinsson. MENNTSKÆLINGUR Nokkrir nemendur í M. A. hófu x fyrra vetur útgáfu f jölritaðs blaðs er þeir nefndu „Menntskæling“. I vetur hafa þeir aukið þessa útgéfu- starfsemi og gefa blaðið nú út prentað og myndskreytt. 2. tbl. þessa árgangs er nú nýkomið út og hefur borizt blaðinu. Af efni þess má nefna: Baldur Hólmgeirsson ritar um Leikstarfsemi í M. A., er þar rakin saga leikstarfsemi í Menntaskólanum, en þann 20. marz sl. voru 20 ár liðin frá því að leikrit var fyrst sett á svið af nem- endum í M. A. Glanni ritar trage- diu í 10 þáttum er nefnist Skóhlíf- arnar. Smásögur eru eftir J, Haust, Sæmund Helgason, Frá einum stað til annars og Hörð, Skip kemur og fer. Kvæði eru eftir Hauk Oskar, J, Jökul og Sæmund Helgason. — Ýmislegt fleira efni er í þessu blaði, sem er 32 síður, í átta blaða broti. Ritstjórn skipa: Friðrik Þor- valdsson, kennari, Guðfinnur Magnússon, Halldór Þ. Jónsson og Baldur Hólmgeirsson. Maccaronur Ediksýra Norðurgötu- Söluturninn YERKAMAÐURINN Saumaskapur Tek að mér að sauma barna- og unglingafatn- að. — Upplýsingar í Ránargötu 1, niðri, milli kl. 3 og 5 e. h. TILKYNNING frá Skattstofu Akureyrar Skattstofan verður opin frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—10 e. li. frá og með mánudeginum 24. þ. m. til mánaðarmóta. Aðstoð er veitt við að útfylla skattaframtöl á fyrr- greindum tíma. Þeirn, sem ekki ha-fa talið frarn fyrir 31. þ, m, verður gerður skattur. Atvinnurekendur eru áminntir um að skila vinnu- skýrslum tafarlaust að viðlögðum dagsektum. Þeir, sem óskilað eiga söluskattskýrslum fyrir síð- asta ársfjórðuiíg 1948, eru minntir á að gera það tafar- laust. Skattstofa Akureyrar. Auglýsing Nr. 1/1949 frá skömmtunarstjóra Skömmtunarreitirnir Skammtur nr. 4 og 5 á FYRSTA SKÖMMTUNARSEÐLI 1949 gildir hvor um sig fyrir V2 ^g- af skömmtuðu smjöri til 31. marz 1949, þó þannig að skammturinn nr. 5 gengur ekki í gildi fyrr en 15. febrúar n. k. Þær verzlanir einar, sem gert hafa fullnaðarskil á skömmtunarreitum fyrir snrjöri og skilað birgðaskýrslu, geta fengið afgreiðslu á skömmtuðu smjöri. Reykjavík, 7. jan. 1949. Skömmtunarstjóri. 111 ■ 1 ■ 111111111 ■ 111111 111111111111111111'. "iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin111111111111111111111111111111111111111 Happdrættislán rikissjóðs Þann 15. febrúar n. k. verður dregið í fyrsta sinn í B-flokki Ha ppdrættisláns ríkissjóðs. Dregið verður þá um 461 vinning, samtals að upphæð 375 þúsund krónur, þar af 1 vinningur 75 þúsund krónur, 1 vinningur 40 þúsund krónur, 1 vinningur 15 þúsund krónur og 3 vinningar 10 þúsund krónur — allt skattfrjálst. Samtals eru í B-flokki 13,830 vinningar, að heildarupphæð rúmar 11 millj, kr. Hver sá, sem LÁNAR ríkissjóði í nokkur ár andvirði eins eða fleiri happdrættisskuldabréfa, fær tækifæri til þess að vinna einhverja af þeim mörgu og stóru happdrættisvinningum, sem hér eru í boði. Vinningslíkur eru allverulegar, því að vinningur kennir á næstum tíunda hvert númer. Hvert happdrættisskuldabréf jafngildir þeim 100 krónum, sem greiddar eru fyrir það, en Verðgildi eins happdrættisbréfs getur þúsundfaldast. \ Fé það, sem þér verjið til kaupa á happdrættisskuldabréfum ríkissjóðs, er því alltaf öruggur sparisjóður, en getur auk þess fært yður háar fjárupphæðir, fyrirhafnar- og áhættulaust. Athugið, að hér er aðeins um fjárframlög í eitt skipti fyrir öll að ræða, því bréfin gilda lyrir alla þrjátíu útdrætti happdrættisvinn- inganna. Nauðsynlegt er því fyrir fólk að kaupa sér bréf nú þegar, svo að það geti verið með í happdrættinu öll skiptin. Flappdrættislán ríkissjóðs býður yður óvenjulega hagstætt tækifæri til þess að safna ö r u g g u sparifé, freista að vinna háar fjárupphæðir áhættulaust og stuðla um leið að mikilvægum framkvæmdum í þágu þjóðarheildarinnar. Þetta þrennt getið þér sameinað með því að kaupa nú þegar Happdræltisskuldabréf ríkissjóðs

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.