Verkamaðurinn - 21.01.1949, Qupperneq 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 21. janúar 1949
2
VERKAMAÐURINN
Utgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson.
Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason.
RitStjórn og aígreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku-
götu 1 — sími 516.
Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Alþýðan mun svara árásunum
á réttan hátt
Öllum almenningi er stöðugt að verða það betur og betur
ljóst, hvaða I.okaráð ríkisstjórnin hefur bruggað honum með
hinum svokölluðu „dýrtíðarlögum“, sem hún lét Alþingi sam-
þykkja rétt fyrir jólin. Áður hefur verið sýnt fram á það hér
í blaðinu, ltvernig útvegsmenn komu upp um tilgang stjórn-
arinnar með þessum nýju álögum. Einnig hefur verið sýnt
fram á það eftir niðurstöðum sérfræðinga, hversu gífurleg
upphæð það er, sem á hverjum mánuði, hverjum degi, er rænt
úr vasa allra launamanna með falsaðrbvísitölu og lögbund-
inni við 300 stig.
Þess er að sjálfsögðu ekki að vænta, að alþýðan láti bjóða
sér þannig þrælaráðstafanir æ ofan í æ. Að því hlýtur að koma
fyrr eða síðar, að syndamælir ríkisstjórnarinnar verður fullur
og alþýðan rís upp og segir: nú er nóg komið, herrar mínir,
nú erum það við, sem tökum að okkur að stjórna, og við skul-
um sjá, hvort okkur fer það ekki eins vcl úr hendi og vkkur.
Svo er nú komið undir ykkar stjórn í tæp tvö ár, að einn aðal-
atvinnuvegur landsmanna, sá atvinnuvegurinn, sem inestan
gjaldeyrir framleiðir, er á heljarþröminni og ríkið sjálft mun
ekki vera fjarri gjaldþroti.
Öllum þorra almennings er það mætavel ljóst, að svona
þurfa hlutirnir ekki að ganga til. Þessi þjóð er nægilega rík til
þess, að öllum geti liðið vel, ef aðeins að auðlindirnar eru
nýttar á skynsamlegan hátt, en afrakstur framleiðslunnar er
ekki einokaður í liöndum örfárra einstaklinga.
Eins og nú standa sakir, hefur alþýðan ekki yfir öðrum
vopnum að ráða, en að beita samtökum sínum til þess að
kaupið verði hækkað. Að vísu mun afturhaldið telja, að það
hafi lagt stóran stein í þá götu alþýunnar, er það náði stjórn
heildarsamtakanna í áínar hendur með lögbrotum á síðasta
hausti, en reynslan mun sanna, að það mun reynast þeim
skammgóður vermir. Alþýðan mun fara sínu frarn, hvað sem
atvinnurekendaþjónarnir, sem nú sitja í stjórn Alþýðusam-
bandsins, segja, og þeir munu sanna, að þeir hafa reist sér
hurðarás um öxl, ef þeir ætla sér að stjórna alþýðunni gegn
vilja hennar.
Nú þegar sjást þess merki, að alþýðan er farin að undirbúa
næstu orustu. Iðja, félag verksmiðjufólks, hefur nri ákveðið
að leita atkvæðis um það, hvort segja skuli upp samningum.
Sýnir það, að alþýðan þolir valdhöfunum ekki mikið lengur
arðrán þeirra.
Nýjar herstöðvar
Ekki er farið dult með það á Norðurlöndum, af þeim, sem
ritað hafa um Atlantshafsbandalagið væntanlega, að þátttaka
í því þýði herstöðvar í viðkomandi landi, en nokkuð hefur
verið látið í það skína af formælendum þess, að íslendingar
gerðust þátttakendur þess bandalags, að svo þyrfti ekki að
vera. Tilgangurinn er auðsær. Blekkja á þjóðina til fylgis við
málið á þeim grundvelli, að ekki verði urn herstöðvar að ræða.
En röksemd þessi héfur nú verið kveðin niður.
íslen/.ku þjúðinni eru hernámsárin enn í svo fresku minni,
að hún mun ekki, svo fremi að sjálfráða verði, sa-tta sig við
það, að hér verði aftur herstöðvar, ekki sízt þegar þess er gætt,
að þær geta á engan hátt orðið þjóðinni til gagns, og ef styrj-
öld brytist út, en afturhaldið í landinu virðist alveg fastlega
gera ráð fyrir því, beinasta leiðin ti! að tortíma þjóðinni, eða
miklum hluta hennar.
Fjcildi manna. sem þjcrðin þekkir að því að vera drengskap-
armenn og sannir íslendingar, hafa tekið til máls um þetta
mikla vandamál nú seinustu dagana og allir, utan sú klíka
Bandaríkjaagenta, sem í ríkisstjórn situr eða næst henni stend-
ur, verið á einu máli um það, að aldrei komi til greina að hér
verði erlendar herstöðvar.
En þjóðin verður að vera vel á verði. Afturhaldið sveikzt að
henni eftir síðustu kosningar og það mun ekkert ta’kifæri láta
ónotað til að svíkjast aftan að henni aftur. Auðstéttin, svo á
íslandi, sem í öðrum löndum Vestur-Evrópu, óttast nú mjög
Á VETTVANCI
VERKALÝÐSMÁLA
DÝRMÆTU VOPNI BJARGAÐ
ÚR ÓVINAHÖNDUM
Þegar fimmta herdeild atvinnu-
rekenda náði völdum í Alþýðu-
sambandinu, með ólögum og of-
beldi á síðasta sambandsþingi,
tókst fráfarandi sambandsstjórn að
bjarga tímariti sambandsins „Vinn-
unni“ úr klóm Helga Hannessonár
og annarra ófélegustu þjóna at-
vinnurekenda, sem nú skipa hina
ólöglegu stjórn ASÍ. Þetta gerðist
á fullkomlega lögmætan hátt, með
samningum milli Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Rvik og þá-
verandi miðstjórnar Alþýðusam-
bandsins.
Með þessum hætti var tryggt að
þetta tímarit, sem undir stjórn
sameiningarmanna hafði unnið hug
íslenzkrar alþýðu vegna djarflegr-
ar túlkunar á málefnum hennar,
yrði ekki í framtíðinni notað sem
vopn gegn hagsmunum hennar,
heldur héldi áfram að vera eitt
helzta varnar- og sóknartæki
verkalýðshreyfingarinnar.
AFTURHALDIÐ ÆRIST.
Það fór mjög að vonum, að blöð
atvinnurekenda og leppar þeirra í
stjórn ASI ærðust, þegar þeim varð
ljóst að þeim mundi ekkí takast að
ræna verkalýðshreyfinguna mál-
gagni sínu. Hinn samstillti og vel
þjálfaði öskurkór hrópaði upp um
þjófnað, ofbeldi og lögbrot. At-
vinnurekendablöðin skýrðu einnig
frá því að stjórn ASÍ hefði höfðað
mál gegn fráfarandi sambands-
stjórn og myndi „ránsfengurinn"
brátt sóttur úr höndum sameining-
armanna með aðstoð dómstólanna.
Þetta hefur þó reynst heldur
ótímabær frétt, þar sem Sæmund-
ur, Helgi og Co. hafa enn ekki
treyst sér til að fara í nein mála-
ferli og allt bendir til að slíkt yrði
með öllu tilgangslaust, jafnvel þótt
dómstólar, sem maigtoft hafa
reynst þæg verkfæri yfirstéttarinn-
ar, fjölluðu um málið.
HLUTVERK TÍMARITSINS
MEÐ STOLNA NAFNINU.
í stað eðlilegVa athafna af hendi
stjórnar ASÍ, ef hér hefði verið um
að ræða ólöglegt athæfi, valdi hún
þann kostinn, sem lítilmannlegast-
ur var, sem sé þann að stela nafni
„Vinnunnar" á nýtt tímarit, sem
hóf göngu sína nú um áramótin.
Enginn, sem til þekkir í íslenzkri
verkalýðshreyfingu, mun vera í
vafa um hvaða hlutverk þessu
tímariti með stolna nafnið, muni
ætlað. Því riti er ætlað að vinna í
anda verkfallsbrjóstsins frá ísa-
firði. Því riti er ætlað að sætta ís-
lenzka alþýðu við „Alþýðuflokks-
skattana“, sem nú eru að sliga
verkalýðinn, og því er ætlað að
ráðast aftan að verkalýðsfélögun-
um, þegar þau eiga í vök að verjast
í kaupdeilum og verkföllum. Þess
vegna verður þessu riti tekið opn-
um örmum af atvinnurekendum og
þjónum þeirra, en verkafólkið, það
sem enn hefur fjárhagsgetu undir
stjórnarforustu Alþýðuflokksins,
að geta haldið tímarit, mun fram-
vegis standa saman um málgagn
verkalýðshreyfingarinnar.
ÞÁTTUR FINNS ÁRNASONAR.
Stjórn ASÍ mun vera í allmiklu
hraki með að afla sér útsölumanna
að riti sínu og var því hinn nýbak-
aði erindreki hennar, Jón frá Fjós-
um, gerður út af örkinni, ef úr
mætti bæta. Þegar hann kom hing-
Þann 1. desember var fjallað í
ráðhústréttinum í Oslo um mál,
sem höfðað var gegn 10 ungum
mönnum. En mál þetta sýnir þró-
unina í Noregi undir stjórn hægri-
kratanna í mjög sérstæðu Ijósi. —
Þessir 10 ungu menn voru sem sé
ákærðir fyrir að hafa rekið áróður
fyrir friði.
Menn þessir eru félagar í Sam-
bandi norskra ungkommúnista
(Norges kommunistiske ungdoms-
forbund) og þeir höfðu í baráttu-
vikunni fyrir friði, sem efnt var til
af Alþjóðasambandi lýðræðissinn-
aðrar æsku sl. haust, dreift út flug-
ritum og sett upp skilti með áletr-
uðum slagorðum gegn vígbúnaði
hins kapítaliska heims. Fyrir þetta
brot voru þeir ákærðir af ríkislög-
reglu hinnar sósíaldemokratisku
stjórnar, og hinn 1. desember kom
málið fyrir ráðhúsréttinn. 7 hinna
ákærðu voru dæmdir í 12—21
dags fangelsi, en 3 voru sýknaðir.
Ákærandinn krafðist þyngri
refsingar og dómarinn kom mjög
þóttalega fram gagnvart hinum
ákærðu og tók oft af þeim orðið.
Einn hinna ákærðu, Frank Jo-
hansen, sem er 18 ára, gerði dóm-
aranum grein fyrir því, „við vilj-
um heldur hafa friðaráróður og
kröfuspjöld um frið, en rústir.“
Gunnar Knudsen sagði: „Eg get
ekki skilið að mönnum verði refs-
að fyrir friðaráróður. Fyrir nokkru
síðan var stofnað til svokallaðrar
stúdentakröfugöngu, sem stjórnað
var af hægrisinnaðri æsku og nótt-
ina fyrir 1. maí setti nazistisk æska
upp kröfuspjöld með slagorðum
gegn Kominform. . . .“
að til bæjarins mun hann brátt
hafa haft spurnir af því að Finnur
Árnason, garðyrkjuráðunautur,
mundi ekki mjög vant við látinn og
gæti því tekið að sér útsölu blaðs-
ins ásamt ráðunautsstarfinu og
fegrunarfélagsstarfseminni, enda
reyndist hann fús tii að gerast
blaðberi Helga Hannessonar. Má
nú þessa dagana lesa fjálglegar
bænir Finns í bæjarblöðunum, þar
sem hann „biður“ kaupendur Vinn-
unnar að hringja í garðyrkjuráðu-
naut bæjarins, svo að hann geti
trítlað með blöðin til þeirra.
Ekki mun Finnur þó hafa haft
mikla önn í þessu nýja starfi, sem
bezt má marka af því, að aðeins
EINN kaupandi í. öllum bænum
hefur sagt upp áskrift sinni að
Vinnunni í þeim tilgangi að gerast
kaupandi að málgagni verkfalls-
brjótsins frá ísafirði. Standa því
vonir til að Finnur geti framvegís
sinnt þeim störfum, sem hann er
ráðinn til af bæjarfélaginu.
Hér tók dómarinn af honum
orðiö. Þrátt fyrir kröfur til lögregl-
unnar, hefur ekkert verið aðhafzt
gagnvart hinum ungu nazistum,
sem nóttina fyrir 1. maí klesstu
upp slagorðum gegn Kominform.
Annar ákærði, Ruth Molberg,
sagði: „Við, sem nú erum ung, höf-
um orðið að þola fimm ára stríð og
fasisma. Við vitum hvað þetta er
og þess vegna berjumst við nú
ákveðið fyrir friði.“
Knudsen sagði: „Eg myndi ekki
hætta að vinna fyrir friðinn, þótt
það væri bannað í stjórnarskránni.
Eg viðurkenni ekki nein lög, sem
banna að rekinn sé áróður fyrir
friði.“
Ákærði Hagen sagði: „Eg. lít
ekki svo á, að eg hafi traðkað á
lögunum. Þvert á móti finn eg, að
eg er að efna þau loforð, sem eg,
ásamt öðrum félögum, gaf í fanga-
búðunum. Það er lögreglan, sem
nú traðkar á okkar dýrmætustu
eign, og ekki aðeins okkar, heldur
allra þjóða heims. Sökum sannfær-
ingar minnar er eg félagi í Al-
þjóðasambandi lýðræðissinnaðrar
æsku, og eg er ákveðinn í að vera
félagi, sem rækir skyldur sínar, en
þær eru í samræmi við þrá 50
milljóna félaga. Við getum ekki
látið hindra okkur í þessu starfi.
Möguleikar okkar eru takmarkaðir.
I raun og veru eru öll blöð og út-
varp lokuö fyrir okkur. Við verð-
um því að nota þau hjálparmeðul,
sem okkur virðast nauðsynleg og
koma að tilætluðum notum."
Víst er fullkomin ástæða fyrir
lýðræðissinnaða æsku hér á landi
að fylgjast vel með baráttu norsku
ungkommúnistanna fyrir lýðræði
og fyrir réttinum til þess að mega
vinna að útbreiðslu hugsjóna frið-
arins, þótt hægrikratarnir hafi af-
hent landið afturhaldssömum öfl-
um, sem undirbúa nýtt stríð og alla
þá óhamingju, sem því fylgir.
alþýðuna í sínum heimalöndum, og finnur sig alls vanmátt-
uga til þess að standa gegn henni að eigin rammleik. Þess
vegna leitar nú auðstéttin aðstoðar Bandaríkjanna og hikar
ekki við að selja Ixeði sitt eigið sjálfstæði og þjciða sinna fyrir
„vernd“ Bandaríkjanna í þeirri von, að þeir fái að hirða mol-
ana, sem falla kunna af borðum húsbændanna westra.
Því verður samt ekki trúað að óreyndu, að gifta íslendinga
verði ekki yfirsterkari landráðaáformum afturhaldsins.
b.
/
Ungir Norðmenn dæmdir
fyrir friðaráróður