Verkamaðurinn - 21.01.1949, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 21. janúar 1949
Hvað er að gerast i Indónesíu?
Sigrar kínverska alþýðuhersins
hafa á ný beint augum vorum í
austurátt og réttilega minnt okkur
á, hversu fjarri brennipunkti bar-
áttunnar gegn heimsveldastefnunni
við erum — þrátt fyrir hina ógn-
andi Marshallstefnu. Geysileg só-
un á efni og mannslífum, svo að
vart munu dæmi slíks, sem á aust-
urvígstöðvunum, einkenna greinar
stríðsfréttaritaranna. En lokin eru
greinileg. Það er nú aðeins tíma-
spursmál, hvenær hin alls ófæra
stjórn Siang Kai-Shek hrynur al-
gerlega saman. Er þar með rutt úr
vegi stærstu og máske þýðingar-
mestu hindruninni fyrir frelsi
hinna lituðu kynþátta. Og baráttan
heldur áfram á öðrum stöðum,
hægari, og þess vegna fjölþættari
fyrir fjarlæga athugendur. Ef við
lítum á landabréfið og höldum
suður, finnum við syðst í Asíu lýð-
veldið Indónesíu, eyríki, sem með-
al annars nær yfir hina stóru Su-
matra, Borneo, Celebes, Nýju
Guinea og Java, ríki, sem alls hef-
ur yfir 70 rniljónir íbúa.
Tíu þúsund innfæddir
malaðir niður
Það eru nú liðin þrjú ár siðan
indónesíska þjóðin lenti fyrst i
stríði við hollenzku heimsvalda-
stefnuna, gráa fyrir jérnum og
studda enskum herjum. Eftir hina
miklu orustu við Surabaya, þar
sem ensku vélaherdeiltíirnar blátt
áfram möluðu niður tíu þúsund
innfæddra manna ,sem í raun og
veru voru vopnlausir, hófust fyrstu
samningarnir milli Indónesa og
Hollendinga, en Englendingar voru
sáttasemjarar. Samningarnir stöðv-
uðust hvað eftir annað vegna vopn-
aðra árása Hollendinga, en lokaár-
angurinn var hið svonefnda Ling-
gardjati-samkomulag, sem var und-
irskrifað í marz 1947. Aðalatriði
þessa samkomulags er, að Holiend-
ingar viðurkenna indónesíska lýð-
veldið og lofa. að þau héruð, sem
hersetin voru af bandamönnum
skyidu smátt og smátt falla undir
yfirráðasvæði lýðveldisins.
I raun og veru var þess alls ekki
að vænta, að hollenzku heims-
veldasinnarnir sættu sig lengi við
þessa þróun, og þegar Holland
hafði tryggt sér 300 milljón dollara
amerískt lán, voru þeir tilbúnir að
hefja hernaðarlega árás á indónes
íska lýðveldið. Þessi nýja árás end
aði á þann veg, að Hollendingum
tókst að auka við yfirráðasvæði
sitt nokkrum stöðum á austur- og
vesturhluta Jövu. Með amerískri
þvingun voru Indónesar svo neydd-
ir til að undirskrifa nýtt samkomu-
lag, hinn svonefnda Renville
Truce-samning. Samkvæmt þessu
„samkomulagi11 gátu Hollendingar
löggilt yfirráðarétt sinn yfir hinum
herteknu héruðum og þvingað
þann hluta indónesíska hersins,
sem þar dvaldi, til að draga sig til
baka. Nú höfðu Hollendingar feng-
'ð frjálsar hendur til að hleypa af
stokkunum ákveðnari nýlendu-
PÓlitík. Eftir hinni velþekktu
kenningu heimsvaldastefnunnar,
„deildu og drottnaðu“, reyndu Hol-
lendingar, og tókst, að skifta yfir-
ráðasvæði sínu niður í smáríki,
sem síðan, þvert ofan í gerða samn-
inga, héldu þing í Bandung, en að-
alstefnumál þess þings var að
koma á fót sambandsstjórn fyrir
ríkin og setja sameigin'.ega stjórn-
arskrá fyrir þau. Þegar samkomu-
lag hafði náðst um þetta við þing-
ið, þvinguðu Hollendingar lýðveld-
ið til að taka þátt í þessari sam-
bandsstjórn.
Amerísk sundrungar-
starfsemi
Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Graham, gegndi
mikilvægu hlutverki í sambandi
við sundrun frelsishreyfingu Indó
nesíu, sem unnin var á þann hátt
að vinna hina hægrisinnuðu full-
trúa til íylgis við samvinnu við
Hollendinga. Graham tókst ekk
aðeins að fá þáverandi stjórn Amir
Sjarifoeddin til þess að samþykkja
Renville-samkomulagið, heldur
heppnaðist honum einnig að fa
hægriflokka, sem verið höfðu and
stæðir samkomulaginu, til að taka
þátt í ríkisstjórn, sem vildi sam
vinnu við Hollendinga, og útiloka
þannig vinstriflokkana. A þennan
hátt var Renville-samkomulagið
samþykkt fyrir fullt og allt, þrátt
fyrir öll svik Hollendinga í sam
bandi við það. Næsta skrefið í aft-
urhaldsátt var að setja „einfaldari"
kosningareglur, og síðan var fram-
haldið eftir vel þekktum Marshall-
reglum, þar sem haldinn var fund-
ur í Saragan með Hatta forsætis-
ráðherra, Soekarno forseta og full-
trúum frá Hollandi og B^ndarikj-
unum. Á þessum fundi var Hatta
neyddur til að hefja baráttu gegn
kommúnistunum, en fékk í staðinn
loforð um að Bandaríkin myndu
styðja framboð hans sem forseta
fyrir sambandsstjórn Hollendinga
og stuðning í samningunum við
Hollendinga.
Nú var Hatta — hir.n indónes-
íski Laval — orðinn þægur þjónn
Ameríkana. Hann undirritaði
samning við ameríska auðjöfra,
sem veitti þeim einokun á útflutn
ingi Indónesíu um fimmtán ára
skeið. Hatta hefur einnig verið
duglegur við að útvega amerísk
lán og stöðugt boðið Ameríkönum
að hefja fjárfestingu í Indónesiu
Þannig eiga Bandaríkin nú meiri
hlutann í olíuiðnaðinum í Djamb
é Sumatra. Þessi verzlunarpólitík
hefur verið hagkvæm vissum hluta
yfirstéttarmnar í Indónesíu, sem
hefur þjónað ameríSkum hagsmun-
um í utanríkisverzlun og látið
gróða sinn fara til þess að halda
niöri genginu í Indónesíu.
í innanlandsmálum hefur Hatta
einnig að nokkru leyti rekið erindi
Ameríku. Hann hefur fullkomnað
þátttöku Indónesíu í Renville-
samkomulaginu, þrátt fyrir að
Holland hafi svikið loforð sín.
Þannig hafa Hollendingar á full-
komlega formlegan hátt fengið
jafnrétti á við Indónesíu í sam-
bandsríkinu, sem fyrst og fremst
veitir þeim frjálsari hendur til þess
að gera Indónesíu aftur að ný-
lendu. Þetta hefur Hatta gert, þrátt
fyrir stöðugt ákveðnari mótmæli
frá alþýðunni og hann hefur með
köldu blóði þráast við að breyta
bráðabirgðastjórn sinni.
Þjóðleg stefnuskrá
alþýðufylkingarinnar
í baráttunni við þessa skriðdýrs-
stefnu Hatta hefur alþýðufylking-
in að sjálfsögðu styrkst. Á 40 ára
aímæli þjóðírelsishreyfingarinnar,
þann 20. maí 1948, var alþýðan
orðin nægilega sterk til þess að
bera fram sina eigin stefnuskrá,
sem studd var bæði af vinstri- og
hægriflokkum. Samkvæmt þessari
stefnuskrá skyldi tekið upp stjórn-
málasamband við allar þjóð r og
sérstaklega skyldi leggja áherzlu á
gott samstarf við þau lönd, sem
væru andstæð heimsveldastefnu.
Auk þessa hafði stefnuskráin inni
að halda fjölda ákvæða, sem ekki
voru ósvipuð hinni tékknesku
Kosciceste'nuskrá, svo sem sam-
yrkju- og samvinnubúskap, ný-
sköpun landbúnaðar, bætta vinnu-
löggjöf, aðgerðir gegn lendri fjár-
festingu og þjóðnýtingu iðnaðarins.
Hatta átti ekki annars kost en að
smaþykkja þessa stefnuskrá, en
hann breytti ekki stjórninni.
Hinn sameinaði kommúnista-
flokkur (kommúnistaflokkurinn,
sósíalistaflokkurinn og verka-
mannaflokkurinn) setti fram
ákveðnar kröfur um stjórnarbreyt-
ingu, þannig, að mynduð yrði þjóð-
leg samsteypustjórn, en einungis
slík stjórn gæti framfylgt raun-
verulega þjóðlegri stefnu. Komm-
únistarnir kröfðust þess einnig, að
öllum þjóðum yrði gert kunnugt
um stríðsundirbúning Hollendinga
(her Hollendinga í Indónesíu, sem
er 130 þús. rhanns, veldur hol-
lenzka ríkinu 5 millj. gyllina út-
gjöldum á dag). Og nú var Hatta
neyttur til að kasta grín.unni. Hann
gaf verkamálanefndinni á bráða-
birgðaþinginu fyrirskipun um að
fá samþykkt alræðisvald til handa
Soekarno forseta, og 2. sept. sl. gaf
Hatta út yfirlýsingu, þar sem hanr.
segir að stjórn sinni verði ekk
breytt, en aftur á móti myndi hún
taka þátt í sambandsst'órninii
Jafnframt segist hann vera re ðu
búinn að beita vopnavaldi gegn
þeim, „sem valda truílunum og
ógna rikjandi skipulagi".
Árásir á verkalýðínn
Bein afleiðing af þersu var að
sjálfsögðu sú, að samtök alþýð
unnar styrktust. Kommúnistarn r,
sem áttu 115 sæti af 400 í þinginu,
urðu nú fyllsta stuðnings aðnjót
andi frá verkalýðnum, bændunum
og öllum öðrum hlutum alþýðu
hreyfingarinnar.
Svar Hatta var að sjálfsögðu í
fyrsta lagi að kalla þingið ekk
saman, en láta sér nægja þess í
stað hina valdlausu verkamála-
nefnd. Þetta var upphafið að þeim
ráðstöfunum, sem Hatta síðan
gerði og sem skipa stjórn hans á
sama pólitíska bekkinn og einokun-
arfasistunum í grísku quislinga-
stjórninni. Kommúnistum, forystu-
mönnum verkalýðsfélaga og öðrum
leiðtogum alþýðunnar var varpað
í fangelsi án dóms og laga. Þann
15. sept. var t. d. gefin út fyrir-
skipun um að þeir einir hefðu mál-
frelsi, „sem ekki hafa kommúnis-
tískar tilhneigingar“. Nokkru áður
höfðu öll vinstri sinnuð blöð að
sjálfsögðu verið bönnuð og sömu-
leiðis gefið út bann gegn kröfu-
göngum. Þeim föngum, sem teknir
voru í Maidun var refsað á grískan
hátt, þ. e. a. s. þeir voru háls-
höggnir.
Þannig hefur hringurinn lokast.
Foringjaklíka borgarastéttarinnar
hefur stöðugt einangrað sig me ra
og meira frá fólkinu og áhugamál-
um þess. I hvert skipti, sem hún
----------------------------- 3
hefur þurft að taka ákvörðun á
þýðingarmiklum augnablikum, hef-
ur hún sýnt sitt rétta innræti. Til
þess að viðhalda réttindum sínum
hefur hún gengið á mála hjá er-
lendum kúgurum.
En Adam var ekki lengi i Para-
dis. Hatta var rétt að hefja starf
sitt, sem í einu og öllu var í sama
dúr og hjá kollegum hans í Grikk-
landi og Kína. Gegn sér fær hann
her vopnaðan á nútíma vísu, her,
sem ekki þarf að kvíða neinu í
sambandi við birgðaöflun og vopna
— lýðveldisherinn nær stöðugt
lengra og lengra til fólksins. Fang-
elsin rúma heldur ekki lengur þá,
sem gefast upp. Meðal fólksins
koma stöðugt fram nýjir og nýjir
: foringjar, sem eru tilbúnir að h .lda
baráttunni áfram.
Mindsienty kardináli, Hitler
og Mussolini
(og sr. Benjamín)
Fyrir nokkru sihðan var æðsti
maður katólsku kirkjunnar i Ung-
verjalandi, Mindszenty kardináli,
handtekinn, ákærður fyrir landráð.
Amerísku blöðin hér á Islandi, eins
og annars staðar, urku strax upp til
handa og fóta, án þess að þeim
væru kunnar nokkrar staðreyndir í
þessu máli, og hófu æðisgengna
áróðursherferð gegn alþýðulýð-
veldunum i Austur-Evrópu og
kommúnistum yfirleitt.
Hér skal drepið á nokkur atriði,
sem sýna svart á hvítu hvílíkur
engill kardinálinn er.
Hann er Gyðingahatari eins og
þýzku nazistarnir. I viðtali við
fréttaritara frá enska íhaldsblað-
inu News Chronicles lýsti hann því
yfir opinskátt að Gyðingarnir í
Ungverjalandi ættu sök á öllu þvi
illa ,sem nú væri komið yfir landið.
Hann varði stríðsglæpamennina,
sem höfðu gerzt sekir um fjölda-
morð á Gyðingum, því eins og
hann sagði orðrétt við hinn stein
hissa fréttaritara frá News Chron
icle:
GySingar eru þeir einu, sem eiga
sök á því, sem nú plágar okkur. . .
Annars útrýmdi nazism nn aðeins
5 milljónum Gyðinga, þar af ein-
ungis 400 þúsund ungverskrir
þegnar.“
Og í ritum sínum og bókum hrós-
ar hann kynþáttaofsóknum Hitlert.
„sem við getum þakkað, að þýzka
þjóðin er-hraust og frjósöm.“
Mindszenty er ekki Ungverji.
Hann er kominn af þýzkri gósseig
endaætt og skírnarnafn hans er
Joseph Pehm. Strax 1919 lýst.
hann blessun kirkjunnar yfit
hryðjuverkum hvítíiðanna efti:
ósigur byltingarinnar i Ungverja
landi. Strax þá barðist hann fyrii
endurreisn Habsborgaraveldislns
Hann var heitur aðdáandi Muss■
olini „hinn mikla velgjörðarmann
hinnar nýtízku Italíu“ I sömu bók
telur hann að Petain, Mussol.ni,
portúgalski einræðisherran Salazar
og pólski fasistinn Pilsudski séu
„hinar miklu pólitíszku persónur,
sem forsjónin hefur sent Evrópu."
Þessi „engill“ blekkingarinnar,
sem nú nýtur stuðnings og samúðar
Alþýðublaðsins, Moggans og allra
annarra sorpblaða, er sem sagt
margyfirlýstur Gyðingahatari og
fasisti. En hann nýtur ekki alveg
sömu hylli heima í Ungverjalandi.
Katólski presturinn Bologh, sem
er sjálfur meðlimur andstöðunnar
í Ungverjalandi gegn ríkisstjórn-
inni, lét m. a. svo ummælt í viðtali
við franskan blaðamann:
v
— Þó að eg sé meðlimur ancl-
stöðunnar, verð eg hreinskilnislega
að játa, að ríkisstjórnin hefur aldr-
ei lagt rteinar hindranir í veginn
fyrir trúarbragðafrelsi, og að hún
heíur á þessu ári (1948) veitt 140
milljónir forint til kirkjunnar, eða
hartnær eins mikið og til heilbrigð-
ismálaráðuneytisins. Kardinálinn
hefur gengið langt. Til dæmis, þeg-
ar æskulýðurinn bauð ríkisstjórn-
inni að taka þátt í byggingu skipa-
skurðarins milli Dónár og Tisza,
bannaði kardinálinn nemendunum
i katólsku skólunum, þ. e. a. s. sem
voru þá 62% af öllum ungverskum
nemendum, að taka þátt í þessu
starfi. Hann kallar landbúnaðar-
endurbæturnar verk djöfulsins, þó
að þær gæfu hinum fátæku prest-
um i sveitaþorpunum milli 25 og
17 vallardagsláttur af jarðnæði og
létu biskupana halda 500 vallar-
dagsláttum."
(Ut af hinu aulalega glepsi séra
Benjamíns Kristjánssonar, er rétt
að benda á, að heldur gáfulegra
hefði það áreiðanlega verið af hon-
um, að líkja þeim saman kardinál-
anum og Hitler, heldur en Lenin
og Hitler(!) eins og presturinn ger-
ir i hinni barnalegu svaigrein sinni
,Blekking Dungals og þekking".)
x—t
Búlgarska stjórnin hefur lagt
lagafrumvarp fyrir þingið, þar sem
m. a. er ákvæði um, að ellilaunin
skuli hækka um 60% að meðaltali.
Svona hafa þeir það þá fyrir austan
„járntjald" vesturheimskunnar. —
En hér á Islandi hefur fyrsta stjórn
Alþýðuflokksins hins vegar raun-
verulega lækkað ellistyrkinn all-
verulega með því að auka með
ýmsu móti dýrtíðina í landinu, —
hækka nauðsynjar gamla fólksins.