Verkamaðurinn - 11.02.1949, Side 1
VERKAMAÐURINN
X.XXII. árg.
Akureyri, föstudaginn 11. febrúar 1949
6. tbl.
AflurhaldiS gerir tilraun til aS lækka laun
fogarasjómanna stórkostlega •
Útgerðarmenn krefjast einmnþriða til helmings launa-
lækkunar — Samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að
hefja verkfall 16. þ essa mánaðar
Síldveiðin á Ákureyrarpolli
Krossanessx erksmiðjan tekur síldina
í bræðslu
Beitunefnd ríkisins hefur samið um kaup á beitu-
síld frá Noregi, eftir að sýnt var að síldveiðin á
Eyjafirði myndi fullnægja þörfinni.
Síðastliðinn mánudag og þriðju-
dag fór fram atkvæðagreiðsla í
sjómannafélögunum í Reykjavík
og Hafnarfirði og víðar um, hvort
hefja skyldi verkfall á togaraflot-
anum, en útgerðarmenn neita að
láta skrá á skipin nema niður falli
áhættuþóknunin, og hafa þeir ekk-
ert tilboð gert nema óbreytta
samninga að öðru leyti.
Atkvæðagreiðslan fór þannig,
að samþykkt var með 518 : 8 atkv.
í Reykjavík og Hafnarfirði, að
hefja verkfall 16. þ. m., og á öðr-
um stöðum var niðurstaðan svip-
uð. Sýna þessi úrslit, að sjómenn
eru einhuga um að láta útgerðar-
mönnum ekki takast að rýra kjör
sín.
Þessi krafa útgerðarmanna, að
áhættuþóknunin verði felld niður,
þýðir launalækkun um 1/3 hjá há-
setum og um helming hjá kyndur-
um og matsveinum, sem sigla allt
árið.
Stjórn Sigurjóns & Co. í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur hefur
verið með þeim endemum, að
grunnkaup háseta hefur ekkert
hækkað síðan 1942 (!) og er nú
kr. 359.00 i grunn á mánuði, eða
alllangt neðan við það, að ætlandi
sé fyrir fjölskyldumann sér til
framfæris.
Lifrarhlútur háseta er kr. 139.00
fyrir fatið, eða um 0.85 fyrir líter.
Til samanburðar má geta þess, að
á fiskibátunum er lifrarhluturinn
kr. 1.50—2.00 fyrir líter.
Báðir aðilar hafa nú samþykkt
að afhenda sáttasemjara deiluna
og fer Sjómannafélag Reykjavíkur
með umboð félaganna í Hafnar-
firði, ísafirði og Patreksfirði, hins
vegar munu félögin á Akranesi,
Keflavík, Siglufirði, Norðfirði,
Vestmannaeyjum og Akureyri
leggja til mann í samninganefnd-
ina.
Mikið veltur á því, að sjómenn
verði nú vel á verði, þvi að illa er
landmannakliku Sigurjóns og Sæ-
mundar í Sjómannafélagi Reykja-
víkur treystandi til að reynast ekki
þægari þjónar atvinnurekenda en
sjómanna eftir fyrri reynslu að
dæma.
Fyrir nokkru síðan sendi sam-
bandsstjórn Æskulýðsfylkingar-
innar deildum sambandsins bréf
það ,sem birt er hér á eftir, til að
leggja áherzlu á nauðsyn þess, að
ungir sósíalistar haldi uppi eins
öflugri og árangursríkri baráttu
gegn þétttöku Islands i hernaðar-
bandalagi og frekast er unnt. Eng-
um gat komið slíkt bréf á óvart,
því að afstaða ÆF er í þessu máli
eindregin og öllum ljós. En það
undarlega skeður, að bréfið, sem
sent var til Æskulýðsfylkingarinn-
ar hér á Akureyri, komst aldrei til
skila, en 4. þ. m. birtir Morgun-
blaðið glefsur úr þessu bréfi og
reynir að gera úr þvi eitthvert
hættulegt leyniskjal. Við að lesa
bréfið, sem birtist hér á eftir, geta
menn séð hvílík fjarstæða það er.
Það sem Morgunbl. einkum
hneykslast á er það, að talað er
um í bréfinu að kynna sér hvaða
félög og samtök eru andvíg þátt-
töku í hernaðarbandalagi og væru
því hugsanleg sem bandamenn i
þessari baráttu. Já, sér er nú hvert
hneykslið!!
Morgunblaðið gerir sig vitanlega
að athlægi í augum hugsandi
manna með svona skrifum og sýn-
ir með þeim, hve gjörsamlega
óverjandi málstað það hefur að
verja. Gripið er til hinna ótrúleg-
ustu hluta sem röksemda gegn
málstað íslenzku þjóðarinnar.
En þetta mál hefur aðra hlið og
hana mjög alvarlega. Atvik þetta
virðist opinbera alveg nýjar að-
ferðir í hinni pólitísku baráttu og
hæfa þær óneitanlega vel hinum
bandaríska málstað. Bréf eru ekki
lengur óhult í pósti fyrir hnýsni
Bandaríkjaþjónanna. Bréfhelgin,
sem hingað til hefur verið virt, hef-
ur nú verið rofin. Það fer sannar-
lega að verða dásamlegt frelsið og
lýðræðið hér í landinu, þegar ekki
Þessa viku hefur síldveiðin á
Akureyrarpolli og hér á innfirðin-
um glæðst allmikið. Hafa veiði-
bátarnir fengið 200—300 tunnur á
dag.
Undanfarnar vikur hafa þrir bát-
er lengur hægt að senda bréf milli
staða án þess að eiga á hættu að
það verði birt í Morgunblaðinu.
Og hvað mun þá um símtöl og
símskeyti? Og er þá ekki farið að
semja svarta lista og spjaldskrár
yfir hættulega (!!) menn? Þessar
og fleiri spurningar hljóta að
vakna. Þetta atvik sakar ekki
Æskulýðsfylkinguna, en það sakar
þjóðina, ef svona aðfarir fara að
tíðkast.
B R É F I Ð.
„Félagar!
Sambandsstjórn Æ. F. sendir
bréf þetta út til deilda sinna í til-
efni þess að fyrir höndum virðist
vera nýr þáttur i sjálfstæðisbaráttu
islenzku þjóðarinnar. Það virðist
nú augljóst að íslenzka ríkisstjórn-
in ætlar sér að innlima ísland í hið
svonefnda Atlanzhafsbandalag, —
hernaðarbandalag hins kapítalis-
tíska heims.
Eins og hver hugsandi maður sér,
er hér á döfinni stórmál, sem
framtíð Islands sem fullvalda ríkis,
— og jafnvel Islendinga sem þjóð-
ar, — veltur á. Sérhver íslendingur
hlýtur því að taka afstöðu í þessu
máli, — og sérhver sannur íslend-
ingur gegn því.
Eins og ykkur án efa er kunnugt
hafa stúdentar þegar tekið afstöðu
í máli þessu, — gegn hernaðar-
bandalagi, — og eru þáð fyrstu op-
inberu mótmælin, sem fram hafa
komið frá ópólitískum félagssam-
tökum í máli þessu.
Hins vegar er nauðsyn þess aug-
ljós, að þau félög, sem gæfu bera
til þess að standa gegn óheillamóli
þessu myndi nú þegar með sér
samtök um að hrinda af stað öfl-
ugri mótmælaöldu gegn þessum
fyrirhuguðu svikum við íslenzku
(Framhald á 4. síðu).
ar stundað veiðina, en nú hefur
bætzt við úr bænum eitt „nóta-
brúk“ með landnætur og fengið
góðan afla. I gær fór m/s. Narfi á
veiðar og m/s. Njörður byrjar
sennilega í dag.
Markaðurinn í frystihúsinu er
mjög takmarkaður, eða 4-—500
tunnur á dag. Er fryst i frystihús-
unum hér á Oddeyrinni og Sval-
barðseyri, Dalvík, Siglufirði og lít-
ilsháttar í Ólafsfirði.
Búast má við að fljótlega taki
fyrir sölu Eyjafjarðarsíldarinnar
til beitu, þar eð beitunefnd ríkis-
ins hefur látið braskarana í Rvík
semja um mikil beitukaup frá
Noregi, og mun það hafa verið gert,
eftir að veiðin hófst hér í Eyja-
firði. Er það hvorki verra eða vit-
lausara en flestar aðgerðir þeirra
óþjóðhollu og illgjömu stjómar-
valda, sem landsmenn búa nú við
og hliðstætt öðrum gjaldeyris-
spamaði þeirra.
Þar sem veiðihorfur fara heldur
batnandi hefur stjóm Krossanes-
verksmiðjunnar ákveðið að hefja
móttöku síldar í bræðslu og mun
gefa 30 krónur fyrir málið fyrst
um sinn, en von er um uppbót á
verðinu ef síldin reynist vel til
bræðslu og verulegt magn fæst.
Erlendir vísindamenn
styðja Félag vísinda-
manna í Ráðstjórar-
ríkjunum.
Forseti Félags Sovét-vísinda-
manna, Sergei Vavilov, skýrði ný-
lega frá því, að félaginu hefðu bor-
izt sægur af samúðarbréfum frá er-
lendum vísindamönnum, „sem
styðja baróttu vísindamannafélags-
ins fyrir framfarasinnuðum (pro-
gressiv) vísindum."
Vavilov nafngreindi m. a. tvo
brezka vísindamenn, eðlisfræðing-
ana, dr. Max Boru, heiðúrsméðlim
vísindafálagsins, og prófessor J. D.
Bernal. Frá þessu var skýrt í til-
efni af, að vísindafélagið hafði gert
brottræka einn brezkan, einn am-
erískan og einn norskan vísinda-
mann, sem höfðu gagnrýnt þau
skilyrði, sem vísindin eiga við að
búa í Sovétríkjunum.
Tékkneska alþýðulýðveldið
framkvæmdi framleiðsluáætlun
sína fyrir árið 1948 um 102,4%.
Aætlunin fyrir árið 1947 var fram-
kvæmd um 100,9%.
.............................................N
Það„ sem útvarpið mátti
ekki birta
Mótmæli funda Þjóðvarnarfélagsins gegn
þátttöku í hernaðarbandalagi
Frá Þjóðvarnarfélaginu hefur blaðinu bor-
i/.t eftirfarandi samþykkt:
„Almennur fundur, haldinn í Listamanna-
skálanum (og samkomusal Mjólkurstöðvarinn-
ar) sunnudaginn 16. janúar 1949, að tilhlut-
an Þjóðvamarfélagsins, lýsir yfir, að hann
telur ekki koma til mála, að ísland taki þátt
í neins konar hernaðarbandalagi.
Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórn-
ina að sjá um, að engiu ákvörðun verði tekin
um þátttöku íslands í Norður-Atlantshafs-
bandalaginu, án þess að leitað sé atkvæðis
þjóðarinnar.
Fundurinn skorar á öll félagssamtök í land-
inu að halda fundi nú þegar um málið og
taka afstöðu til þess.
Sams konar tillögur voru samþykktar á
fundum, sem haldnir voru að tilhlutan Þjóð-
varnarfélagsins á Akranesi og í Hafnarfirði
sunnudaginn 23. janúar s. l.“
Nýjustu „lýðræðis'-aðíerðir
Bréf, sem sent var til Akureyrar,
hverfur úr pósti - en birtist svo á
landráðasíðu Morgunblaðsins