Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.02.1949, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.02.1949, Blaðsíða 4
•iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiiiimiiMifMiMiHMiimimiiiiimmiiiMiiiiiiiiimiiiiiiinmiMiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiii s Scvétríkin viija skjóta afvopnun I Vesturveldin hafa þegar hafnað tillögunum og vilja ekkert nema áframhaldandi styrjaldarundirbúning Sovétríkin hafa lagt fyrir Öryggisráðið nýjar tillögur | um skjóta afvopnun stórveldanna. Á fundi ráðsins fyrir [ nokkru lagði Malík, fulltrúi Sovétstjórnarinnar, fram § eftirfarandi tillögur: 1. Stórveldin finrm gefi tæmandi skýrslur um hernaðarmátt sinn fyrir lok marzmánaðar í næstkomandi. 2. Gengið verði frá sáttmála um alþjóðlegt kjarnorkueftirlit og kjarnorkuvopn bönnuð fyrir júnílok í surnar. 3. Stórveldin fimm fækki um þriðjung í her sín- um, flugher og flota fyrir júnílok Í950. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Öryggisráðinu lagðist i strax gegn afvopnunartillögum þessum. öryggisráðið, eða meiri hluti þess, það er Vesturveld- | in og fylgiríki þess, hafa hafnað þessum nýju tillögum. • Nýjustu lýðræðisaðferðir Símskák við Reykjavík Tefld 22. janúar 1949. Hvítt: Asgrímur Agústsson, T. R. Svart: Hallgr. Benediktsson, S. A. Vínarleikur. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rbl—c3 Rg8—f6 3. Bfl—c4 Rf6xe4 4. c4xt7f Ke8xf7 5. Ddl—h5t Kf7—g8 6. Rc3xe4 Rb8—c6 7. Rgl—e2? Betra hefði verið d2—d3. 7 g7—g6 8. Dh5—f3 d7—d5 Q Slæmur leikur. Drottningarstaða hvíts er mjög erfið, vofir yfir manntap. 9. . e5—e4 10. Df3—g3 Rc6—b4 11. 0—0 Rb4xc2 12. Hal—bl Bc8—f5 13. Dg3—e5? Vanhugsaður leikur. Svartur leikur nú c7—c6, og er þá hvíta drottningin í hættu. 13 c7—c6 14. De5—g3 Bf8—d6 15. f2—f4 d5—d4! 10. Rc3xe4 Bf5xe4 17. Dg3—b3t Be4—d5 Hér hugsar hvítur sér að vinna mannin naftur, en hætta' vofir yfir hvítum í hverjum leik. 18. Db3xc2 d4—d3!! 19. Dc2xd3 Bd6—c5t 20. Hf 1—f2 Dd8—b6 21. Dd3—g3 Hd8—e8 22. d2—d4 Bc5xd4 23. Re2xd4 He8—elt! 24. Hf2—fl Db6xd4t 25. Dg3—f2 Helxflt 26. Kglxfl Dd4—d3t 27. Df2—e2 Bd5—c4 Gefur. Þessi skák var ein fjörugasta er tefld var þessa nótt. Svart hefur teflt hana örugglega og að mörgu leyti vel. Hvítt tefldi hins vegar veikt framanaf, en varðist vel und- ir það síðasta. Aahs. J. Ingimarsson. Úrslit urðu þessi: 1. Júlíus Bogason A. %, Guðm. S. Guðmundsson R. Vz- — 2. Jó- hann Snorrason A. V2, Lárus Johnsen R. %. — 3. Unnsteinn Stefánsson A. 0, Eggert Gilfer R. 1. — 4. Jón Ingimarsson A. V2, Aðalsteinn Halldórsson R. V2. — 5. Ottó Jónsson A. V2, Friðrik Ól- afsson R. V2. — 6. Steinþór Helga- son A. 1, Benóný Benediktsson R. 0. — 7. Hallgr. Benediktsson A. 1, Ásgrímur Ágústsson R. 0. — 8. Björn Halldórsson A. 0, Sveinn Kristinsson R. 1. — 9. Margeir Steingrímsson A., Árni Stefáns- son R. (biðskák). — 10. Albert Sigurðsson A. V2, Hjalti Elíasson R. V2. — Akureyri 4J/2 vinning. Reykjavík AV2 vinning 1 skák óútkljáð. Kaupi velunna Leista, Sokka og Sjóvettlinga o. fl. Prjónavörur. Verzlun Bjöms Grímssonar Aðstoðarhafnarvörður Bæjarráð samþykkti á fundi sinum 13. f. m. að ráða aðstoðar- hafnarvörð og að hafnarverðirnir taki jafnframt að sér vatnsafhend- ingu til skipa og innheimtu vatns- gjalda. Hafnarnefnd samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti og lagði jafn- framt til að laun aðstoðarhafnar- varðar yrðu að 2/3 greidd af vatnsveitunni og *l/3 af höfninni. Bæjarstjórn hefur svo samþykkt þessar tillögur. Enn seinkar Svalbak Afhendingu Svalbaks frá smíða- stöðinni hefur enn seinkað. Mun hann sennilega ekki verða tilbú- inn fyrr en í maí. Upphaflega átti hann að vera tilbúinn í október sl. ár, síðan var því frestað þar til í maiz. Mindszenty dæmdur í æfilangt fangelsi Alþýðudómstóllinn í Budapest kvað sl. þriðjudag upp dóm í máli Mindszentys kardinála og sex ann- arra manna, sem höfðu verið ákærðir fyrir landráðastarfsemi' og fleira. Mindszenty var dæmdur i æfi- langt fangelsi fyrir þátttöku í sam- særi gegn ungverska lýðræðinu, landráð og gjaldeyrisbrask á svört- um markaði. Af þeirr, sem ákærðir voru með kardinálanum, hlaut einn æfilangt fangelsi, tveir voru dæmdir í fimmtán ára fangelsi og þrír í tíu, sex og þriggja ára fangelsi. Sak- sóknari hins opinbera hafði krafist dauðarefsingar handa Mindszenty, en rétturinn féllst ekki á það og leit þannig á að um mildandi kringumstæður væri að ræða, þar sem kardinálinn hefði játað sekt sína og hefði verið undir sefjandi áhrifum bandarískra stríðsæsinga. Iíaldbakur veiddi vel Kaldbakur kom af veiðum frá Vesturlandi sl. þriðjudag með nær fullfermi. Hann fór samdægurs til Englands. Hann er með góðan markaðsfisk og má búast við góðri sölu. Gera má ráð fyrir að hann stöðv- ist er heim kemur, verði kaupdeila togarasjómanna ekki leyst þá. ÞJÓÐVÖRN, málgagn Þjóðvarnarmanna, er selt hér á Akureyri í bóka- verzl. Gunnl. Tr. Jónssonar og bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. í ritnefnd þess eru: Friðrik A. Brekkan, rithöfundur, Hallgrímur Jónsson, kennari, Klemenz Tryggvason, hagfræðingur, Krist- ján Eldjárn, þjóðminjavörður, Jón Hjaltason, stud. jur., Jón Jóhann- esson, dr. phil dósent, Magnús Finnbogason, menntaskólakennari, Matthías Jónasson, dr. phil., Pálmi Hannesson, rektor, Sigríður Ei- ríksdóttir, hjúkrunarkona, sr. Sig- urbjörn Einarsson, dósent. Kona lærbrotnar og liggur úti á þriðja sólarhring Sl. mánudag fór kona frá Kirkju- bóli á Hvítársíðu og ætlaði til bæj- ar skamma leið i burtu. Á leiðinni varð hún fyrir því slysi að detta og lærbrotna. Svo hörmulega tókst til að konan lá úti á þriðja sólarhring, áður en hún fannst. Konan er 77 ára gömul. Hersveitir kommúnista rétt við Shanghai Hersveitir kínverska alþýðu- hersins eru nú komnar rétt að Shanghai, stærstu borg Kína. Búist er við að yfirvöld borgarinnar semji sérfrið við kommúnista og að þeir táki þannig borgina bardaga- laust. — Hver höndin er upp á móti annarri i stjórn Kuomintang- flokksins. (Framhald af 1. síðu). þjóðina og sjálfstæði hennar. Sam- bandsstjórn Æ. F. tók mál þetta til umræðu á stjórnarfundi 29. des. sl. og var þá meðal annars ákveð- ið, að Æ. F. hæfi baráttu fyrir sitt leyti með framkvæmd eftirfar- andi atriða: 1. Æskulýðssíða Þjóðviljans skyldi endurskipulögð með tilliti til þess, að hún yrði sem sterkast vopn i baráttunni gegn hernaðar- bandalaginu. 2. Ákveðið var, að efnt skyldi til fjölmenns fundar innan Æ. F. R. um mál þetta. 3. Hafin skyldi könnun innan ýmissa félaga um afstöðu þeirra í máli þessu og síðan reynt að efna til ráðstefnu með þeim, er tækju afstöðu gegn hernaðarbandalaginu, um sameiginlega baráttu gegn því. Mætti t. d. nefna almennan borg- arafund, er slík samtök efndu til. Sambandsstjóri Æ. F. hlýtur að fela deildum sínum framkvæmd þessara atriða utan Reykjavíkur, þ. Mikið atvinnuleysi á Siglufirði Undanfarið hefur farið fram skráning atvinnulausra á Siglufirði. Skráðir voru 134 atvinnulausir, þar af 45 einstaklingar og 85 heim- ilisfeður með 256 manns á fram- fæir. Margir Siglfirðingar hafa farið í atvinnuleit suður á land með mis- jöfnum árangri. ÚR ÝMSUM ÁTTUM Útvarp gríska þjóðfrelsishersins hefur tilkynnt að Markos hershöfð- ingi hafi verið leystur frá störfum, sökum lasleika sem hann hefur þjáðst af mánuðum saman. Hefur Ionnides, sem gegnt heíur embætti innanríkisróðherra, verið skipaður eftirmaður Markosar til bráða- birgða, sem yfirmaður Lýðveldis- hersins og forsætisráðherra stjórn- ar Frjálsra Grikkja. Kreppan í Bandaríkjunum er að fæðast. Samtímis því sem vöru- birgðirnar hlaðast upp, vex at- vinnuleysið óðfluga. Tvo síðustu mánuði sl. árs minnkaði eftirspurn- in eftir vörum mjög verulega, framleiðslan var skorin niður í nokkrum iðnaðgrgreinum og verka- fólki sagt upp vinnu eða vinnu- tími þess styttur. Tala atvinnuleys- ingja var 200.000 hærri ínóvember en í október. Samkv. hagskýrslum viðskipíamálaráðuneytisins hafði tala þeirra, sem unnu við fram- leiðsluna aðeins 15 til 34 klst. á viku hækkað úr 7.200.000 upp í 10.400.000 á tímabilinu frá 9. október til 13. desember. Nokkrar verksmiðjur, sem framleiða raf- magnstæki hafa sagt upp rúmlega helmingi starfsfólks síns. I vefnað- ariðnaðinum og skóiðnaðinum var um 100 þús. verkamönnum sagt upp tvo síðustu mánuði ársins. Kolaframleiðslan hefur einnig ver- ið minnkuð. e. a. s. að halda fjölmenna félags- fundi um málið, — og skal það tekið fram, að engin ástæða er til að amast við utanfélagsmönnum á slíkum fundum. Þá er og brýn nauðsyn þess, að reynt sé að efna til samtaka með sem flestum öðr- um félögum gegn máli þessu, og gegnir þar vitanlega sama máli hvort þau eru pólitísk eður ei. Þá ber og málgögnum ungra sósí- alista, hvar sem er, að taka þegar upp harða baráttu. I sambandi við félagsfundi um mál þetta ber að leggja ríka áherzlu á, að framsaga sé falin sem hæfustum mönnum, og að þeir geri sér far um að undirbúa sig sem bezt. Sambandsstjórn Æ. F. er nauð- synlegt að geta fylgzt sem bezt með gangi þessa máls á hverjum stað, og væntir hún þess, að deild- irnar hafi samband um það við skrifstofuna í Reykjavík, ef ástæða er til. Að lokum skal lögð rík áherzla á það, að baráttan sé tekin upp sem fyrst, og þarf slíkt að sjálf- sögðu engrar útskýringar. F. h. sambandsstjórnar Æ. F.“. (Undirskriftir). FRÍMERKI r Útlend frímerki ávallt í miklu \ 1 úrvali, t. d. 100 mism. merki á | i 5.00 og 500 stk. á 17.50. Sent I 1 burðargjaldsfritt. — Skrifið eftir \ \ lrekai i upplýsingum. § Jónsteinn Haraldsson, f Gullteig 4, Reykjavík. Raksápa, Shampoo, Þvottaduft, Sólsápa, Grænsápa, PÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. Til sölu: BRAKKI, innréttaður til íbúðar. Upplýsingar í síma 544. Nýkomið Cornflakes Hveiti í pk. og 1. vigt Hafragrjón í pk. og 1. vigt Baunir í pk. Hrísgrjón í pk. Kartöflumjöl Hrísmjöl. Verzlun Bjöms Grímssonar Sími 256.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.