Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.02.1949, Síða 2

Verkamaðurinn - 11.02.1949, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 11. febrúar 1949 VERKAMAÐURINN Utgeíandi: Sósíalistaíélag Akureyrar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyj'SIíur Árnason, Jakob Árnason. Ritstjórn og aígreiðsla á skrifstoíu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku- götu 1 — sími 516. Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Nú má engin undanlátssemi eiga sér stað SVO VIRÐIST, eítir ýmsum sólarmerkjum að dæma, að nú sé að renna upp tímahil mikilla stéttaátaka hér á landi. Þótt það haii verið allri alþýðu manna sýnilegt í upphafi, þeg- ar núverandi afturhalds- og landráðastjórn tók við völdum, að hún steindi að [)ví fyrst og fremst, að stöðva þá sókn til ai- mennrar velmegunar, sem hér hafði verið liafin, og í stað þess tryggja völd og auð auðmannastéttarinnar, hafa þó ráðstafan- ir hennar hingað til mótast af ótta við verkalýðssamtökin í landinu. Auðmannastéttinni heftir að vísu tekizt að ná ntikl- um áröngrum í versnandi afkornu alls vinnandi fólks í land- inu, en aðferðirnar liala fyrst og fremst verið þær, að ráðast aítan að fólkinu, demba á það launalækkunum í mynd hækk- aðra tolla og skatta og stórkostlegrar aukni’ngar dýrtíðarinn- ar. — Tekjur manna eru ekki fyrst og fremst sú krónutala, sem þeir fá, heldur þau verðmæti og nauðsynjar, sem þeir fá fyrir peningana. — Ótti auðmannanna við verkalýðssamtökin hef- ur fyrst og fremst valdið því, að allt til þessa hafa þeir ekki dirfst að ráðast beint frainan að launþegunum með kriitu um kauplækkanir. En nti er hér að verða breyting á. NÚ ÞYKIR auðmannastéttinni sýnilega tími til kominn að fara að þreifa fyrir sér með beinar kauplækkanir. Fogaraeig- endur, sem eru yfirleitt auðugastir meðal útgerðarmanna og um leið með auðugstu atvinnurekendum landsins, hafa sagt upp samningum og krefjast alnáms áhættuþóknunar. Þessi kauplækkun, ef af henni yrði, mun nema 7—8 þúsund krón- ur á ári á hvern háseta, eða ca. 24 kr. á clag. Áhættuþóknun togarasjómanna samsvarar raunverulega kauphækkunum þeim, sem aðrar stéttir fengu á undaníörnum árum. Þótt þetta heiti „áhættuþóknun“ er það fyrir löngu orðið aðeins hluti nauðþurltarlauna og er jrað einungis að kenna sofandahætti og sinnuleysi forystumanna sjómannasamtakanna og þá fyrst og fremst Sjómannafélags Reykjavíkur, að það hefur ekki verið viðurkennt sem slíkt. ER HÉR ÞVÍ um að ræða eina stórkostlegustu kauplækk- unartilraun, sem um getur og um leið eina lúalegustu. Auð- mennirnir, sem við hátíðleg tækifæri kyrja lofsöngva um „hetjur hafsins“, álíta nú sýnilega tíma til kominn að þessar hetjur hætti öllu „sællífi '. Ntt á það að bætast ofan a erfiði, vosbúð og lífshættur á hafinu, að togarasjómennit nir þurfi stöðugt að hafa það á meðvitundinni að fjölskyldur þeirra í landi verði dag hvern að berjast við skort og fátækt, vita af heilsulitluin konum verða að jnæla sér út myrkranna á milli, oft utan heimilisins, og vita af börnum sínum fara á mis við menntun og ýms tækifæri tij tryggari framtíðar vegna fá- tæktar. EN ÞESSI FRUNTAl.EGA árás á sjómannastéttina er at- hyglisverð viðvörun til allra iaunþega í landinu. Hún er’ fyr- irboði þess, sem koma skal, ef hún tekst. Þá verður haldið áfram og reynt að ganga á wiðina og svifta hverja starfsstétt af annarri þeim kjarabótum, sem þær hafa áunnið sér á nnd- anförnum árum. Þar sem j)að er nú alviðurkennt, svo að eng- inn treystist til að mæla því mót, að tekjur almennings eru í það allra naumasta til að lleyta fram lífinu, svo að til stórra vandræða horfir, ef ekki er ailtaf vinna, þá er öllum augljóst, að lækkun þess kaups þýðir sult og ekkert annað. Þetta eru því beinlínis sveltiárásir á alþýðuna. Þetta verða allir laun- þegar að gera sér ljóst, hverja atvinnu sem þeir stunda. ÞAÐ ER ENGAN veginn tilviljun eða að ástæðulausu, að þessar árásir eru hafnar nú. Þau stórkostlegu mistök, sem al- þýðunni urðu á, á sl. hausti, er hún veitti útsendurum og full- trúum atvinnurekenda það barutargengi, sem nægði þeim til ^tð hrifsa völdin í heildarsamtökunum, að vísu með ólögum, voru svo tnikill sigur fyrir auðmannastéttina, að hún hlaut að fylgja honum eftir með vaxandi árásum á kjör almennings. Það er heldur engin tilvil jun, að byrjað skuli á sjómannastétt- inni. Það hefur við ótal tækifæri komið í ljós, að forusta sjó- mannaíélaganna við Faxaflóa er mjög veik og hefur stundum beinlínis gengið erinda atvinnurekenda. Það er því ekki und- arlegt þótt byrjað sé þar, sem veikastrar mótspyrnu er að vænta. Hitt er svo annað mál, hvort starfandi sjómenn líða landliðinu nokkur svik í þessu máli. Þeir hafa nú nær ein- Hverra erinda gengur þúr „verkainaiur”? Fulltrúi andkommúnista í hópi Akureyrarverkamanna skrifar í síðasta Alþýðumann dálítinn að- vörunarpistil og varar einkum verkamenn bæjarins við áhrifum frá Kominform. Þessi glöggskyggni „verkamaður“ þykist sjá grýlu þessa félagsskapar hjá hverjum andstæðingi sínum i verkalýðsmál- um, og vili nú miðla meðbræðrum sínum, þ. e. þeim sem stóðu „að einingu verkalýðsins móti komm- únistum í haust“, af vizku sinni og þekkingu. „Ætlið þið svo að neita því, góðir hálsar, að þið séuð undir áhrifum frá Kominform", ségir þessi skeleggi „verkamaður". Aiit hans er, að baráttan i verkalýðsfé- lögunum sé fyrst og fremst um það ,hverjir séu með og hverjir móti Kominform. Hræddur er eg um, að þarna hafi sá góði maður skotist framhjá sannleikanum og rótist um eins og tarfur í þurru flagi og þyrli upp miklu moldviðri að hætti samherja sinna i verka- lýðsmálum. Það er dálítið eftirtektarvert, að fulltrúar atvinnurekenda meðal verkamanna hér á Akureyri, skuli ekki hafa færari mönnum á að skipa. Hæfir þó vel ritmennskan þeim málstað, sem hann túlkar, en hann er í stuttu máli sá, að núverandi ríkisstjórn hafi gert allt, sem hægt var að gera í dýr- tíðarmáiunum, og allar þær vörur, sem hækkað hafi í verði, séu óþarfi og óviðkomandi vísitölunni. Það mun að vísu enginn leggja sig niður við að svara slíkum þvætt- ingu, en hann sýnir þó glögglega innræti viðkomandi manns, og er að vissu leyti táknrænn fyrir ............., Orðið er laust j Hin svokallaða lömunarveiki hefur nú lamað bæinn um margra mánaða skeið. Frá sjónarhóli leik- manns séð virðist mér það vægast • sagt furðuleg ráðstöf-un af heilbrigðisyfirvöldunum að loka skólum og hafa samkomu- bann um margra vikna skeið. Eg fæ ekki betur séð, en að slíkar ráð- stafanir séu algjörlega út í bláinn og séu svo fjarri allri vísinda- mennsku og heilbrigðri skynsemi sem hugsast getur. —O— Staðreyndirnar eru sem sagt þær, að fólkið safnast saman, jafn- vel daglega í tugatali, engu síður en á samkomum og í skófum. Eg vil benda á nokkrar staðreyndir. I Gefjun og Iðunni safnast daglega saman fólk víðs vegar úr bænum í tugatali. Viða annars staðar í bæn- um safnast einnig daglega fjöldi manns saman á vinnustöðvum. All- ar þessar vinnustöðvar eru því áreiðanlega engu minni útbreiðslu- stöðvar fyrir lömunarveiki en sam- komur og fundir. í mjólkurbúðum KEA hópast fólk einnig saman í tugatali á sunnudögum og vita því ellir hve loftið er heilnaemt þá stundina í búðunum og hins vegar er alkunna að mjólkin er hinn ákjósanlegasti smitberi. Þá muna flestir eftir mannkösinni, sem safn- aðist oft saman i haust úti fyrir búðum KEA og fleiri yerziunum, þar sem fólk stóð jafnvel hundruð- um saman í þéttum hnaþp, jafn- vel meðal fundartima. Þá má ekki gleyma manngrúanum í verzlunun- um á Þorláksdag og aðfangadag, og loks er það staðreynd, að iðu- lega er álitlegur hópur samankom- inn í sölum KEA og í öðrum veit- ingahúsum. Þetta eru allt staðreyndir, sem ekki verður móti mælt. —-o— Aú loksins virðast heilbrigðisyf- irvöldin hafa fengið einhverja bót á hinni alvarlegu, andlegu lömun sinni, svo að líklega verður hjá því komist að senda þau út til rann- sóknar og lækninga. Þau hafa, sem sé tilkynnt, að þetta flónslega bann verði afnumið frá og með 15. þ. m. Ein eitt hefur þó að minnsta kosti áunnist með banninu: Heil- brigðisyfirvöidin hafa í þessu máli reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Og máske hefur það líka verið að- altilgangurinn með þessu grunn- hyggnislega og hleypidómafulla skóla- og samkomubanni, því að á útbreiðslu veikinnar hafði bannið vitanlega engin áhrif. x—t. róma samþykkt að hefja verkfall og munu vafalaust hafa full- an hug á að verja sinn rétt. Þeir munu einnig eiga vísan stuðn- ing Dagsbrúnar og annarra sterkustu verkalýðsfélaga lands- ins, ef þeir láta sig ekki. stefnu þeirra, sem rekið hafa er- indi andstæðinga verklýðsstéttar- innar meðal verkamanna hér á Ak- ureyri. Ritsmíð þessa „verkamanns“ er að vísu einungis ætluð þeim, sem enginn afskipti hafa haft af verk- lýðsmálum en er þó hægt að æsa upp einu sinni til tvisvar á ári til að koma á kjörstað og greiða at- kvæði gegn hagsmunum sinna eig- in samtaka, þ. e. ætluð hinum óvirku meðiimum verklýðsfélag- anna. Öllum þeim, sem eru málum kunnugir, dylst ekki sá andi, sem að baki slíkra ritsmíða býr. Um dylgjur „verkamanns“ og ósannindi í garð verkamannafé- lagsins þarf eg ekki að vera lang- orður. Engum félagsmanni var neitað um aðgang að kjörskrá. Hún lá frammi á skrifstofu verk- lýðsfélaganna tilskilinn tíma og höfðu allir félagar verkamannafé- lagsins aðgang að henni þar. Um hina tvo „lögiegu" verkamenn, sem minnst er á í þessu sambandi, er það að segja, að upplýsingar vant- að,i um það, hvort þeir stunduðu verkamannavinnu eða ekki. Að þeim upplýsingum fengnum, er annar þessara manna nú orðinn „löglegur“ meðlimur verkamanna- félagsins. Hins vegar vil eg draga í efa, að höfundur umræddrar greinar í Alþýðum. sé „löglegur“ verkamaður, því að ritsmíð hans ber óhugnanlega mikinn keim af ónefndum garðyrkjuráðunaut, sem komið hefur lítið eitt við sögu verklýðsmála hér á Akureyri nú í seinni tíð. Læt svo útrætt um þetta mál að sinni. H. E. KÍMNI Skotasögur. „Er Mac Abert farinn?“ spurði skrifstofustjóri Aberts, þegar hann rak nefið inn um gættina á skrif- stofunni hérna á dögunum. „Nei, nei.“ ■ „Eruð þér vissir um það?“ „Áreiðanlega. Eldspýtnastokk- urinn hans liggur ennþá á borðinu." ★ Andrew Mac Abert leysti út hérna á dögunum bréf, sem var ófrímerkt, og var lengi á báðum áttum, hvort hann ætti að gera það. Það kom i ljós, að bréfið var nafn- laust og var frá öðrum Skota, sem hótaði að drepa hann. Skák og mát. Tveir menn, annar í Leipzig og hinn í Melbourne, byrjuðu árið 1932 á skákkeppni, á póstkortum. Þegar skákin hafði staðiö yfir í tvö ár, heyrðist allt í einu ekkert frá skákmanninum í Leipzig. — En nú nýlega — að því er fregnir herma — fékk skákmaðurinn í Melboprne póstkort, sem gerði hann skák og mát. ÞÓ Í I ÞAÐ MF.GI teljast undarleg bíræfni, hafa atvinnu- rekendur, jafnframt þessum árásum á lífskjör alþýðunnar, sig mjög í frammi við stjórnairkosningar þær í verkalýðsfélög- unum, sem nú standa yfir. Ætla Jieir sýnilega að freista þess að veikja félögin innan frá á þann hátt, svo að þau þoli síður hinar beinu árásir, sem nú eru hafnar. Til þessa hefur jjeim orðið minna en lítið ágengt og hafa víða hlotið hina hrakleg- ustu útreið. Og óliklegt er að þessar beinú sveltidrdsir verði til þess nð gera þd vinsœlli. Verkalýðurinn hefur nú lcert það d undanförnum mdnuðum, nð þnð er lifsnauðsyn að gefa hvergi eftir. Atvinnurekendum rnd hvergi takast að smeygja þjónum sinum í dhrifastöður innan félaganna. Nú er rneira í húfi en svo, nð verkalýðurinn geti leyft sér nokkra undanldtsserni d neinu sviði. Það var frá manninum í Leipzig — sem eftir langvarandi dvöl í fangabúðum, lét nú til sín heyra, og hafði meðan hann dvaldi þar, tekist að leysa þrautina. Frá Gautaboré. „Þú skilur, að þegar eg kom inn í herbergið stóð hann við gluggann, náfölur í framan, með froðuna um munninn og hníf í hendinni.“ „Hvað gerðist svo?“ „Jú, síðan byrjaði hann að raka sig.“

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.