Verkamaðurinn - 04.03.1949, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN
2
Föstudaginn 4. marz 1949
VERKAMAÐURINN
Utgeíandí: Sósíalistaíélag Alcureyrar.
Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Þórir Daníelsson.
Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Ámason, Jakob Árnason.
Ritstjóm og afgreiðsla á skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku-
götu 1 — sími S16.
Áskriítargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Verkbann togaraeigenda er svik
•\ 1 • F
vio pjooina
Verkbann togaraeigenda hefur nú staðið það lengi að þjóð-
in hetur tapað á annan tug milijóna í erlendum gjaldeyri og
eykst tapið um hálja milljón með hverjum degi, sem líður.
Væri iiér um að ræða verkfall togaraliáseta, sem krefðust
bættra kjara, vegna hinnar hraðvaxandi dýrtíðar og minnk-
andi kaupmáttar launanna, þá væri sannarlega farið að syngja
í öllum tálknum ríkisstjórnarliðsins. Þá væri hrópað hátt um
„tilræði við atvinnuvegina", „skemmdarstarf að undirlagi
Kominform ', „moldvörpustarfsemi kommúnista“, „glæpi“ og
þar fram eftir götunum. Slík liróp hafa jafnan kveðið við í
hvert skipti, sem launastéttirnar iiafa gert tilraunir til að bæta
sinn skarða hlut. En þegar stórútgerðarauðvaldið, milljóna-
mæringarnir meðal þjóðarinnar, ráðast á hinn níðingslega
liátt á 1 ífskjcir þeirra manna, sem þörfustu störfin vinna í þjóð-
félaginu og leggja sig í lífshættur og erfiði fjarri heimilum
sínum, þá er allt í lagi þótt togararnir, mikilvirkustu fram-
leiðslutæki þjóðarinnar og þau langsamlega inikilvægustu, séu
bundnir við hafnargarðana. Ef auðmennirnir heimta meiri
gróða, þá er engin fórn of stór fyrir þjóðina til þess að slíkt
megi takast, en ef hinir starfandi menn, hinir raunverulegu
framleiðendur verðmætanna, vilja skapa sér mannsæmandi
lífskjör, þá er það svívirðilegt tilræði við atvinnuvegina og af-
komu þjóðarinnar.
Þessi togaradeila sýnir ákaflega vel eðli þess þjóðtélags, sem
við búum við. Togaraeigendurnir hafa ekki getað fært fram
hin minnstu rök fyrir því, að þeir stæðust ekki við að gera út
togarana með þeim kjörum, sem verið hafa, enda á allra vit-
orði, að þeir hafa stórgrætt. En rnikið vill alltaf meira og þess-
um milljónamæringum nægir ekki sá gróði, sem þeir hafa
haft og heimta meira. Og af því að þessa einstaklinga þyrstir
í meiri peninga, þá er þeim leyfilegt að leiða tugmilljóna
skaða yfir þjóðina. Þannig er í framkvæmd hið mjög dásam-
aða efnahagslega lýðræði, sem við eigum við að búa. Gróða-
löngun nokkurra einstaklinga getur vikið til hliðar auðsæjum
hagsmunum þjóðarinnar í heild.
Þessi deila sýnir einnig ljóslega öryggisleysið, sem vinnandi
stéttirnar eiga við að búa. Hverjir voru það, sem mest lögðu
að sér við sköpun þess gjaldeyris, sem togararnir eru keyptir
fyrir? Hverjir voru það, sem fiskuðu fiskinn og fluttu hann á
markað í stöðugri lífshættu fyrir kafbátum, tundurduflum og
guldu sumir þann toll, sem þyngstur er, lífið sjálft? Voru þetta
kannski útgerðarmennirnir, togaraeigendurnir, sem nú geta
ráðið því hvort togararnir eru bundnir eða ekki? Nei, það eru
sjómennirnir, einmitt sú stétt manna, sem nú á 'að svipta
þriðjung launa sinna. Væri það nú eitthvert hneyksli þótt
þessir menn, sem skapað hafa verðmætin, sem togararnir voru
keyptir fyrir og nú vinna á togurunum og skapa mestan hluta
þess gjaldeyris, sem þjóðin notar fyrir nauðsynjum sínum,
fengju að ráða því, hvort togararnir færu á veiðar eða ekki?
En það væri kallað „austrænt lýðræði“, „ófrelsi og kúgun“.
Hið dásamlega(H) „vestræna lýðræði“ segir að svo skuli það
vera, að mennirnir sem „eiga“ togarana, hafa ekkert lagt í
hættu nema fjármuni, sem aðrir sköpuðu, en rakað saman
óhemju gróða, þeir geta kastað sjómönnunum í land og bund-
ið skipin við bryggjur, ef sjómennirnir ganga ekki að hvaða
sultarkjörum sem er.
Þá er sú lilið á þessum málum, sem áður hefur verið drepið
á hér í blaðinu, að hér er um víðtæka hernaðaráætlun að ræða
á hendur öllum launþegum í landinu. Takist togaraeigend-
um að beygja sjómennina í þessu máli, þá munu allir aðrir at-
vinnurekendur koma á eftir og hefja sams konar árásir á lífs-
kjör annarra launþega. Hér er um að ræða árás auðmanna-
stéttarinnar í heild á launþegastéttina í heild og ber því að
haga sér gagnvart því sem slíku. Verkalýðssamtökin og öll
önnur launþegasamtök verða að veita sjómönnunum allan
þann stuðning sem þau mega, og verði þessum árásum mætt
af sameinuðum samtökum hinna vinnandi stétta í landinu,
þá er sigurinn vís.
Fimmtugur verkalýðsforingi
Grassléttan mikla |
(The Sea of Grass)
i Metro Goldwyn Mayer i
É stórmynd, samin af Mar- 1
i guerite Roberts og Vincent i
i I.awrence, eftir skáldsögu É
Conrad Richter.
= & z
É Kvikmyndastjóri:
Elia Kazan.
i Aðalhlutverk:
É Spencer Tracy
Katharine Hephurn \
Ro'bert WALKER
Melvyn Dauglas.
I (Bönnuð yngri en 14 ára.) i
í SKJALDBORGAR [
BÍ Ó
i Aðalmynd vikunnar:
I KENJAKONA |
Aðalhlutverk
HEDY LAMARR
j GEORGESANDERS j
j I.OUIS HAYWARD
É Myndin er gerð eftir sam- é
i nefndri siigu eftir Ben \
i Ames William, sem birtist i
i í Morgunblaðinu nýlega. i
i (Bönnuð yngri en 16 ára.) i
Ólíkt hafast þeir að
Samvinnuhreyfingin í Rúmeníu
hefir fengið byr undir báða vængi
síðan alþýðulýðveldið var stofnað.
Þegar hinn fasistísku einræðis-
stjórn var kollvarpað 23. ág. 1944
voru alls 6064 neytendafélög og
önnur samvinnufél. í landinu með
samtals 1.153.763 meðlimum. 1.
september s. 1. haust hafði með-
limatala samvinnufélaganna nærri
því tjórfaldast, samvinnufélögin
voru þá orðin 11.525 með 4.490.
303 meðlimum. Hér á landi eru
hinsvegar Framsóknarmenn orðn-
ir fjósakarlar hjá hjónunum Bjarna
Ben. og Stefaníu og æ fleiri sam-
vinnubúðir að verða hálftómar.
Lifandi reikningsvél
Gottfried Rtickle hét maður og
var stærðfraéðingur og sérfræð-
ingur í hugarreikningi. Hann var
aðeins 12,6 sek. að margfalda töl-
una 183902 með sjólfri sér, og þeg-
ar hann var spurður: „Hvaða tölu
á maður að margfalda með sjálfri
sér þrisvar sinnum til þess að fá
útkomuna 13.865.625?“ þá var
hann aðeins 8 sek. að finna rétta
svarið með hugarreikningi.
Einn þrautreyndasti forystu-
maður íslenzku verkalýðshreyfing-
arinnar, Jón Rafnsson, á fimmtugs-
afmæli næstk. sunnudag, 6. þ. m.
Jón hefur á undanförnum áratug-
um staðið í fylkingarbrjósti i vörn
og sókn verkalýðsins í baráttu hans
fyrir bættum kjörum og betra þjóð-
skipulagi.
Þeim, sem þessar línur ritar, eru
ekki svo kunn æviatriði Jóns, að
þau verði hér rakin, enda mun það
verða rækilega gert af þeim, sem
kunnugir eru.
Jón Rafnsson hefur komið mikið
við sögu verlcalýðsbaráttunnar hér
á Akureyri. Hann hefur tekið virk-
an þátt í ýmsum þeim hörðustu
vinnudeilum, sem hér hafa verið
háðar, svo sem Novudeilunni og
Dettifossslagnum, og þar sem
endranær reynst hinn traustasti og
ötulasti til allra stórræða og ávallt
verið sjálfkjörinn foringi.
Lengst mun Jóns þó verða minnst
af verkalýðnum á Akureyri fyrir
það mikla og giftusama starf, sem
hann lagði í að sameina verkamenn
bæjarins i eitt félag, Verkamanna-
félag Akureyrarkaupstaðar 1943.
Með þeim mikla sigri, sem þá náð-
ist, var starfsemi klofningsmann-
anna veitt það högg, sem vonandi
ríður þeim að fullu áður en langir
tímar líða.
Síðustu árin, allt til þessa að
hin ólöglega stjórn Alþýðusam-
bands Islands settist að völdum,
var Jón framkvæmdastjóri þess,
en hafði áður átt manna drýgstan
þátt í að leysa samÍoancííB úr*víáj-
um Alþýðuflokksins og gera það
að óháðu fagsambandi verkalýðs-
ins. A þeim" tíma, sem einingar-
menn stjórnuðu Alþýðusamband-
inu, hafa náðst fram meiri kjara-
bætur verkalýðnum til handa, en
nokkru sinni fyrr, og þær stórstígu
framfarir sem nýsköpunarstjórnin
hratt í framkvæmd má ýmist beint
eða óbeint rekja til starfsemi
verkalýðssamtakanna undir for-
ystu einingarmanna.
í öllum þessum verkefnum tók
Jón manna mestan þátt. Sú stefna
framfara og stórhugs, sem mörkuð
var af fyrrverandi stjórn Alþýðú-
sambandsins á ekki hvað sízt ræt-
Faðir minn,
111111111111111
ur sinar að rekja til hans, sent ;
framkvæmdastjóra sambandsins,
enda mun nafn hans ofar flestuö
í sögu íslenzku verkalýðssamtak-
anna.
Það ræður af líkum, að mikiU
styrr hefur oft staðið um Jón, svo
mjög sem hann hefur beitt sér í
hinni pólitísku og stéttarlegu bar-
áttu verkalýðsins. Andstæðingar
hans hafa ekki svifist neins í bar-
áttu sinni gegn honum. En svo hef-
ur virzt, sem Jón bitu engin vopn,
hann hertist við hverja raun. Virð-
ing alþýðunnar og traust til hans
hefur að sama skapi aukizt sern
árásirnar voru hatramari.
Jón hefur frá því fyrsta fyllt
flokk róttækasta hluta verkalýðs-
ins, fyrst í Kommúnistaflokki Is-
lands og síðar í Sósíalistaflokkn- |
um og ætíð verið í fremstu röð ;
eins og áður segir.
Hér hefur aðeins verið drepið á |
örfá atriði af því mikla starfi, sem
Jón Rafnsson hefur leyst af hönd-
um, og vonandi á hann enn eftir að
starfa í mörg ár fyrir alþýðu þessa
lands.
Verkamaðurinn sendir Jóni hug-
heilar árnaðaróskir á fimmtugsaf-
mælinu Mætti íslenzka alþýðan
eiga sem flesta hans líka.
Þ. D.
Alþingismaðurinn
Jóhann Havsteen
faldi sig á kvenna-
klósettinu!
Jóhann Havsteen, alþingismað-
ur, sem átti að stjórna öskurkór
Heimdallar á æskulýðsfundinum í
Austurbæjarbík sl. föstudag, en
heyktist fljótlega þegar á fundinn
leið, komst inn í húsið á dálítið
sérkennilegan hátt. Hann keypti
sig inn á sjösýningu, laumaðist inn
á kvennaklósett og faldi sig þar
meðan bíógestirnir voru reknir út
— ásamt Sigbirni Ármann kaup-
manni! Honum hefur víst fundizt
hann of „virðulegur“ til að taka I
þátt í stympingunum við dyrnar og
því kosið að láta kvennaklósettið f
vernda þingsóma sinn!
VATNSVEITAN.
JAKOB JAKOBSSON, skipstjóri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 5. marz
kl. 1.30 e, h.
Fyrir hönd vandamanna.
Indriði Jakobsson.
| Akureyringar!
Enn eruð þið alvarlega áminntir um að
fara sparlega með vatnið og láta ekki
renna að nóttu til. Grunur leikur á, að
fólk láti renna á þvott, kjöt og fisk alla
nóttina. Verður þetta athugað og tekið
vatnið af þeim. sem þetta sannast á.