Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1950, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 30.06.1950, Qupperneq 2
2 Föstudaginn 30. júni 1950 VERKAMAÐURINN Oröið er laust Ellilífeyrisgreiðslur til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkis- borgara, sem búsettir eru hér á landi. Hinn 1. desember 1949 kom til framkvæmda milli- ríkjasamningur Norðurlandanna um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. Samkvæmt þessu eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, sem dvalizt liafa samfleytt á íslandi 5 tíðastliðin ár og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkisborgarar. Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sín undir 16 ára aldri, sem hjá þeim dvelja á þeirra * framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur, til jafns við íslenzka ríkisborgara. Þeir erlendis ríkisborgarar, sem samningurinn tekur til, og vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminnt- ir um að snúa sér með umsóknir sínar til umboðs- manns Tryggingarstofnunar ríkisins og leggja fram sönnunargögn fyrir óslitinni dvöl hér á landi 5 síð- ustu ár. Reykjavík, 22. júní 1950. Tryggingastofnun ríkisins Tilkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gúmmískóm, fram- leiddum innanlands: Heildsöluverð Smásöluv. án sölusk., m. sölusk. án sölusk. No. 26-30 . ...kr. 17.48 kr. 18.00 kr, 22.00 _ 3i_34 .... - 18.93 - 19.50 - 23.85 - 35-39 .... - 21.36 - 22.00 - 27.00 - 40-46 .... - 23.79 - 24.50 - 30.15 Hámarksverð þetta, miðað við ópakkaða skó, gildir í Reykjavík og Hafnarfirði, en annars staðar á landinu má bæta við verðið sannanlegum flutningskostnaði. Séu skórnir seldir pakkaðir, skulu framleiðendur leita samþykkis verðlagsstjóra fyrir umbúðaverðinu, er bætist við ofangreint hámarksverð í smásölu án álagn- ingar. Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verðlagsstjóra nr. 8/1949. Reykjavík, 23. júní, 1950, Verðlagsstjórinn. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Iðgjöld samlagsmanna hækka úr kr. 15.00 í 18.00 á mánuði, frá og með 1. júlí n. k. Sjúkrasamlagið. VERKAMAÐURINN Vikublað Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson Blaðstjórn: Asgrímur Albertsson Jakob Árnason Rósberg G. Snœdal Ritstjórn og afgreiðsla: Brekkugötu 1 - Sími 1516 Áskriftarverð kr. 25.00 árg. í lausasölu 50 aura eint. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sósíalistafélag Akureyrar Skrifstofa: Brekkugötu 1 Sími 1516 Opin 4—7, laugardaga 1—3 Þægir þjónar atvinnurekenda Á öðrum stað í blaðinu í dag er nokkuð vikið að bréfi því, sem stjórn A. S. í. hefur sent öllum sambandsfél. Alþýðusambandsins, sem svar við fyrirspurnum félag- anna um, hvað sambandsstjórn hyggðist fyrir í kaupgjaldsmálum og framkvæmdum á samþykktum verkalýðsráðstefnunnar í marz sl. Eining sú, sem á þeirri ráð- stefnu ríkti, gaf verkalýðnum í þessu landi vonir um, að staðið yrði á verði gegn frekari kjara- skerðingum og hinni svívirðilegu árás á kjör almennings, sem fólst í gengislækkuninni, yrði svarað á viðeigandi hátt. Að vísu spáði það ekki góðu, að sambandsstjórn tók þvert fyrir, að kosin yrði nefnd henni til trausts og halds í þeim átökum, sem gert var ráð fyrir að framundan væru. Einingu tókst einnig að ná 1. maí í Reykjavík, þrátt fyrir að sterk öfl klofningsmanna og verk- fallsbrjóta ynnu að því markvisst að skapa sundrungu. En þann dag, var sýnt hvert stefndi. Verkfalls- brjóturinn frá Isafirði, Helgi Hannesson, sem nú situr ólöglega í forsetastól A. S. í. notaði baráttu- og hátiðisdag verkalýðsins á sví- virðilegan hátt, sem kunnugt er, og var svarað með ískaldri fyrirlitn- ingu þúsundanna, sem á hlýddu. En berlega hefur Alþýðusam- bandsstjórn ekki opinberað svik sín við verkalýðinn fyrr en með fyrrgreindu bréfi, sem birtir eru kaflar úr á 3. síðu hér í blaðinu í dag. Eins og sú tilvitnun ber með sér, lýsir sambandsstjórn þar yfir, að hún ætli sér að hafa að engu einróma samþykkt verkalýðsráð- stefnunnar, en hefur þess í stað verið í makki við ríkisstjómina um það, sem hún kallar „vinsamlega framkvæmd gengislaganna". — Verkamenn hafa fundið undanfar- ið hverju hún hefur fengið áorkað. En það er fleira í þessu bréfi, sem athyglisvert er og skulu hér birtir tveir kaflar, sem greinilega sýna, hvers konar „verkalýðsleið- togar“ það eru, sem nú fara með völd í A. S. í.: „Nú er það ástand í atvinnumál- um þjóðarinnar, að spurning er, hvort miklar almennar hækkanir kaupgjalds næðu þeim tilgangi, sem telja verður nauðsynlegt að þær nái, þ. e. að skapa almenningi betri kjör, að öðrum aðstæðum óbreyttum." Og ennfremur: „Baráttuna fyrir kjarabótum og Bamalcikvöllurinn í nnbænum. Frá „Innbæingi“ hefur blaðinu borizt eftirfarandi bréf: „EG fylgdist af áhuga með því, þegar verið var að koma barna- leikvellinum í innbænum upp á sínum tíma. Nógu leit þar allt vel út, meðan það var nýbyggt og vel var það hugsað í fyrstu. Mér flaug í hug, að ekki væri heppilegt, að hafa þessa mörgu, bröttu kanta á barnaleikvelli og einnig háan hól, sem upplagt væri að renna sér niður af. Um hólinn er það að segja, að í fyrra voru sett fögur blóm á toppinn á hólnum og tvo næstu stalla. Blómin lifðu vel í fyrra, þó að þau væru seint sett niður, bæði börn og fullorðnir höfðu af þeim ánægju og bömin gengu vel um og spilltu ekki blóm- um eða öðrum gróðri, enda fengu þau góða viðurkenningu hjá garð- yrkjuráðunaut bæjarins, Finni Árnasyni, í Degi, ef eg man rétt. Nú er aðra sögu að segja. I vor hefur ekkert verið gert fyrir gróð- ur eða blóm á barnaleikvellinum, hvorki borinn á áburður eða vökv- að eða hreyft við mold á hólnum, enda er þar nú ekkert blómaskrúð, nema nokkrir njólar, sem hafa brotist upp úr moldarskorpunni. hagsmunamálum alþýðunnar verð- ur að heyja máske miklu fremur á annan veg en þann, sem háð verður með beinni kaupgjaldsbar- áttu“ (!!!) Hafið þið, verkamenn, verkakon- ur og sjómenn, séð þessi orð áður? Jú, ætli það ekki. Þetta eru ná- kvæmlega sömu rökin og aftur- haldið hefur frá upphafi notað gegn réttindakröfum alþýðunnar. Og þetta á íslenzkur verkalýður á miðri 20. öld að taka sem góða og gilda vöru. Hann á ekki að krefj- ast hækkaðs kaups, heldur nota einhverjar aðrar aðferðir til þess að ná rétti sínum. Vitanlega er forðast að nefna hverjar þær að- ferðir eru, enda ofur skiljanlegt, því að í okkar þjóðfélagi hefur verkalýðurinn ekki milli neins að velja, sá „annar vegur“, sem al- þýðusambandsstjórn talar um, er ekki til. Afstaða stjórnar A. S. I. er því bein svikráð við íslenzkan verka- lýð. Hún leggur lóð sitt á vogar- skálina til þess að halda kjörum almennings niðri og hún hjálpar atvinnurekendum og afturhaldi til þess að sundra verkalýðnum, draga úr baráttuþreki hans og rugla skilning hans á ríkjandi ástandi. Vissulega er það svo mikil fjar- stæða, að merkilegt er að nokkur viti borinn maður skuli láta það út úr sér, að það orki tvímælis að al- mennar kauphækkanir nái tilgangi sínum, þegar sú staðreynd liggur fyrir, að hlutfallið milli þjóðartekn anna og kaups verkalýðsins hefur aldre! verið alþýðunni óhagstæð- ara síðustu áratugina en nú, en á staðreynd er að sjálfsögðu hvergi minnst í bréfin sambandsstjórnar. Þær vonir, sem verkalýðurinn gerði sér um einhverja forystu stjórnar A. S. I. í kaupgjaldsmálum í vetur, eru nú að engu orðnar, en verkalýðurinn á enn eftir að segja sitt orð. Svo eru bæði hóllinn og stallar að sólbrenna, þar sem ekkert hefur verið vökvað eða um hirt. Hvað á svona verklag að þýða? Er það nóg að koma upp dýrum mannvirkjum og láta svo stór- skemmast eða verða ónýt fyrir hirðuleysi og trassaskap. Eg kann að minnsta kosti mjög illa við það og eg býst við, að flestum finnist það sama. Eg skora á hlutaðeig- andi stjórnardeild ag bregða nú við og ráða bót á þessum trassa- skap, því að betra er seint en aldrei. Þá langar mig til að benda á, að gæzla vallarins hefst alltof seint, þegar vel vorar, og hættir of snemma, þegar góð tíð helzt, því að alltaf er fjöldi krakka á vellin- um frá því að snjóa leysir og langt fram á haust, og gæta þau ekki, sem varla er við að búast, alltaf að sér, þegar þau eru að leika sér, þó að þau hlaupi upp og niður kanta, sem vitanlega stórskemmast, þegar þeir verða fyrir svoleiðis sparki. Svo þyrfti alveg að loka vellinum svo sem hálfan mánuð á vorin, meðan hann er að þorna og gróa. Á kantinn meðfram stóra sand- kassanum þyrfti að setja lága tré- girðingu, ca. 80 cm. háa, og hand- rið meðfram steintröppunum, sem eru of brattar fyrir litla krakka. 18. júní. Innhæingur." Brúðkaup. Þann 20. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Brynhildur Arnaldsdóttir og Sig- urbjörn Ingvi Þórisson vélstjóra. Heimili þeirra er að Hríseyjar- götu 19, Akureyri. — 21. júní sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg Bjarnadóttir og Daníel Pálmason bóndi. Heimili þeirra er að Gnúpufelli í Eyja- firði. — 21. júní sl. voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Lilja Jón- asdóttir og Sigvaldi Gunnarsson bóndi. Heimili þeirra er að Hóli, Kelduhverfi. — 21. júní sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jónína María Brynjólfsdóttir og Samuel John Frits verzlunar- maður. Heimili þeirra er að Gránufélagsgötu 57. — 25. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Sigríður Gunnlaug Gísladóttir og Agnar Halldór Þórisson sjómaður. Heimili þeirra er að Grímsgerði, Fnjóskadal. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Halla Hallgrímsdóttir stúdent, Akur- eyri, og Björn Jónsson, guðfræði- nemi, Skagafirði. Úlhlutun skömmtunarseðla stendur yfir á úthlutunarskrif- st.Ju bæjarins. Á seðlinum eru skömmtunarseðlar fyrir sykri og smjörlíki, auk númeraðra skammta, sem í gildi koma síðar. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags íslands, maí-heftið, hefur nýlega borizt. Helzta efni: íslendingar laga sig eftir aðstæðum (L. K.), Of mikill fiskur í ár, Raddir ann- arra, Markaðshorfur í Bandaríkj- unum, Verndarsvæðið fyrir Norð urlandi, Léttum fisks á ýmsum verkunarstigum, Björgunarskip- ið María Júlía, Nýi Gullfoss, Skólar sjómanna, Fiskaflinn 31. marz 1950, Útfluttar sjávarafurð- ir 31. marz 1950 og 1949, Útfluttar sjávarafurðir 30. apríl 1950 og 1949. íþróttablaðið, júní-hetfið, hef- ur nýlega borizt. Helzta efni: Ólympíuleikarnir að fornu og nýju, Kanadískur íþróttamaður, Jafntefli Finna og íslendinga, Landslið Dana, Saga kúluvarps- ins, Hnefaleika meistaramótið 1950, Dr. C. Diem heimsækir Is- land, Þættir um heilbrigðar lífs- venjur, Flokka-landsglíman, Á grasafjalli, Heihria og erlendis. Vil ráða 10 stúlkur í síld hjá „Sunnu“, Siglu- firði. Talið við Kristján Gíslason, Gránufélagsgötu 53, Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.