Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1950, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 30.06.1950, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 30. júní 1950 3 Hvað bíSur alþýðuheimilanna, el launaránið á stöðugtað aukast? Verkalýðurinn verður að losa sig við þá leppstjórn atvinnurekenda, sem nú ræður Alþýðusambandinu Ársþriðjungur er nú liðinn, síðan ríkisstjórn Olafs Thors bar fram á Alþingi gengislækkunarfrumvarp sitt, „bjarg- ráðin“, „pennastrikið“, „viðreisnina", eða hvað það var nú kallað, sem Alþingi samþykkti síðan að mestu óbreytt þann 19. marz sl. Það þarf ekki að rifja það upp, að stjórnarflokk- arnir lofuðu því liátíðlega og marglýstu yfir, að gengislækk- uiiin myndi ekki skerða svo neinu næmi kjör launþega og annarrar alþýðu landsins. Að vísu væri sennilegt, að dýrtíð myndi vaxa nokkuð fyrst í stað, en síðar myndi allt falla í ljúfa löð, launþegar fá fulla uppbót á laun sín, ástandið í verzlunarmálum stórbatna, rekstur atvinnuveganna yrði ör- uggur, og afkoma almennings verða öll önnur og betri en verið hefur. — Aftur á móti héldu sósíalistar því ákveðið fram, og sú skoðun var studd eindregið af verkalýðshreyfingunni, að gengislækkunin leysti engin þau vandamál íslenzku þjóð- arinnar, sem mest væru aðkallandi, en það er öflun nægra markaða fyrir framleiðslu þjóðarinnar, áhrif hennar yrðu fyrst og fremst stórkostleg skerðing kjara almennings með gífurlegri aukningu dýrtíðar, þ. e. mjög veruleg tilfærsla þjóðarteknanna, á þann veg að gera þá ríku enn ríkari og þá fátæku enn fátækari. Vöxtur dýrtíðarinnar yrði fyrst og fremst vegna stórkostlegrar hækkunar erlendra vara, og þegar frá liði einnig innlendra. Hins vegar myndi lítil sem engin launauppbót fást til þess að vega upp á móti gífurlegum vexti verðbólgunnar. Verkalýðssamtökin mótmæltu. Samtök verkalýðsins í landinu mótmæltu gengislækkuninni mjög ákveðið. Auk þess, sem flest stærstu verkalýðsfélögin í landinu mótmæltu samþykkt gengislækk- unarinnar, kallaði Alþýðusamband ið saman, eftir áskorun ýmissa verkalýðsfélaga, ráðstefnu allra sambandsfélaga í marzmánuði sl. til umræðu um launamálin. Alger eining varð um ályktun ráðstefn- unnar, en í henni segir svo, m. a.: „. . . . Lýsir verkalýðsráð- stefna Alþýðusambands Islands, haldin í Reykjavík dagana 12. —14. marz 1950, yfir því, um leið og hún ítrekar mótmæli sið- asta sambandsþings gegn geng- islækkun, að hún telur frumvarp það til laga um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o. fl., ef að lög- um yrði, fela í sér svo freklega skerðingu á launum og lífskjör- um alþýðu manna í landinu, að ekki verði við unað, og skorar ráðstefnan því á Alþingi að fella frumvarpið í þeirri eða líkri mynd, sem það nú er, en verði frumvarpið þannig samþykkt, eða hliðstæðar ráðstafanir gerð- ar, telur ráðstefnan, að ekki verði hjá því komizt, að verka- lýðsfélögin geri allverulegar gagnráðstafanir. Hins vegar lýsir ráðstefnan yfir því, að hún telur vandamál atvinnuveganna, eins og nú er komið málum, aðeins leyst með öflun nýrra markaða, sem fjöl- breyttastri vöruframleiðslu, lækkun vaxta, aukinni tækni, bættum vinnukðferðum og með algerum niðurskurði á skrif- finnsku og óþarfa nafndabákni ríkisins." Skýrar var varla hægt að kveða að orði, og óhætt er að fullyrða, að þessi ályktun túlkaði skoðanir meginþorra verkalýðssamtakanna. Hitt þarf að sjálfu sér ekki að taka fram, að tillögur þessarar ráðstefnu voru að engu hafðar. Fulltrúar Sósíalista á Alþingi fluttu breyt- ingartillögur, sem fólu í sér ýms veigamestu atriðin úr ályktun ráð- stefnunnar, en þær voru allar feþdar, sumar meira að segja með aðstoð Alþýðuflokksins! Sósíalistar reyndust sannspáir. Reynslan lét ekki bíða lengi eftir því að spádómar sósíalista um gengislækkunina rættust. Eins og áður segir, er nú liðinn rúmur ársfjórðungur síðan lögin voru samþykkt, en á þessum tíma hefur verðlag í landinu hækkað svo gíf urlega, að slíks eru engin dæmi, Hér skulu tilgreind nokkur dæmi verðhækkana, sem orðið hafa síð ustu mánuðina: Kr. Kaffipakkinn .............. 3,15 Kókakólaflaska ............ 0,15 Stmentstunnan ............ 24,60 Hrísgrjón ........... kg. 0,60 Hrismjöl ............ — 1,85 Strásykur........ — 1,45 Molasykur ............. — 0,65 Kol tonnið ................ 70,00 Benzínlíter ............... 0,23 Hráolíutonn ............. 213,00 Fargjöld með skipum . . 75% Símtala-, skeyta- og póst- burðargj. til útlanda . . 75% Fargjöld með flugvélum 75% Farmjöld.................... 40% Símtalagjöld innanlands . . 30% Skeytagjöld innanlands . . 11% Sígrettupakkinn...... kr. 0,65 Tóbak almennt .............. 10% Blauasápa........ kg. kr. 0,80 Vískíflaska ........... — 35,00 Þroskalýsisflaskan . . . — 1,25 Upsalýsisflaskan .... — 0,75 Lyf almennt................. 25% Daggjöld á sjúkrahúsum 17,5% Haframjöl ....... kg. kr. 0,80 Rúgmjöl — — 1,05 Baunir í pökkum, .... pk. 1,30 Rúgbrauð ........... stk. 1,15 Normalbrauð ........ — 1,15 Smjör............ kg. 19,00 Franskbrauð ........ stk. 0,65 Heilhveitibrauð .... — 0,65 Vínarbrauð........ — 0,15 Kringlur......... kg. 2,00 Tvíbökur —........ — 2,50 Hveiti ............... — 1,65 Brennivínsflaska .... kr. 15,00 Þessi hækkun er miðuð við Reykjavík, vera má, að úti um land sé það eitthvað smávegis frá- brugðið, en ekki er það neitt veru- legt, og a. m. k. ekki lægra. Auk ress er skráin ekki tæmandi og verið getur að sumar þessara vara hafi .hækkað enn meira í verði nú en þarna er greint. Arif þessara gífurlegu verðhækk ana eru nákvæmlega þau sömu fyr- ir verkalýðinn og kauplækkanir, enda er þetta sú aðferð, sem afturhaldið notar til þess að knýja fram kauplækkanir, vegna þess, að það finnur vanmátt sinn gagnvart verkalýðnum x beinni kaupbar- áttu. Eina uppbótin fyrir þessar stór- kostlegu aukningar dýrtíðarinnar er 5% hækkun kaups, — örlítið brot af allri aukningunni. — Þann- ig eru loforðin um lækningu allra vandamála og fulla uppbót launa framkvæmd. Stórkostlegur samdráttur fjár festingar — atvinnuleysi. Hér er þó engan veginn allt tal- ið, sem hin margumtöluðu „bjarg- ráð“ og „viðreisn" hafa valdið, íslenzkum verkalýð til óþurftar. Sökum hins gífurlega aukna verðs á öllum erlendum afurðum, auk þeirra beinu og óbeinu hafta, sem ríkisvaldið leggur á alla fjárfesf- ingu í landinu, hefur hún stórkostlega dregist saman. Hér við bætist svo geysilegur sam- dráttur í flestum eða öllum iðn- greinum landsins, sökum skorts á hráefni. Afleiðing alls þessa er sú, að hinn forni vágestur alþýðunnar, AT VINNULE Y SIÐ, hefur aftur látið til sín taka og hefur verið mjög tilfinnanlegt í flestum kaup- stöðum og þorpum sl. vetur, og þó að nú sé komið alllangt fram á sumar, hefur ekki rætzt úr þannig, að fullnægjandi sé, og enda langt því frá, séfstaklega er nú tilfinnan- legt atvinnuleysi æskufólks, sem er að koma úr skólunum um þessar mundir. Þannig mætti lengi halda áfram, en þetta skal látið nægja að þessu sinni. En það gefur greinilega auga leið, hvert stefnir, og hverjar eru framtíðarhorfur alþýðuheimila í þessu landi. Verkalýðurinn krefst gagnráðstafana. Eins og fyrr segir, var það álit verkalýðsráðstefnunnar, að nauð- ugur væri einn kostur, að grípa til gagnráðstafana, ef gengislækkunin yrði samþykkt. En vikur liðu og mánuðir liðu, verðlag hækkaði, kaup stóð í stað, en ekkert heyrð- ist frá stjóm Alþýðusambandskis. Verkalýðurinn tók nú að ókyrrast. Málið var rætt í verkalýðsfélögun- um og yfirleitt voru allir á einu máli um, að við svo búið væri ekki hægt að una. Verkalýðurinn gæti ekki horft upp á það aðgerðalaus, að kjör hans væru skert stórkost- legar en dæmi voru til áður, án þess að gerðar væru gagnráðstaf- anir, til þesg að rétta hlut alþýð- unnar. Stærstu og fjölmennustu verkalýðsfélögin samþykktu ein- róma áskoranir á stjórn Alþýðu- sambandsins að gera þegar í stað grein fyrir því, hvað hún hyggðist fyrir og á hvern hátt hún ætlaði sér að framkvæma einróma sam þykkt verkalýðsráðstefnunnar. En hvers var að vænta af núver- andi stjórn A. S. I.? Hvers var að vænta af þeirri stjórn, sem á völd sín að þakka atbeina atvinnurek- enda og milljónunga þessa lands? Hvers var að vænta af þessari stjórn, sem hafði FELLT að mót- mæla gengislækkuninni með eins dags allsherjarverkfalli? Vissulega einskis annars en þess, sem nú er komið á daginn. Stjórn A. S. I. situr á svik- ráðum við verkalýðinn. Stjórn Alþýðusambandsins hef ur loks rofið þögn sína, og skýrt frá því hver séu áform hennar. Látum hana sjélfa segja frá. I löngu bréfi til sambandsfélaganna, dags. 15 júní, og sem að mestu fjallar um það hvað stjórn A. S. 1. hafi verið dugleg að semja við ríkisstjórnina um „vinsamlega framkvæmd" gengislaganna, segir svo m. a.: „Sambandsstjórn hefur ekki talið tímabært að hefjast handa um róttækar aðgerðir. . . . Sam- bandsstjóm telur telur, að enn beri að bíða átekta og sjá hverju fram vindur um framkvæmd og áhrif gengislaganna, svo og láta betur koma í ljós, aðgerðir rik- isvaldsins, er áhrif hafa á af- komumöguleika almennings. . . kaupgjaldshækkunina höfum við ávallt talið nauðvörn og svo er enn.... Það verður því enn um skeið ekki hægt að segja með vissu hvort né hvenær telja xað eru, sem á sínum tíma hrifs- uðu völd í Alþýðusambandinu með ofbeldi og lögleysum, ætti það vart að geta dulizt lengur. Svo langt er nú gengið, að þessi leppstjórn at- vinnurekenda telur það jafnvel orka tvímælis, hvort yfir 40% gengislækkun, þ. e. 73% hækkun á öllum erlendum vörum, gefi til- efni til launahækkunar! Það er nú skiljanlegt, hvers vegna stjórn A. S. I. barðist gegn með hnúum og hnefum á verkalýðsráðstefnunni, að skipuð yrði nefnd fulltrúa fjórðungssam- bandanna og fulltrúaráða verka- lýðsfélaganna í Reykjavík ög Hafnarfirði til þess að sjá um framkvæmd ráðstefnunnar ásamt sambandsstjórn. Hún hefur gert ráð fyrir, að í þá nefnd veldust fulltrúar verkalýðsins, en ekki auð- mjúkir þjónar atvinnurekenda og afturhalds. Verkalýðssamtökin verða að losa sig við þjóna atvinnu- rekendanna. Hér að framan hefur verið sýnt fram á það, að afkoma allrar al- þýðu manna í þessu landi, bæði til sjávar og sveita, hefur undanfarið og heldur áfram að fara dagversn- andi. Hefur svo gengið allt frá þeim tíma er auðvaldinu tókst að koma nýsköpunarstjórninni frá 1947. Jafnframt hefur verið sýnt, að af núverandi Alþýðusam- bandsstjórn er einskis að vænta. Hún hefur með verkum sínum til þessa sannað það öllum landslýð, að hún lætur sér í léttu rúmi liggja hversu hag verkalýðsins er komið, stöðugt kauprán virðist engu skipta þá auvirðilegu þjóna atvinnurekenda og afturhalds, er þar fara nú með völd. Meginþorri alls verkalýðs í landinu er gersamlega á öndverð- um meiði við stjóm A. S. í. Alþýð- an er reiðubúin til þess að heyja harða baráttu til þess að viðhalda sómasamlegum lífskjörum. Hún verður nú að láta sér skiljast, að eina leiðin til þess, er sú, að losa sig við verkfallsbrjótana og at- vinnurekendaþjónana, sem nú verður heppilegt að hafnar verði stjór.na Alþýðusambandinu og nota fyrsta tækifæri til þess að fela fulltrúum verkalýðsins sjálfs for- ystuna. ANDRI. aðgerðir í kaupgjaldsmálun- um. . . .“ Hafi verkalýðnum ekki verið það ljóst fyrr, hvers konar menn Síldarstúlkur Vantar stúlkur til sildarvinnu d Söltunarstöð mina i Siglufirði. Þœr, sern hafa i hyggju að ráða sig i síld, eettu að tala við rnig. Sigfús Baldvinsson Fjólugötu 10, Akureyri. sn>n>iF>i*>t2>i<>f<>^An>r*>tF>r< VfJAiZAtFVnVfFVfÞVnVfCVfFVisxnAfÍJTCVnAnAnAfFVfÞknXnnnVnVnnnVnnnknVnVnVnAnVnVnViÍAnV Tilkynning Kartöflugarðaeigendur! Nú er arfinn að koma í garð- ana. Hreinsið garðana strax, svo að ekki þurfi að láta gera það á ykkar kostnað. RÁÐUNA UTUR. HKhKKKHKHKhKHKhKHKhKHKhKhKhKHKHKhKhKhKHKhKKKhKhK

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.