Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1950, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.08.1950, Blaðsíða 2
3 VEBKAMAÐUBINN Föstudaginn 11. ngúst 1950 Jóhann Sebastian Bach Fœddur 21. marz 1685. - Dáinn 28. júlí 1750. Baldur Möller Norðurlandameist- ari í skák í annað sinn Friðrik Ólafsson varð efstur í meistaraflokki í dag, 28. júlí 1950, éru liðin rétt 200 ár frá andláti hins mikla meistara, Jóhanns Sebastians Bechs, einhvers ágætasta og stór- brotnasta listamanns, sem nokk- urn tíma hefur lifað. Hann fæddist í borginni Eisenach í Thiiringen. Foreldrar hans dóu bæði, meðan hann var í bemsku, og ólst hann því upp á heimili bróður síns, Jóh. Christophs Bachs, sem var mörg- um árum eldri og organleikari í Ohrdrui. Snemma byrjaði J. S. Bach að læra tónlist, einkum að leika á klaver og orgel, fiðlu og fleiri hljóðfæri. Jafnframt stundaði hann tónfræði af miklu kappi og óvenjulegri alvöru. Til dæmis um áhuga hans er það, að hann bað bróður sinn að ljá sér bók með orgeltónverkum eftir fræga meist- ara. Bróðir hans neitaði honum um bókina með þeim ummælum, að hann hefði ekkert með hana að geca, fyrr en hann hefði lært miklu meira. Jóhann litli var samt ekki af baki dottinn. Hann læddist inn i stofu bróður síns á nóttunni, og sat hann siðan uppi við að af- rita lögin. Ekki þorði hann að kveikja ljós, heldur bjargaðist við tunglsskinið. En við þetta ofreyndi hann augun, svo að hann beið þess aldrei bætur. J. S. Bach hafði á þessum árum óvenjufagra söngrödd. Vegna hennar var honum boðin ókeypis vist við Michaelisskólann í Liine- burg, sem var latínuskóli. í þessum skóla lærði hann að syngja, og söng hann sopranrödd í kór skólans. Var það alltítt á þess um tímum, að slíkir skólar héldu uppi æfðum kórum, sem sungu í kirkjum borganna, en voru styrktir til þess af söfnuðunum. Meðan Bach var í Michaelis- skólanum, sleppti hann engu tæki- færi til að afla sér þekkingar á tónlist. Sérstaklega varð hann fyr- ir miklum áhrifum af hinum ágæta tónlistarmanni Georg Böhm. Þá kynntist hann ýmsum innlendum og erlendum hljóðfærasnillingum. Um helgar og frídaga fór hann fót- gangandi til Hamborgar til að geta hlustað á hinn mikla meistara Reinken og fleiri orgel-snillinga. Stundum gekk hann til Celle til að heyra franska hljóðfæraleikara, sem voru þar í hirðhljómsveitinni. Ekki hafði Bach efni á að stunda háskólanám, og þegar námi hans í Michaelisskólanum var lok- ið árið 1703, var hann ráðinn fiðlu- leikari við hirðina í Weimar. Þar var hann í nokkra mánuði. Þá var hann ráðinn organleikari við ný- byggða kirkju í Arnstadt í Thúr- ingen. Þar hélt hann áfram tónlist- arnámi sínu af óþreytandi elju og kappi. Honum lék einkum hugur á að kynnast Buxtehude, sem var frægastur allra þálifandi orgel- meistara í Þýzkalandi. Fékk hann því fjögurra vikna orlof og hélt fótgangandi til Liibeck. Buxtehude tók honum opnum örmum, og fyrr en varði urðu vikurnar fjórar að fjórum mánuðum. Lá nærri, að það kostaði hann stöðuna. Bach reyndi alltaf að nota hvert tæki- færi til að hlýða á framúrskarandi listamenn og kynna sér mismun- andi tegundir tónlistarstíls. Ferð- aðist hann oft til fjarlægra staða og sparaði ekkert erfiði. Árið 1707 gjörðist hann organ- leikari í Miihlhausen og kvæntist sama ár frændkonu sinni Maríu Barböru. ^708 réðst hann organ- leikari og síðar konsertmeistari við hirð hertogans í Weimar. Þar fékk hann ágætt orgel til umráða, og nú náði hann slíkri fullkomnun sem organ- og klaver-leikari, að vafasamt er, að nokkur maður hafi komizt lengra. Hann var einn- ig ágætur fiðluleikari. Árið 1717 bauðst honum staða sem hljómsveitarstjóri í Cöthen. Bæði meðan hann dvaldi þar og í Weimar fór hann margar hljóm- leikaferðir. Meðan Bach dvaldi þarna missti hann konu sína. En ári síðar gekk hann að eiga unga, gáfaða söng- konu, Önnu Magdalenu Wulken. Hún varð honum ómetanleg að- stoð við störf hans. Heimilislif Bachs var jafnan mjög gott. Árið 1723 gjörðist Bach kantor (þ. e. söngkennari og æfingastjóri) við Thom&sarskólann í Leipzig. Mun hann einkum hafa tekið til- boði um það starf vegna sona sinna, sem stunduðu nám í háskól- anum þar. Starfið var að ýmsu leyti erfiðara og ónæðissamara en það, sem hann hafði áður. Thomas- arskólinn var latínuskóli, en eng- inn fékk inngöngu í hann, nema þeir, sem höfðu söngrödd. Skóla- vistin var ókeypis, en nemendurnir urðu að æfa sig í kór og syngja í Thomasarkirkjunni og fleiri kirkj- um í borginni. Bach þurfti að kenna ýmislegt annað í skólanum en sönginn, en á því hafði hann ekki áhuga, og varð það honum all- þungur kross. Oft átti hann í brös- um við yfirboðara sxna, sem skildu lítið í list hans og fannst allt mega vera með svipuðu lagi og tíðkast hafði áður. Hljómsveit og söng kraftar þótti Bach ekki fullnægj- andi, en með óþreytandi áhuga og óbilandi viljakrafti tókst honum þarna að skapa kór, sem síðan um hans daga hefir verið einhver fræg- asti kór í heimi. Auk þess, sem Bach starfaði við Thomasarskólann, var hann stjórnandi og ráðunautur tónlistar- iðkana við háskólann í Leipzig. Er svo að skilja, að það hafi verið honum mjög ánægjulegt starf, og var hann lengi stjórnandi tónlist- arfélags háskólastúdentanna. Bach ferðaðist lítið eftir það er hann fluttist til Leipzig. Síðustu árin, sem hann lifði, þjáðist hann af kvalafullum augnsjúkdómi og varð að lokum alveg blindur. Hann andaðist 28. júlí 1750, 65 ára gamall. Bach eignaðist 20 börn, 7 með fyrri konunni, en 13 með hinni síðari. 9 þeirra lifðu Þórunn S. Jó- hannsdóttir hélt píanóhljómleika í Samkomuhúsinu í gærkvöldi. Hún er enn á barnsaldri (11 ára), en sannkallað undrabarn. Eins og flestum mun kunnugt, stundar hún tónlistarnám við Konunglega tón- listarskólann í London. Hefir hún vakið þar bæði undrun og aðdáun með afburðagáfum og dugnaði. Hún lék hér í fyrrasumar og vakti mikla hrifningu. Nú hefir henni farið mikið fram. Viðfangsefni hennar voru eftir Bach, Beethoven, Schumann, Chopin og J. Mc. Ewen og auka- lag eftir Débussy. Ekki hafði Þór- unn leikið lengi, þegar glögg- skyggnum áheyranda hlaut að vera ljóst, að hér var við hljóðfærið snillingur, sem bæði hafði ótrú- lega þroskaðan skilning, næmi og leikni í að láta hvert tónskáld tala sínu máli. Meira að segja hin há- tíðlega, alvarlega og undursam- lega hreina og fagra, en erfiða tón- list Bachs naut sín prýðilega. Síð- an var óslitin stígandi til enda hljómleikanna, sem náði hámarki í lögum Chopins, einkum síðasta lagi hans: Etúde op. 25, nr. 12 í c, sem hún varð að endurtaka. Auka- lagið var ágætlega leikið. Hefi ég mjög sjaldan heyrt lög eftir Dé- bussy betur flutt o'g aldrei skýrara, og sýnir það, hve alvarlega Þórunn tekur list sína. Þökk sé henni fyrir þann sóma, er hún svo ung gerir þjóð sinni. Ég óska henni allra heilla. Á. S. hann, 5 synir og 4 dætur. Urðu 2 af sonum hans mjög frægir tónlist- armenn, og fleiri nafnkunnir. Ekkja Bachs andaðist 1760 í sárri fátækt. Bach var frægastur á sinni tíð fyrir hljóðfæraleik sinn, einkum organleik. Fullkomnaði hann org- anleikinn og fann upp betri aðferð en áður hafði þekkzt. Aftur á móti þekkti samtíð hans lítið tónverk hans eða gerði sér ekki grein fyrir, hversu frábær snilld hans var, bæði í formi og innihaldi tónverkanna. Bach var lengst af ævi sinni allt- af að semja tónverk, einkum komst skriður á tónsmíðar hans, er hann var kominn til Weimar, og hélzt það æ síðan. Meðan Bach var í Weimar, samdi hann einkum tónverk fyrir klaver og orgel, í Cöthen fyrir samleik ýmissa hljóðfæra (kamm- ermúsik) og hljómsveit, en í Leipzig lagði hann einkum stund á að semja kirkjutónverk fyrir kór og einsöngva með hljómsveit og orgeli (kantötur, motettur, óratór- íur, passionmúsik, messa). Tón- verk hans eru svo mikil að vöxt- um, að lítt er skiljanlegt, hvernig einn maður fær afkastað slíku. Hitt er þó meira vert, að öll hafa þau að geyma ótæmandi auð feg- urðar og göfgi, jafnt í formi sem innihaldi. Enginn hefir haft annað eins vald á tónlistarformi og hann. Oviðjafnanlegar eru sálmalagaút- setningar hans. En mestur er hann Skákmóti Norðurlanda, sem að þessu sinni var háð í Reykjavík lauk í gær. í landliðsflokki urðu úrslit sem hér segir: 1. Baldur Möller ......... 7 2. Guðjón M. Sigurðsson . . 6V2 3. Aage Vestöl ............ 5V2 4. Guðmundur Ágústsson . . 4V2 5. Julius Nielsen ........ 4 6. Palle Nielsen.......... 4 7. O. Kinnmark............ 4 8. Storm Herseth.......... 4 9. Eggert Gilfer .......... 3Vz 10. Bertil Sundberg ...... 2 í meistaraflokki varð efstur yngsti þátttakandi þessa skákmóts, Friðrik Ólafsson með 6V2 vinning. Hér á eftir er birt ein skák, sem tefld var á þessu skákmóti. Skák- in er tekin úr skákdálki Þjóðvilj- ans, en ritstjóri hans er Guðmund- ur Arnlaugsson: Kóngsindversk vörn. Landsliðið, 2. umferð, 29. júlí. P. Nielsen. B. Möller. 1. d2— -d4 Rg8— -f6 2. Rgl —f3 g7- -g6 3. g2- g3 Bf8— -g7 4. Bf 1- —g2 0- —0 5. 0—0 c7— -c6 6. c2— -c4 d7— -d6 7. Rbl —c3 Rb8—d7 8. e2—e4 e7—e5 9. h2— -h3 Rf6— -h5 10. Bcl—e3 f7—‘f5 11. e4xf5 g6xf5 12. Rf3- —g5. Rd7— -f 6! En ekki De8 13. d5 og svartur ræður ekki við hótanir hvxts. (Hvítur hótar dxc6, og ef 13. — c5; þá 14. Rb5, Dg6 15. Rxd6!) 13. d4xe5 d6xe5 14. Be3—c5 Dd8xdl 15. Halxdl Hf8—c8 Hvítur ræður einu opnu línunni og sýnist standa betur að vígi. En staðan er brigðul og hann má gæta sín. Bezt væri að leika nú þegar Rf3 til þess að eiga völ á d4 handa riddaranum, ef svartur leikur e5— e4. 16. Hf 1—el e5—c4 17. h3—h4 h7—h6 þó í orgeltónverkum sínum og kór- verkum. Þar ber hann langt af öll um, sem lifað hafa. Það var að þakka tónskáldinu og göfugmenn inu Felix Mendelssohn-Bartholdy, að kórverk Bachs voru grafin úr gleymsku á fyrri hluta 19. aldar Hér á landi hefir dálítið verið gert að því að kynna tónverk Bachs, og hefir dr. Páll Isólfsson gert mest til þess. Einnig Tónlistarfélagskór- inn undir stjóm dr. V. Urbant- schitsch. Af verkum Bachs hafa óteljandi tónlistarmenn síðari tíma drukkið kraft, fegurð og andríki. Þau eru og verða um aldir ótæmandi brunnur göfgi og fegurðar. Hann var einn af mestu velgjörðamönn- um mannkynsins. Þess vegna gleymist hann aldrei, heldur er nafn hans ódauðlegt. Akureyri, 28. júlí 1950. Á. S. 18. Rg5—h3 Bc8—e6 19. Bg2—f 1 Rf6—d7 20. Bc5—d6 Rd7—e5 21. Bf 1—e2 Re5—f3f 22. Be2xf3 e4xf3 23. Hel—e3 Be6xc4 24. He3xf3 Hvítur er neyddur til þess að drepa með hróknum, því að svart- ur hótar Bc4—e2. 24. Bg7xc3 25. Hf3xc3 Bc4xa2 26. b2—b3 Hvítur reynir að fá fram tafllok með fjórum hrókum. Önnur leið var sú að halda mislitu biskupun- um áfram á borðinu með 26. Bc5, en þá getur svartur svarað með He2. Sennilega nægir hvorug leið- in til jafnteflis. 26. Ha8—d8 27. Hdl—al Hd8xd6 28. Halxa2 a7—a6 29. Ha2—a4 He8—e5 30. Rh3—f4 Rh5xf4 31. Ha4xf4 h6—h5 32. Hc3—f3 Hd6—d5 33. Kgl—g2 Kg8—g7 34. Hf4—c4 He5—e4 35. Hc4—c3 Kg7—f6 36. Hc3—cl He4—d4 37. Hcl—c3 a6—a5 38. Hc3—e3 Hd5—e5 39. He3—c3 c6—c5 40. Kg2—h2 b7—b5 41. Hc3—c2 c5—c4 42. Kh2—g2 b5—b4 Svartur fórnar peði til þess að hvítu hrókarnir fái ekki aukið svig- rúm. 43. b3xc4 a5—a4 44. c4—c5 b4—b3 45. Hc2—cl He5—e7 Kapphlaup peðanna er svo tví- sýnt að engu má muna. Áætlun Baldurs var 45. — Hb4 (t. d. 46. c6 b2 47. Hbl Hc5 48. Ha3 Hxc6 49. Ha2 a3 og vinnur). En þetta ex erfitt að reikna svo að fyllilega öruggt sé og því velur hann annað áhættuminna framhald, sem einn- ig nægir til vinnings. 46. c5—c6 He7—c7 47. Hcl—c5 f5—f4 48. Hc5xh5 Hd4—b4! Gefst upp. HLÍFARKONUR! Farin verður hin árlega skemmtiferð miðviku- daginn 16. þ. m. kl. 9 f. h. Konur hafi með sr nesti. Nánari upplýs- ingar í síma 1330, 1262, 1548 og Lundargötu 10. — Nefndin. HJÚSKAPUR. Laugard. 5. ágúst voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Laufey S. Ásgeirsdóttir, Reykjavík, og Björn Guðmundsson frá Næfranesi, Dýrafirði. kennari á Stokkseyri. — Sunnudaginn 6. ágúst ungfrú Ingibjörg Magnús- dótir frá Gæsum og Rö.gnvaldur Bergsson, veitingaþjónn, Akureyri. HJÓNAEFNI. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Bára Sigurðardóttir, Akureyri, og Sverrir Benediktsson, rakaranemi, Rvík.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.