Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1950, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 11.08.1950, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN XXXIII. árg. Akureyri, föstudaginn 11. ágoíiöl JS1.1 31. tbl. Krafa um verkalýðsráðstefnu til að samræma baráttuna, berst frá æ fleiri félögum Verkalýðsfélögin eru nú að se gja »pp samningum sínum hvert aí öðru. Eins og kunnugt er, ákvað stjórn Alþýðusambands íslands, þegar kunnugt varð um þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar, að ákveða kaup- gjaldsvísitöluna 112 stig, að leggja til við sambandsfélögin að þau segðu upp kaup- og kjarasamning- um sínum. Mörg félög hafa nú lausa samninga, þannig, að þau geta sagt þeim upp með mánaðar- fyrirvara, þar á meðal flest stærstu og öflugustu félög landsins. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, miðstjóm Alþýðu- sambands Norðurlands, Verka- mannafélagið Hlíf, Verkamannafé- lag Akureyrarkaupstaðar og fleiri félög hafa lýst sig samþykka ákvörðun sambandsstjórnar og pjafnframt skorað á hana að kalla saman réðstefnu verkalýðsfélag- anna til þess að samræma kröfur verkalýðsfélaganna og skipuleggja baráttuna. BRÉF STJÓRNAR FULLTRÚA- RÁÐS VERKALÝÐSFÉLAG- ANNA í REYKJAVÍK. „Miðstjórn Alþýðusambands íslands, Reykjavík. — Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík lýsir yfir fullu sam- þykki sínu við tillögu stjórnar Alþýðusambands íslands um að asmbandsfélögin segi upp kjara- samningum sínum með kaup- gjaldsbaráttu fyrir augum, til þess að svara hinum dæmafáu árásum rikisstjórnarinnar ó lífs- kjör allra launþega. Með því að hér er um bar- áttu að ræða, sem snertir allan verkalýð landsins í heild, og mikið í húfi að hann vinni al- geran signur í þessari baróttu, vill stjórn Fulltrúaráðsins leggja megináherzlu á, að allt verði gert, sem unnt er, til þess að fullkomna, einingu verkalýðsins 1"'um allt land þegar frá upphafi. í því skyni vill stjórn Full- trúaráðsins leggja til, að stjórn A. S. í. kalli þegar x stað saman ráðstefnu allra þeirra verkalýðs- félaga, sem geta sent fulltrúa með sem skemmstum fyrirvara, og séu fulltrúamir kjömir af stjórnum félaganna. Við teldum rétt, að verkefni ráðstefnunnar yrðu fyrst og fremst þau, að gera ráðstafanir til að tryggja algera eininguingu alls verkalýðs landsins, að sam- ræma uppsagnir félaganna og tíma kaupgjaldsbaráttunnar, að fjalla um aðalkröfur samtakanna og að leggja gmndvöll að sam- eiginlegri yfirstjórn kaupgjalds- baráttunnar. Við vonum að stjórn A. S. í. bregðist vel við þessari tillögu okkar og tjáum okkur reiðubúna til frekari viðræðna varðandi þessi mál. Með stéttarkveðju." TILLAGA STJÓRNAR A. N. Á fundi miðstjórnar Alþýðusam- bands Norðurlands, sem haldinn var 23. júlí 1950, var eftirfarandi tillaga samþykkt með öllum at- kvæðum: „Fundur miðstjórnar Alþýðu- sambands Norðurlands, haldinn 23. júli 1950, lýsir yfir sam- þykki sinu við ákvörðun mið- stjórnar Alþýðusambands Is- lands um að beita sér fyrir þvi, að verkalýðsfélögin hefji sam- eiginlega launabaráttu. Miðstjórnin telur, að nauð- synlegt sé til tryggingar sigur- sælli baráttu, að verkalýðsfélög- in samræmi kröfur sínar og tíma til aðgerða eftir því sem unnt er. Miðstjórnin skorar því á Miðstjórn A. S. í. að boða til ráðstefnu með fulltrúum verka- lýðsfélaganna um eða fyrir 1. ágúst n.k. til þess að samræma kröfur og starfsaðferðir í vænt- anlegri launabaráttu.“ TILLAGA VERKAMANNA- FÉLAGSAKUREYRAR- KAUPSTAÐARR. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hélt fund 31. júlí til að ræða tillögu stjórnar A. S. I. Fund- urinn samþykkti einróma eftirfar- andi tillögu: „Fundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 31. júli 1950, lýsir samþykki sínu við ólyktun miðstjórnar A, S. I. varðandi uppsagnir samn- inga og nauðsyn sameiginlegrar launabaráttu verkalýðsfélag anna. Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á það álit sitt, að fyrir- huguð barátta fyrir launahækk- unum verði að beinast að þvi marki að fullar bætur fáist fyrir þá kjaraskerðingu, sem gengis- lækkunarlögin hafa leitt af sér. Fundurinn telur, að sigxirmögu leikar verkalýðssamtakanna í fyrirhugaðri kaupgjaldsbaráttu séu mjög háðir því, hversu allur undirbúningur og yfirstjórn hennar fer úr hendi og skorar því á miðstjórn A. S. í. að verða við kröfum Fulltrúaráðs verka- lýðsfélganna í Reykjavík, Al- þýðusambands Norðurlands og ýmissa verkalýðsfélaga um skyndiráðstefnu verkalýðsfélag- anna. Að fundinum loknum hófst alls- herjaratkvæðagreiðsla um upp- sögn samninganna og var uppsögn- in samþykkt með 85:20 atkvæð- um. I samband: við þessa litlu þátttöku í atkvæðagreiðslunni er þess að gæta að mikið á annað hundrað manns er nú fjarverandi ur bænum í atvinnuleit, sökum þess að hér er litla sem enga vinnu að hafa. Trúnaðarmannaráð Verkamanna- félagsins hefur nú samþykkt að segja samningunum upp írá 15. þ. m. og falla þeir þá úr gildi 15. sept. næstk. EINHUGA AÐ LEGGJA TIL BARÁTTU. í sambandi við þessar tillögur, sem verkalýðsfélögin hafa sam- þykkt, en þær, sem ekki eru birt- ar hér, ganga mjög í sömu átt, er tvennt einkum athyglisvert. í fyrsta lagi það, að verkalýðsfélög- in eru nú einhuga um að segja upp samningum sínum, enda liggja til þess fullgildar ástæður. Dýrtíð og verðbólga hefur vaxið svo gífur- lega í landinu undanfarið, að sliks eru engin dæmi fyrr. Hefur ástand- inu í fjármálum þjóðarinnar helzt verið líkt við það ástand, sem var orðið hjá stjóm Siang Kai-Shek í Kina. Dæmi hinnar vaxandi dýr- tiðar er óþarft að greina, enda hefur það þegar verið gert hér í blaðinu ,en verkamenn og annað launafólk finnur það betur með hverjum deginum sem líður, að kjör þess hafa verið skert stór- kostlega undanfarin ár og alveg sérstaklega við gengisfellinguna í vor. Eina leiðin, sem alþýðan hef- ur til þess að rétta hlut sinn eru kauphækkanir og öllum þorra verkalýðsins mun svo virðast, að það sé eigi vonum fyrr, sem stjórn Alþýðusambandsins ákveður að beita sér fyrir almennum grunn kaupshækkunum. Tillögur Maliks til lausnar Kóreudeilunni Síðastliðinn föstudag, bar fulltrúi Ráðstjórnarríkj- í Öryggisráðinu, Jakob Malik, fram tillögu til lausnar Kóreudeilunni. Tillagan er í fjórum liðum: Fulltrúum alþýðustjórnarinnar í Kína sé boðið að taka sæti í Öryggisráðinu. Fulltrúum frá stjórn Kóreu í Pyongyang og-lepp- stjórn S.-Kóreu sé boðið að senda fulltrúa til að flytja mál tyrir Öryggisráðiriu. Fyrirskipað sé vopnahlé í Kóreu. Allir erlendir herir séu fluttir burt úr Kóreu. Bandaríski fulltrúinn í ráðinu varð æfur við þessar tillögur Maliks, sérstaklega virtist honum það Irek ósvífni að ætla að bjóða fulltrúa frá alþýðustjórn Kóreu að flytja mál sitt iyrir Öryggisráðinu. Þá er það mjög athyglisvert að ríkisstjórnir landa, sv'o sem Noregs og Bretlands, sem hafa viðurkennt alþvðu- stjórn Kína, sem hina einu löglegu stjórn þess lands, hafa til þessa ávallt komið í veg fyrir að fulltrúi henriar tæki sæti Kína hjá SÞ, svo sem vera ber, ef lög og réttur væru þar einhvers virt. Bræðslusíldaraflinn 220.617 hektólítrar Saltað í 30.005 tunnur Sama og engin síldveiði þessa viku Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins, var bræðslusíldaraflinn sl. laugar- dag orðinn 220.617 hektólítrar og saltað hafði verið í 30.005 tunnur. A sama tíma í fyrra var bræðslusíldaraflinn 70.273 hl. og saltað hafði verið í 17.465 tunnur. OTTAST FORYSTU STJÓRNAR A. S. í. í öðru lagi kemur fram mjög ákveðin krafa um að fulltrúar /erkalýðsfélaganna verði kvaddir saman til þess að skipuleggja bar- áttuna og tryggja sigursæla lausn hennar. Orsökin er vafalítið sú, að verkalýðurinn treystir varlega þeirri stjórn, sem nú situr við völd í A. S. 1, enda liggja til þess gild- ar ástæður. Fyrst það, að stjórn þessi hefur látið það viðgangast að kjör umbjóðenda hennar væru að ástæðulausu stórlega skert, án þess að þess yrði vart að hún léti sér það ekki vel líka. Ennfremur er hún staðin að því, að hafa svik- ið samþykkt verkalýðsráðstefn- unnar í vetur. Sú ráðstefna sam- (Framhald á 4. síðu). Þennan afla hafa 218 skip með 214 nætur fengið og hafa flestöll skipin fengið einhvern afla. Aflahæstu skipin eru (mál og tunnur): Helga Rv. 4989, Fagri- klettur Hafnf. 4378, Stígandi Óf. 3269, Fanney Rvík 2812, Skaft- fellingur Vm. 2784, Haukur I. Óf. 2686, Edda Hf. 2400, Andvari Rv. 2372, Garðar Rauðuv. 2359, Snæ- fell Ak. 2304, Ingvar Guðjónsson Ak. 2293, Hilmir Keflav. 2148, Sigurður Sf. 2134, Ársæll Sigurðs- son Njv. 2118, Einar Þveræingur Óf. 2103, Guðm. Þorlákur Rvík 2056, Björgvin Dalvík 2037, Reynir Vm. 1870, Hvanney Hornf. 1862, Goðaborg Neskst. 1815, Pétur Jónsson Húsav. 1799, Súlan k. 1793, Hólmaborg Eskf. 1769, Akraborg Ak. 1768, Sævaldur Óf. 1764, Vörður Grenivík 1751, Freyfaxi Neskst. 1744, Rifsnes Rv. 1694, Kári Sölmundarson Rv. .1669, Valþór Seyðf. 1632, Víðir Eikf. 1597, Grindvíkingur Grindv 1590, Erlingur II. Vm. 1565, Einar Hálfdánarson Bolungav. 1556, Keilir Akran. 1556, Auður Ak. 1545, Særún Sf. 1544, Þorsteinn Dalv. 1543, Hannes Hafstein Dalv. 1452, Bjarmi Dalv. 1448, Illugi Hf. 1419, Heimir Keflav 1412, Aðalbjörg Akran. 1386, Keflvík. Kv. 1289, Gylfi Rv. 1247 Eldb. Borgarn 1210, Sæhr. Þing eyri 1202, Snæfugl Reyðarf. 1198 Björg Eskf. 1187, Vísir Keflav. 1186, B.v. Gyllir Rv. 1148, Mun- inn II. Sandg. 1136, Björn Jónsson Rv. 1102, Helgi Helgason Vm. 1095, Smári Húsav. 1093, Hag- barður Húsav. 1Ó82, Skeggi Rv. 1077, E.s. Ól. Bjarnaso’n Ákran. 1053, Guðm 1032. Tveir um nót: Bragi' o’g'Fróði Njv. 1592, Týr og Ægir Greniv. 1415. ' l ■' '• ú‘!'' LÍTIL SÍLDVEIÐl. ’ ,nU Undanfarna daga hefúr satalitið xf síld borizt á land, endá hefur veiðiveður verið óhagstætt og síld ekki sést vaða. Þorðarson Garði .ivfbiox '4 H‘-< Verkamannafélagið segir upp frá 15. ágúst Trúnaðarmannaráð Verka- mannafélagsins hefur samþykkt að segja upp kaup-" og kjara- samningum félagsins frá og með 15. þ. m., en eins og kunn- ugt er, er mánaðar úppsagnar- frestur, þannig, að samningarn- ir falia úr gildi 15. sept. næstk. Fleiri félög hér norðanlands a. m. k. munu segja upp samning- um sínum frá sama eða svipuð- um tíma.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.