Verkamaðurinn - 22.08.1952, Side 4
Útgefándi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásgrímur Albertsson.
Blaðstjóm: Jakob Ámason, Sigurður Róbertss., Þórir Danielss.
VERKfltTlflDUKinn
Föstudaginn 22. ágúst 1952
Prentverk Odds Bjömssonar h. f.
Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafél. Akureyrar, Hafnarstr. 88.
Opin 5—6V2 alla virka daga nema laugardaga. — Simi 1516.
Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. Lausasöluverð 75 au. eintakið.
íslendingar njóta álits á Norður
löndurn sem söngþjóð
- segir Sigursveinn D. Kristinsson, söngstjóri
IHjartans þakkir til allra þeirra ein- |
staklinga og félagssamtaka, sem minnt- |
ust mín með kveðjum, heillaóskum og |
gjöfum d fimmtugsafmceli mínu. §
Einar Olgeirsson. |
*W<hk«hkhKhkhkhkhkhKhkhkhkhkh5<hKhKhkhKhKhkhki<hjÍh
Hvað „skeður” næst?
Flestir leesndur þessa blaðs
kannast við Sigursvein Kristins-
son frá Ólafsfirði. Þeir hafa ef-
laust heyrt einhver af lögum
hans, margir hafa séð útskomar
hillur eða aðra gripi eða þá lesið
greinar, sem hann hefur skrifað.
Allt þetta ber vitni sjaldgæfuwi
gáfumanni og listamanni, sem
brotizt hefur til menntunar og
þroska við hin erfiðustu skilyrði.
Sigursveinn var staddur hér í
bænum fyrir nokkrum dögum og
sætti eg þá lagi að ná tali af hon-
um. Eins og ævinlega var hann
léttur í lund og neistaði af lífs-
fjöri og áhuga.
— Þú kemur úr siglingu, er
ekkisvo?
— Eg kom heim með Gullfaxa
3 .þ. m. eftir rúmlega eins árs
dvöl í Kaupmannahöfn.
1— Til náms eða heilsubótar?
— Hvort tveggja. Fyrst var eg
þar í sjúkrahúsi í fimm og hálfan
mánuð. Eg var þar til lækninga
vegna afleiðinga lömunarveiki,
sem eg fékk á barnsaldri.
— Hver var árangurinn?
— Eg fékk að vísu ekki bót á
lömuninni, til þess er hún orðin
of gömul. En eg hafði mikla
hressingu upp úr þessari sjúkra-
hússvist og er heilsubetri að öðru
leyti á eftir. Fyrir mig var allt
gert, sem hugsanlegt var að gera
og eg kynntist því, að Danir eru
viðurkenndir að standa mjög
framarlega hvað snertir hjúkrun
og lækningar lömunarsjúklinga.
— En námið?
— Seinni hluta dvalartímans
stundaði eg nám í músikteóríu.
Eg bjó hjá fólki út í bæ og fékk
heim til mín kennara frá Kon-
unglega tónlistarskólanum. Heit-
ir hann Sven Westergaard ,mjög
góður kennari og mikill tónlistar-
maður.
Eg komst að raun um það, að
aðferðir Dana við tónlistar-
kennslu og tónlistaruppeldi eru
betri en við eigum hér að venjast
og tel eg að við getum mikið af
þeim lært.
— Beið álit þitt á íslenzkum
söngkröftum nokkurn hnekki við
kynnin af hinum erlendu.
— Nei, síður en svo. Eg tel að
þeir standist mjög vel saman-
burð við það, sem eg heyrði af
söng Dana og hinna Norður-
landaþjóðanna. Og af samtölum
sem eg átti við danska tónlistar-
gagnrýnendur komst eg að raun
um, að íslenzkur kórsöngur nýtur
mikils álits og íslendingar þykja
standa framarlega sem söngfólk.
— Hvað hyggst þú nú fyrir?
— Mig langar til að leggja fram
krafta mína til að efla söngstarf,
einkum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Við stofnuðum kór í
Ólafsfirði fyrir nokkrum árum og
einnig átti eg nokkurn þátt í að
stofnað var Söngfélag verkalýðs-
félaganna í Reykjavík fyrir hálfu
öðru ári síðan. Mig langar til að
halda áfram þeirri starfsemi. Eg
álít að verkalýðshreyfingin hafi
þar mikið og veglegt hlutverk að
rækja í menningarbaráttu þjóð-
arinnar. Efling sönglífs og tón-
menningar innan þessara fjöl-
mennu samtaka er mikilvægt
fyrir þjóðarheildina ekki síður en
fyrir stéttina. Fyrir þessu þarf að
vakna skilningur innan verka-
lýðssamtakanna sjálfra.
— Er þá ætlun þín að flytja til
Reykjavíkur?
— Já, eg geri ráð fyrir því. Eg
er nú á leið heim í Ólafsfjörð, en
býst við að flytja suður með
haustinu, ef ekki strandar á að
fá húsnæði eða einhverju öðru.
Þótt þeir, sem kynnast verkum
Sigursveins, kynnist þar gáfum
hans og listamannshæfileikum,
vex harm mikið við persónuleg
kynni. Þeim sem eitthvað er and-
lega niðurdreginn eða þjáist af
hugarvíl vegna „tilgansleysis
þessa lífs“, kann eg ekki að gefa
betra ráð en að spjalla við Sig-
ursvein. Hann er ekki í neinum
vafa um tilgang lífsins, lífstrú
hans og bjartsýni er svo bráð-
smitandi, að sérhver hlýtur að
fara af hans fundi glaðari og
hressari í lund. Söngmenning ís-
lendinga á mikilhæfan liðsmann
þar sem hann er.
A. A.
Togararnir
Togarar U. A., sem voru á
Grænlandsmiðum, eru nú komn-
ir. Svalbakur kom fyrstur og var
með 343 tonn af saltfiski. Hann er
farinn aftur á veiðar. Verið er að
losa Harðbak og fer hann vænt-
anlega aftur út á morgun. Kald-
bakur kom í nótt og er byrjað að
losa hann.
Úrvals hveiti:
GOLD MEDAL
PILSBURY BEST
HAFNARBLÐIN H. F.
Nylon
vinnuvettlingar
HAFNARBÚÐIN H. F.
Septemberdagar
Nýtt smásagnasafn eftir
Einar Kristjánsson
Nú er að koma í bókaverzlanir
ný bók, smásagnasafn eftir Einar
Kristjánsson, og ber hún nafnið
Septemberdagar. í bókinni eru
tíu sögur, sem heita: Vaxtavextir,
Allar vildu meyjar, September-
dagur, Þegar konan trúir, Perlu-
drottningin, Sprettur, Huldukon-
an kallar, Gott blóð, Logi og
Endurfundir.
Einar er þegar orðinn nokkuð
þekktur sem smásagnahöfundur.
Sögur hans hafa birzt í tímaritum
og einnig verið lesnar í útvarpið.
Ein sagan í þessari bók, Logi,
birtist í síðasta jólablaði Verka-
mannsins. Hafa þær vakið at-
hygli fyrir lipra frásögn og
kímni.
Bókina prýða mgrgar myndir,
sem okkar ágæta listakona Elísa-
bet Geirmundsdóttir hefur teikn-
að. Er að þeim mikill fengur.
Prentverk Odds Björnssonar
hefur prentað bókina og er það
vel af hendi leyst, svo sem vænta
má.
<11111111111 iii miiimiiitiiimimimiiimiMiii iii niMimiMg
NÝJA-BÍÓ
i . |
Sýnir um helgina:
| SUMARREVYAN
l Dansa- og söngvamynd i
í eðlilegum iltum.
I t
'IMIMtllllMIMMMMMIIMMMirttMMMMMMMIIlllHMMIMll'I •
} SKJALDBORGAR-BÍÓ
Sýnir í kvöld:
MR. MUSIC |
í Aðalhlutverk:
Bing Crosby.
TiiIMIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIMIMMIIMMIIIIMMIIMiÍ
Sveskjur
stórar og góðar,
í pökkum og lausri vigt.
HAFNARBÚÐIN H. F.
Henkó
þvottasódi
HAFNARBLÐIN H. F.
Það er viðtekin regla, að blöð
þríflokkanna hér í bænum vakna
jafnan til meðvitundar um það,
að til sé nokkuð sem heitir
verkalýður þegar kosningar eiga
að fara fram í Verkamannafélagi
Akureyrarkaupstaðar, blossar þá
upp eldlegur áhugi þeirra fyrir
verklýðsmálum og vandlætingin
gengiu- út yfir öll takmörk, þess
á milli dvínar áhuginn allt niður
í núll og er jafnvel ekki örgrant
um ,að hann hafi stöku sinnum
farið niður fyrir það. Nú standa
kosningar til Alþýðusambands-
þings fyrir dyrum og nú skal
finna árásarefni á stjóm Verka-
mannafélagsins, sem kippi öllum
stoðum undan völdum hennar í
félaginu, en ef til vill’hefur verið
farið fullgeyst af stað. Alþýðu-
maðurinn talar um „einingu í
orði en yfirtroðslur á borði“ og
segir m. a. á þessa leið: „Á síðasta
fundi V. A. skeði? t. d. það, að 20
inntökubeiðnir voru ekki bornar
upp af því hlutaðeigandi menn
höfðu ekki greitt félagsgjaldið.“
Svo mörg eru þau orð, í fyrsta
lagi „skeði“ ekki neitt þessu líkt
á fimdinum, umræddar inntöku-
beiðnir, sem voru að vísu 9 en
ekki 20, komu aldrei fyrir fund-
inn, en hitt ætti ritstjóra Alþýðu-
mannsins að vera kunnugt, þar
sem hann hefur svo oft vitnað í
lög félagsins, að ekki er leyfilegt
að taka innsækjanda inn í félagið
nema hann hafi áður greitt fyrsta
árgjald. 4. gr. félagsins hljóðar
svo: „Inntökubeiðnir skulu vera
þannig gerðar, að í þeim felist
skuldbinding um að hlýða lögum
og samþykktum félagsins, enda
þarf þá umsækjandi ekki að und-
irrita félagslögin. Þó skal hann
fyrst greiða félagsskírteini og
fyrsta árstillag.“ Manni verður á
að spyrja, hvers konar árás er
hér á ferðinni? Á ef til vill að
láta Alþýðusambandið úrskurða
þessa menn inn í félagið, þvert
ofan í lögin, það er ekki nema
beint áframhald af því ofsóknar-
brjálæði sem gripið hefur stjórn
ASÍ og fylgipípur þess gegn
Verkamannafélagi Akureyrar-
kaupstaðar, það virðist þó nokk-
uð langt gengið að byggja árás á
félagið á því, að stjórn þess hefur
fylgt skýlausum lagafyrirmælum
um meðferð á inntökubeiðnum,
ef til vill getur ritstjóri Alþýðu-
mannsins túlkað þessa lagagrein
sér í hag, en fróðlegt verður að
sjá, hvernig hann setur dæmið
upp. Annað árásarefni á stjóm V.
A. er það, að hún láti viðgangast
að utanfélagsmemi og jafnvel út-
lendingar séu látnir taka hér
vinnuna af félagsmönnum, þeir
vita sýnilega, „kollegarnir“ við
Alþýðumanninn og Dag, hvar
verkamenn eru veikastir fyrir,
hér mun þó rætni þeirra ekki
bera árangur, því að félagar í V.
A. vita það of vel, að aldrei hef-
ur verið staðið eins vel á rétti
þeirra og nú þessi síðustu ár og
sýnir það meðal annars, að síðan
sameiningarmenn tóku við félag-
inu úr höndum Marteins Sig-
urðssonar hefm- félagsmönnum
fjölgað úr 319 í 486 eða um 167
félaga, hins vegar má upplýsa
ritstjórana um það, að forgangs-
réttaratriðið í samningum félags-
ins byggist ekki á því, að hægt
sé að útiloka menn frá vinnu,
heldur því að félagið sé opið öll-
um mönnum, sem vinna í.starfs-
greininni og að hver og einn hafi
réttindi sín í lagi gagnvart félag-
inu. Um vinnu útlendinga er það
að segja, að kunnugt er um einn
útlending, sem unnið hefur hér í
sumar um þriggja vikna skeið, en
honum voru veitt atvinnuréttindi
þennan tíma til að vinna sér fyr-
ir fari heim.
Er af þessu sýnt hversu veiga-
mikil árásarefni Alþýðumannsins
eru, félagar í V. A. munu áreið-
anlega ekki vera ginkeyptir fyrir
svona auðvirðilegum málflutn-
ingi, þeir munu ekki þurfa að fá
neina fræðslu frá ritstjóra Al-
þýðumannsins um þessi mál, hitt
er skiljanlegt að ritstjórinn eigi
erfitt með að finna höggstað á
stjóm V. A., og grípi því til
verstu óyndisúrræða ef vera
kynni að hann gæti slegið ryki í
augu einstakra verkamanna, en
það er áreiðanlega árangurslaust,
verkamenn eru engir fáráðlingar
sem gleypa hvaða flugu, sem að
þei mer kastað. Alþýðumaðurinn
má því kingja öllum sínum full-
yrðingum í þessu efni, þótt hon-
um muni vera það óljúft, hins
vegar mun eg engu svara rit-
stjóra Dags, sem í hlutverki
páfagauksins lepur upp ósann-
indaþvælu starfsbróður síns við
Alþýðumanninn, hann smjattar
sýnilega á góðgætinu, honum
hefur þó ekki fundizt allt jafn
gómsætt sem þessi starfsbróðir
hans hefur borið á borð fyrir
hann.
H.