Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.08.1952, Side 1

Verkamaðurinn - 22.08.1952, Side 1
VERKflltlflÐURinn XXXV. árg. Akureyri, föstudaginn 22. ágúst 1952 31. tbl. Kaupið VERKAMANNINN! Auglýsið í VERKAMANNINUM! Stjórn Alþýðusambandsins sýnir innræti sitt: Verða verkamenn á Akureyri útilokaðir frá vinnu við Laxárvirkjunina framvegis ? Stjórn A. S. í. tekur inn í sambandið „verkalýðsfélag“, sem lætur það vera fyrsta verk sitt, að efna til illdeilna við nágrannafélag V erkamannssöfnunin: Nú er lokasóknin Næstk. stmnudag er síöasti dagur söínunarinnar, sem nú stendur yíir til styrktar Verkamanninum. — Blaðinu ríður mikið á því að allir flokksmenn og vel- unnarar þess leggi fram kraíta sína. Aídrei hafa hlöð alþýðurmar haft stærra hlutverki að gegna en ein- mitt nú. GERUM ÞVÍ ÖFLUGT LOKAÁTAK NÚ UM HELGINA. Þau tíðindi spurðust út í sumar, að stofnað hefði verið „verka- lýðsfélag" í Suður-Þingeyjar- sýslu, Verkalýðsfélag Þingey- inga, eins og það heitir, og fyrir skemmstu las maður í blöðum, að stjóm Alþýðusambands íslands hefði tekið félag þetta inn í sam- bandið, sem og önnur sveitafélög, sem að hennar forgöngu hafa þotið upp víðs vegar um landið sem gorkúlur á haug, jafnvel á stöðum, þar sem því nœr enga vegavinnu er að hafa árið um kring, hvað þá aðra vinnu, og ekki svo mikið sem trilla gerð út, eins og á Vatnsnesi. Nú er það löngu vitað mál, að núverandi stjórn heildarsamtaka íslenzks verkalýðs situr við völd í fullri óþökk meiri hluta hins starfandi verkafólks í landinu. Stjórn ASÍ veit þetta líka ósköp vel sjálf. Þess vegna grípur hún til þess ráðs, að draga valdið yfir heildarsamtökunum úr höndum verkalýðsins í kaupstöðum og kauptúnum, með því að stofna og taka inn í sambandið „verkalýðs- félög“ út um sveitir landsins, hvort sem nokkra þá vinnu er að hafa er geri slíka félagsstofnun réttlætanlega. Með þessu er verið að koma raunverulegri yfirstjóm heildarsamtakanna í hendur sveitafólks, sem hefur engan þann skilning eða þá þekkingu til Kaupgjaldsvísitalan óbreytt næstu þrjá mánuði Kauplagsnefnd hefur í-eiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. ágúst og reyndist hún 157 stig, miðað við grunntöluna 100 hinn 1. marz 1950. Kauplagsnefnd hefur einn- ig reiknað út kaupgjaldsvísitölu fyrir ágúst og reyndist hún 150 stig og er óbreytt. Helzt því sama kaupgjald næstu þrjá mánuði. — Ýmsar aðferðir hafa verið notað- ar til að halda kaupgjaldsvísitöl- unni óbreyttri, m. a. innflutn- ingur á erlendum fóðurkartöfl- um. Hvað myndi annars vísitalan vera hér fyrir Akureyri, en eins og kunnugt er hafa þessar bless- uðu kartöflur verið seldar dýr- ar hér en í Reykjavík. að bera, sem nauðsynleg er til að geta stjórnað verkalýðssambandi af einhverju viti. Fyrsta verk: Stofnað til illinda við Verkamannafélagið á Húsavík. Þeim þingeysku sveitamönn- um, sem létu hafa sig til stofnun- ar „verkaýðsfélags“ þess, er að ofan getur, hafa greinilega verið lagðar nákvæmlega lífsreglurn- ar um, hvemig þeim bæri að hegða sér og að hverju félag þeirra ætti framar öðru að vinna. Fyrsta verk stjórnar þessa félags var að rita Verkamannafélaginu á Húsavík bréf, þar sem þeim (Húsvikingum) er tilkynnt, að hér eftir fái þeir enga vinnu á félagssvæði hins nýja félags, nema það geti ekki fullnægt eft- irspum eftir vinnuafli. Þess munu fá eða engin dæmi, að félag, sem hefur leyft sér að bera í heiti sínu orðið verkalýð- ur, hafi hafið starf á þennan hátt, að efna til illdeilna við nágranna- félag sitt. En þetta er að sjálf- sögðu að skapi atvinnurekend- anna í stjóm ASÍ, sem auðvitað eru stórhrifnir af því að geta á þennan hátt útilokað hina raun- verulegu verkamenn frá þeirri vinnu, sem þeim ber. Þegar þess aftui' á móti er gætt, að í sláturhúsinu á Húsavík er hehningur starfsfólksins haust hvert sveitafólk, (sjálfsagt nú- verandi félagar í hinu nýja félagi) og að það hefur verið látið óátalið af Verkamannafélaginu, er framangreint bréf Verkalýðs- félags Þingeyinga til Verka- mannafélagsins á Húsavík vægast sagt furðuleg ósvífni. Frá sjónarmiði akureyrskra verkamanna. En hvaða ályktanir geta nú verkamenn á Akureyri dregið af framangreindum staðreyndum? Fyrst og fremst þá, að „verka- lýðsfélag“ þetta hyggst að sjálf- sögðu að nota sinn forgangsrétt til vinnu á sínu félagssvæði, en það þýðir, að ekki einn einasti verkamaður héðan úr bænum fær vinnu næsta sumar né fram- vegis við Laxárvirkjunina eða aðrar framkvæmdir í sambandi við hana, svo fremi hinu nýja félagi takizt að skrapa saman nægilega marga stórbændasyni og smábændur til þessara starfa, og ólíklegt er að það takizt ekki. Þannig hefur núverandi stjórn Alþýðusambands íslands, heild- arsamtaka íslenzks verkalýðs, tekizt að snúa hlutunum svo ræiklega við, að einum helgasta rétti verkalýðssamtakanna, for- gangsréttinum til vinnu, sem tók áratuga harða baráttu að ná, er snúið gegn verkalýðnum sjálfum. Er ekki mál til þess komið, verkamenn, að veita þessari stjórn lausn frá störfum? Stefna atvinnurekendastjórnar ASÍ í framkvæmd: Verkalýðs- félög rekin, gerfifélög tekin í sambandið. Það, sem hér að framan segir, varpar skæru ljósi yfir starfsað- ferðir núverandi stjórnar ASÍ. Hún hikar ekki við að reka úr sambandinu eitt stærsta og þroskaðasta verkalýðsfélag lands ins, Iðju í Reykjavík, fyrir þær „sakir“ að neita ófélagsbundnu fólki um að taka þátt í kosning- um í félaginu, hún hikar ekki við að úrskurða mönnum, sem eru starfandi í atvinnugreinum ann- arra sambandsfélaga eða hættir að stunda verkamannavinnu, full félagsréttindi í Verkamanna- félagi Akureyrarkaupstaðar, en hún stofnar og tekur inn í sam- bandið félög, sem vafamál er að hafi innan sinna vébanda nokk- urn starfandi verkamann, en er til þess á fót komið, að útiloka hinn raunverulega verkalýð frá vinnu. í þjónustu ríkisstjómar afturhaldsins. En það er ekki aðeins, að stjóm Alþýðusambandsins sé með þessu að gera tilraun til að lafa áfram við völd í Alþýðusam- bandinu. Hér kemur líka annað til, ekki síður athyglisvert. Svo sem kunnugt er, hefur stjórn þessi ætíð átt mjög vingott við þá ríkisstjórn svartasta aftur- haldsins, sem nú fer með völd í þessu landi og tekizt hefur með mikilli elju og þrautseigju og ómetanlegri aðstoð ameríska sendilsins Benjamíns, að skapa sennilega það mesta atvinnuleysi, sem íslenzka þjóðin hefur komizt í kynni við. Stofnun þessa „verkalýðsfélags" í Suður-Þing- eyjarsýslu er alveg sérstakt drengskaparbragð í þágu ríkis- stjórnarinnar, þar sem hjá því getur ekki farið, ef þing ASl samþykkir upptöku félagsins í sambandið, að það þýði stóraukið atvhmuleysi verkamanna á Ak- ureyri og Húsavík. Það er svei mér ekki furða, þó að þessir herrar tali digurbarka- lega um baráttu sína gegn at- Fimmtudaginn 14. þ. m. hélt hin unga, bráðgáfaða listakona, Þórunn S. Tryggvason (Jóhanns- dóttir) píanóhljómleika í Nýja- Bíó. Hún hefir stundað nám af kappi undanfarin ár við Konung- lega Tónlistarháskólann í Lon- don. Það var fljótfundið, að hún hefir ekki slegið slöku við síðasta árið, því að henni hefir skilað svo drjúgum áleiðis til fullkomnunar, að það sætir undrum. Tæknin er algjörlega örugg, leikni ótrúleg, og það, sem er langbezt: furðu- legur skilningur, sem ber vott óvenjulegum þroska og innsæi hins guðinnblásna listamanns, eldlegt skap og svo fastmóíaður persónuleiki, eins og hér væri á ferð fullorðin listakona með langan listaferil að baki. Eg veit varla, hvað ég á að undrast mest, af því sem ég heyrði á þessum hljómleikum. Þó held ég, að ég furði mig einna mest á skilningi hennar á Beethoven, ekki vegna þess, að hún léki Sónötu hans bezt af viðfangsefnunum (hljóð- færið brást henni, því það er ekki gott), heldur vegna þess, að þar var um lang-erfiðasta viðfangs- efnið að ræða, ekki tæknilega, heldur andlega langerfiðast. Fáir píanóleikarar eru færir um að túlka Beethoven fullkomlega, fyrr en þeir eiga að baki langan listaferil og mikla lífsreynslu. Fyrsta tónverkið á hljómleik- unum var Partita í B-dúr eftir J. S. Bach. Gjörði Þórunn hinum mikla meistara hin beztu skil, og síðasta lagið í tónverkinú (Gigue) flutti hún svo, að sér- hverjum snillingi var það sam- boðið. vinnuleysinu (!!!), eða að þeir þyrftu eftir slík frægðarverk að skipa nefnd „til þess að rannsaka og gera tillögur til úrbóta á árs- tíðabundnu atvinnuleysi í kaup- stöðum og kauptúnum lands- Annar þáttur hljómleikanna var Sónata í Es-dúr, op 31, nr. 3 eftir Beethoven, svo sem áður er getið. Næst voru þrjú lög. Etude op. 2, nr. 6 eftir Henselt, Impromtu í f. moll eftir G. Faure og La Cathédrale engloutie eftir C. De- bussy. Síðasta lagið lýsir þjóð- sögunni um kirkjuna, sem sökk niður á hafsbotn, en kemur ör- sjaldan upp sem snöggvast, svo að heyra má kirkjuklukkurnar, — í því lagi náði list Þórunnar hæst. Ég held að enginn, sem heyrði hana flytja þetta fagra og áhrifamikla lag, geti nokkurn tíma gleymt því. Henni virðist einkar sýnt um að túlka verk þessa mikla franska töframanns. Fjórði þáttur hljómleikanna voru tvö smálög eftir listakonuna sjálfa: Scherzo í C og Etude í c- moll, og Impression (Um þjóð- söguna „Dansinn í Hruna“) eftir föður hennar, Jóhann Tryggva- son. Lög Þórunnar eru prýðilega samin, fögur og smellin. Lag Jó- hanns er svipmikið og einkenni- legt, mjög í anda þjóðsögunnar. Oll þessi lög voru snilldarvel flutt. Síðasti þáttur hljómleikanna voru þrjú lög eftir Fr. Chopin, hvert öðru betur leikin, enda virðist Þórunni láta vel að túlka list þessa volduga konungs slag- hörpunnar. Listakonimni var ágætlega fagnað og hlaut fjölda blóma. Varð hún að lokum að leika aukalag. Hið eina, sem skyggði á (annað en það, að hljóðfærið var ekki nógu gott), var það, að ekki var (Framhald á 2. síðu). Þórunn S. Iryggvason píanósnillingur

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.