Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.11.1953, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 20.11.1953, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 20. nóv. 1953 VERfíHirLHÐURinn - VIKUBLAÐ. - Útgetandi: SÓSÍALISTAFÉLAC AKUREYRAR. Ritneínd: Bjöm Jónss., ábyrgðarm., Jakob Árnas., Þórir Daníelss. AfgreiSsla: Hafnarstrætá 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bæjarstjórnarkosningarnar Orðið er laust Að tveim mánuðum liðnum gefst bæjarbúum kostur á að velja nýja bæjarstjórn, til þess að halda um stýri bæjarmálanna næstu fjögur árin. Ákvörðun þeirra um það, hvemig þeir eigi að beita atkvæð- isrétti sínum við þær kosningar, hlýtur að byggjast að verulegu leyti á því, hvernig dómur þeirra verður um þá menn og flokka, sem farið hafa með málefni bæjarins á síðasta kjörtímabili og sá dómur mun verða furðulega líkur hvaða bæjarbúi, sem gerir tilraun til að kveða hann upp. Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn mynduðu meiri- hluta í bæjarstjórn strax á fyrsta fundi hennar að afstöðnum kosn- ingum 1950 með því að sameinast um Stein Steinsen sem bæjar- stjóra, þrátt fyrir svardaga Fram- sóknar, fyrir kosningar, um að þann mann mundi flokkurinn aldr- ei framar styðja til þess embættis. Hefur sjaldan verið gert þvílíkt gys að trúgirni „háttvirtra" kjós- enda sem Framsókn gerði þá, er hún sveik loforð, sem ekki voru orðin vikugömul, á hinn opinská- asta hátt Síðan hafa þessir tveir flokkar stjómar Akureyrarbæ al- gerlega á sina ábyrgð og verða því eftirmælin um hina fráfarandi bæjarstjóm jafnframt dómur um þessa flokka og um það, hversu hagkvæmt það sé bæjarfélaginu og bæjarbúum að fela þeim forsjá mála sinna. Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar lýsti Sósialistaflokkur- inn því yfir að hann teldi það „fyrsta og stærsta verkefni sitt í bæjarstjórn að vinna að því, að hver vinnufær bæjarbúi hafi næga atvinnu árið um kring“ og „til þess að svo megi verða berst flokkur- inn fyrir því, að bæjarstjóm búi atvinnuvegum bæjarbúa sem full- komnust skilyrði til eðlilegrar þró- unar, og fyrir því að landlægu at- vinnuleysi verkamanna, sjómanna og bílstjóra verði útrýmt.“ Með þessum orðum túlkaði Sósíalistaflokkurinn ekki aðeins stefnu sína heldur einnig skoðun alls verkalýðs — og annarrar al- þýðu í bænum, sem lítur einmitt á atvinnumálin, lífsafkomu bæjar- búa sem fyrsta verkefni bæjar- stjómarinnar og mun dæma og kjósa fyrst og fremst samkvæmt mati sínu á því, hvernig þetta verk- efni hefur verið rækt. Og um það þarf ekki að fara í neinar grafgöt- ur. Síðustu fjögur árin hafa verið ár nær því algerrar stöðvunar í at- vinnulífi bæjarbúa og fyrir for- göngu bæjarstjómar hefur ekkert verkefni, sem nokkur merkjanleg spor skilur eftir sig, í atvinnulegu tilliti, verið leyst, nema ef telja skyldi Laxárvirkjunina, en ákvarð- anir um byggingu hennar voru teknar fyrir kosningar og getur því ekki talizt verk núverandi bæjar- stjómar. . Afleiðingar kyrrstöðunnar og andstöðu bæjarstjórnarmeirihlut- ans við þá stefnu, að bæjarstjórn- inni beri að hafa forustu um aukið atvinnulíf í bænum, hafa leitt til þess að bæjarbúar hafa í vaxandi mæli neyðst til að flýja bæinn í von um að hafa betri aðstöðu til að sjá sér og sínum farborða annars staðar. Stöðvun fólksfjölgunar eða jafnvel fækkun fólks hefir aftur leitt til þess að afkomu þess fjöl- menna hóps bæjarmanna, sem á undanförnum árum hefir unnið að því að stækka bæinn og búa á margvíslegan hátt í haginn fyrir eðlilega fólksfjölgun, er stefnt í bráða hættu. Komandi bæjarstjómarkosning- ar eiga og þurfa að snúast um það hvort kyrrstaðan og öfugþróunin í atvinnumálum bæjarins eiga að halda áfram eins og horfir, hvort Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn eiga áfram að fara með völd í bænum — eða hvort þeim öflum, sem líklegri eru til að breyta þar um stefnu á að takast að mynda þar sameiginleg- an og samstarfshæfan meirihluta. Eftir síðustu bæjarstjómarkosn- ingar 1950 átti Framsókn og Sjálf- stæðisflokkurinn 7 bæjarfulltrúa, en eftir úrslitum alþingiskosning- anna skorti aðeins örfá atkvæði á að meirihluti þeirra minnkaði í 6. Síðan hefir Framsóknarflokkur- inn án vafa stórtapað fylgi og óánægja grafið um sig í Sjálf- stæðisfl. Meirihlutaaðstaða þess- ara flokka stendur því ekki í neinu óverjandi vígi. Hún er komin að fótum fram og dagar hennar tald- ir, ef hin frjálslyndari og fram- farasinnaðri hluti bæjarbúa vill og þorir að taka höndum saman um að steypa.honum af stóli og hefja nýtt tímabil atvinnulegra og félagslegra framfara því fólki til handa, sem hér hefir tekið sér bólfestu og tengt vonir sínar við lífvænleg afkomuskilyrði í bæn- um. —, b. NÝKOMIÐ : Útlendir gúmmískór Nr. 26-43 Reimaðir strigaskór Nr. 22-31 Gúmmistígvél (létt og lipur) Skódeild KEA. BM’UR Á SPARIFÉ Samkvæmt lögum um gengis- skráningu, stóreignaskatt o. fl., nr. 22/1950, 13. gr., svo og bráða- birgðalögum 20. apríl 1953, á að verja 10 milljónum króna af skatti þeim, sem einnheimtist samkvæmt lögunum, til þess að bæta verðfall, sem orðið hefur á sparifé einstakl- inga. \ Landsbanka Islands er með fyrr- greindum lögum falin framkvæmd þessa máls. Frestur sá, sem settur var upp- haflega til að sækja um bæturnar, hefur nú, skv. ákvörðun viðskipta- málaráðuneytisins, verið fram- lengdur til næstu áramóta. Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir reglum þeim, er gilda um greiðslu bóta á sparifé. SKILYRÐI BÓTARÉTTAR. 1) Bótarétt hafa aðeins einstakl- ingar, sem áttu sparifé í sparifjár- reikningum innlánsstofnana eða í verzlunarreikningum fyrirtækja á tímabilinu 31. desember 1941 til 30. júní 1946. Innstæður á spari- sjóðsávísanabókum eru bótaskyld- ar, en hins vegar greiðast ekki bætur á innstæður í hlaupareikn- ingum og hliðstæðum reikningum. 2) Bætur greiðast á heildar- sparifjáreign hvers aðila í árslok 1941, svo framarlega sem heildar- sparifjáreign hans 30. júní 1946 er að minnsta kosti jafnhá heildar- upphæðinni á fyrri tímamörkun- um. En sé heildarspariféð lægra 30. júní 1946 en það var í árslok 1941, þá eru bæturnar miðaðar við lægri upphæðina. á) Ekki eru greiddar bætur á heildarsparifjáreién, sem var lægri en kr. 200.00 á öðru hvoru tíma- markinu eða þeim báðum. 4) Skilyrði bóta er, að spariféð hafi verið talið fram til skatts á tímabilinu, sem hér um æðir. Þetta skilyrði nær þó ekki til sparifjár- eigenda, sem voru yngri en 16 ára í lok júnímánaðar 1946. 5) Bótarétt hefur aðeins spari- fjáreiéandi sjálfur á hinu umrædda tímabili eða ef hann er látinn, lög- erfingi hans. 6) Bótakröfu skal lýst í síðasta Iaéi hinn 31. des. 1953, að viðlögð- um kröfumissi, til þeirrar innláns- stofnunar (verzlunarfyrirtækis), þar sem innstæða var á tímamörk- unum, 31. desember 1941 og (eða) 30. júní 1946. Umsóknareyðublöð fást í öllum sparisjóðsdeildum bankanna, spari- sjóðum og innlánsdeildum sam- vinnufélaga. Sérstök athygli skal vakin á því, að hver umsækjandi skal útfylla eitt umsóknareyðublað fyrir hverja innlánsstofnun (verzl- unarfyrirtæki), þar sem hann átti innstæður, sem hann óskar eftir að komi til greina við úthlutun bóta. Að öðru leyti vísast til leiðbein- inganna á umsóknareyðublaðinu. Heimilt er að greiða bætur þess- ar í ríkissku! dabréfum. Eftir lok kröfufrestsins verður tilkynnt, hvenær bótagreiðslur hef jast og hvar þær verða inntar af hendi. Lansbanki íslands. Dansleikur í Varðborg n. k. föstudagskvöld, 20. nóv. og laugardagskvöld 21. nóv. kl 9. — Hin vins<ela dans og söngmcer LINDA LANE skemmtir. — íþróttafélagið Þór. — Alþýðumaðurinn tekur atvinnu- kúéarana á hné sér. Alþýðumaðurinn, sl, þriðjudag, kallar það „furðuiega skyssu" hjá „góðkunnum greindarmönnum og atkvæðamyndarmönnum" að reka Bjarna Arason frá starfi. Ekki er þó „skyssan" að dómi blaðsins, fólgin í sjálfum verknaðinum heldur í því að hann er ekki framinn á nægilega ísmeygilegan hátt. Blaðið segir: „Þetta þættu engin sérstök tíðindi, ef ekki hefði svo staðið á, að uppsögnin kom rétt í kjölfar þess, að hér í bæ kom út í sl. viku Norðanfari á vegum nýstofnaðs Þjóðvarnarfé- lags og var Bjarni ábyrgðarmað- ur“. — Ráð eru ykkur gefin „góð- kunnir greindarmenn og atkvæða- myndarmenn". Rekið eins marga og ykkur Iangar til, flæmið and- stæðinga ykkar úr atvinnu, sviftið þá mannréttindum, látið svipu skoðanakúgunarinnar ríða á bök- um þeirra, en gætið þess aðeins að láta hæfilegan tíma líða milli „afbrots“ og refsinga, þá mun eng- inn trúa því að neitt samband sé þar á milli og þá eru Alþýðumað- urinn og Bragi ánægðir! Hvað líðtxr lækkurrum á lausafjártryééinéunum? Þegar hin nýja skipan bruna- varna komst á hér í bænum, föst varðgæzla og aukin og bætt tæki, lækkaði Brunabótafélag íslands, tryggingaiðgjöld sín af fasteignum um nokkra upphæð. Ekki var þessi lækkun þó það mikil að hún spar- aði bæjarbúum jafn mikið fé og hinar auknu brunavarnir kostuðu bæjarfélagið, en því var haldið fram að miklar lækkanir á lausa- fjármunum mundu sigla í kjölfar bættra eldvama og bæjarbúar þannig fá endurgoldinn verulegau hluta af hinum auknu útgjöldum. Nú hefir þegar fengizt nokkur reynzla af hinu nýja skipulagi eldvarnanna og dylst engum að þar er um mikla framför og aukið öryggi að ræða. En þrátt fyrir það halda tryggingafélögin fast við fyrri iðgjöld sín, þótt áhætta þeirra hafi stórminnkað. Hlýtur það að verða ákveðin krafa bæjarbúa að hér verði breyting á. Engin sann- girni mælir með því að verulegur hluti af hinum miklu útgjöldum bæjarfélagsins til brunavama renni sem aukinn gróði í vasa tryggingafélaganna. LÖGTÖK Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram á kostn- að gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir ógreiddum þing- gjöldum á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, sem féllu í gjalddaga á manntalsþingum 1953. Skrifstofa Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, 16. nóv. 1953. V7>J Þjóðviljahappdrættið VINNINGAR: Dagstofuhúsgögn 15.000.00 Svefnherbergishúsgögn . . . . kr. 10.500.00 Útvarpsgrammófónn kr. 9.000.00 Stofuskápur kr. 7.200.00 Hrærivél kr. 2.000.00 Ryksuga kr. 1.500.00 Myndavél kr. 1.600.00 Ritvél kr. 1.500.00 Reiðhjól kr. 1.200.00 íslendingasögur kr. 500.00 Samtals kr. 50.000.00 Kaupið miða strax! aOCHKHKKKHKHJOtKHKHjtKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHÍlKHKrtHKH Auglýsið í Verkamanninum! <KH»01KHWHWH«HWWHWHWHWHWHWHWHKHWHWHW*$«HWHWHWH»

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.