Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.09.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 03.09.1954, Blaðsíða 4
VERRAMAÐURINN Föstudaginn 3. sept. 1954 10 milljón hekfarar af nýrœ í Sovéfríkjunum Iðnaðarframleiðslan 14 prósent meiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra Iðnaðaráætlun Sovétríkjanna fyrir fyrri hluta þessa árs var uppfyllt um 102 prósent. Varð framleiðslan 14 prósent meiri en á sama tímabili fyrra hluta árs- ins 1953 var iðnaðarframleiðslan „aðeins" 10 prósent meiri en á fyrra hluta ársins 1952. Sést af þessu að hraðinn í framförunum í Sovétríkjunum fer vaxandi. milljón hektara stærra svæði en 1953. Samkvæmt nýræktunar- áætlun Sovétríkjanna fyrir 1954 —55 er gert ráð fyrir að allt að 13 milljón hektarar af nýræktar- landi verði tekið til notkunar, og þar af var 10. júlí sl. búið að taka í notkun 10 milljónir hektara! eða rúmlega þrisvar sinnum stærra svæði en allt ræktað land í mörgum iðngreinum var far- ið fangt fram úr áætlun — en líka er í tilkynningu ríkisstjórn- arinnar gagnrýndar iðngreinar, þar sem áætlunin hefur ekki verið framkvæmd. Á fyrra helmingi þessa árs var m. a. unnið 6 prósent meira af kolum en á sama tíma í fyrra, 10 prósent meira af olíu, framleitt 9 prósent meira stál og 11 prósent meira rafmagn og á ýmsum vör- um var f ramleiðslan ennþá meiri, þannig var t. d. framleitt 4% sinnum meira af ryksugum en á fyrra hluta 1953, nærri þrisvar sinnum meira af sjónvarptsækj- um, rúmlega tvöfalt meira af út- varpsviðtækjufn og rúmlega þrisvar sinnum meira af kæli- skápum. Á sviði landþúnaðarins er einn- ig um stórfelldar framfarir að ræða. Á síðastliðnu vori var sáð í 9% millj. hektara stærra svæði en í fyrra, þar af vorhveiti í 3,6 Vinna verður hafin við togarabryggjuna næstu daga Vinna hefur enn ekki verið hafin við togarabryggjuna, þrátt fyrir ákvörðun bæjarstjórnar, og er ekki Ijóst hvað þeirri tóf hefur valdið. Blaðið hefur frétt að sl. mánudag hafi fundur staðið í hafnarnefnd frá kl. 4 e. h. til kl. 12 á miðnætti og hafi bryggju- málið verið á dagskrá allan tím- ann. Niðurstaðan af þessum fundi mun hafa orðið sú, að halda fast við fyrri ákvarðanir og hefja vinnu næstu daga við framleng- ingu garðsins, en eftir er enn að lengja hann um 35 m., og einnig að hefja vinnu við verkpalla næst landi. í Danmörku. Ákveðið hefur verið að hækka áætlunina upp í 15 millj. hektara. Landþúnaðurinn fékk á fyrra helmingi þessa árs 92 þús. drátt- arvélar og ógrynni annarra land- búnaðarvéla og tækja. Lífskjör fólksins fara jafnframt ört batnandi. í ríkisbúðunum og í samvinnubúðunum var umsetn- ingin 21 prósent meiri á fyrra hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra, og í sveitunum var um- setningin meira að segja 32 pró- sent meiri. Með hinni miklu verð- lækkun 1. apríl sl. — sú sjóunda í' röðinni síðan skömmtun á neyzluvörum var afnumin 1947 — hefur stuðlað mjög mikið að því að auka neyzlu íbúa Sovétríkj- anna. Sala á kjötvörum jókst um 30 prósent, fiski um 24 prósent, mjólk 24 prósent, sykri 14 pró- sent, bómullarefnum 19 prósent, ullarefnum 56 prósent, leður- skóm 15 prósent o. s. frv. Utanríkisverzlunin jókst einnig mjög mikið. Var útflutningur og innflutningur 30 prósent meiri á fyrra hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra. A síðastliðnu ári unnu 1.200.000 fleiri menn við iðnað, byggingar og flutninga en áður. Landbúnað- arverkamönnum fjölgaði um 2.300.000. Útskrífaðir voru 338.000 ræknifræðingar, þar af 228.000 á sviði landbúnaðarins. Litla sagan Einu sinni var maður, sem yf- irgaf góðan félagsskap í bræði sinni, vegna þess að hann taldi sér óvirðingu sýnda. En það tók bara enginn eftir því, að hann fór. Og þess vegna sneri hann líka aftur innan skamms. Ó-já. Akureyringar slappir í sundkeppninni Til þessa hafa aðeins um 1100 Akureyringar synt 200 metrana hér í lauginni og 1—2 hundruð annars staðar. í keppninni 1951 var þátttakan hér 1710 og var Akureyri þá með næst lægstu hlutfallstöluna. Virðist nú ekki vafa bundið að Akureyri hljóti nú sæti neðst á blaði, ef ekki verður stór breyt- ing á þátttökunni þær 2 vikur, sem eftir eru af keppnistímanum, en fjöldi fólks sem er vel fært um að leysa sundþi'autina hefur ekki látið sjá sig enn í lauginni. Það ætti nú að fara að hugsa sér til hreyfings og freista þess að rétta hlut bæjarins. Hlutaveiia Só$ía!i$tafélag$tn Sósíalistafélag Akureyrar hefur ákveðið að. halda hluta- veltu 19. þ. m., til styrktar starfsemi sinni. Heitir félagið á alla sósíalista í bænum að taka þátt í undirbúningi hlutavelt- unnar með því að safna mun- um og gefa muni. Fjárhagur félagsins er þröng- ur, eins og oft áður, og því mik- il þörf á, að hlutaveltan verði sem stærst og glæsilegust og fjárhagslegur ávinningur sem mestur. Að sjálfsögðu eru pen- ingagjafir, smáar sem stórar, þakksamlega þegnar og hafa hlutaveltunefndinni m. a. þeg- ar borizt 500 kr. gjöf frá einum félagsmanni. Er svo höfðingleg gjöf glæsileg byrjun á söfnun- inni og örfar til eftirbreytni. Aðalatriðið er þó að allir Ieggi Sannfærðir um að alþýðustjórnin æski friðar og verðskuldi samúð alþýðu allra landa Sendinefnd frá brezka Verka- mannaflokknum, undir forystu flokksforingjans Clement Attlee, hefur ferðast um Kína undan- farnar vikur. — Ferðinni er nú að ljúka og hafa nefndarmenn birt yfirlýsingu, þar sem þeir láta í ljósi stuðning við kínversku al- þýðubyltinguna. Yfirlýsing ferðalanganna. sem allir eru úr hópi fremstu manna Verkamannaflokksins, var lesin í útvarpið í Peking í fyrradag. Segjast brezku stjórnmála- mennirnir hafa fyllzt djúpri sam- úð við að kynnast risaátaki kín- versku alþýðunnar til að drepa þjóðlífið úr drómi aldalangrar stöðnunar. Umheiminum ber skylda til að veita Kínverjum skjóta og hagnýta aðstoð til þess að létta þeim endurreisnarbyrðina, segja Verkamannaflokksfor- ingjarnir. Það er sannfæring okkar, segja Bretarnir, að forystumenn hins Metgróði auðfélaganna í Bandarík junum Bandaríska verzlunarmálaráðu- neytið tilkynnti nýlega að á fyrra helmingi þessa árs hefðu hluta- félög í Bandaríkjunum greitt í arð 4.276.000.000 dollara, og er það 1xk prósent meira en á sama tíma í fyrra. Margir af hinum stóru einokunarhringum höfðu metgróða. Þannig var nettohagn- aður Standard Oil Co. (New Jersey) á fyrra helmingi þessa árs 293 milljónir dollarar, en í fyrra á sama tíma „aðeins" 268 millj. doll. Betlehem Steel hefur grætt 30,8 milljón dollara á öðr- um ársfjórðungi þessa árs, en 28,5 millj. doll. á sama tíma í fyrra. US-Rubber hefur grætt 14,4 milljón dollara o. s. fv. Meginorsök hins vexandi gróða er áframhaldandi og stóraukin hervæðing Bandaríkjanna innan- lands og í öðrum löndum, m. a. hér á íslandi. nýja Kína óski þess af einlægni að lifa í friði við aðrar þjóðir og rjúfa einangrun Kína frá stórum hluta umheimsins. Við erum sannfærðir um að á því að þessi einangrun verði rofin veltur það hvort friður helzt í heiminum. f borginni Minsk í Sovétríkjun- um er um þessar mundir verið að byggja vefnaðarverksmiðju-sam- stæðu, sem á að framleiða 10 milljónir metra af efni árlega. — Víðs vegar um Sovétríkin eru nú í smíðum 29 aðrar vefnaðarverk- smiðju-samstæður. í Kalinin verður byggð verksmiðja, sem á að framleiða 30 millión metra af silkivefnaði árlega. — Stærsta bómullarverksmiðja í Moskva hefur nýlega fengið yfir 4000 nýja vefstóla. Sovétríkin hafa samið um smíði á 14 fljótandi fiskiniðursuðuverk- smiðjum hjá Howaldtskipasmíða- stöðinni í Kiel í Vestur-Þýzka- landi. Þessi skipapóntun nemur um 425 milljónum króna, en áður voru Sovétríkin búin að gera samninga um smíði á 10 fljótandi niðurusðuverksmiðjum hjá vest- ur-þýzkum skipasmíðastöðvum, hafa þær af þessum ástæðum þurft að færa út kvíarnar. ORÐSENDING til Iðjufélaga Hlutavelta Iðju, til ágóða fyrir styrktarsjóð félagsins, verður haldin 12. sept. n.k., og þurfa munir og framlög félagsmanna því að liafa borizt hlutaveltunefndinni fyrir ' föstudagskvöld 10. sept. — Skorað er á alla Iðjufélaga að leggjast á eitt um gott starf fyrir hluta- veltuna. Hlutaveltunefndin. sig fram við söfnunina og íeggi sjálíir af mörkum eftir ástæð- um og getu. Söfnunin er þegar hafin og tekur skrifstofa félagsins og hlutaveltunefndin við muiium og f járgjöfum. Hefjumst þegar handa og ljúkum undirbúningnum sem fyrst. Hlutaveltunefndin. * FIMMTUGUR varð 29. þ. m. Unnsteinn Stefánsson, Lækjar- götu 16, Akureyri. * FIMMTUGUR varð í gær, 2. þ. m., Þorsteinn Bogason, bílstj., Norðurgötu 36. * SJÖTÍU OG FIMM ÁRA varð Eggert St. Melstað, fyrrverandi slökkviliðsstjóri hér í bæ, 29. fyrra mánaðar. * KURT SONNENFELDT tann- læknir hefur verið útnefndur vesturþýzkur konsúll á Akur- eyri. Kom sendiherra Bonn- stjórnarinnar hingað til bæjar- ins í sl. viku af því tilefni og hafði þá boð inni að Hótel KEA fyrir ýmsa gesti úr bænum. * HAFLIÐI GUÐMUNDSSON bar sigur úr býtum í golfmeist- arakeppni Akureyrar, sem lauk sl. sunnudag. Lék hann í 321 höggi. *FRA AMTSBÓKASAFNINU. Vegna viðgerðar verður safn- inu lokað frá 4. sept. næstk. um óákveðinn tíma. * AXEL KRISTJANSSON H.F. opnar í dag nýja blaða- og sæl- gætissölu í Ráðhústorgi 3. Þessi blaðasala er að því leyti frá- brugðin öðrum blaðasölum bæj arins að viðskiptamennirnir eru afgreiddir innan dyra. Er sú nýung til bóta. +C LÁTINN er í Reykjavík, Ólaf- ur Sigurjónsson, verkamaður, Hafnarstræti 47 hér í bæ. MIR MIR Akureyrardeild M.Í.R. held- ur samkomu í Ásgarði laugar- daginn, 4. september kl, 8.30 síðdegis. Elísabet Eiríksdóttir flytur erindi og sýnd verður kvikmyndin: „Kínverskur sirkus" Á sunnudag kl. 4 e. h. verður barnasýning á myndinni: „A steppunni" Aðgangur er ókeypis í bæði skiptin og öllum heimill með- an húsrúm leyfir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.