Verkamaðurinn - 21.01.1955, Qupperneq 3
Föstudaginn 21. janúar 1955
VERKAMAÐURINN
3
DAVIÐ frá Fagraskógi sextugur
1|/IAÐURINN, sem hefur gert
meira fyrir akureyrska menn
ing en Kea og glatt hefur og
huggað íslenzk alþýðuhjörtu
meira en allir prestar þjóðkirkj-
unnar til samans, verður í dag
sextíu ára. Reykjavík varð í
þetta sinn fyrri til en bærinn
hans að heiðra hann með því að
bjóða honum til sín og sæma hann
þar í borg á marga vegu. Vangá
og tregða hafa að einhverju vald-
ið hér um, að Akureyri áttaði sig
ekki á því nógu snemma, að
henni bar fyrst að hylla Davíð
skáld, því fátæklegri hefði bær-
inn verið síðastliðin þrjátíu og
fimm ár, ef höfuðskáld Norðlend-
inga hefði ekki setið hér og ort
um bæinn og fólkið og Norður-
land. Davíð hefur sótt mörg
yrkisefni sín í þennan bæ. Hér
hefur hefur hrifizt og hryggzt og
glaðzt. Hér hefur hann þurft að
vera, hér er hann rótgróinn, og
hann er þarfari bænum en kaup-
félagsvald og margt af hinu ráð-
andi „fína fólki“. í stað sálnakúg-
unar er hann einna örveitulastur
manna á Norðurlandi á hjarta-
auð og mannúðarhugsjónir.
Hér á Akureyri hefur Davíð
alltaf skipað sér í sveit þeirra,
sem hafa skorað margvíslegan
uppskafningshátt, — lífslygar
borgaralegs lífs á hólm. Hann er
sveitamaður í húð og hár, er
gæddur reynslu heimsmannsins,
förusveinsins. Þess vegna togast
heilbrigði sveitamannsins á við
lífsreynslu heimsmannsins, og
stundum eiga þessir ólíku þættir
samleið í verkum hans, einkum í
munaðar- og ástarljóðum hans.
Og alltaf eru sveitamaðurinn og
heimsmaðurinn í honum í upp-
reisn gegn ýmiss konar smá-
smuguhætti í mannanna fari.
Andi Davíðs fær oft betri
hljómgrunn meðal þeirra, sem
ljúga minnst, hinnar flekklausu
og óbrotnu íslenzku alþýðu til
sjávar og sveita, fólksins, sem
vantar „fínu“ titlana. Á hinn
bóginn blasir við glæsileki
heimsmannsins, sem er reistur á
andlegri fyrirmennsku, islenzk-
um sveitarhöfðingsskap og djarf-
mannleik, reisninni yfir persónu-
leiknum, þessu, sem hefur verið
ræktað gegnum margar kynslóð-
ir: Hetjulundinni og karl-
mennskunni. Og þá er komið að
því, sem einkennir Davíð framar
öðrum íslenzkum skáldum og
listamönnum, sem nú lifa. Hann
tekur karlmannlega til orða víð-
ast hvar í ljóðum sínum — hann
er náttúrumikið skáld, geðríkt
skáld, sem yrkir af sterkum hvöt-
um. Hann er skáld lífsnautnar.
óbrotna lífi, lífi þjóðarsálar. Á
einum stað segir Davíð: „Hirtu
hvorki um lof né last / né lyg-
innar streymandi iðukast. / Vertu
heill, — ekki hálfur, / Bliknaðu
ekki, þótt blási hvasst, og bregðist
þér heilar álfur, / en knýðu
vængina og flugið fast, / og
fljúgðu til himins sjálfur.“ Skáld-
ið er þannig — frjáls og heill andi,
óháður jarðnesku valdi, talar út
frá hjartanu, óspilltur í rót: Það
er gróandi í ljóðum hans, frjór
jarðvegur eins og vel ræktað
sveitatún, andstæða við asfalt-
götur borgarinnar ellegar upp-
þornun. Töfrar íslenzkrar náttúru
og sveitafegurðar stafa frá verk-
um hans. Mörg ljóðin eru lof-
söngur til hins upprunalega lífs.
Davíð er algert náttúrunnar bam
— og þess vegna lifir hann mjög
lengi sem skáld. Frá hinu feg-
ursta, sem hann hefur gert, „legg-
ur loga bjarta frá hjarta til
hjarta“, eins og segir í kvæði
hans.
Samfara þessu óspillta hjarta-
lagi hefur hann af hugsjón jafn-
aðarlega skipað sér í fylkingar-
brjóst með þeim, sem berjast
gegn fariseahætti — og þá er
skemmst að minnast kvæðis hans,
„Líkið í fjörunni“, þar sem hann
varpar fram ógurlegum sannleik,
beint í fangið á lesara: Þar sem
hann flettir ofan af sálarmorð-
ingjimum, þeim, sem beinum og
óbeinum aðferðum svipta ein-
staklinga lífi, þeim, sem af skiln-
ingsleysi og heimsku troða skóinn
ofan af náunganum.
Davíð Stefánsson er mannúð-
arinnar skáld. Skilningur hans á
striti fátækrar alþýðu er ótví-
ræður. Og þá kemur manni í hug
ljóðið „Konan, sem kyndir ofn-
inn minn“. í því kvæði felst heit
samúð og virðing hans fyrir þeim
óvenjulegu mannkostum alþýðu-
konunnar, að varðveita hjarta-
gæði og göfgi gegnum sorgir og
last og aðkast. Og þar kemur
fram Skýrt eins og víða annars
staðar í verkum hans, að Davíð
tekur fegurð sálar fram yfir um-
búðirnar, sem hún er hjúpuð.
Þess vegna er Davíð elskaður af
fólkinu að verðleikum.
Við þessi tímaskipti Davíðs,
‘ber íslenzk þjóð honum kveðjur
og þökk fyrir söngvana, sem
hann hefur gefið mörgum hjört-
um fólks allra stétta.
Hótel Goðafoss, 20. janúar 1955.
Steingrímur Sigurðsson.
- Bók Brynjólfs Bjarnasonar
(Framhald af 2. siðu).
ákveðinnar framvindu.“ Þetta
voru lokaorð bókarinnar.
Við þökkum fyrir bókina og
hefðum óskað þess, að hún væri
lengri og gerði fleirum vanda-
málum skil. E. R. A.
Mér er vel ljóst, hversu miklum
vandkvæðum er bundið að gera
stutt yfirlit um efni bókar Bryn-
jólfs á þennan hátt. Ef til vill hef
eg sloppið fram hjá rangtúlkun,
en alls ekki fram hjá vantúlkun.
Og tilgangurinn er ekki að túlka
hana, heldur vekja áhuga á því
efni, sem hún hefur að flytja. Hafi
mér tekizt það, er tilganginum
náð.
Með samning þessarar bókar
hefur Brynjólfur leyst af hendi
merkilegt fræðistarf mitt í önn
erlisamrar stjómmálabaráttu. —
Skráning atvinnulausra
manna og kvenna, lögum samkvæmt, fer fram á
skrifstofu Akureyrarbæjar dagana 1., 2. og 3. fe-
febrúar næstkomandi kl. 1—5 e. h.
BÆJARSTJÓRI.
i SKJALDBORGARBÍÓ
Sími 1073
7 kvöld kl. 9:
Sagan af
GLENN MILLER
(The Glenn Millers Story)
Amerísk stórmynd í litum.
Þriðja mest sótta myndin í
Bandaríkjunum og Canada
árið 1954.
Honum svellur hugur í brjósti, og
hann talar ekki á rósamáli um
hið sanna í því efni. Ljóð hans um
ástina eru umbúðalaus eins og
ástin er sjálf í eðli sínu. Hún er
óviðráðanleg kennd og lýtur eng-
um lögum og kemur til dyranna
eins og hún er klædd. Og þannig
er Davíð sjálfur. Hann er „ekta“,
og slíkt er fátítt um marga lista-
menn, því að þeim hættir til að
hneigjast í þær áttir, sem vita
langt burt frá hinu sanna og
TILKYNNING
frá Almennatryggingum — Akureyrarumboði, Kaup-
vangsstræti 4. — Afgreiðslutími 10-12 og 2-5 (laugard.
10-12).
Greiðslur elli og örorkulífeyris hefjast 20. janúar, aðr-
ar bótagreiðslur 26. janúar.
AKUREYR ARU MBOÐ
Kvöldvaka Sósíalistafélagsins verður í Ásgarði í kvöld, föstudag, ef rafmagnsskömmt- uninni verður þá lokið. — Til skemmtunar verður: Spumingaþáttur (JÁ og NEI). — Upplestur og fleira. Félagar, fjölmennir og takið gesti með. NEFNDIN.
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 11. júní 1955 og hefst kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ : I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggi fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1954 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá end- urskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga, samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. * Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 7.-9. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrá- setningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 1. júní 1955. Reykjavík, 10. janúar 1955. STJÓRNIN.
AUGLÝSING um gjalddaga útsvara í Akureyrarkaupstað Samkvæmt heimild í lögum um útsvör, hefur bæj- arstjórn Akureyrar ákveðið, að útsvör í Akureyrar- kaupstað skuli greiðast eftir þessum reglum: a. Með fjórum jöfnum greiðslum, er falla í gjald- daga 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní næstk. innheimtist til greiðslu, upp í útsvar yfirstand- andi árs hjá hverjum gjaldanda, f járhæð jafnhá helmingi þess útsvars, sem honum bar að greiða næstliðið ár. b. Álagt útsvar við aðalniðurjöfnun, að frádregnu því, sem greiða ber samkvæmt a-lið, ber gjald- anda að greiða með f jórum jöfnum greiðslum, 1. ágúst, 1. september, 1. okt. og 1. nóv. c. Allar greiðslur skulu inntar af höndum í heil- um tug króna. d. Vangreiðsla á útsvarshluta, samkvæmt þessum reglum, veldur því að allt útsvar gjaldandans á gjaldárinu, fellur í eindaga, 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að niðurjöfnun er lokið. Akureyri, 18. janúar 1955. BÆJARSTJÓRI.