Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.01.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. janúar 1955. UERKHnweuRiim Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Frá Rauða-Kross-Deild Akureyrar Verðlaunasamkeppni Fjársöfnuninni til ekkjunnar á Másstöðum í Skíðadal, sem Rauða-Kross-Deild Akureyrar gekkst fyrir, er nú lokið. Alls söfn- uðust kr. 111.267.17, þar af kr. 35.435.00 hjá Morgunblaðinu í Reykjavík. Verður síðar gerð nán- ari skilagrein fyrir söfnuninni í heild. Eins og mönnum er kunnugt, hefur síðan orðið annað sviplegt slys í Skíðadal, þar sem bóndinn á Hjaltastöðum, sem er bær beint á móti Másstöðum, fórst í snjóflóði á Þorláksdag. Um leið og Rauða-Kross-Deild- in þakkar öllum hinum örlátu gef- endum framlög þeirra til fólksins á Másstöðum, leitar hún enn til almennings um stuðning við ekkj- una og fjögur föðurlaus böm á Hjaltastöðum, en þar eru einnig erfiðar ástæður, er hinni einu fyr- irvinnu heimilisins var svo skyndi- lega burtu svipt. Söfnunarlistar liggja frammi hjá vikublöðunum á Akureyri, Kaup- félagi Eyfirðinga, Búnaðarbankan- um, Vöruhúsinu og hjá stjómar- nefndarmönnum deildarinnar. STIKLUR ÞORRA BOÐID í GARÐ Þorri byrjaði fyrir viku. Þá var fyrsti föstudagur i þorra, sem að gamalli islenzkri vetiju kallast miðs- vetrardagurinn — var tyllidagur. Fornmenn blótuðu þorra, og enn þykir íslendingum sjálfsagt að halda þorrablót og bjóða hann i garð með öli og miði. Síra Jónas frá Hrafnagili segir í „Þjóðháttum" sínum, að á Austurlandi sé þessi dagur nefndur bóndadagur. Bóndi átti samkvcemt guðs og manna lög- um að rísa snemma úr rekkju þann dag og fara út til þess „að fagna þorra“. Hann varð að vera allsber að öðru leyti en því, að hann átti að vera i skyrtunni eintómri og annarri brókarskálminni, en draga hina á eftir sér. Svo átti hann að hoþþa á öðrum fati þrjá hringa i kringum bainn og fara með ein- hvern formála, sem nú er sennilega týndur og tröllum gefinn. Þannig átti hann að fagna þorra. Siðan hermir sama bók, að „húsfreyja átti að halda vel til bónda sins um dag- inn og bóndi að bjóða bandum úr nágrenninu til sin i veizlu". Því miður er þessi kostulegi siður horfinn úr sögu þjóðarinnar eins og fleiri venjur, sem voru bundnar öllum rnessunum og merkisdögun- um. Þrátt fyrir kyndugheitin voru þessir frumstaðu hœttir þáttur í sál islenzku þjóðarinnar. Mig minnir, að það hafi verið frostharka og klofdjúþur snjór á miðsvetrardag- inn. - OG PÁLSMESSAN - HVAÐ TEIKNAÐI HÚNf Og i fyrradag var Pálsmessan, 25. janúar. Mugga var fram til hádegis, en svo fór að birta til örlítið, og þó var dimmt yfir lengst af dagsins. Áður fyrri sþáðu menn i veðurfar á Pálsmessu og sögðu fyrir um ár- komu. Lítum á húsganginn: „Ef heiðbjart er og himinn klár á helga Pálusmessu, mun þá verða mjög gott ár; mark skal taka á þessu. En ef þoka Óðins kvon á þeim degi byrgir, fénaðardauða (fjármissi) og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir." Ég hitti gamalt fólk á Pálsmessu. Það hafði alizt upþ í sveit. Þvi leizt ekki nógu vel á teiknin, að minnsta kosti um morguninn. Himinninn var ekki heiðskir, og það boðaði ekki gott. Og ekki var sólskin. Ef svo hefði verið, hefði mátt búast við frjósömu ári og sumri. En kann- ski má vcenta meðalárs. SNJÓR OG ENN SNJÓR Snjór hefur legið á jörðu hér siðan á hátiðum. Á köflum hefur kyngt niður kynstrum af snjó og hann hlaðizt i skafla á götum og umhverfis hús og viðast hvar. Bcer- inn faldar hvítu eins og friðardúf- an, og mér hefur verið að detta i hug, hvort ekki sé um geislaáhrif frá hvíta litnum að rceða, hve bcer- inn er friðsamlegur. Og þó er haft fyrir satt, að róstur riki i Útgerðar- félaginu, en það er önnur saga. Nú virðast yfirleitt stillur ríkja i sinni einstaklinga, og nú eru engar prest- kosningar eða eitthvað í liking við þcer á ferðinni, sem knýr á metnað- inn og samvizkuna. Kvöld i vikunni átti ég samleið með gömlum Akureyringi, við vor- um að koma af samkundu inni l ba, Hinn 8. október 1934 var Samband norðlenzkra karlakóra stofnað. Var stofnfundur þess haldinn að heimili Gísla R. Magnússonar á Akureyri, en forgöngu málsins hafði haft karlakór- inn Geysir. Á fundinum voru mættir fulltrúar fyrir fimm karlakóra á Ak- ureyri og í Suður-Þingeyjarsýslu. Síð- an munu hafa verið í sambandinu 10 karlakórar í Norðlendingafjórðungi, sem samkvæmt félagslögum er starfs- svið sambandsins. Samband hinna norðlenzku karla- kóra hlaut nafnið Söngfélagið Hekla. Tilgangur þess er, meðal margs ann- ars, að heiðra minningu Magnúsar Einarssonar, söngstjóra, söngkennara og tónskálds á Akureyri og karlakórs hans „Heklu“, sem fór hina fyrstu söngför af íslandi á erlenda grund árið 1905, enda gáfu „Heklungar" (þ. e. félagar úr Heklu M. E.) samband- inu fána sinn hinn fagra, er þeir hlutu að gjöf í Noregi. Hálfrar aldar afmæl- is þessarar frægu söngfarar hefur nú verið minnzt í útvarpi og blöðum. Jafnframt var stofnaður Minningar- sjóður Magnúsar Einarssonar, sem er undir stjórn Heklu. Tilgangur sjóðsins er, þegar hann er þess umkominn, að styrkja hvers konar söngmennt í Norð- lendingafjórðungi. Sjóðurinn er enn félítill, en tekur ætíð á móti framlög- um, ef einhverjir vilja styrkja hann og votta Magnúsi Einarssyni og hinu merka starfi hans virðingu á þann hátt. Hinn 27. nóvember sl. var aðalfund- ur Söngfélagsins Heklu haldinn á Ak- ureyri. Þar var samþykkt, að næsta söngmót sambandsins skuli vera árið 1957. f tilefni hálfrar aldar afmælis fyrstu utanfarar islenzks karlakórs samþykkti fundurinn að heiðra minn- ingu Magnúsar Einarssonar með all- stórri peningagjöf i minningarsjóð hans. Því næst var samþykkt: „Einnig ákveður fundurinn að efna til samkeppni á sambandssvæðinu um frumsaminn texta og lag til flutnings á næsta söngmóti og að verðlauna hvort um sig með kr. 1.000.00. Felur hann stjórninni að setja reglur um samkeppnina, velja dómnefnd, og annað það, er að málinu lýtur." Stjórn Söngfélagsins Heklu hefur nú komið sér saman um reglur fyrir þess- ari samkeppni: Rétt til samkeppni hafa þeir einir, sem búsettir eru í Norðlendingafjórð- ungi hinum forna. Textar skulu hafa borizt til for- manns dómnefndar, Ingimundar Árna- Aðalfundur Iðju Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks, var haldinn siðastlið- mn sunnudag. Stjórn félagsins var öll endurkos- in, en hana skipa: Jón Ingimarsson, formaður, Kristján Larsen, ritari, Hjörleifur Hafliðason, gjaldkeri, Friðþjófur Guðlaugsson, varaform. og Hallgrímur Jónsson. Samþykkt var á fundinum að hækka iðgjöld félagsmanna, svo að karlar greiði nú kr. 150.00 á ári og konur kr. 115.00. Iðja verður 20 ára seinna í vetur, og hefur verið ákveðið, að minnast afmælisins á veglegan hátt. Núverandi formaður félagsins, Jón Ingimarsson, hefur setið í stjórn þess í 19 ár, lengst sem for- maður. orðið áliðið og tekið að snjóa að nýju. Hann pantaði bifreið, af þvi að honum fannst farðin orðin þung fyrir sig upp á brekkuna. Þegar við vorum komnir inn í vagninn og hann farinn að mjakast af stað, benti hann út um gluggann á snjó- hryggina gríðarháu, sem moksturs- ferlikið hefur hreykt upp óðara og nýr snjór hefur fallið, og sagði: „Hvað sagði Daviðf Mokið þér snjó . . . ef einhver mætir öðrum, / sem ekki hefur nóg, / þá segir sá, sem má sín meir, / með miskunn- arlausri ró: / Mokið þér snjó.“ Og svo bcetti hann við: ,JSn nú taka menn tcepast undir þetta: . . . Þeir moka, moka / og moka sig í hel." „Var sú tiðinf" hugsaði ég. H r a n i. sonar, söngstjóra á Akureyri, fyrir 15. marz 1956. Texti skal merktur dulnefni og nafn höfundar fylgja i lokuðu umslagi eins rnerktu. Tilkynnt verður, þegar er dómnefnd hefur valið textann og þá settar regl- ur um lagasamkeppnina. Á það skal að lokum minnt, að textanum er ætl- að að vera söngtexti og til flutnings á söngmótum Heklu. Það er eindregin ósk stjórnar Heklu, að sem allra flestir þeir, er við ljóða- gerð fást, taki þátt í samkeppninni. Eins hitt, að þeir karlakórsmenn og aðrir á sambandssvæðinu, er sjá þetta greinarkorn, segi öðrum frá efni þess og veki á því athygli. F. h. stjórnar Söngfél. Heklu, Páll H. Jónsson. ATHYGLISVERÐ UMMÆLI Sjálfskaparvíti Þegar þýzku stríðsglæpamennirn- ir, sem verið hafa í fangabúðum í Sovétríkjunum, komu heim til Þýzkalands, tóku vestur-þýzk yfir- völd á móti þeim með klukkna- hringingum, blómum og ræðuhöld- um, og stjórn Adenauers afhenti hverjum þeirra 5—6 þúsund mörk. Þessi tilraun stjórnar Adenauers til að gera þessa glæpamenn að dýr- lingum, vakti mikla undrun. — Meira að segja einu íhaldssamasta blaði Danmerkur, Ekstrabladet, 26. nóv. sl., ofbauð, og það birti rit- stjórnargrein, þar sem m. a. er svo að orði komizt, eftir að hlé varð á heimsendingu fanganna: „Sem manneskjur höfum við samúð með þýzku föngunum, en þar eð þeir sitja nú enn i rússnesk- um fangelsum á þessum hrceðilega rússneska vetri, cettu menn þó að minnast þess, að þeir hafa sjálfir komið sér í þessar óþcegilegu kring- umstceður með þiif að ryðjast inn i annað land, þar sem þeir áttu ekk- ert erindi. Og nú, þegar hluta þeirra — loks þegar frelsið veifar til þeirra - er aftur stungið inn bak við lás og slá, eru það þeirra eigin landar, sem eiga sök á þvi með nokkrum smekk- lausum og ögrandi viðhafnarmót- lökum, þar sem hinum fyrstu frjálsu föngum var fagnað og fengu hetju- geislabaug um höfuðið. Maður vonar vitanlega, að rúss- nesku fangabúðirnar verði bráðlega tæmdar og fangarnir sendir heim, en minni okkar er ekki svo bág- borið, að við œskjum að taka þátt i einhvers konar samúðarbaráttu á fyrrnefndum grundvelli. Þetta mál hefði getað verið leyst, ef Þjóðverj- ar sjálfir hefðu komið fram skyn- samlega og virðulega." ' V erkakvennaf élagið heldur FÉLAGSFUND í Verkalýðshúsinu sunnudag- inn 29. janúar kl. 4 s, d. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Bréf frá Alþýðusamband- inu. 3. Umræður um hækkun ár- gjalda. 4. Frá Fulltrúaráðinu. Fjölmennið stundvíslega! STJÓRNIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.