Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.02.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 03.02.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. febrúar 1956 VERKAMAÐURINN 3 Þar sem alþýðan ræður Aukin tæknileg (ramiör í iðnaði Eistlands. Áttundi fulltrúafundur í mið- stjórn Kommúnistaflökks Eist- lands var haldinn í Tallín. Til um- ræðu var framkvæmd samþykkta, sem gerðar voru á fulltruafundin- um í júlí varðandi iðnað lýðveldis- ins. Það var tekið fram, að iðnað- arafköst Eistlands voru þann 1. janúar 1955 83% meiri en 1950. Fimmtu fimmáraáætluninni var lokið fyrir tímann snemma í nóv- ember. Þungaiðnaður lýðveldisins er í örum vexti, 1954 höfðu af- köstin orðið tvisvar sinnum meiri en árið 1950. Það verkefni að auka raforku, gerfigas, framleiðslu og vinnslu fljótandi eldsneytis er vel á vegi í Eistlandi. Framleiðsla rafknúinna tækja og vefnaðarvöru ásamt fiskiðnaði eru í vexti. Margar nýjar vélar og tæki hafa verið teknar 'í notkun við fram- leiðsluna. Verið er að fullkomna tæknimöguleika iðnaðarins. Sjálf- virkum vélum hefur verið komið fyrir í mörgum aflstöðvum. Þær framleiða m. a. öxla í rafmagns- vélar, færibelti er í sambandi við málmsteypu í Voltaverksmiðjunni í Tallín, næstum 2000 sjálfvirkir vefstólar eru í notkun o. s. frv. Notkun nýrra véla og nútíma tækni, samfara aukinni tækni- þekkingu verkamanna, gerði að verkum, að iðnaðarafköstin jukust um 45% fyrstu fjögur ár fimmára- áætlunarinnar. Þegar rakið hafði verið það helzta, sem áunnist hafði í iðnaði lýðveldisins Eistlands, sneri fundurinn sér að þeim verk- efnum, sem óleyst eru, m. a. ýms- um vanköntum, sem orðið hafa á skipulagningu iðnaðarins af hálfu ýmissa flokkssamtaka svo og yfir manna fyrirtækja og opinberra ráðuneyta. Sjónvarp í Sovétríkjunum. Með hverju ári vex útbreiðsla sjónvarps í Sovétríkjunum. Auk sjónvarpsstöðvar í Moskvu, Lenín- grad og Kíev, hafa verið reistar stöðvar í Ríga, Kharkov og Tallín. Bráðlega munu Bakú, Minsk og fleiri borgir fá sínar stöðvar. - Sjónvarpsstöðvar eru í smíðum i Gorki, Stalinó, Tíblísí, Vilníus, Kúbisjef og Taskent. 75 milljón bækur. Tvö hundruð þúsund bækur koma daglega úr prentsmiðju Skáldsagna- og ljóðaútgáfu Sovét- ríkjanna. 63 milljón bindi komu út 1955. Áætlunin 1956 er 511 bækur samtals 75 milljónir að upplagi. í þessu er innfalinn fjöldi verka eftir erlenda höfunda. Nýrækt í Kazakstan. Ríkisbúin í Kazakstan hafa ræktað 8.245.000 hektara af nýju landi sl. 2 ár. Sáð er hveiti, maís og fleiri tegundum koms. Raímaénsviti tyrir fiska. Vísindamenn við raftilraunastöð- ina í Leníngrad hafa fundið upp nýtt tæki til þess að bægja fisk- um frá túrbínustöðvum. Tækið sendir frá sér geisla, sem beina fiskum burt, er þeir nálgast hættusvæði. Fulltrúar aflurhaldsins l bæjarstjórn nota aSstöðu sína þar til þess visvitandi a5 auðga sjálfa sig á kostnað bæjarins Fyrir allmörgum árum síðan var stofnað hér í bænum hlutafélag er nefndist Möl og Sandur. Var það stofnað fyrir forgöngu vörubíla- stöðvarinnar Stefnis. Hlutafé þess var 50 þús. kr. Átti stöðin 10 þús. kr., KEA 10 þús. og nokkrir ein- staklingar 30 þús. kr., þar á m. 2 eða 3 byggingameistarar. Karl Friðriksson, verkstjóri, komst í stjórn og varð fyrst gjald- keri og síðar formaður. Rekstur félagsins gekk fremur illa og rak að því að félagið fór þess á leit að bærinn gerðist með- eigandi í hlutafélaginu. Samþykkti bæjarstjórn að gerast aðili að þessu fyrirtæki á þá lund að stofn- að yrði sameignarfélag er héti Möl og Sandur. Var hlutaféð aukið upp í 100 þús. kr. Keypti bærinn hluta- bréf fyrir 50 þús., en Möl og Sand- ur h.f. átti hinn helminginn. Rekstur félagsins gekk nú sæmi- lega og jafnvel svo að hlutabréfin fóru skyndilega að hækka stór- lega. Hólmsteinn Egilsson og síðar Sverrir Ragnars og KEA eru skyndilega orðnir meðeigendur að öllum hlutabréfunum í Möl og Sandur h.f. 5 þús. kr. hlutabréf eru á svipstundu komin upp í 8 þús kr. Þessir þrír eigendur h.f. Möls og Sands ákveða að stórauka rekst urinn. Þeir hafa sem sagt fundið sterkan þef af peningum í möl og sandi, þessu efni, sem allir þurfa óhjákvæmilega að kaupa mikið af, þegar þeir byggja steinhús. Kaup eru fest á nýjum vélum í Þýzka landi er kostuðu að sögn um 350 þús. kr. Á sl. vori senda þessir gróða- brallsaðilar bæjarstjórn bréf, þar sem henni er skýrt frá fyrirhuguð um framkvæmdum og bæjarstjórn beðin að svara eftirfarandi spum- ingum: 1. Vill Akureyrarbær auka fram- laé sitt í sameiénarfélaéinu um ca. 150 .þúsund krónur . gegn sömu aukningu frá okkur til kaupa á vélum, og yrði þá fyrirtækið rek- ið á sama érundvelli og verið hef- ur. 2. Vill bærinn eiga framvegis 50 þús. kr. í sameigingarfélaginu og leyfa okkur að leééía iram nauð- synlegt fé til vélakaupanna, enda hækki hlutur okkar í félaginu að sama skapi. 3. ViII bærinn selja okkur fram- lag sitt tit sameiénarfélaésins, en en fyrir þann hlut viljum við greiða 80 þús. kr. oé eru það sömu hlut föll og sem hlutabréf okkar hafa nýverið éenéið kaupum og sölum. Ágreiningur varð um málið á bæjarráðsfundi 18. ágúst sl. Hand- langarar gróðabrallsmannanna felldu með 3 atkv. gegn 2 tillögu um að bærinn gengi að fyrsta til- boðinu um að eiga áfram helming hlutabréfanna í sameignarfélaginu. Þeir, sem greiddu atkv. með því að bærinn ætti ekki áfram helming hlutabréfanna voru íhaldsflokks- mennirnir Jón Sólnes, Jakob Frí- mannsson og Helgi Pálsson, en Jón Ingimarsson og Steindór Steind. greiddu atkv. með því að bærinn ætti áfram helming hlutabréfanna. Á bæjarstjórnarfundi 6. sept. sl. var hins vegar samþykkt eftirfar- andi tillaga: „Bæjarstjórn samþykkir að auka tillaé sitt í Möl oé Sartdur s.f. um kr. 150 þús. samkv. 1. lið í bréfi Möl oé Sandur h.t. 26. mai 1955.“ Hlaut tillagan 6 atkv. gegn hinna þriggja fyrrnefndu óhappa- manna í bæjarráði. En fjandmenn bæjarfélagsins voru ekki af baki dottnir. í sambandi við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Akureyrarkaupstað- ar fengu þeir því komið til leiðar með yfirráðum sínum yfir ístöðu- lausum aumingjum, sem sitja bæjarstjórn í nafni Framsóknar og Sjálfstæðisfl., að samþykkt var tillaga frá gróðabrallsmönnunum um að eignarhlutur bæjarins sameignarfélaginu Möl og Sandur h.f. skyldi verða óbreyttur, þó að félagið yki hlutafé sitt, m. ö. orð- um hinum fégráðugu sníkjudýrum þjóðfélagsins var fenginn í hendur meirihlutinn í Möl og Sandur sf. Á móti þessu tuddalega atferli af hálfu 6 „ábyrgra“ trúnaðar- manna bæjarfélagsins greiddu at- kvæði allir fulltrúar sósíalista; jafnaðarmanna og þjóðvarnar- manna. Allt bendir til þess að meira segja bæjarstjórinn sjálfur hafi vísvitandi verið samsekur í þessu athæfi gegn hagsmunum bæjarfélagsins. Og er hægt að leggjast lægra en að nota sér að- stöðu sem bæjarfulltrúi til að auðga sjálfan sig á kostnað bæjar- ins. Að vísu má með sanni segja að olíusalinn, sem stjómar félaginu fræga, sem hlaut dóm fyrir stór- felldan þjófnað, og kolasalinn, hafi verið ærið svartir og óþverralegir áður, svo að þeir hafi naumast get- að sokkið dýpra. En eitt vil eg minna þá á, af því að þeir þykjast svo í þokkabót vera ákaflega trúaðir. Þegar lífi þeirra lýkur hér, muni þeir þrátt fyrir alla peninga grotna sundur (eða verða að ösku) eins og snauð- ir, óbreyttir menn og þeir ættu að minnast þess á hverju kvöldi, áður en þeir fara að sofa, að hægara er úlfaldanum að ganga í gegnum nál- araugað en ríkum marmi inn í guðsríki. Og þetta spakmæli ætti raunar bæjarstjórnin að láta mála með gullnu letri á vegginn í fundarsal bæjarstjómar, hinum óþverralegu aurasálum til áminningar, viðvör- unar og sálubótarl J. Árn. Fra Landssamb. blandaðra kóra Ný skipavöruverzlun hefir verið opnuð í SKIPAGÖTU 5 undir nafninu Veiðarfæraverzlunin GRÁNA h.f. Þar eru á boðstólum alls konar vörur til útgerðar, svo sem: Vír, kaðlar, blakkir, lásar, vélaþéttingar, verkfæri til járn og trésmíði, björgunar- belti, sjóklæði, vinnuvettlingar o. m. fl. sem útgerðarmenn og sjómenn þarfnast. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Virðingarfyllst, Veiðarfæraverzlunin GRÁNA h.f. SKIPAGÖTU 5. Sími 2393. Sími 2393. í frásögn af ápsþingi LBK í sumar, er leið, var getið þeirrar samþykktar þingsins að heita svo- litlum verðlaunum fyrir ný söng- löé fyrir blandaðar raddir. Jafn- framt var stjómum sambandskór- anna send svohljóðandi tilmæli, samhljóða frásögninni af ársþing- inu: „Gerið þessa tilkynningu kunna öllum þeim, sem hugsanlegt er að geti tekið þátt í svona verð- launasamkeppni um s ö n g 1 ö g : Samkvæmt samþykkt á ársþingi LBK, 11. júní 1955, er hér með óskað eftir frumsömdum sönglög- um, sem gerð séu og raddsett fyrir- blandaða kóra. Verðlaun eru: 1. verðlaun 1000.00 kr. 2. verðlaun 500.00 kr. 3. verðlaun 250.00 kr. Höfundar ráði sjálfir gerð söng- laganna og velji sér texta eftir vild. Lögin hafi ekki verið gefin út áður né flutt opinberlega. LBK áskilur sér fyrsta útgáfu- rétt á þeim söngverkunum, sem verðlaun hljóta. Söngverkunum skal skila til rit- ara LBK, Steindórs Björnssonar Sölfhólfsgötu 10, Reykjavík, fyrir 1. janúar 1956. Þau skal auðkenna merki, en nafn og heimili höfundar fylgi í lokuðu umslagi, sem auð kennt er sama merki.“ Svo hefur nú farið að of fá verk hafa borizt til þess að hægt sé að velja úr þeim samkvæmt fyrr- greindum verðlaunareglum. — Því hefur stjórn LBK ákveðið að kunngera þetta aftur og færa skila- frestinn fram til hlaupársdagsins 29. febrúar 1956, — ef skeð geti að einhverjir þeir kunni að sjá þessa tilkynningu, sem ekki hafa veitt henni athygli fyrr og vilji taka þátt í þessari samkeppni, þótt verðlaunin séu ekki hærri en þetta. Oss er ljóst að þessi verðlauna- upphæð er ekki nokkurt glæsi- keppikefli, og að flestir geta boðið betur, — en LBK er nú ekki rík- ara en reynslan sýnir. Vér treystum því að dag- og vikublöð landsins séu starfi LBK svo velviljuð að þau birti þetta fyrir sambandið, sem fyrst, hvort sem oss er kunnugt um tilveru æirra og heimilisföng eða ekki. Þeim, er vér vitum um, sendum vér þetta, en biðjum þá hin að taka það upp eftir þeim. Með kærri þökk fyrir birtinguna. Stjórn LBK. 2,1111111111111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHII,II,II,IMI|||||||| BORGARBÍÓ Sími 1500 Næstu myndir: Sól í fullu suðri (Magia Verde) í ítölsk verðlaunamynd í | eðlilegum litum, um ferð | | yfir þvera Suður-Ameríku. [ E I Bom í flughernum (Flyg-Bom) Sænsk gamanmynd. í Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjafnanlegi NILS POPPE. .................... NýkomiS: Kjólaefni Svört kjólablúnda Köflótt alullarefni mikið notuð í dömu- síðbuxur. ★ Blúndudúkur ★ Ódýrar regnUífar Verzl. Skemman.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.