Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.03.1956, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.03.1956, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 2. marz 1956 „Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur"! Þetta er kjörorð Framsóknar- manna hér á Akureyri, samanber „Dag“, síðan þeir fleygðu fyrir borð sínu gamla kjörorði: „Allt er betra en íhaldið“. Svo kynlega fylgir „Dagur“ þessu nýja kjörorði, að hann minntist t. d. ekki með einu ein- asta orði á hinn sögulega fund í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna, sem „Verkarn." og fleiri blöð hafa birt frásagnir af. En eins og alkunnugt er urðu bandarisku dindlarnir þar i algjör- 'um minnihluta og ruku af fundi bólgnir og bláir í framan af reiði. Leitaði einn af þessum liemáms- dindlum hingað norður í skaut KEA-íhaldsins og galaði yfir nokkrum hænum uppi undir þaki Landsbankans. Það er því enn furðulegra að „Dagur“ skuli fylgjast svo báglega með því, „sem gerist hér í kring- um okkur.“ Sannleikurinn mun hins vegar vera sá, að „Dagur“ telur ekki holt fyrir afturhaldsöflin í Framsókn, sem hafa ritstjóra og annað starfs- lið „Dags“ í rassvasa sínum, að bændur og búalið hér í firðinum, sem sjá .yfirleitt ekki nema stjórn- arblöðin, fái að fylgjast með því, sem gerðist á þessum uppreistar- fundi í höfuðborginni. Og það er af sömu ástæðu, sem „Dagur" þorir ekki að flytja bænd- um fregnimar af þvi að Lands- bankinn undir stjóm V. Þór og Sjálfstæðismanna skuli lána á aðra milljón kr. út á fisk, sem ekki fyr- irfannst, á sama tíma og bankarnir neita bændum og iðnfyrirtækjum og smáútvegsmönnum um smá- vægileg reksturslán. „Verkam.“ taldi í síðasta blaði að „Dag“ hefði brostið kjark eins og „ísl.“ til að skýra lesendum sín- um frá þessu hneykslismáli. Enn er „Dagur“ altekinn af þessu hug- leysi, sem einkennir alla stefnu- svikara. Útgefendur hans skortir - Lygarnar dugðu ekki (Framhald af 1. síðu). En kosningaúrslitin urðu ægi- legur ósigur fyrir afturhaldið og Göbbels-sögumenn þess. Listi einingarmanna hlaut 66 at- kvæði, eða 71 prósent greiddra at- kvæða, en afturhaldið fékk aðeins 25 atkvæði. Þessi glæsilegi kosningasigur einingarmanna er enn eitt dæmið um að straumurinn til vinstri er þungur og stríður og verður ekki stöðvaður með Göbbelssögum og bulli annarra álíkra manna um kommúnista og kommúnistahætt- una. Verkamenn og iðnaðarmenn þekkja í æ rikara mæli íhaldið, þeir þekkja asnann á eyrunum. Verkamenn og aðrir launþegar verða nú að greiða æ fleiri krón- ur fyrir nauðsynjar sínar. Næstum daglega hækka einhverjar nauð- synjavörur. Almenningur veit að það er kveðja frá Gregory-stjóm- inni. að vísu ekki höfuðið né höfuð- in, en það vantar eitthvað í þau. En þá skortir hins vegar alveg kjark og heiðarleik til þess að skýra lesendum blaðsins frá því sem er að gerast í kringum okkur, og skiptir einhverju verulegu máli. Af þessum ástæðum hefir „Dag- ur“ líka m. a. ekki treyst sér til að ræða afglöp bæjarfulltrúa Fram- sóknar í togaramálunum og frysti- húsmálinu o. fl. málum (og líka af þeirri ástæðu, að þessi afglöp eru óverjandi) og af sömu ástæðum neitaði „Dagur“ því á sínum tíma, lengi vel, að Olíufélagið hefði stol- ið svo skipti millj. kr., sem það var svo, eins og allir vita, dæmt til að endurgreiða. (Hefir það annars skilað þessum fúlgum aftur?) Menntaskólaleikurinn (Framhald af 1. síðu). um sínum allgóð skil og hefir tek- izt að skapa fjör og hraða í leik sinn. í síðasta þætti skapast þó á tímabili hálfgert vandræðaástand á sviðinu, en það má miklu frem- ur teljast sök höfundarins en leik- endanna. Höfuðpersónan, Vielgeschrein, æðikollurinn, er leikinn af Birni Jóhannssyni. Æðikollurinn á að vera fulltrúi þeirrar manngerðar, sem telur sjálfa sig alls staðar ómissandi og á alltaf svo annríkt, að aldrei gefst tími til neins. Per- sónan er þó gerð af slíkri gaman- semi og með svo miklum ýkjum, að ekki er hér að ræða um ádeilu, sem hægt er að taka í alvöru. — Onnur aðalpersónan, Pernilla, þjónustustúlkan, er leikin af Cam- illu Jónsdóttur. Bæði þessi hlut- verk eru leikin af mesta hispurs- leysi og dugnaði og ótvíræðum leikarahæfileikum. Aðrir leikarar gera margt vel, en fæst af þessum hlutverkum bjóða möguleika til að sýna til- þrifamikinn eða eðlilegan leik. Þó er ekki hægt að efast um, að margt af þessu fólki, gæti valdið stærri og vandasamari verkefnum á sviðinu og væri gaman að sjá eitthvað af því aftur, við þær kringumstæður. Skiljanlega verður að gera aðr- ar kröfur til skólaleiks, sem þessa, en ef um væri að ræða viðurkennt leikfélag, og þegar á það er litið, verður ekki annað sagt en vel hafi tekizt og fer ekki hjá því, að bæj- arbúar hafi beztu skemmtun af þessum leik og muni meta að verðleikum alla þá fyrirhöfn og erfiði, sem skólafólkið hefur á sig lagt. Búningar voru vandaðir og íburðarmiklir og leiktjöld haglega gerð af Kristni Jóhannssyni. Tón- list annaðist Hörður Kristinsson og má mikið vera, ef þar er ekki listamaður í uppsiglingu. Formaður Leikfélags M. A. er Magnús Stefánsson aðrir í stjóm- inni eru: Helgi Þorsteinsson, Bolli Gústafsson, Margrét Eggertsdóttir og Hermann Stefánsson. ek. - Bílstjórar mótmæla (Framhald af 1. síðu). veriö rýrð með hirtum gífurlega bifreiðainnflutningi sJ. árs. Lýsir fundurinn yfir megnri óá- nægju sinni með það einelti, sem hann telur að bílstjórastéttin hafi um sirm verið lögð í og skorar ein- dregið á ríkisvaldið að taka til ýt- arlegrar endurskoðunar álögur þær, sem það hefir lagt á hana og létta þær með einhverjum ráðum veruleéa." „Aðalfundur Bilstjóraíélags Ak- ureyrar, haldinn 29. febr. 1956, lýsir yfir samþykki við þá for- göngu, sem miðstjórn A. S. I. hefir haft á því að laða þá stjórnmála- flokka, sem hafa heill og hag ísl. alþýðu á stefnuskrá sinni, saman til meiri samvinnu sín á milli um hagsmunamál hinna vinnandi stétta. Fundurinn telur að stefnuyfir- lýsing sú, er A. S.í. hefir Iagt fram sem viðræðugrundvöll að slíkri samvinnu fyrrgreindra flokka, gangi í höfuðdráttum i rétta átt og tekur undir þá skoðun að nauðsyn- legt sé, að ríkisstjórnin hafi hverju sinni sem nánast samstarf við hagsmunasamtök vinnu- og fram- leiðslustéttanna. Þá tekur fundurinn eindregið undir það, að nauðsyn sé á nýrri skipan í bankamálum landsins og inn- og útflutningsverzluninni, jafn framt því sem hann telur upp- byggingu atvinnuveganna einmitt æskilega eftir þeim leiðum, sem A. S. I. bendir ó í stefnuyfirlýsingu sinni, enda yrði þá jafnframt að fara fram gagnger endurskoðun og rannsókn á rekstursgrundvelli sjá- varútvegsins, svo mjög sem sá at- vinnuvegur hefir gengið úrskeiðis undanfarið. Þá lýsir fundurinn yfir eindregn- um stuðningi sínum við stefnuyfir- lýsingu stjórnar A. S. í. í hags- muna- og réttindamálum verkalýðs ins svo og utanríkismálum og skor- ar að lokum á alla lýðræðis- sinnaða umbótamenn, hvar í flokki, sem þeir standa, að stuðla að því, hver eftir sirmi getu, að ný stjórnarstefna verði upp tekin í landinu á grundvelli umræddrar stefnuyfirlýsingar miðstjórnar A. S. í.“. NÝJA-BÍÓ j Aðgöngumiðasala opin kl. 7-9. f Simi 1285. 1 Föstudag kl. 9, laugardag j j kl. 5 og sunnudag kl. 3: 1 Fyrsta skiptið : Sprenghlægileg amerísk I gamanmynd. j Laugardag kl. 9, sunnudag I kl. 5 og 9: TITANIC j Stórfengleg bandarísk kvik f f mynd um hið ægilega sjó- i j slys, er Titianic fórst. — i j Byggð á frásögn þeirra, j j sem af komust. — Tímarit- f j ið Satt og Fálkinn hafa birt j j frásagnir af þessu slysi, f er kvikmyndin er byggð á. i : Fermingarskór Lakk- og skinnskór (Svartir) Hentugir á fermingarböm. Hvannbergsbræður Kuldastígvél karla og kvenna, margar tegundir. Innlend og útlend. Nýkomin. KARLMANNASKÓR brúnir, svartir, nýjar gerðir. Hvannbergsbræður Nýkomið: KVENSKÓR, svartir og mislitir, með kvarthælum. KVENGÖTUSKÓR, margar tegundir. Hvannbergsbræður MÍR KVIKMYNDASÝNING: |í j Ærslabelgur j ;; Vegna fjölmargra áskoranai; ;;verður þessi framúrskar- !| : mdi skemmtilega sovét-;! ;; kvikmynd, í agfa-litum, i; : i sýnd aftur í Ásgarði, Hafn- |i : arstræti 88, sunnudaginn 4. i; ;;þ. m. kl. 4 síðdegis. 'úAllir velkomnir, meðan i| ;; húsrúm leyfir. ;; <lllllimilMIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIII||||||IM||||||||M» BORGARBÍÓ Sími 1500 SIRKUSLÍF I (3 Ring Cirkus) j Bráðskemmtileg, ný, amer- j j ísk gamanmynd í litum. f Vista Vision. Aðalhlutverk: ! DEAN MARTIN og 1 JERRY LEWIS. j j Hláturinn lengir lífið. I KJÓLAEFNI nýkomin. V efnaðarvörudeild Uppboð Eftirtaldar Max Factor snyrtivörur verða seldar á opin- beru uppboði í tollbúðinni við Kaupvangsstræti, föstu- daginn 9. marz n. k. kl. hálf tvö síðdegis: 100 tylftir andlitssmyrsl (skálpar) 60 tylftir varalitir 50 tylftir andlitsfarði 14 tylftir andlitssmyrsl (krukkur). Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri 28. febr. 1956. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON. Almennur kvennafundur verður í Alþýðuhúsinu fimmtud. 8. marz kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Ræða, frú María Þorsteinsdóttir, Reykjavík. 2. Einsöngur, Karl Óskarsson. 3. Upplestur, Jónas Jónasson. 4. Kvikmynd frá Heimsfriðarþingi kvenna í Kaup- mannahöfn 1953. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir. NEFNDIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.