Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.04.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.04.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 6. apríl 1956 Leikfélag Akureyrar: Ulfhildur effir Pál H. Jónsson Leikstjóri Jón Norðfjörð Eina færa leið verkalýðs- stéttarinnar Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar lýsir stuðningi við Alþýðubandalagið Leikfélag Akureyrar frumsýndi nýlega sjónleikinn Ulfhildi, eftir Pál H. Jónsson kennara á Laug- um. Leikstjóri var Jón Norðfjörð. Leiksýning þessi mátti teljast viðburður í leiklistarlífi bæjarns, að því leyt að hér var á ferðinni óþekkt leikrit eftir innlendan höf- und, sem mun vera mörgum bæj- arbúum persónulega kunnur, og síðast, en ekki sízt, nýjir leikarar á sviðinu, meira að seja í aðal- hlutverkunum. Efni leikritsins er gömul, óljós munnmælasaga frá Þjóðveldisöld- inni. Höfuðpersónu leiksins, Ulfhildi húsfreyju á Rauðá, leikur ungfrú Þórhalla Þorsteinsdótitr og mun þetta hennar fyrsti leikur, síðan hún kom til fullorðinsára, þó að þess sjáist ekki mikil merki á frammstöðu hennar. Ungfrú Þórhalla er glæsleg á sviði og leikur hennar er djarfur og þróttmikill, en ef til vill um of sterkur og ofsafenginn með köfl- um. Myndugleiki með þungri undir- öldu, er sú skapgerð, sem hæfa mundi íslenzkri höfðingskonu bezt. Bónda hennar, Brodda lögréttu- mann, sem hún er nauðug gefin, leikur Jóhann Ögmundsson. Leik- ur hans er samfelldur og traustur og gerir hann hlut Brodda sífellt betri, eftir því sem á leikinn líður. Kálf bónda, frænda Úlfhildar, leikur Emil Andersen og skilar hlutverkinu lýtalaust og örugglega. Hjálmar smala og Gyðu vika- stúlku leika þær ungfrúrnar Anna G. Jónasdóttir og Bergþóra Gúst- afsdóttir. Þessi hlutverk fara þeim svo vel úr hendi, að enginn getur efast um, að þær eigi eftir að gera góða hluti á leiksviði. Báðar munu þær hafa notið tilsagnar í Leik- skóla Jóns Norðfjörðs um nokkurt skeið, og sjást þess augljós merki. Þau Hjálmar og Gyðu, fullvax- in, leika Guðmundur Magnússon og ungfrú Ingunn Tryggvadóttir. Guðmundur hefur áður sýnt mjög góðan leik í Mýs og menn og í þessu hlutverki er heldur ekki neitt sérstakt út á leik hans að setja. En þrátt fyrir það tekur Hjálmar svo algjörum stakkaskipt- um við leikendaskiptin, að hann verður allur annar maður. Aftur á móti virðist leikur og persónugerð Ingunnar í beinu og eðlilegu fram- haldi af leik Bergþóru. Ungfrú Ingunn er geðþekk á sviði, rödd hennar og framsögn er með ágætum, en gjarnan mætti vera meira líf og meiri léttleiki yfir leik hennar. Þórleifu, aldraða konu að Rauðá, leikur frú Sigurjóna Jak- obsdóttir, hin kunna leikkona, sem aldrei bregzt sínu hlutverki og þá ekki nú, fremur en endranær. Hrafn, sekan skógarmann, sem Úlfhildur heldur á laun og gerir að elskhuga sínum, leikur Guð- mundur Gunnarsson. Þetta hlut- verk mun raunar mega teljast örðugasta hlutverkið í leiknum, en ekki verður annað sagt en Guð- mundur geri því þau skil, sem með sanngirni verður krafizt, enda er Guðmundur enginn viðvaning- ur á sviðinu. Húskarl leikur Jón Ingimarsson og er það lítið hlutverk, en Jóni tekst þó, að skaðlausu, að láta það vekja andartakskæti áhorfenda. Leikritið Úlfhildur er í fimm þáttum. Fyrsti þátturinn gerðist á hlaðinu á Rauðá. Þar koma fram allir aðalleikendurnir og virðist svo, að búningar þeirra séu óþarf- lega íburðarmiklir, einkum vinnu- hjúanna. Að nokkrum smáatriðum frá töldum, er flest vel um þennan þátt og er þar laglega komið fyrir flestu því sem telja má nauðsyn- legan inngang að leiknum. Annar þáttur gerist um haust- kvöld í dyngju Úlfhildar, og er að líkindum áhrifamesti og snjallasti þáttur leiksins og borinn uppi af þeim mæðgunum, Þórhöllu og Sig- urjónu. Úlfhildur gerir þar upp sakir sínar við lífið og tilveruna, á því örlagaríka haustkvöldi sem sakamaðurinn leitar á fund hennar og biður hælis. Þriðji þáttur fer fram við Skjálf- andafljót og er allspennandi. Fjórði þáttur gerist í helli útlag- ans og koma þar ekki aðrir fram en elskendurnir, Úlfhildur og sakamaðurinn Hrafn. Þó að leikendurnir geri sitt bezta í þessum þætti, fer tæplega hjá því, að hann valdi nokkrum vonbrigðum og nái ekki þeim áhrifum, sem höfundurinn hefur ætlast til og þyrfti að vera. Svipað mætti einnig segja um fimmta og síðasta þáttinn, sem fer fram á hlaðinu á Rauðá, eins og fyrsti þáttur. Þar gera persónur leiksins upp sakimar sín á milli, og skal sú saga ekki rakin hér, svo að hún megi koma áhorfendum á óvart. Þessi þáttur virðist, að ýmsu leyti, einna sízt gerður tæknilega af hendi höfundarins, sem þó hefur auðsjáanlega til að bera allgóðan skilning á sviðsetn- ingu og leiktækni. Hvað sem veldur, verður leik- urinn hvorki eins sannfærandi og áhrifamikill og þyrfti að vera, í þessum lokaþætti. Sterkasta atriði hans er samtal þeirra hjónanna, sem er meðal hins bezta í leiknum. Önnur átök sviptingar sem fara fra má sviðinu ná engan veginn tilætluðum ár- angri, þó að í aðalatriðum sé ekki við leikendurna að sakast, og fall Hrafns og viðbrögð Úlfhildar á þeirri stund orka á áhorfandann sem leikur, fyrst og fremst. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því, af hverju orsakast sá slappleiki, sem óneitanlega færist yfir síðari hluta leiksins. Ef til vll er orsökn sú, að höfundur leiksins gerir ástinni ekki nógu hátt undir höfði í verki sínu. Þó er ekki átt við það, að róttækar ástarsenur mundu hæfa þeessum leik, en eitt- hvað virðist skorta, sem gæti gef- ið áhorfandanum innsýn inn í hin- ar óhamingjusömu ástir Hrafns og Úlfhildar og kemur það einkum að sök í fjórðar þættinum. Svipað er að segja um ást Hjálmars á Úlf- hildi; henni er nánast skotið inn í leikinn eins og frétt, og verður hvorki annað né meira. En þrátt fyrir þesa annmarka, er margt gott um verkið að segja. Það er að mörgu leyti haglega byggt fyrir leiksvið, samtölin eðli- leg og traustlega byggð með köfl- um og skilningur höfundarins á mannlegu eðli og tilfinningum oft næmur og sanngjarn, eins og bezt kemur fram í öðrum þættinum. Vonandi verður þessi leiksýning til þess að örva hann til afreka á þessu sviði, þar sem hann virðist vel hlutgengur. Leikstjóranum má þakka það, að hann skuli hafa gerzt svo djarfur að setja á svið leikrit eftir innlendan höfund, og að hann skuli hafa leitað uppi og skapað nýja og góða leikkrafta. Leiktjöldin málaði Þorgeir Pálsson, og eru þau haglega og smekklega jörð. STIKLUR EINKAMÁLIN. Bragi Sigurjónsson telur í blaöi sínu að Verkamannatélaé Akur- eyrarkaupstaöar haii gerzt sekt um vítaverð atskipti af „einkamál- um“ stjórnmálaflokka með því að víta brottrekstur Hannibals Valdi- marssonar, forseta ASÍ, úr Alþýðu flokknum. Telur hann samþykkt féta&sins hvort tveggja í senn „brosleg tíðindi“ og „nýja stefnu i verkalýðsmálum". Já — eitthvað á nú sá „stað- fasti og einlægi verkalýðssinni" eftir að læra í siðfræði verkalýðs- hreyfingarinnar, ef hann heldur að alþýðusamtökunum sé það óvið- komandi mál, að forustumenn þeirra séu ofsóttir fyrir þær „sak- ir“ einar, að þeir framfylgja stefnu þeirra og ákvörðunum. Hitt kann rétt aö vera og skal ekki véfengt, að Alþýðuflokkurinn (þ. e. a. s. hægri klíkan, sem telur sig hafa löghald á því nafni) óski ekki eftir neinum afskiptum verkalýðs hreyfingarinnar af sínum málum og þá væntanlega ekki heldur eft- ir kjörfylgi hennar í komandi kosningum. Enda murtdi „þá fyrst kast tólfunum“ ef verkamerm létu sér til hugar koma slíkur stuðning- ur eftir það sem undan er gengið. SAMRÆMIÐ. Þaö væri ekki vel gert að krefj- ast samræmis í málflutningi Braga Sigurjónssonar, svo ófimlega sem þeim manni hefur farizt að steypa sér kollhnís í stjórnmálum og verkalýðsmálum. Væri það og ódrengilegt og óþarft aö kitla hláturvööva samborgara hans meira en leikíimisæíingar hans hafa sjálfar gert að undanförnu. En réttmætt virðist þó að benda honum á að fulláberandi muni að fara alveg t gegnum sjálfan sig í einni og sömu greininni, en þetta verður honum á t síðasta blaði sínu í forsíðugrein. Segir þar snemma i greininni: „Var þannig hér um að ræða tilraun til fram- kvæmdar á þeirri stjórnmálaálykt- un 10. þings Sósíalistaflokks- ins. ..." að „. . . . komið verði á kosningabandalagi Sósíalistaflokks ins, Alþýðuflokksins og Þjóðvarn- arflokksins. . . .“ Síðar í sömu grein segir: „. . . . að Sósíalistaflokkurinn þori nú með engu móti aö ganga einn til kosninga, ekki sízt vegrta síöustu atburða í Rússlandi varðandi gagnrýnina á Stalin." Sem sagt: Afstaöa Sósíalista- flokksins var þegar mörkuö i nóv- ember 1955, en samt er hún byggð á atburðum sem gerast í marz 19561! Hvers konar fólk heldur Bragi að lesendur Alþm. séu? Að leikslokum var leikendum, leikstjóra og höfundi ákaft fagnað af áhorfendum og barst mikill fjöldi blómvanda. Full ástæða er til að hvetja alla að sjá þennan leik og virða með því að verðleikum það, sem höf- undi, leikstjóra, leikendum og öðru starfsfólki hefur tekizt að gera úr þessari rammþjóðlegu munnmælasögu. Hér hefur verið unnið gott starf af dugnaði og ósérplægni, og sízt of öllu má gjalda slíkt með tóm- læti. ek. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hélt félagsfund 25. f. m.. Voru þar til umræðu atvinnu- leysistryggingarnar og viðhorfinu í verkalýðsmálum. Eftirfarandi til- lögur voru samþykktar með öllum atkvæðum gegn 4: % Lýsir stuðningi við Alþý ðubcmdalagið. „Fundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 25. marz 195, lýsir eindregn- um stuðningi sínum við þá ákvörðun stjórnar Alþýðu- sambands íslands, að beita sér fyrir kosningasamtökum allra íslenzkra verkalýðssinna í þeim tilgangi að efla völd og áhrif alþýðustéttanna á lög- gjafarþingi þjóðarinnar. Telur fundurini; að með ákvörðun sinni hafi stjórn Al- þýðusambandsins rnarkað hina einu færu leið verkalýðs- stéttarinnar til þess að forða síendurteknum fórnfremur verkföllum, sem óhjákvæmi- lega leiða af stríði ríkisvalds- ins gegn hagsmunum launa- stéttanna. Fundurinn heitir á verka- menn og alla alþýðu að vinna kosningasamtökum alþýðunn- ar allt er þeir mega og tryggja þannig bætt launakjör, upp- byggingu atvinnulífsins og sjálfstæði þjóðarinnar.“ Mótmœlir brottrekstri Hannibals „Fundur Verkamannafélags N. A. Bulganin, forsætisráð- herra, og N. Krustjoff, fram- kvæmdastjóri Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, eru væntanlegir til Bretlands 18. þ. m. í opinbera heimsókn. Víðtækur undirbúningur er haf- inn til að taka á móti þeim. — í Bretlandi eins og annars staðar er almenningi það mikið áhugamál að friður haldist og komið verði í veg fyrir að ný heimsstyrjöld brjótist út. Bretland er eitt af iðn- aðarveldum heimsins. Mjög hefur kreppt að iðnaði Breta síðustu ár- in. Bandaríkin hafa um langt skeið lagt feiknakapp á að bola þeim burtu frá sem flestum markaðs- svæðum og orðið mikið ágengt. Vestur-Þjóðverjar og Japanir eru nú einnig orðnir skæðir keppi- nautar á heimsmarkaðinum. Bret- um er þess vegna mikið áhugamál að efla viðskipti sín í austurveg og það áður en Þjóðverjar og Jap- anir geta hrifsað þá markaði frá þeim. Æ fleiri Bretum er að verða ljóst, að þeim er það lífs- nauðsyn að losa sig undan áhrifa- valdi Bandaríkjanna, sem hafa Akureyrarkaupstaðar, haldinn 25. marz 1956, vottar forseta Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarssyni, fyllsta traust og þakkar hon- um ágæt störf fyrir íslenzka alþýðu. Fundurinn lýsir megnri vanþóknun á þeim verknaði að reka forseta verkalýðssamtakanna úr þeim pólitíska flokki, er hann hef- ur skipað sér í, fyrir þær „sakir“ einar, að hann hefur framfylgt ákvörðunum Al- þýðusambandsins og beitt sér fyrir samstöðu verkalýðs- flokkanna.“ Ekki frekar en fyrri daginn. Auðvitað gat Alþm. ekki sagt satt frá þessum fundi verkamanna. Segir m. a. að fundarsóku hafi verið 27 manns. Það rétta er að fundarmenn voru yfir 40. Er það að vísu alltof lítil fundarsókn, en því miður ekki lakari en venjulegt er í fjölmörgum félögum. Hitt er jafnvíst að því fjölmennari sem verkamannafundur hefði verið um þessi mál því lakari hefði útkom- an verið fyrir andstæðinga Al- þýðubandalagsins. Þetta skilur rit- stj. Alþm. líka vel, og því er það, að hann fagnar því að fundarsókn var ekki betri. Hann veit sem er að því fleiri, sem eiga þess kost að heyra rétt rök fram færð, því öruggara er bandalag alþýðunnar um fylgi og sigur. Þess vegna fagn- ar þessi „alþýðuforingi" því er verkamenn vanrækja fundarsókn í stéttarfélögum sínum. bannað þeim að selja fjölmargar vörutegundir til Sovétríkjanna og annarra alþýðuríkja. Aukin tengsl við Sovétríkin eru því lausnin á vandamálum brezku þjóðarinnar. Hinn víðtæki undirbúningur, sem hafinn er fyrir löngu, til að taka sem virðulegast og innilegast á móti þeim Bulganin og Krust- joff, er ljós vottur um það, að Bretum er það mikið áhugamál að efla viðskiptaleg og menningarleg samskipti sín við Sovétríkin. Að því er brezk blöð herma hafa t. d. bæjaryfirvöldin í mörg- um borgum boðið sovétleiðtogun- um að heimsækja viðkomandi borgir, má þar m. a. nefna Man- chester, Coventry, Glasgow, Nort- hampton og Greenwich. Borgar- stjórinn í Leamington lét boði sínu fylgja hjartanlegar kveðjur til Bulganins og Krustjoffs. Forseti verzlunarmannaklúbbsins íCardiff, Sir Robert Webber, hefur boðið sovétleiðtogunum að heimsækja Cardiff og tala þar á fundi. Sérstaka athygli hefur vakið að fjölmörg fagfélög hafa sent sendi- (Framhald á 4. síðu). Mikill undirbúningur í Breflandi í tilefni af heimsókn Bulganins og Krustjoffs

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.