Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.04.1956, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.04.1956, Blaðsíða 3
Föstudaginn 20. apríl 1956 VERKAMAÐURINN 3 Hvers konar stjórn kjósum við yfir okkur „NÚ VERÐUR SLÍKU EKKI TIL AÐ DREIFA.“ „Alþýðumaðurinn“ segir í leið- ara sl. þriðjudag að „I undanförn- um alþingiskosningum hefur það sjaldan eða aldrei legið ljóst fyrir, hvaða flokkar hyggðust vinna saman eftir kosningar. Þetta hefur valdið kjósendum miklu óhagræði og raunar hindrað þá í að vita, hvers konar stjórnarfar þeir væru að kjósa yfir sig. Nú verður slíku ekki til að dreifa.“ Þessi ummæli munu eiga að tákna það, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn muni undir öllum kríngumstæðum vinna saman að kosningum loknum, og skal það sízt dregið í efa. Ástæð- urnar fyrir því að þetta er sæmi- lega öruggt, er hverjum manni ljóst, líka hægri foringjum Alþ.fl. Hún er einfaldlega sú, að Alþýðu- flokkurinn á alla sína litlu lífsvon í því að Framsókn bjargi einum frambjóðanda hans í Reykjavík inn á Alþing. Sjálfur hefur hann enga möguleika til að koma nein- um manni að í þeim 12 kjördæm- um af 28, sem honum er náðar- samlegast leyft að bjóða fram í. Framsóknarforingjarnir halda því á fjöreggi hægri kratanna í hönd- um sér og geta hent því í rusla- körfuna, hvenær sem foringjum þeirra dytti í hug að verða Fram- sókn þungir í taumi. En á því er auðvitað engin hætta eins og nú er í pottinn búið. Alþýðuflokkurinn kemur því ekki til með að ráða neinu um það hverjir mynda stjórn saman eftir kosningar. Hann er fyrirfram dæmdur til að hanga í pilsfaldi Framsóknar, hvert sem hugur hennar og gerðir stefna. Engum heilskyggnum manni dettur því lengur í hug að reikna með hon- um sem sjálfstæðri, pólitískri heild, sem ráði gerðum sínum sjálf, þótt svo kunni að fara að hann fái 3—4 þingmenn á sínu nafni. HVER ER SVO GLEYMINN? En hvert leitar þá Framsókn til samstarfs eftir kosningar? Auðvit- að sver hún og sárt við leggur að samvinna við íhaldið komi ekki til greina. En það hefur hún líka gert í tveimur síðustu alþingis- kosningum, og þó alltaf hafnað í faðmi Ólafs Thors og sálufélaga hans. Enginn lætur sér því detta í hug að taka svardagana nú alvar- lega eftir að Framsókn hefinr orð- ið ber að meinsærum tvisvar sinn- um í röð. Fáir eru líka svo gleynmir, að þeir muni ekki að fyrir aðeins fáum vikum felldi meirihluti flokks- þings Framsóknar tillögu Hannesar Pálssonar frá Undirfelli um það, að lýst yrði yfir, með þingsam- þykkt, að ekki yrði gengið til stjómarsamvinnu við íhaldið að kosningum lokn- um. Það eru því meira en rökstudd- ar líkur fyrir því, að Framsóknar- flokkurinn hafi samvinnu við Ihaldið efst í huga að kosningum loknum og full vissa fyrir því að hann dregur hægra lið Alþýðufl. með sér til þeirrar samvinnu, ef til hennar kæmi. HVERNIG EIGA KJÓSENDUR AÐ LEIÐBEINA FRAMSÓKN? Það er þó engum vafa undirorp- ið, að foringjar Framsóknar eru ekki svo skyni skroppnir, að þeir hafi algerlega að engu þær leið- beiningar, sem kjósendurnir veita þeim við kjörborðið. Þær leið- beiningar gætu verið með tvenn- um hætti. í fyrsta lagi að Fram- sóknarbandalagið kæmist hjá verulegu fylgishruni. Þá leiðbein- ingu mundi Framsókn vitanlega reikna sem traust á stjórnarstefnu sína á undanförnum árum og telja sér óhætt að mynda gengislækk- unar- og kaupbindingarstjórn með íhaldinu. í öðru lagi, og sem betur fer, er það líklegra, hafa kjósendur í hendi sér möguleikana til þess að veita Framsóknarflokknum og íhaldinu maklega ráðningu fyrir stjórnarstefnu síðustu 9 ára og krefjast þess á eftirminnilegan og auðskiljanlegan hátt, að mynduð verði vinstri stjórn, sem með raun- hæfum aðgerðum hefji að nýju uppbyggingarstarí atvinnuveganna lögfesti réttinda- og hagsmunamál alþýðustéttanna og tryggi sjálf- stæði þjóðarinnar. Á KOSTNAÐ VINNUSTÉTT- ANNA EÐA BRASKARANNA. Kjósendur geta með einum hætti, og aðeins með einum hætti, gert þennan vilja sinn um myndun verkalýðssinnaðrar vinstri stjórnar gildandi: með því að veita Al- þýðubandalaginu brautargengi og tryggja því glæsilegan sigur. Það er þegar öruggt, að Alþýðu- bandalagið á miklu fylgi að fagna meðal Alþýðuflokksmanna og fyrrverandi kjósenda Framsóknar- flokksins og Þjóðvarnar og ein- huga fylgi sósíalista. Þess vegna skipar baráttan gegn því fyrsta sæti í málgögnum H. B-manna. En hitt er jafnvíst, að til þess að koma í veg fyrir nýja og harðsvír- aða afturhaldsstjóm, en jafnvel nokkm sinni áður hefur setið í landinu, þarf sigur Alþýðubanda- langsins að verða svo ótvíræður, að engin leið verði að snið- ganga þingflokk þess, þegar efnahagsöngþveitið, sem Framsókn og íhaldið hafa steypt þjóðinni í, verður leyst á Alþingi annað hvort einhliða á kostnað vinnu- stéttanna eða með skerð- ingu okurgróða reykvísku auðmannastéttarinnar og at vinnuleyri viðreisn — allt eftir því hverjum þjóðin veitir traust í kosningun- um. KOSIÐ UM HAGSMUNA- MÁLIN. Þennan einfalda sannleika skilja fleiri og fleiri með hverjum degi sem líður. Almenningur er að vakna til vitundar um það að kosningarnar í júní mótast ekki af flokkspólitískum línum. Þær standa einfaldlega um hin beinu og brýnustu hagsmunamál vinnu- stéttanna og möguleika þeirra til þess að hafa úrslitavald um lausn þeirra á löggjafarþinginu. Kosn- ingabaráttan nú er algerlega hlið- stæð hinni faglegu baráttu alþýðu- samtakanna .Hún er sama eðlis og hin samhenta og hetjulega verk- fallsbarátta, sem verkalýðshreyf- ingin hefur verið neydd til að heyja síðasta áratuginn gegn kjaraskerðingum og síendurtekn- um árásum ríkisvaldsins. I þeirri baráttu var hvergi spurt um stjórn málaskoðanir eða flokkslit. Allir fundu til sömu skyldunnar við stétt sína og hagsmuni hennar, hvort sem þeir töldu sig Alþýðu- flokksmenn, sósíalista, Framsókn- armenn eða Sjálfstæðismenn. ÞEIR REIKNA. Það er engin furða þótt flokk- (Framhald á 4. síðu). TILKYNNING Nr. 12/1956. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksvarð á brauðum í smásölu: RÚGBRAUÐ, óseydd, 1500 g..kr. 4.65 NORMALBRAUÐ, 1250 g.......kr. 4.65 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að of- an greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 13. apríl 1956. V erðgæzlust jórinn. Ný sending! KJÓLAR KÁPUR HATTAR KÁPUEFNI MARKAÐURINN Akureyri. — Sími 1261. AUGLÝSING um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Eyjafjarðar Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða fer fram frá 2. maí til 5. júní n. k. að báðum dögum meðtöldum sem hér segir: Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fintmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar, svo og skoðun á bifhjólum með hjálparvélum. Ber bif- reiðaeigendum að færa bifreiðir sínar til bifreiðaeftirlits- ins Gránufélagsgötu 4, þar sem skoðunin fer fram frá kl. 9—19 og 13—17 hvern skoðunardag. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram full- gild ökuskírteini. Ennfremur ber að sýna skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi, svo og kvittun fyrir opinberum gjöldum. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á tilsettum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð sam- kvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli til eftirbreytni. Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu. 11. apríl 1956. 2. maí. A 1 - 50 3. — A 51 - 100 4. — A 101 - 150 7. — A 151 - 200 8. — A 201 - 250 9. — A 251 - 300 11. — A 301 - 350 14. — A 351 - 400 15. — A 401 - 450 16. — A 451 - 500 11. — A 501 - 550 18. — A 551 - 600 22. — A 601 - 650 23. — A 651 - 100 24. — A 101 - 150 25. — A 151 - 800 28. — A 801 - 850 29. — A 851 - 900 30. — A 901 - 950 31. — A 951 - 1000 1. ]únt A 1001 - 1050 4. — A 1051 - 1100 5. — A 1200 - 1230 m þ ann dag skoðun á bifreiðum , sem nyj

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.