Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.05.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 04.05.1956, Blaðsíða 2
t 2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 4. maí 1956 1. maí-ræða Kristjáns Larsen, flutt á samkomu verkalýðsfélaganna að Skálaborg-. Alþýðan verður að byggja starl sitt á reynslu síðuslu ára Dagur verkalýðsins, 1. maí, er dagur uppgjörs fyrir liðinn tíma og dagur áætlana og vona um framtíðina. A þessum degi staldr- ar alþýðan við og reynir að gera sér ljóst hvar hún stendur á braut að hinu sameiginlega marki okk- ar allra: afkomuöryggis alþýðunn- ar. — Við skulum þá fyrst renna augunum yfir það, sem gerzt hef- ur í málum verkalýðsins á undan- fömum árum. Eftir að verkalýðsfélögunum tókst að brjótast undan oki gerð- ardómslaganna 1942, hóf alþýðan mikla sókn til bættra kjara og betri lífsafkomu. Það rofaði fyrir nýjum degi á himni verkalýðsins og verkamenn, er búið höfðu ára- tugum saman við þröngan kost í slæmum húsakynnum, eygðu nú möguleika þess að byggja sér mannsæmandi íveruhús og veita sér önnur þau hlunnindi er nauð- Synleg eru til þess að alþýðan geti lifað menningarlífi. Nýsköpun at- vinnuveganna fór fram. Keypt var til lándsins sú grótta, er 'malað hefur þjóðinni mestan auð undan- farið. Þessi þróun stóð þó ekki lengi. Fyrir óviturlega stjórnarhætti auðstéttarinnar fór svo, að aðalat- vinnuvegir þjóðarinnar áttu við fjárskort að búa, þrátt fyrir þau miklu verðmæti er þeir sköpuðu. Svo haganlega hafði auðvaldinu tekizt að koma fyrir afurðasölu- málum þjóðarinnar og innkaupum nauðsynja til reksturs atvinnuveg- unum. Nú skyldi maður ætla, að þegar hið opinbera vildi afla fjár handa atvinnuvegunum, hefði fyrst og fremst verið farið til þeirra, er höfðu sannarlega rakað saman mestum gróða á kostnað fram- leiðslunnar. En sú leið var ekki farin, til þess voru milliliðaokrar- arnir of bátengdir ríkisvaldinu. Heldur var farið út á þá braut, er síðan hefur verið gengin af hálfu ríkisvaldsins, að fara ofan í vasa alþýðunnar og rýra þannig kjör hennar. Mörgum er í minni tollaálögurn- ar miklu 1947, en áhrifum þeirra tókst alþýðunni að hrinda af sér með harðvítugri kaupgjaldsbar- óttu. En ríkisvaldið lét ekki hér staðar numið. Næsta árás var vísitölubindingin. Nú hafði það ólán hent alþýðu- samtökin, að þau gengu ekki ein- huga til varnarbaráttunnar. Ut- sendurum auðstéttarinnar hafði tekizt að reka fleyg sundrungar og flokkadráttar inn í raðir alþýðunn- ar, með þeim árangri, að stjórn heildarsamtakanan var nánast hendbendi alþýðuf jandsamlegrar ríkisstjórnar. Sterkustu verkalýðs- félqgin reyndu þó að spyrna við fótum með nokkrum árangri. Þó seig stöðugt á ógæfuhlið-fyrir al- þýðu manna. — Utflutningsmálin voru í megn- asta ólagi vegna þröngsýni vald- hafanna og einokunar þeirra á af- urðasölunni. Gengislækkun var framkyæmd. Verðlag allt fór sí- hækkandi. Eins og margir minn- ast eflaust áttum við heimsmet í dýrtíðaraukningu árið 1950, sam- kvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. — Jafnframt þessu betlaði ríkisstjórnin fé frá erlendri þjóð, seinna kom í ljós, að fyrir það fé áttum við. að gjalda með fjöreggi þjóðarinnar: Sjálfstæðinu. En svo má lengi brýna deigt jórn að það bíti. Fleiri og fleiri innan raða verkalýðsins skildu að við svo bú- ið mátti ekki standa. Gegn þessum geigvænlegu staðreyndum í dýr- tíðarmálum varð sundrungaráróður auðvaldsins máttlaus. Verkalýður- inn þjappaði sér stöðugt þéttara saman, lagt var út í fórnfrekar vinnudeilur og sigur unninn. En í hvert sinn er verkalýðnum tókst að spyrna við fótum og vinna ögn aftur af því sem tapast hafði, stuðlaði ríkisvaldið að því, ýmist með beinum aðgerðum eða að- Kristján Larsen. gerðaleysis í verðlagsmálum, að sá vinningur var að engu gerður á skömmum tíma. Það ríkisvald, sem á að vera forsjá allrar þjóðar- innar hefur sýnt okkur það undan- farið, að það er fyrst og fremst ríkisvald braskara og fjárplógs- manna. A undanförnum árum, þegar verkalýðurinn hefur verið neydd- ur til þess að leggja út í vinnudeil- ur vegna rýrnandi lífskjara. Hafa atvinnurekendur skotið sér bak við ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin þráast svo við í lengstu lög að gera nokkrar þær ráðstafanir er leyst gætu deiluna. Nýjasta dæm- ið um þetta er verkfallið í fyrra- vor. Alþýðusamtökin sýndu það þá, að sameinuð eru þau sterkasta afl þjóðfélagsins, urðu að heyja 6 vikna verkfall ,er kostaði miklar fórnir af hálfu verkamanna, til þess að ná fram nokkrum kjara- bótum. Þá var ríkisstjórnin knúin til þess að lofa því að setja lög um atvinnuleysistryggingar. Ef við at- hugum þetta nánar sjáum við hvers okkur er vant. Ef alþýðan hefði átt fulltrúa- fjölda á Alþingi í samræmi við stéttarlegan styrk sinn, hefði ver- ið hægt að fá þessa kjarabót með atkvæðagreiðslu á Alþingi, án allra fórna. Síðasta hervirki ríkis- stjórnarinnar gegn alþýðunni eru 250 milljón króna skattaálögur, er munu leggjast eins og mara yfir efnahag hvers alþýðumanns á þessu ári, ef ekkert verður að gert. Þetta sannar okkur ennfremur hvers okkur er vant. Fáa mun fýsa, að fenginni reynslu undanfarinna ára, að leggja út í fórnfrek verkföll, EF annars er kostur. Enn færri munu þeir innan raða verkalýðsins, er teja að alþýðu- samtökin eigi að lóta reka á reiðan um í þessum málum. Meginþorra hins vinnandi fólks er áreiðanlega ljóst, að raunveruleg kjarabót al- þýðunni til handa, fæst ekki fyrr en alþýðan hefur eignast sterkan þingflokk á löggjafarþingi þjóðar- innar. — En menn greinir á um það hverjir oigi að fylla þann flokk. — Hver kýs þann, er hann reystir bezt til að vinna að hags- munamálum alþýðunnar og fer þá vonandi eftir reynslu liðinna ára. En það skulum við vona að þeir menn, er fara inn á Alþingi á at- kvæðum alþýðunnar, beri gæfu íil bers að vinna þar saman að heill hennar og velferð, og þá um leið ð heill þjóðarinnar allrar. Eg hef hér aðeins drepið á nokkur þau mál er alþýðan hefur átt við að stríða undanfarið. Eg hef ekki verið að segja ykk- ur neinn nýjan sannleika, flest ykkar hafa getað fylgst með þess- um málum eins og eg. En eg hef rifjað þetta upp hér, vegna þess, að nú verður alþýðan að byggja starf sitt upp á hinni sáru reynslu þessa nýliðna tíma- bils og það starf er þegar hafið. Laus staða Lögreglumaður verður ráð- inn í lögreglulið Akureyr- ar frá 1. júní n. k. Umsókn- ir sendist undirrituðum fyr- ir 20. þ. m. Akureyri, 2. maí 1956. Lögreglustjórinn. Fíladelfía Lundarg. 12 Á laugardag og sunnud. verða samkomur kl. 8.30 e. h. báða dagana. — Ræðumaður: ERIK ÁSBÖ Allir velkomnir. Frá barnaskólum Akureyrar Miðvikudaginn 9. maí mæti öll börn, sem fædd eru árið 1949 til lestrarprófs og innritunar. Tilkynna þarf forföll. Námskeið í sundi fyrir börn úr 4., 5. og 6. bekkjum hefst mánudaginn 14. maí í sundlaug bæjarins kl. 9 árdegis. Aáæti þá öll börn úr þessum bekkjum, sem ekki i.afa þegar lokið sundprófi. Alveg sérstaklega er áríð- andi, að börn úr 6. bekkjum mæti og ljúki sundprófi sínu. Skólunum verður slitið laugardaginn 12. maí kl. 2 síðd. Óskað er eftir að sem flestir foreldrar mæti. Vorskólinn hefst mánudaginn 14. maí kl. 9 árdegis SKÓLASTJÓRARNIR. Geymið þetta blað. VERKHIIUfölIRinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Iiitnefnd: Björn Jónsson (áb.), Einar Kristjánsson, Jakob Arnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bólusetning Kúabólusetning og barnaveikisbólusetning verður fram- kvæmd á Heilsuverndarstöð Akureyrar í maí og júní 1956, á mánudögum kl. 2—3 e. h. HÉRAÐSLÆKNIRINN. TILKYNNING um bótagreiðslur almannatrygginganna árið 1956. Bótatímabil almannatrygginganna er frá 1. janúar síðastl. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1956 miðuð við tekjur ársins 1955, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný uin allar bætur samkv. heimildarákvæðum al- mannatryggingarlaganna fyrir 25. maí næstk., í Reykjavík til aðal- skrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins, en úti um land til umboðs- manna stofnunarinnar. Til heimildarbóta teljást hækkanir á elli- og örorkulífeyri, hækk- anir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorkustyrkur, ekkjulff- eyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Með hinum nýju almannatryggingalögum nr. 24 frá 1956 verða nokkrar breytingar á bótum og bótarétti. Athygli er vakin á eftir- farandi, sem kom til framkvæmda hinn 1. aprfl síðastliðinn: 1) Mæðralaun einstæðra mæðra jafngilda nú i/3 óskerts ellilíf- eyris fyrir hvert barn umfram eitt, þó aldrei hærri en ellilífeyrir einstaklings. Heimilt er að lækka eða fella niður mæðralaunin, ef ástæður móður eru svo góðar, að hún þurfi þeirra ekki með. 2) Fjölskyldubæturnar falla niður fyrir 2. barn í fjölskyldu og greiðast nú aðeins ef börn eru 3 eða fleiri. 3) Ekkjur og aðrar mæður, sem misst hafa vegna giftingar rétt til barnalífeyris almannatrygginganna, öðlast nú aftur þennan rétt. Mæður þessar þurfa að sækja á ný og leggja fram tilskilin skilríki með umsóknum sínum. 4) Þær takmarkanir, sem gilt hafa um greiðslu bóta, ef bóta- þegi hefur haft aðrar tekjur, breytast verulega. Er því rétt, að fólk á lífeyrisaldri, aðrir en þeir, sem njóta lífeyris úr viður- kenndum sérsjóðum, láti athuga bótarétt sinn með tilliti til laga- breytinganna 1956. Aríðandi er, að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má 1 þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um- sóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með trygg- ingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrk, sjúkradagpeninga og ekkjubætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri eða fjölskyldubætur, verða afgreiddar á- venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til trygginga- sjóðs. íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, geta öðl- azt rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi misst íslenzkan ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða meðlags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga sam- kvæmt milliríkjasamningum bótarétt til jafns við íslendinga, cf dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. Þó verður bótaréttur þeirra ekki jafn að þvi, er tekur til mæðralauna, ekknabóta, ekklabóta, endurkræfs barna- lífeyris og sjúkradagpeninga og fjölskyldubóta að því er danska rikisborgara varðar, fyrr en Norðurlandasamningur um félagslegt öryggi tekur gildi, sem væntanlega verður síðar á þessu ári og þá verður sérstaklega skýrt frá opinberlega. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta i dvalarlandinu. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá fyrsta degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnzt að öðrum kosti. Munið að greiða iðgjöld til tryggingasjóðs á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 25. apríl 1956. Tryggingastofnun ríkisins. I

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.