Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.06.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.06.1956, Blaðsíða 1
vERKHmjföURinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 15. júní 1956 23. tbl. 1169 er sími Alþýðubanda- lagsins Glæsilegur fundur Alþýíubandalagsins Lúsugur uppfræðari I „Degi" að orði: 6. þ. m. var komist svo Hinn almenni kjósendafundur, sem Alþýðubandalagið hélt hér í Alþýðuhúsinu á Akureyri síðastl. sunnudag var enn einn vottur þess a8 Alþýðubandalagið á vaxandi vinsældum og fylgi að fagna — var fundarhúsið troðfullt. Fyrstur tók til máls frambjóð- andi Alþýðubandalagsins hér á Akureyri, Björn Jónsson, formað- ur Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar. Flutti hann ýtarlega, rökstudda og snjalla ræðu. Er kafli úr henni birtur hér í blaðinu í dag. Að lokinni ræðu hans fluttu þeir Alfreð Gíslason læknir og Jónas Árnason, rithöfundur, einnig égætar ræður. Sjálfboðaliðai ,sem vilja vinna að : | undirbúningi kosn-1: ínganna fyrir Alþýðu :j i: bandalagið eða á kjör- degi eru vinsamlega beðnir að hafa sem allra fyrst samband | við skrifstofuna íi; Verkalýðshúsinu — SÍMI 1169. Það er afar áríðandi,!j að allir, sem tekið haf a \ könnunarlista haf i strax samband við jj skrifstofuna og gefi ]! nauðsynlegar upplýs- ingar um f jarverandi kjósendur o. fl. Skrifstofan verður framvegis opin dag lega kl. 1-7 og kl 8-10 e- h. Var öllum framsöguræðunum @" fagnað með dynjandi lófataki. Er það almennt viðurkennt, að þessi fundur Alþýðubandalagsins, eins og fyrri fundir þess hér, hafi sýnt það rækilega, að alþýða manna fylkir sér um Alþýðu- bandalagið — enda mun nú flest alþýðufólk, og vinstri menn yfir- leitt, vera orðið allþreytt á loforð- um og svikum stjórnarflokkanna og síhækkandi álögum þeirra. Til stuðningsmanna Alþýðubandalagsins! Þeir, sem hafa könn- unarlista eru beðnir að hafa strax samband við kosningaskrifstofu Al- þýðubandal., Strandg- 7 (Verkalýðshúsinu). — Sími 1169. „Sjálfstæðisflokkurinn gegnir svipuðu hlutverki á þjóðarlíkam- anum og blóðsugurnar. Hans ver- aldlega velferð byggist á því, að hann hafi ávallt nóg, og honum hefur tekizt að hreiSra þar um sig, sem auðveldast er um fæðuöflun. Þetta er honum þó engan veginn nægilegt, því að hann þarf mikið á sig að leggja til að sýnast ekki vera það sem hann raunverulega er. Sjálfstæðismenn þurfa líka að hugsa fyrir morgundeginum og leita nýrra fanga. Þeir læðast eins og lús með saum í kringum sam- vinnufélög landsins, rógbera þau og svívirða á allan hátt, eftir því sem vit þeirra nær til, og koma aftur og aftur, fram á ritvöllinn og í ræðustólana. Herinn fer ekki nema Alþýðu- bandafagið sigri glæsilega í! Framkvæmdanefndin. Dr. Kristinn, utanríkisráðherra, hefur loksins orðið við kröfunum um að tilkynna bandarískum stjórnarvöldum um ákvörðun Al- þingis 28. marz «1., í hernámsmál- unum. Bandarískir halda látlaust áfram hergagnaflutningum til landsins. Það er ekkert fararsnið á þeim, síður en svo. Þeir telja víst að Framsókn og rófan á þeim, hægri kratarnir, muni svíkja sína eigin samþykkt nema Alþýðubanda- lagið vinni mikið á í kosningun- um. Yfirherstjórn Bandaríkj- anna bíður úrslita Alþingis- kosninganna á íslandi 24. júní í ofvæni, segir Hanson W. Baldwin, hermálasér- fræðingur bandaríska stór- blaðsins New York Times. „Ef úrslit kosninganna verða þau, að kommúnistar fá úr- slitaaðstöðu á Alþingi íslend- inga, neyðist bandaríska her- liðið, sem nú mannar herstöð sem hefur kostað Bandaríkin 150 milljónir dollara (2450 milljónir króna), að öllum líkindum til að hverfa á brott," segir Baldwin í blaði sínu 29. maí. Rifrildi utanríkisráðherra og forsætisráðherra í útvarpinu og Tímans og Morgunblaðsins um brottför hersins, er eingöngu sett á svið til að blekkja kjósendur, þyrla ryki í augu þeirra, svo að þeir komi ekki auga á kjarna þessa máls. 1 s#s#s#s#s#s#*s#s#s»#s# rs*sr*s#sr«s#s#s# 1 Verðlaunagetraun Alþýðubandalagið hér ájj Akureyri hefur efnt til verðlaunagetraunar. Hefur |! það látið prenta getrauna-!: seðla, sem fást á kosninga-!; skrifstofu Alþýðubandalags:; ins. |! 'Hvað fær Alþýðubanda-i; lagið mörg atkvæði á Akur- ]| eyri í kosningunum 24.;! þ. m.? jj Sá, sem kemst næst hinni ! réttu atkvæðatölu fær kr. ![ 500.00 - fimm hundruðii í krónur — í verðlaun. !J #*fr###j###^####«########>###>####j Hér er því sem sagt blékalt haldið fram, að Sjálfstæðismenn séu blóðsugur og lýs. Með þessum þokkalegu kvikindum hefur ma- dama Framsókn haft samstarf í ríkisstjórn og hefur enn, og auk þess í bæjarstjórn Akureyrar og víðsvegar um land. Það er því engin furða þó því alþýðufólki, sem hefur hingað til fylgt Framsókn finnist hún nú vera orðin morandi af lús. Það er augljóst, að líðan ma- dömu Framsókn fer nú daglega versnandi. Greinin „Vel er nú sungið, piltar", sem birtist í „Degi" 13. þ. m., ber ótvíræðan vott um að líðan Framsóknarmadömunnar er að verða óbærileg. Grein þessi mun vera skrifuð af kennarakreist- ingi Framsóknar. Skulu hér birt nokkur sýnishorn af munnsöfnuði þessa uppeldis- frömuðar Framsóknar. Þetta and- lega og líkamlega peð hefur hér með orðið: „með froðufalli og andlegum nektarsýningum". — „Ein slík nektarsýning er haldin í síðasta tbl. „Verkamannsins" hér í bæ. Tvær naíngreindar, en ekki nafn/cunnar, konur — sjálfsagt all- föngulegar utan um sig sálar- lega...." „. . . . en á hinn bóginn skringi- látum æsitrúarmanna með tilheyr- andi „vitnunum" og froðufalli. . ." ......alblóðug böðulshönd harð stjórans". ,.....hafa leitt þig svo ljúflega og viðnámslaust á manns- eyrunum þínum stóru út í forað þeirra blekkinga og erkilygi, sem þú og þeir eruð nú að reyna að krafla ykkur upp úr með svo veik- um burðum og skömmustulegum látalátum, heldur einnig á tak- markalausa trúgirni, vanþekkingu og heimsku þeirra, sem þú ætlar að lesa slíkar ritsmíðar." Þessar tilvitnanir nægja og meira en það. Rétt er að vekja á því athygli, að hugrekki kennara- kreistingsins er í réttu hlutfalli við líkamlega stærð og greind hans — því að hann brestur hug til að setja nafn sitt undir þessi prúð- mannlegu skrif um þá greinarhöf- unda, sem hann ræðst á eins og blóðsuga og lús fyrir að birta prúðmannlega skrifaðar greinar í „Verkam." undir fullu nafni. Þessi „fræga" „Dags"grein ber greinilegan vott um æðisgenginn ótta þeirra Hræðslubandalags- manna — og munu stuðningsmenn Alþýðubandalagsins svara henni við kjörborðið 24. þ. m. —* á eftir- minnilegan hátt. Alþýðubandalagið mun þá gefa Framsóknarmadömunni það þrifa- bað, sem væntanlega dugir til að lækna hana og uppfræðara hennar af lúsinni. X BJÖRN JÓNSSON Hvorn brestur minnið? Síðasti íslendingur heldur þvi fram, að sagan um barártu fyrir togaraútgerð héðan, hafi hafizt á fundi í Sjálfstæðisfélagi Akureyr- ar 5. marz 1945! og telur mig mis- minna hrapallega, er eg sagði á fundi sl. sunnudag, að verkalýðs- hreyfingin (kommúnistar á máli ísl.) hafi átt frumkvæði að togara- útgerð héðan. Þegar rítstj. ísl. hefur tíma til ætti hann að líta i fundargerð bæj arstjórnar frá 17. nóv. 1936, en hún ber með sér, að bæjarfulltrúar sósíalista báru þar fram eftirfar- andi tillögu: ,J*undurirm samþykkir að kjósa nefnd, sem geri sem ýtarlegasta áætlun um rekstur og alkomu- möguleika toéaraútéerðar héðan oé afli ábyggilegra upplýsinéa eða tilboða um verð og væntanlega greiðsluskilmála á einum til tveim- ur toéurum, sem hæfile&ir væru til hvers konar veiðiskapar héðan frá Akureyri. Skili nefndin áranéri af stórfum sínum svo fljótt sem möéuleét er. — Nauðsynleéur kostnaður af störfum nefndarirmar éreiðist úr bæjarsjóði." Milli 17. nóv. 1936 og 5. marz 1945 eru 8 ár og rúmir 3 mánuðir. Það er sá tími, sem Ihaldið þurfti til að skilja rök verkalýðshreyfing- arinnar fyrir nauðsyn togaraútgerð ar héðan, og þó ekki nema að nokkru. Hverjir samþykktu t. d. á bæjarstjórnarfundi 28. nóv. 1945, að afturkalla umsókn um annan þeirra togara, sem ákveðið hafði verið að fá? Eða er annars vert að reyna meira á minni ísl? — Það er þó ekki nema sjálfsagt, ef hann óskar. Björn Jónsson. Vinslri mennf Akureyri! iuósið björn jónssoni

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.