Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.11.1956, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.11.1956, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 30. nóv. 1956 VERKHfllflÐURinn Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Blaðstjórn: Bjöm Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnáson. Afgreiðsla: Hafnarstraeti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þing Á.S.Í. og eining alþýðunnar Tuttugasta og fimmta þingi Alþýðusambands íslands er nú nýlokið. Það er alkunna, að þing ASÍ eru fjölmennar samkomur, enda sóttu þetta þing á 4. hundr- að manns hvaðanæfa af landinu og af öllum stjórnmálaflokkum. Eln þrátt fyrir það, að þarna mættust svo margir fulltrúar frá mörgum starfsstéttum og úr mis- munandi stjórnmálaflokkum, er það staðreynd, að öll aðalmál þingsins voru afgreidd einróma og ágreiningslaust. Öll höfuð- verkefni þingsins voru unnin af fullkomnum einhug og samstillt- um vilja fulltrúa til að gera það eitt, samþykkja það eitt, sem þeir vossu réttast og bezt. Þessi einhugur og samstaða sýnir, að ekkert er því til fyrir- stöðu, að alþýða þessa lands og fulltrúar hennar á opinberum vettvangi standi saman um sín hagsmuna- og velferðarmál, ef aðeins viljinn til þess er fyrir hendi og pólitískir spekúlantar eru ekki látnir komast upp með að sundra alþýðunni í andstæðar fylkingar. Það er enginn sá ágreiningur milli fólks úr alþýðustéttum, sem réttlætir það, að fólkið skipi sér í marga flokka, sem hver um sig leitast við að troða skóinn niður af hinum. Hið vinnandi fólk er sammála um öll þau mál, sem mesta þýðingu hafa fyrir afkomu þess og öryggi og þess vegna þarf hverjum og einum að skiljast, að til þess að ná góðum og við- hlítandi árangri í hagsmunabar- áttunni er nauðsynlegt, að allir berjist undir einu og sama merki, en láti ekki etja sér til að vegast innbyrðis. Ástæðan til þess, að allt al- þýðufólk hefur ekki fyrir löngu skipað sér saman í einn stóran og áhrifamikinn stjómmálaflokk, er sú og sú ein, að pólitískum sjón- hverfingamönnum hefur tekizt að villa því sýn. Þessir sjónhverf- ingamenn eru gerðir út af íhald- inu, sem til þessa hefur lifað góðu lífi á sundrungu alþýðunnar. Starfsemi þessarra pólitísku blekkingamanna kom greinilega í ljós í lok Alþýðusambandsþings- ins, þegar að því kom að velja sambandsstjórn fyrir næstu tvö ár. Fráfarandi sambandsstjórn hafði hlotið þakkir þingfulltrúa fyrir mikil og vel unnin störf og þingfulltrúarnir og sambands- stjórnin voru á einu máli um af- greiðslu allra þeirra mála á þinginu, sem nokkra þýðingu gátu talizt hafa, stefnan var mörkuð fyrir næsta kjörtímabil. Þá er lagt til að allir fráfarandi sambandsstjórnarmenn, sem vilja og geta, verði áfram í sambands- stjórn. Ekkert virtist sjálfsagðara og mjög óeðlilegt, að þeim mönn- um, sem þama höfðu unnið vel, yrði ýtt til hliðar. En þá gerist það, að nokkrir menn rísa upp og segja: Nei, svona getur það ekki gengið. Hér verður að skipta um menn. Við getum ekki fallizt á þessa menn. Það verður að skipta sambandsstjórninni milli pólitískra flokka. Hvernig stóð á þessu? Fyrst mennirnir höfðu unnið vel ,hvers vegna var þá ekki hægt að treysta þeim til að gera það áfram? Hér lá enginn málefnalegur ágreiningur á bak við. Það voru pólitískir loddarar, sem stóðu á bak við og skipuðu fyrir. Þeir voru hér að gegna hlutverki sínu sem þjónar afturhaldsins á Is- landi. Afturhaldið var sárreitt yf- ir þeirri einingu, sem ríkt hafði á þinginu, og gat ekki þolað, að hún héldist allt til enda. Þess vegna var kippt í spotta, og því miður fundust nokkuð margir, sem létu hafa sig fyrir sprelli- gosa. Sem betur fór lét þó meirihluti fulltrúa ekki hafa nein áhrif á sig, lét ekki nota sig til að fita íhaldið. Þess vegna er nú og verður næstu tvö ár a. m. k. sterk og dugmikil sambandsstjórn í Alþýðusambandi Islands. En þetta voru samt sem áður 'hryggilegir viðburðir. Það er sorglegt að há, hve marga sprelli karla íhaldið á, jafnvel í röðum forystumanna nokkurra verka- lýðsfélaga. Vonandi sjá þeir sprellikarlar að sér áður en langt líður og taka höndum saman við aðra al- þýðu þessa lands. Fyrst enginn er ágreiningur um málefni verka lýðsins á hann óhikað að skipa sér í einn flokk, svo að jafnt á stjórnmálasviðinu sem hinu fag- lega sé um einingu að ræða. Þegar íslenzk alþýða ber gæfu til að sameinast á stjórnmála- sviðinu mxm henni vel farnast, en íhaldið hryggjast og gráta að skaðlausu. MÍR Kvi kmyndasýning í Ásgarði n. k. sunnudag, 2. des., kl. 4 e. h. Þá verður sýnd myndin: Eirðarlaus æska sem er almennt talin afburða- góð mynd. Inngangseyrir kr. 5.00. Akureyrardeild. MÍR. Baráffan heldur áfram Sá var ekki bráðfeigur Síðan ríkisstjómin var mynduð hefur íhaldið farið hamförum til þess að reyna að torvelda störf hennar, til þess að reyna að simdra henni þegar í upphafi og koma í veg fyrir að hún geti haf- izt handa um stórvirki sín í þágu alþýðu manna. Viðbrögð íhalds- ins hafa einkennzt af heift og ótta; forsprakkar peningaklík- unnar í Reykjavík hafa gert sér það ljóst, að ef vinstri menn ynnu saman af heilindum og festu yrði ofurvald auðmanna og braskara brotið á bak aftur; Sjálfstæðis- flokkurinn hefði eftir slíkt tíma- bil vinstri stjórnar koðnað niður í þau áhrif ein sem hann verð- skuldaði. Þess vegna urðu for- ustumenn flokksins svona örvænt ingarfullir þegar í upphafi stjórnarandstöðunnar; þess vegna gerast þau undur að „virðuleg- ustu“ leiðtogar flokksins hegða sér eins og gangsterar á götum úti, skipuleggja grjótkast og árásir. Þeim var ljóst, að sú hætta vofði yfir að blómaskeið íhaldsins væri á enda runnið; þess biði ef til vill hrörnunar- dauðinn einn, þeim mun sárari sem hann yrði langvinnari. Það hefðu verið eðhleg við- brögð að samstaða vinstri aflanna hefði eflzt við þessi örvæntingar- fullu æðisköst íhaldsleiðtoganna, þau voru órækust sönmm þess, að nú voru vinstri öflin á íslandi loksins á réttri leið. En hér var ekki við íhaldsmennina eina að etja. Þeir áttu fulltrúa sína innan annarra flokka, menn sem af annarlegum hvötum villa á sér heimildir. Einn þessarra manna kom fram í dagsljósið fyrir nokkr um dögum, Áki Jakobsson, sem lét Morgunblaðið birta frétt um það, að hann „hefði fyrir skömmu lagt fram tillögu um það í þing- flokki Alþýðuflokksins, að mið- stjórn flokksins. beindi því til for- sætisráðherra, að stjómarsam- starfi við kommúnista skuli slitið og ráðherrum þeirra veitt lausn frá embættum“. Þessi þingmaður Alþýðuflokksins lagði sem sagt til að þjáningar íhaldsleiðtoganna skyldu linaðar þegar eftir nokkra mánaði og þeim á nýjan leik veitt þau völd sem mest hafa þjakað þjóðina undanfarin ár. Áki Jakobsson fékk umsvifa- laust svar frá þeim aðila sem bærastur var. Daginn eftir að til- laga Áka var birt í Morgunblað- inu lýsti Alþýðusambandsþing fyllsta trausti á núverandi ríkis- stjórn og stefnu hennar og bætti við: „Jafnframt því sem þingið heitir á verkalýðsfélögin að standa traustan vörð um ríkis- stjórnina og veita henni allan stuðning í orði og verki í upp- byggingarstarfi hennar og með því að halda fast að henni að standa í einu og öllu við gefin fyrirheit, fordæmir þingið allar tilraunir afutrhaldsins og útsend- ara þess til að sundra samstöðu þeirra flokka sem að baki hennar standa.“ Þetta svar til útsendar- ans Áka Jakobssonar var sam- þykkt í einu hljóði á Alþýðusam- bandsþingi; jafnvel íhaldsfulltrú- arnir dirfðust ekki að lyfta hendi gegn því. Ofsi íhaldsins þarf ekki að vera annað en ánæguefni; útsendarar þurfa ekki að vera hættulegir ef þeir koma upp um sig þegar í upphafi af einni saman húsbónda hollustunni. En það eru aðrir menn sem kunna að geta valdið samtökum vinstri manna óbæt- anlegu tjóni. Það er sú tegund útsendara sem vinnur af slægð og undirhýggju og reynir að grafa undan samtökunum innan frá, með því að reyna að koma í veg fyrir að staðið verði við fyr- irheit stjómarsáttmálans, með því að reyna að gera ríkisstjórn- inni ókleift að vinna þau stór- virki sem hún hefur einsett sér og heitið alþýðu manna. Það er nú greinilegt að slíkir menn eru heldur betur að verki og hafa þá aðstöðu sem sízt skyldi. Það var barátta vinstri manna árum saman er tryggði það að núverandi ríkisstjóm var mynd- uð. Það var barátta vinstri manna er tryggði það hver fyrirheit rík- isstjórnarinnar urðu, að hún hét því að aflétta hernáminu, að hún lofaði að kaupa 15 nýja togara og fullvirkja Sogið, að hún einsetti sér að leysa efnahagsvandamálin í samræmi við hagsmuni og óskir verkalýðssamtakanna. En barátt- an fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og hverju einstöku máh heldur áfram af engu minni þunga, þótt ríkisstjórnin hafi verið mynduð og birt fyrirheit sín; það þurfa allir vinstri menn að gera sér lóst. Ekki eitt einasta stefnumál ríkisstjórnarinnar verður fram- kvæmt fyrirhafnarlaust eða bar- dagalaust. Það verður fyrirstaða gegn hveru einasta máli frá þeim sem sízt skyldi, oft slík fyrirstaða að erfitt verður að sætta sig við hana. En alþýðan á íslandi má ekki heldur láta hinum lævísu undirhyggumönnum takast það, sem hinum opinskáu mistekst. — Fólkið í landinu verður að halda stefnu sinni og lífshagsmunum fram af þvílíkum þunga að hverri fyrirstöðu verði að lokum rutt úr vegi. Sótarinn Charlie Gilbert í bandarísku borginni Chicago hrapaði um daginn niður af 25 metra háum reykháfi og hefði brotið í sér hvert bein ef haxm hefði ekki lent í vatnsgeymi. — Hain missti meðvitund við fallið og og myndi vafalaust hafa drukknað ef efsti hlutinn af reykháfnum hefði ekki hrunið og brotið botninn á kerinu, svo að vatnið rann úr því. En hrunið sprengdi gasleiðslu, svo að Gil- bert myndi brátt hafa kafnað hefði brunaliðið ekki komið á vettvang og náð honum upp úr kerinu. PÁLMI HANNESSON, rektor Menntaskólans í Reykja- vík, varð bráðkvaddur í Mennta- skólahúsinu 22. þ. m., er hann var að koma af blaðamannafundi. — Hann var 58 ára gamall og hafði kennt veilu fyrir hjarta nokkur síðustu árin. NÝJA-BÍÓ Aðgöngumiðasala opin kl. 7—9. Sími 1285 í kvöld kl. 9: Dóttir gestgjafans Framúrskarandi góð, frönsk stór- mynd, gerð eftir sögu Alexand- ers Duschkins. — Mynd þessi var sýnd við fádæmamikla aðsókn í Hafnarfjarðar Bíó ekki alls fyrir löngu. Aðalhlutverk: HARRY BAUER Um helgina: ALLIR í LAND Bráðfyndin amerísk músíkmynd í litum, með einum frægasta gamanleikara kvikmyndanna MICKEY ROONEY Auk þess leika í myndinni: DICK HAYMES PEGGY RYAN RAY MC DONALD BARBARA BATES JUDY LAWRENCE ********* i Flugfélag íslands veitir skóla fólki afslátt Flugfélag íslands hefur ákveð- ið að veita skólafólki afslátt af fargjöldum á innanlandsflugleið- um á tímabilinu frá 15 .des. til 15. janúar n.k. Nemur afslátturinn 25% af gildandi tvímiðafargjaldi, og nær hann til allra flugleiða félagsins innanlands. Flugfélag íslands gerði tilraun með slíkan afslátt í fyrra. Mælt- ist hann vel fyrir hjá mörgu skólafólki, sem stundaði nám fjarri heimilum sínum, þar eð hin lágu fjargjöld auðvelduðu því að heimsækja vini og ættingja í jólafríinu. Það skólafólk ,sem hefur í huga að notfæra sér þessi hlunnindi nú, ætti að panta sæti tímanlega hjá afgreiðslum F. í. Má búast við, að síðustu ferðir fyrir jól verði brátt fullskipaðar. Hefur F. í. fullan hug á að greiða fyrir ferðum fólks fyrir jóhn, svo sem frekast er unnt, m. a. með því að láta millilandaflugvélarnar Gull- faxa og Sólfaxa annast flutninga að, einhverju milli Reykjavíkur og Akureyrar. TIL GAMANS GERT Svo er sagt, að kona ein úr að- dáendahópi Adlai Stevensons, hafi komið til hans eftir einn kosningafundinn og sagt við hann: — Hr. Stevenson, eg er sann- færð um, að allir heiðarlegir Ameríkumenn munu kjósa yður. — Hm, sagði Stevenson, en þér megið ekki gleyma því, góða frú, að það er meirihlutinn, sem eg sækist eftir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.