Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.03.1957, Síða 4

Verkamaðurinn - 22.03.1957, Síða 4
4 VERKAMAÐURINN Fostudaginn 22. marz 1957 - Undirróðursstarfsemi USA - SKÍÐAKEPPNI (Framhald af 1. síðu.) (Framhald af 3. síðu.) Á eftir Jakuta töluðu Kudrjat- sev og Novikov, sem einnig hafði starfað fyrir hið ameríska njósna- kerfi. 17 ára gamall hafði hann verið fluttur til Þýzkalands í nauðungarvinnu, 1947 fór hann til Marokkó og þaðan fór hann í njósnaraskóla í Þýzkalandi. Honum hafði verið falið að setjast að í Minsk í Hvíta-Rúss- landi. Þar átti hann einkum að njósna um flugstöðvar, flugvélar óg hernaðarmannvirki og jafn- framt að leitast við að mynda ólögleg samtök til baráttu gegn Sovétstjórninni. Það fór fyrir honum eins og Jakuta og Dudrjatsev. Að nokkr- um tíma liðnum gaf hann sig fram við yfirvöldin og sýndi, hvar hann hafði grafið niður skot færi. Hann hlaut 5 ára dóm, en var þegar 1956 látinn laus sam- kvæmt beiðni. Hann er nú kvænt ur og vinnur sem byggingaverka- maður fyrir um það bil 1500 rúblum á mánuði. Er hér var komið var blaða- mönnunum leyft að koma með spurningar. Hinn fyrrverandi njósnari, K. l. Hmelnitskij, sem einnig var viðstaddur, en ekki hafði sagt neitt til þessa, var að því spurð- ur, hvort hann gæti fært nokkrar sannanir fyrir því, að hann hefði komið á ólöglegan hátt til Sovét- ríkjanna sem amerískur njósnari. Hmelnitskij svaraði með því að skýra frá því, að á árinu 1942, þegar hann átti heima á hinu hernumda svæði Sovétríkjanna, hefði hann gengið í þjónustu Þjóðverja, og 1952, þegar hann átti heima í Nancy, hefði hann ráðizt til amerísku áróðursdeild- arinnar. — Eftir að við vorum sendir til Sovétríkjanna, hélt hann áfram, grófum við Novikov skotfærin í jörðu, tókum aðeins hina nauð- synlegustu hluti með okkur og hýldum síðan, eins og okkur hafði verið sagt, sinn í hvora áttina. Eg hélt til stöðvarbæjarins Smor- gonj, og þar var eg fljótlega handtekinn af sovézkum yfir- völdum. Við yfirheyrsluna skýrði eg hreinskilnislega frá því, hvaða verkefni Ameríkanarnir hefðu fengið mér í hendur og bað um, að fá að bæta fyrir brot mitt. Eg bauðst þess vegna til að hafa am- erísku áróðursdeildina að ginn- ingarfífli. Að ósk lögreglunnar setti eg mig í talsamband við amerísku njósnamiðstöðina og hef alltaf fram að þessum blaðamannafundi haft reglulega samband við hana. Um þær fyrirskipanir, sem Hmelnitskij á þennan fékk Am- eríkanana til að senda, sagði hann m. a. þetta: — Mér heppnaðist að sannfæra Ameríkumennina um, að eg hefði komið mér vel fyrir í Brjansk og að eg starfaði einn. Það kom í ljós af þeim fyrirskipunum, sem þeir sendu um talstöð, að amer- íska áróðursdeildin hafði í hyggju að koma upp aðstoðarstöðvum í Brjansk-skógunum, og í því til- felli, að til styrjaldar kæmi, átti að hefja þaðan vopnaðar aðgerðir gegn Sovétstjórninni. I þessu sambandi var mér falið að velja staði í Brjansk-skógunum sem væru heppilegir til að taka þar á móti amerískum flugvélum með nýja hópa flugumanna, vopn og skotfæri. Á þeim tíma, sem atburðirnir í Ungverjalandi gerðust í lok októ- ber í fyrra fékk eg talskeyti frá Ameríkönunum, þar sem þeir sögðu mér að flytja út í Brjansk- skógana ásamt því fólki, sem eg áliti, að eg hefði unnið á mitt band. Við áttum, þegar merki yrði gefið frá áróðursdeildinni, að hefja virka neðanjarðarstarfsemi. Um sama leyti tóku Ameríkan- arnir að sýna vaxandi áhugi fyrir því, hvernig gengi með dreifingu andsovézkra flugrita með æs- ingaskrifum og með að gera starfandi menn í flokknum og opinberri þjónustu grunsamlega. Næstum í hverju skeyti kröfðust þeir, að þetta starf yrði aukið, og vísuðu til þess, að hið alþjóðlega ástand væri hentugt í því sam- bandi. Hmelnitskij skýrði að lokum svo frá, að hann hefði staðið í sambandi við hina amerísku tal- stöð fram til 30. desember 1956. Kudrjatsev gerði nánari grein fyrir þeirri njósnaramenntun, er hann hefði fengið, og sagði m. a.: — Amerísku áróðursagentarnir töldu okkur trú um, að stríð við Sovétríkin væri óhjákvæmilegt, en að í því stríði mundu þeir sigra. Ef stríð hæfizt, áttum við að drepa háttsetta starfsmenn ríkis- ins, liðsforingja og hershöfðingja, sprengja brýr, járnbrautir og þýðingarmikil hernaðar- og iðn- aðarmannvirki. Eftir að viðtalinu var lokið skoðuðu blaðamennirnir hina mjölmörgu hluti, sem skemmdar- verkamennirnir höfðu haft í fór- um sínum. Þessi sönnunargögn þöktu stórt borð, og sýndu, hve vandlega útbúnir flugumenn Ameríkananna eru til undirróð- urs- og skemmdarverkastarfsemi þeirra í Sovétríkjunum. nú viðurkenndur sem fyrstu deild- ar svigmaður á heimsmælikvarða. Eysteinn liefur undantarnar vikur ferðazt suður um Evrópu ásamt Hjálmari Stefánssyni, Akureyri. sem einnig er meðaí keppenda, og hafa þeir keppt á mörgum stórmótum í Þýzkaiandi, Sviss, Ítalíu og svo síð- ast á Holmenkollenmótinu í Nor- egi. Á þessu móti mætast einhverjir beztu svigmenn landsins. Ferðir verða frá Ferðaskrifstyf- unni, og komast bílar mjög nálægt stökkbrautinni með því að fara veginn norðan við Lund og suður með Lundartúninu að vestan (en þessum vegi er haldið opnum vegna keyrslu á öskuhaugana). Fólk er hvatt til að nota tækifæri þetta til að sjá skemmtilega keppni og nota skíðasnjóinn meðan læri gefst, og í leiðinni er hægt að ganga hina tilskildu 4 km í landsgöng- unni. Er ekki ólíklegt, að fólk fjöl- menni til að sjá þessa keppni, þar sem hinir beztu menn reyna sig, enda er þetta nokkurs konar urídirbúningsmót fyrir Landsmót skíðamanna, sem verður háð hér um páskana. KA sér um fram- kvæmd þessa móts. n Skíðakeppni. Keppni í j stökki fer fram við Mið- r húsaklappir n.k. laug- ardag kl. 3 og sunnudag kl. 2. Keppt verður í eldri og yngri flokkum. — Á sunnudag kl. 4 verður keppt í svigi, öllum flokkum, og fer keppnin fram í brekkunni sunnan og ofan við Miðhúsaklappir, neð- an við Fálkafell. Keppendur eru frá Reykjavík, Siglufirði, Ólafs- firði, Dalvík og Akureyri. Ferðir á mótsstað frá Ferðaskrifstof- nnni — K A • Aðalfundur K. A. var haldinn að Hótel KEA mánudaginn 18. marz sl. kl. 8 e. h. — Skýrsla og reikningar stjórnarinnar voru lesnir upp og samþykktir, rætt var um væntanlegt skíðalands- mót, ýmis íþróttamál o. fl. — í stjórn voru endurkosnir: Her- mann Sigtryggsson, formaður, Leifur Tómasson, varaformaður, og með þeim í stjórn voru kosnir: ísak Guðmann, Einar Kristjáns- son, Haraldur Sigurðsson, Hall- dór Ólafsson, Jón Ágústsson og Skjöldur Jónsson. Ársbátíð Sósíalistafélags Akureyrar og Æskulýðsfylkingarinnar verður haldin í Ásgarði annað kvöld, laugard. 23. marz, og hefst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 8.30. TII. SKEMMTUNAR: Ávarp. Nýjar gamanvísur. Skemmtiþáttur frá „Landsgöngunni" Samtalsþáttur. Upplestur. Dans. Félagsmenn eru áminntir um að fjölmenna og taka með sér gesti. Aðgangur aðeirfs kr. 25.00. Góða skemmtun. NEFNDIN. (Framhald af 1. síðu.) breyttir tímar og breyttar þjóð- félagsaðstæður hafa þokað ljóð- inu til hliðar, að minnsta kosti um sinn. Þó eru enn, sem betur fer, fjölmargir einstaklingar í öll- um bæjum og sveitum, sem taka góð ljóð fram yfir flestar aðrar bókmenntir. Til þessarra manna þurfum við og viljum ná. Já, og þú segist hafa fleira en ljóða- og sagnagerð á prjónun- um? — Jú, því er ekki að leyna. Eg hef t. d. mikinn áhuga fyrir leik- ritum öllum þjóðlegum fróðleik og meira að segja ættfræði. Þú hefur þá nóg að hugsa? — Já, þessar skáldagrillur og pennaást eru hálfgerð hefndar- gjöf þeim, sem þurfa að skila sínu dagsverki á öðru sviði, en hafa aðeins takmarkaðar tómstundir til að sinna aðalhugðarefnum sín- um. Hvernig er það með ykkur, bæjarskáldin hér á Akureyri, hafið þið ekki eitthvert samband ykkar á milli og gagnrýnið hver annars verk? — Við erum yfirleitt góðir kunningjar, held eg mér sé óhætt að segja, og leiðum oft saman hesta okkar, þegar svo ber undir, og eg álít ekkert nauðsynlegra fyrir unga höfunda en að vera gagnrýndir miskunnarlaust í sín- um hóp. Af því hef eg mikla og góða reynslu. Finnst nú'ekki hverjum sinn fugi fagur, á skáldaþingum eins og annars staðar? — Að vísu, en við hljótum alltaf að taka meira mark á því, sem kollegar okkar segja við okkur af hreinskilni og trúnaði, en hinu, sem launaðir blaðagagn- rýnendur skvetta úr penna sín- um, oft il þess aðeins að skrifa ritdóm. Lengra varð ekki þetta viðtal við Rósberg skáld Snædal, en Akureyringar og ljóðaunnendur j um allt land munu vissulega fagna nýrri bók frá honum og væntanlega verða áskrifendurnir margir. Mænusóftarbólusetning fyrir fullorðna verður framkvæmd í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinn- ar (Berkiavarnarstöðvarinnar) á Akureyri fimmtud. 28. marz ld. 1—4 e. h., föstudag 29. marz kl. 5—8 e. h. og þriðjudag 2. apríl kl. 5—8 e. h. Bólusett verður það full- orðið fóik sem vill, upp að 45 ára aldri. Greiðsla fyrir bólusetninguna er 20 kr. í livert skipti. Nauðsyniegt er, að þeir, sem láta bólusetja sig, liafi með sér pappírs- miða, sem á er skrifað nafn, heimilisfang, fæðingardag- ur og fæðingarár. HÉRAÐSLÆKNIR. NÝ LJÓÐABÓK eftir RÓSBERG G. SNÆDAL Um sumarmálin kemur út ný ljóðabók eftir Rósberg G. Snædal. Bókin verður aðeins seld til þeirra, sem ger- ast áskrifendur fyrirfram, þ. e. að prentuð verða ná- kvæmlega jafnmörg eintök og áskrifendurnir verða margir 1. apríl n. k. Nafn hvers áskriíanda verður prent- að á hans eintak, en öll eintökin verða tölusett og árit- uð af höfundinum. — Bókin kostar kr. 40.00 óbundin. Þeir, sem vilja sýna höfundinum þá vinsemd að eiga þessa bók, snrii sér til hans eða skrifi sig á áskriftarlista, sem liggur frammi hjá öllum blöðum bæjarins. TILKYNNING um niðurgreiðslu brennsluolíu Samkomulag hefur verið gert milli olíufélagana og Utflutningssjóðs um fyrirkomulag þeirrar niður- greiðslu brennsluolíu, sem heimiluð er í 11. grein laga nr. 86 frá 1956. Olíufélögin selja frá 15. þ. m. fúeloiíu og gasolíu til togara, fiskibáta og fiskvinnslsustöðva á verðlagi því, sem gilti fyrir 27. febrúar síðastliðinn, en Útflutningssjóður greiðir olíufélögunum mismun gamla og nýja verðlagsins. Togarar, fiskibátai og fisk- vinnslustöðvar, sem keypt hafa gasolíu á nýja verðlag- inu dagana 27. febrúar til 14. marz, eiga rétt til endur- greiðslu þess hluta kaupverðs hennar, sem stafar af verðhækkunum 26. febrúar. Olíufélögin annast inn- heimtu endurgreiðslunnar fyrir viðskiptamenn sína. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.