Verkamaðurinn - 20.12.1957, Blaðsíða 8
r
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 20. desember
Ný bæjarstjórn kosin 26. jan.
Happdræfti Þjóðviljans
Alþýðubandalagið hefur óskað eftir samningum
milli vinstri flokkanna um stjórn bæjarmálefna
Bæjarstjórnarkosningar í kaup-
stöðunum og sveitarstjórnarkosn
ingar í kauptúnum með yfír 300
íbúa eiga að fara fram síðasta
sunnudag í janúar næstkomandi,
eins og flestum mun kunnugt.
Hér á Akureyri hefur kosn-
ingaundirbúningur ekki verið
áberandi til þessa og enginn hiti
kominn í kosningabardagann
ennþá. Allir flokkar munu þó
vera komnir nokkuð áleiðis í
undirbúningi og framboðslistar
verða lagðir fram milli jóla og
nýárs eða fyrstu daga næsta árs,
en framboðsfrestur rennur út 4
janúar.
Vinstra samstarf.
Mikið hefur verið um það rætt
manna á meðal og innan allra
flokkanna, sem standa að núver-
anid rfkisstjórn, að æskilegt væri,
að þeir stæðu einnig saman að
stjórn bæjarfélaganna, þar sem
þeir hefðu sameiginlega meiri-
hluta, en það mun vera í öllum
kaupstöðunum nema Reykjavík.
Eðlilegast virðist, að þessir
flokkar bjóði fram sameiginlega
á sem flestum stöðum, til þess að
verða sem sterkastir gegn íhald-
inu, yrði þá á hverjum stað gerð-
ur málefnasamningur milli
flokkanna um meðferð bæjar-
mála og stjórn bæjarfélaganna
næsta kjörtímabil.
í flestum eða kannski öllum
kaupstöðunum hafa möguleikar
fyrir slíku samstarfi verið kann-
aðir nokkuð og viðræður farið
fram milli flokkanna. í sumum
kaupstaðanna hafa samningar
farið út um þúfur, en víðar hafa
þeir þegar verið gerðir eða góðar
vonir eru til að þeir náist. Sums
staðar, þar á meðal hér á Akur-
eyri, eru viðræður flokkanna enn
á því stigi, að ekki er unnt að
segja, hver útkoman verður.
Alþýðubandalagið skrifaði Al-
þýðuflokknum og Framsóknar-
flokknum bréf hinn 11. nóv. sL,
þar sem óskað var eftir viðræð-
um og samningum um það fyrir
áugum, að flokkarnir biðu fram
sameiginlega. Fer meginhluti
þessa bréfs hér á eftir:
Bréf Alþýðubandalagsins.
„Á fundi héraðsnefndar Al-
þýðubandalagsins á Akureyri sl.
sunnudag var einróma samþykkt
að skrifa Alþýðuflokksfélagi Ak-
ureyrar og Framsóknarfélagi Ak
ureyrar með það fyrir augum, að
hið fyrstu yrðu teknir upp samn-
ingar milli þessarra þriggja aðila,
Alþýðubandalagsins, Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, um samvinnu í næstu bæjar-
stjórnarkosningum og um stjórn
kaupstaðarins næsta kjörtímabil.
Alþýðubandalaginu er það ljóst,
að meðal kjósenda allra framan-
greindra aðila er mjög mikill
áhugi fyrir slíkri samvinnu, sem
hér um ræðir, og óumdeilanlegt
er, að ákveðinn meirihluti vinstri
flokkanna í bæjarstjórn, sem
þannig fengist, hefði beztu fáan-
lega aðstöðu til að stjóma málum
bæjarfélagsins á farsælan hátt og
leysa þau vandamál, sem mest
kalla að á næstunni, svo sem mál
efni togaraútgerðarinnar.
Það er einnig óumdeilanlegt, að
það myndi hafa heilladrjúg áhrif
um framtíð vinstri ríkisstjómar í
'landinu, ef vinstri flokkamir
kæmu sem víðast frám samein-
aðir í bæjarstjórnarkosningunum.
Ef vinstri flokkarnir hins vegar
bjóða fram hver fyrir sig og
heyja harðvítuga kosningabar-
áttu sín í milli mun það aðeins
verða vatn á myllu íhaldsins.
Það er því eindregin von Al-
þýðubandalagsins, að félag yðar
sé reiðubúið til að taka þátt í
samningaviðræðum með framan-
skráð markmið fyrir augum, þ. e.
bandalag vinstri flokkanna í
bæjarstjórnarkosningunum.
Vér væntum, að þér tilkynnið
oss við fyrstu hentugleika, hve-
nær samningaviðræður geta haf-
izt af yðar hálfu eða, hverjum
þér felið, að annast þær viðræð-
Viðræður.
Eftir að hinir flokkarnir höfðu
rætt efni þessa bréfs og viðhorf
sín í því sambandi, svöruðu þeir
báðir jákvætt og tilnefndu menn
til imdirbúningsviðræðna.
Síðan héldu nefndir flokkanna
einn fund hinn 10. þ. m., og varð
ekki annað séð, en ákveðinn sam
komulagsvilji væri fyrir hendi
frá allra hálfu. Hins vegar kom
það fram, bæði hjá fulltrúum
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins, að þeir væru andvígir
samstillingu, sameiginlegum fram
boðslista allra flokkanna, en
vildu, að gerður yrði málefna-
samningur milli flokkanna og
samið um, hver yrði bæjarstjóra-
efni vinstri flokkanna. Fulltrúar
Alþýðubandalagsins töldu hins
vegar æskilegra, að flokkarnir
hefðu sameiginlegan framboðs-
lista, vegna þess að með því móti
notuðust atkvæðin mun betur. —
Samt sem áður mun Alþýðu-
bandalagið vel sætta sig við þá
lausn, að hver flokkur bjóði fram
fyrir sig, en ákveðið verði sam-
starf flokkanna um stjórn bæjar-
félagsins næsta kjörtímabil og
samið fyrir kosningar um fram-
kvæmdir í þýðingarmestu málum
bæjarfélagsins.
Eins og sakir standa nú mun
því mega slá því föstu, að ekkert
verði úr sameiginlegu framboði,
en verulegar líkur verður að
telja fyrir því, að flokkunum tak-
izt að semja sín í milli að öðru
leyti. Það er ekki vafamál, að ef
slíkir samningar takast, yrði það
mjög heppilegt fyrir bæjarfélag-
ið, þannig yrði myndaður ákveð-
inn meirihluti í bæjarstjórn í
stað þess, að enginn ábyrgur
meirihluti hefur verið til síðasta
kjörtímabil og ýmis mál þess
vegna tekin lausari tökum en ella
mundi.
Stefnuskrá og listi
Alþýðubandalagsins.
Undirbúningur kosninganna
stendur að öðru leyti þannig hjá
Alþýðubandalaginu, að þegar hef
-ur að mestu verið gengið frá
bæjarmálastefnuskrá þess og
verið er að vinna að skipun
framboðslista, en endanleg
ákvörðun um skipun hans verður
ekk i tekin fyrr en eftir jól.
Ennfremur hefur verið ákveð-
ið, að kosningaskrifstofa verði
opnuð milli jóla og nýárs og
verður hún til húsa í Ásgarði. —
Þórir Daníelsson hefur verið
ráðinn til að veita skrifstofunni
forstöðu.
Bæjarmálastefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins og framboðslisti
þess við bæjarstjórnarkosning-
arnar verður væntanlega birt í
fyrsta blaði Verkamannsins eftir
áramót.
Nú eru síðustu forvöð að kaupa
miða.
DREGIÐ Á ÞORLÁKSDAG
Hver eignast þá nýjan FÍAT
Nokkur eintök af ljóðabók RÓSBERGS
í Tjarnarskarði
árituð og tölusett, fást í
Bókabúð RIKKU
ORÐSENDING
til húsráðenda og hús-
mæðra frá
BRUNABÓTAFÉLAGI
ÍSLANDS
Farið varlega með eldinn.
Jólatrén eru bráðeldfim.
Ef kviknar í jólatré, þá kæf-
ið eldinn með því að breiða
yfir hann. Setjið ekki kerta-
ljós í glugga eða aðra staði,
þar sem kviknað getur í
gluggatjöldum eða fötum.
BRUNABÓTAFÉLAG
ÍSLANÐS
Gleðileg jól!
Farsælt nýtt ár!
ÓSKUM SAMBANDSFÉLÖGUM VORUM OG ÍSLENZKRI ALÞÝÐU
gleðilegra jóla og gœfuriks komandi árs
Með þökk fyrir samstarfið á liðna árinu.
ALÞÝDUSAMBAND ÍSLANDS