Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.01.1958, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.01.1958, Blaðsíða 2
2 V E R K A M A Ð U R I N N Föstudaginn 10. janúar 1958 vERKnmflÐURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. JHaðstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Árnason. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Áskriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Grundvöllur vinstra samstarfs Eitt hið athyglisverðasta við þá kosningábaráttu, sem nú stendur yfir um kjör til bæjarstjórna í öllum kaupstöðum og kauptún- um landsins, er sú staðreynd, að, aldrei fyrr hefur átt sér stað jafn víðtæk samvinna vinstri manna. Þannig bera stjórnarflokkarnir allir fram sameiginlegan lista á ísgfirði, Akranesi, Selfossi, Borg- arnesi, Ólafsfirði, Stykkishólmi og víðar, en á allmörgum stöðum hefur tekizt samstarf með Al- þýðuflokknum og Framsóknarfl. eða Alþýðubandal. og Alþýðufl. Enn annars staðar er um að ræða öflugt samstarf vinstri manna, þótt flokksforustumenn ýmsir berji þar enn andróður. Svo er t. d. í Kópavogi, þar sem svo víð- tæk, óformleg samstaða hefur um árabil tekizt undir forustu Finn- boga R. Valdimarssonar, að hún hefur átt öruggan meirihluta bæjarfulltrúa. Sú mikla þróun til nánara vinstra samstarfs, sem nú verður æ rikari staðreynd í stjórnmála- lífinu, er öllum frjálslyndum mönnum og verkalýðssinnum mikið fagnaðarefni, enda þótt flestir hefðu kosið hana enn víð- tækari. Sérstakt harmsefni er þó, að hægri foringjum Alþýðu- flokksins hefur tekizt að hindra algert samstarf gegn íhaldsyfir- ráðum í höfuðborginni og mun dómur sá verða þungur, sem kjósendur hljóta að kveða upp yfir því skemmdarstarfi. Flestum mun það vel ljóst, að meginaflgjafi hins vaxandi sam- starfs er Alþýðubandalagið. Stofnun þess fyrir tæpum tveim- ur árum og hinn mikli kosninga- sigur þess olli straumhvörfum í stjórnmálabaráttunni og grund- vallaði ríkisstjórnarsamstarf vinstri flokkanna. Enn er grundvöllur þess samstarfs, sem allir frjólslyndir menn og verkalýðssinnar bera fyrir brjósti, fólginn í gengi Alþýðubandalagsins. — Fram hald þeirrar þróunar, sem að undanförnu hefur sett svip sinn á stjórnmálabaráttuna: vaxandi eining vinstri aflanna og einangrun íhaldsins, er al- algerlega undir því komin að Alþýðubandalagið verði sigur vegari í kosningunum 26. jan úar. Og á því eru dagvaxandi líkur. Þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Ef athugaður er kjósendafjöldi hér í bæ og fylgi flokkanna við síðustu kosningar, koma þessar staðreyndir í Ijós: 1. Að allar lík- ur eru til að bæjarfulltrúi verði kjörinn fyrir hver 300 greidd at- kvæði. 2. Að Alþýðubandalagið hlaut í þingkosningunum 1956, 829 atkvæði. Bandalagið skortir því, sam- kvæmt þeim úrslitum, aðeins fáa tugi atkvæða til þess að tryggja 3 fulltrúum sínum kosningu. — Ekki leikur vafi á, að það hefur síðan unnið verulega á. Takmark Alþýðubandalags- ins um 3 fulltrúasæti er því á skynsamlegunt líkum reist og mun örugglega nást, ef allir fylgismenn þess og þeir seni skilja nauðsyn vinstra sam- starfs leggjast á eitt. Nú eru aðeins 15 dagar til kosninga. Notum þá daga vel í kosningabaráttunni og sigyirinn er okkar. Ufankjörfundarafkvæða- greiðsla er hafin I»eir kjósendur Alþýðubandalagsins, sem ekki verða heima á kjördegi, eru minntir á að greiða atkvæði áður en þeir fara úr bænum. Atkvæðagreiðslan fer fram á skrífstofu bæjarfógeta kl. 10—12, 13—18.30 og 20—22 alla virka daga og á sunnudögum kl. 13—15.30. Látið kosningaskrifstoíuna vita hið allra fyrsta um kjósendur, sem nú eru utanbæjar og ekki verða komnir heim fyrir kjördag, svo að hægt verði að hafa samband við þá í tíma. Afrek íhaldsins íhaldið hefur verið stærsti flokkur bæjarstjórnar Akureyrar síðasta kjörtímabil, það hefur átt bæjarstjóra kaupstaðarins og verið alls ráðandi í stærsta at- vinnufyrirtæki bæjarins, Útgerð- arfélaginu. Hver eru afrek þess á kjör- tímabilinu? Því hefur tekizt að koma út- gerðinni í slíkt kaldakol, að verra getur það ekki orðið. Þótt öllum óbreyttum bæjarbúum sé fyrir löngu ljóst orðið, að stjórnendur Útgerðarfélagsins hafa ekki reynzt færir um að valda því verkefni, sem þeim hefur verið falið, hefur íhaldið staðið gegn því að nýir menn væru fengnir og gagngerðar ráðstafanir gerðar til að koma útgerðinni á réttan kjöl. Vitað er þó, að einn af þeirra mönnum, og formaður stjórnar Útgerðarfélagsins, Helgi Pálsson, hefur séð í hvert óefni stefndi og að ekki var af nægum hæfileikum og dugnaði haldið um stjórnvölinn. Hann reis upp á sl. hausti og gagnrýndi fram- kvæmdastjóra og skrifstofustjóra félagsins fyrir afglöp þeirra. Þeg- ar það fréttist, vaknaði með mörgum bæjarbúum sú von, að nú tækju allir stjórnmálaflokk- arnir höndum saman um ákveðn- ar aðgerðir í málefnum Útgerð- arfélagsins og hreinsuðu þar til. En sú von stóð ekki lengi. Félagar Helga í forystu Sjálf- stæðisflokksins skipuðu honum fljótlega að lækka seglin og éta ofan í sig allt, sem hann hafði sagt um slælega stjórn Útgerðar- félagsins. Og Helgi lét sér verða að góðu að gera það. Menn mega ekki vera of sjálfstæðir í Sjálf- stæðisflokki! Efstu mennirnir á lista íhalds- ins nú eru, auk Helga, sem ekki hefur reynzt þess megnugur að láta eigin vit og dómgreind ráða gerðum sínum, Jónas Rafnar og Jón Sólnes, mennirnir, sem möt- uðu Helga á hans eigin sannfær- ingu. Hver treystir þessum mönnum til að hafa forystu um að hreinsa til í hreiðrinu í Gránufélagsgötu 4 og mynda trausta stjórn og ör- ugga forystu í útgerðarmálun- um? Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Fram til bæjarstjómarkosn- inganna, 26. þ. m., verður skrifstofa bæjarfógeta opin alla virka daga til kl. 18.30 og kl. 20—22, og á sunnu- dögum kl. 13—15.30. X G G-LISTINN er listi Al- |)ýðubandalagsins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 26- jan. n. k. Sveinn Benedikfsson Minningarorð Nýlega var jarðsettur frá Ak- ureyrarkirkju Sveinn heitinn Benediktsson, starfsmaður hjá Ullarverksmiðjunni Gefjun. — Sveinn var fæddur 6. júní 1891 að Garðshorni á Þelamörk, en andaðist hér í Sjúkrahúsinu 24. nóv. sl., eftir stutta legu. En um nokkur undanfarin ár átti Sveinn við mikla vanheilsu að stríða, sem hann bar þó með mikilli karlmennsku. Sveinn hafði unnið hjá Ullarverksmiðjunni Gefjun rúmlega 20 ár og naut þar óvenju mikils trausts í starfi, enda af- burða duglegur og trúr um öll þau verk er hann gekk að, og var í því efni mörgum til fyrirmynd- ar. Sjaldan eða aldrei heyrum við það, að verkamaður sé sæmdur viðurkenningu fyrir dugnað og trúmennsku í starfi, þó að þau störf séu oft á tíðum fullt eins verðmæt og vandasöm, eins og störf þeirra, sem taldir eru stórir í þessu litla þjóðfélagi. En góð kynning á vinnustað, hvort sem unnið er við landbúnað, sjó- mennsku eða iðnaðinn um ára- tuga bil, og þar látið alls staðar gott af sér leiða, og eignast með stóran vina- og kunningjahóp, er kannske þegar á allt er litið bezta viðurkenningin, sem maður getur hlotið í þessu lífi fyrir störf sín og tillitssemi við samborgara sína. Sveinn átti þessa eiginleika í ríkum mæli, enda var hann vin margur og dáður af vinnufélög- um sínum. Sveinn tók snemma þátt í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og var þar einn af beztu félögunum. — Ekki sóttist hann þó eftir trún- aðarstörfum fyrir félagið, þó að við, vinnufélagar hans, legðum oft fast að honum að taka slík störf að sér, enda var það löngu ljóst, að hæfileikar Sveins voru í ríkum mæli til slíkra starfa, auk þess sem hann hafði óbilandi trú á því, að það yrði að vera verk verkafólksins að samstilla svo krafta sína, að það gæti ráðið meiru um það en áður, hvemig þjóðartekjum yrði skipt á milli þegnanna. Átti eg oft tal við Svein um þau efni í ró og næði, og fannst mér þá jafnan speglast sá heilsteypti, innri maður sem Sveinn hafði að geyma, maðurinn sem skyldi böl fátækariíinar og lífskjör hins vinnandi manns. — Vinnufélagar Sveins munu lengi minnast hans með innilegri þökk fyrir liðnar samverustundir. Sveinn Benediktsson giftist ár- ið 1915 eftirlifandi konu sinni, Sigurbjörgu Sigfúsdóttur frá Dagverðartungu í Hörgárdal, og stunduðu þar búskap og í Möðru vallasókn í 12 ár. Sveinn þurfti þó að stunda sjómennsku jafn- framt búskapnum, og var það stundum harðsótt. Árið 1927 fluttust þau hjónin hér inn í Glerárþorp, að Fram- nesi, sem var lítið býli, og byggðu þar íbúðarhús. Mun Sveinn hafa lengst af haft þar nokkrar skepnur, bæði til yndis og ábata, en fyrstu árin stundaði hann þó sjómennsku og land- vinnu hér, og var mjög eftirsótt- ur til slíkra starfa. Árið 1935 réðist hann sem fast- ráðinn starfsmaður á Ullarverk- smiðjuna Gefjun og vann þar óslitið síðan. Þau hjónin eignuð- ust 5 drengi, tveir þeirra dóu í æsku, en 3 eru á lífi, allir mjög efnilegir, ungir menn. Baldur, sem er verkfræðingur í Reykja- vík, Hallur, starfsmaður á UUar- verksmiðjunni Gefjun, og Jó- hann, rafvirki. Þá ólu þau upp eina fósturdóttur, Maríu Jó- hannsdóttur. Við útförina flutti séra Krist- ján Róbertsson fallega kveðju í bundnu máli frá nábýlismanni hans, Halldóri Jónssyni. Kom þar fram hið sanna þakklæti þess manns, sem vissi fyrir hvað hann var að þakka. Minningarræða sr. Kristjáns Róbertssonar var dá- samlega vel sögð, og eg gladdist í hjarta mínu yfir því, að minn gamli og góði félagi og vinur skyldi vera kvaddur á svo virðu- legan, stórbrotinn og sannan hátt, og kannske höfum við aldrei séð mannkosti Sveins í eins sönnu ljósi, eins og þegar sr. Kristján skýrði okkur frá þeim. Við munum því lengi geyma minninguna um þig, góði félagi. Jón Ingimarsson. TILKYNNING um yfirfærslu vinnulauna á árinu 1958 1. Yfirfærsla á vinnulaunum færeyskra sjómanna fer eftir reglum, sem settar hafa verið og afhentar Landssambandi ísl. útvegsmanna. Útgerðarmenn eru því varaðir við að ráða færeyska sjómenn án þess að kynna sér áður þær reglur. 2. Yfirfærsla á vinnulaunum annarra erlendra manna kemur því aðeins til greina, að viðkomandi at- vinnurekandi hafi tryggt sér yfirfærsluloforð hjá Innflutningsskrifstofunni áður en ráðningarsamn- ingur er gerður. Gildir þetta einnig um þá útlend- inga, sem nú eru í landinu og hafa yfirfærsluloforð til 31. desember 1957. Reykjavík, 30. desember 1957. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.