Verkamaðurinn - 10.01.1958, Blaðsíða 3
Föstudaginn 10. januar 1958
VERKAMAÐURINN
3
Engin stöðvun fiskibáta eða logara
Samningar um alla helztu þætti útflutnings-
framleiðslunnar tókust um áramót
Nú um áramótin og fyrsta daga
érsins gekk sjávarútvegsmála-
ráðherra, Lúðvík Jósefsson, frá
samningum við sjómenn, útgerð-
armenn og fiskkaupendur, sem
tryggja það, að engin stöðvun
verður hjá útgerðinni, eins og oft
hefur- viljað verða um áramótin
og íhaldið hafði spáð, og reynt
allt, sem í þess valdi stóð, til að
svo yrði einnig nú, en það átti að
vera einn þátturinn í herferð
þess gegn vinstri stjóminni.
Kóðrar hafnir.
Fiskibátarnir í verstöðvunum
sunnan- og vestanlands hafa nú
alls staðar hafið róðra, án þess að
til nokkurrar stöðvunar kæmi,
eftir áramótin. Engin stöðvun
hefur heldur orðið hjá togaraút-
gerðinni. Það er mikill sigur fyrir
vinstri stjórnina, að svo farsæl-
lega hefur tekizt um lausn þess-
arra mála, sem hafa grundvallar-
þýðingu fyrir útflutningsfram-
leiðslima og gjaldeyrisöflunina.
Má jafnframt benda á, að í stjórn'
artíð íhaldsins var venjan að
hugsa ekki fyrir samningum fyrr
en allt var komið í óefni og skip-
in stöðvuðust síðan í lengri tíma
meðan samningaumleitanir stóðu
yfir. Nú hefur hins vegar sá hátt-
m- verið tekinn upp, að hefja
samninga það tímanlega, að aldr-
ei þurfi að bíða eftir þeim og út-
gerðin að stöðvast af þeim sök-
um.
Bætt kjör sjómanna.
Samkvæmt hinum nýju samn-
ingum hafa sjómenn fengið kjör
sín bætt allverulega og er áætlað,
að kjarabætumar í heild nemi
um 10%. En- þessi atriði eru
helzt:
1. Fiskverð, sem laun bátasjó-
manna eru miðuð við, hækkar
úr kr. 1.38 kg., miðað við slægðan
þorsk, í kr. 1.48. Verð annarra
fisktegunda hækkar tilsvarandi.
2. Lágmarkskauptrygging hækk
ar úr kr. 2.145 (grunnlaun) á
mánuði í kr. 2.530. Þessi kaup-
trygipng er miðuð við vetrarver-
tíðartímabilið, frá 1/1 til 15/5.
3. Heimilt er að skipta trygg-
ingartímabilinu þannig, að sér-
trygging gildi fyrir línuútgerð og
önnur fyrir netaútgerð.
4. Þá er samið tun allverulega
aukin skattfríðindi fyrir alla
fiskimenn.
Bátaútgerðin.
Samningarnir við bátaútgerð-
ina gera ráð fyrir litlum breyt-
ingum á rekstursgrundvelh bát-
anna frá því er verið hefur á
fyrra éri. Helztu breytingamar
eru þær, að útgerðin fær bætur
er nema launahækkun skipshafn
arinnar. Þannig jafngildir 10
aura fiskverðshækkunin til sjó-
manna 6 aura almennri hækkun
á fiskverði bátanna og hækkar
því verð það, sem fiskkaupendur
greiða úr kr. 1.15 á kg. í kr. 1.21.
Þá eru gerðar smærri form-
breytingar á stuðningi til útgerð-
arinnar frá því sem verið hefur
og bætur auknar vegna minni
afla.
Þá er bátaútvegsmönnum heit-
ið nokkrum fríðindum, og er það
veigamest að afborgunum af
stofnlánum báta verður frestað
um eitt ár. Einnig verður* hluta-
tryggingarsjóður látinn ná til
síldveiða í reknet, og í því sam-
bandi verður athugað um bætur
til þeirra sem verst hafa farið út
úr þeim veiðum á þessu ári.
Aðrir sanmingar.
Auk þessa hefur tekizt, fyrir
milligöngu Lúðvíks Jósepssonar
sjávarútvegsmálaráðherra, að ná
samkomulagi um launakjör yfir-
manna á fiskiskipaflotanum, en
félög skipstjóra, stýrimanna og
vélstjóra innan farmannasam-
bandsins höfðu sagt upp samn-
ingum sínum LÍU og farið fram
á ýmiss konar breytingar. Einnig
mun hafa tekizt að fullu sam-
komulag milli sjávarútvegsmála-
ráðherra og fulltrúa togarasjó-
manna um breytingar á kjörum
þeirra. Ennfremur hefur verið
ákveðinn rekstrargrundvöllur
togaraútgerðarinnar fyrir þetta
ár.
Breytingar þær, sem gerðar
hafa verið á samningum við út-
gerðarmenn stafa fyrst og fremst
af því, að rétt þótti að taka
nokkurt tillit til þess, að afli á
fyrra ári varð mun lakari en í
meðallagi.
Utflutningssjóðurinn.
Ástæða er til að benda á það í
sambandi við þessa samninga, að
vegna þeirra mun ekki þurfa að
útvega Utflutningssjóði neinar
nýjar tekjur. Gjaldaaukning
sjóðsins, vegna samninganna við
bátasjómenn, mun nema um 10—
11 millj., og vegna bátaútgerðar-
innar sjálfrar 4-5 millj. En tekjur
sjóðsins á síðasta ári hafa gert
mun betur en að hrökkva fyrir
gjöldum ársins. Verulegur hluti
teknanna fór til að greiða skulda
súpu frá tíma íhaldsins.
TILKYNNING
frá Skattstofu Akureyrar
Veitt verður aðstoð við að telja fram til skatts á Skatt-
stofunni, Strandgötu 1, alla virka daga til loka janúar-
mánaðar. Skattstofan verður opin frá kl. 9—12 og 1—7,
nema laugardaga verður hún opin til kl. 5 e. h. Síðustu
viku mánaðarins verður opið til kl. 9 á kvöldin.
Þeir, sem njóta vilja aðstoðar á Skattstofunni við að
útfy.lla skattframtöl eru áminntir um að taka með sér
öll þau gögn, sem með þarf, til þess að framtölin megi
verða rétt og nákvæmlega gerð.
Atvinnurekendur og aðrir, sem laun hafa greitt á ár-
inu 1957, eru áminntir um að skila launaskýrslum í
því formi, sem eyðublöðin segja til um, og eigi síðar en
20. þ. m.
Skattskýrslurnar verða bornar út nú næstu daga, en
þeir sem kynnu að vilja telja fram þegar, geta fengið
eyðublöð á Skattstofunni.
Framtalsfresti lýkur 31. janúar. Þeim, sem ekki skila
framtölum fyrir þann tíma verður áætlaður skattur.
Akureyri, 9. janúar 1958.
SKATTSTJÓRINN Á' AKUREYRI,
Hallur Sigurbjörnsson.
IÐJA
félag verksmiðjufólks á Akureyri
heldur aðalfund í Verkalýðshúsinu, Strandgötu 7, n. k.
sunnudag kl. 3.30 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Rætt um stofnun sparisjciðsdeildar.
4. Önnur mál.
STJÓRNIN.
er sími Alþýðubanda-
lagsins
iappdrættislán Flugfélags íslands
Á þessu ári byrjaði Flugfélag
íslands hið þýðingarmikla en
kostnaðarsamá starf að endur-
nýja flugvélakost sinn. Síðastliðið
vor festi félagið kaup á tveimur
nýjum millilandaflugvélum af
fullkomnustu gerð, sem, ásamt
nauðsynlegum varahlutum, þjálf
un áhafna og öðrum tilkostnaði,
kostuðu um 48 milljónir króna.
Flugvélar þessar hafa reynzt
mjög vel og hafa flutningar fé-
lagsins milli landa stóraukizt með
tilkomu þeirra.
Til þess að geta ráðizt í þessi
kaup, varð félagið, að taka tvö
stórlán erlendis, alls að upphæð
um 33 milljónir króna, en það fé,
sem þurfti til viðbótar, hugðist
félagið fá með því að selja þrjár
af eldri flugvélum sínum, þ. e. a.
s. tvær Dakotaflugvélar og Sky-
mastersflugvélina. Auk þess var
ráðgert að selja Skymasterflug-
vélina „Sólfaxa“ á næsta ári.
Onnur Dakotaflugvélin var
seld á sl. vori, en Skymasterflug-
vélin „Gullfaxi“ er enn óseld, og
fyrirsjáanlegt að söluverð hennar
verður mun lægra en áætlað
hafði verið, og stafar það af stór-
auknu framboði slíkra flugvéla á
heimsmarkaðnum.
Vegna stöðugrar aukningar á
innanlandsflugi félagsins, er nú
ljóst orðið, að félaginu er mikil
nauðsyn að geta haldið annarri
Dakotaflugvélinni, sem ætlunin
var að selja, og sömuleiðis að
ekki þurfi að koma til sölu á Sky
masterflugvélinni „Sólfaxa“, sem
í vaxandi mæli hefur verið not-
uð til flugferðanna innanlands.
Sú flugvél hefur einnig verið
mikið notuð til flutninga milli
Grænlands fyrir erlenda leigu-
taka og þannig aflað þjóðinni
gjaldeyris.
Til þess að úr þessum fyrirætl-
unum félagsins geti orðið, þarf
það nú mjög á auknu fjármagni
að halda — að öðrum kosti mun
ekki hjá því komist að selja verði
flugvélar, sem nauðsynlegar eru,
ef félagið á að geta rækt þjón-
ustuhlutverk sitt við þjóðina í
þeim mæli, sem til er stofnað.
Flugfélag íslands er nú tuttugu
ára og alla tíð frá stofnun þess
hefur það verið starfrækt með
þjóðarhagsmuni fyrir augum. —
Starfsemi þess hefur átt vaxandi
vinsældum að fagna ár frá ári,
enda hefur þáttur þess í sam-
göngumálum landsmanna, innan-
lands og milli landa, aukizt með
hverju ári. Það hefur aldrei sótt
um fjárhagsaðstoð hins opinbera
til starfsemi sinnar, þótt augljóst
sé að sumar flugleiðanna séu
reknar með tapi. Forráðamenn
félagsins hafa lagt á það megin-
áherzlu að félagið gegni þjón-
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn kemur kl.
2 e. h. Sálmar: 4 — 201 — 105 —
59 — 584. — P. S. — Messað í
Lögmannshlíðarkirkju n.k. sunnu
dag kl. 2 e. h. ■— K. R.
Verkakvennafél. Eining hefur
félagsvist í Verkalýðshúsinu
laugardaginn 11. jan. kl. 8 e. h. —
Konur eru beðnar að hafa með
sér kaffi og spil. — Nefndin.
unstuhlutverki við íslenzku þjóð-
ina, en jafnframt beri að haga
starfi þess svo, að það verði
skattþegnunum ekki byrði, Starf
ræksla innanlandsflugsins er á
ýmsan hátt mun erfiðari en
millilandaflugsins, bæði tækni-
lega og fjárhagslega, en einmitt á
því sviði telur félagið sitt aðal-
verkefni, þótt því sé einnig nauð-
synlegt að halda uppi öruggum
og hagkvæmum samgöngum til
og frá landinu. Þetta hvort
tveggja þarf að fylgjast að og
styður hvort annað.
Með tilliti til þessa, og þess að
félagið á nú við mikinn, fjárhags-
legan vanda að etja, sem er til-
kominn vegna mikillar fjárfest-
ingar vegna endin’nýjunar og
aukningar flugvélakostsins, bæði
til flugferða innanlands og milli
landa, hafa forráðamenn Flugfé-
lags íslancls nú ákveðið að leita
til þjóðarinnar allrar um stuðn-
ing við starf þess.
Félagið efnir nú, að fengnu
leyfi Alþingis og ríkisstjórnar, til
sölu happdrættisskuldabréfa, ails
að upphæð 10 milljónir krória,
sem endurgreidd verða að sex
árum liðnum með 5% vöxtum og
vaxtavöxtum. Til þess að gera
flestum landsmönnum kleyft að
veita félaginu stuðning, verður
láni þessu skipt í eitt hundrað
þúsund hluti, hver að upphæð
100 krónur. Hvert skuldabréf
kostar því í dag 100 krónur, en
að sex árum liðnum verður það
endurgreitt með 134 krónum.
Auk þess að greiddir verða 5%
vextir og vaxtavextir, eins og áð-
ur er getið, gildir sérhvert skulda
bréfanna sem happdrættismiði og
eru vinningarnir för með flug-
vélum félagsins, eða afslættir af
flugförum. — Heildarverðmæti
vinninga nemur kr. 300.000.00 á
ári og verður dregið um þá í
aprílmánuði ár hvert.
Happdrættisskuldabréfin verða
til sölu í afgreiðslum félagsins,
bönkum og sparisjóðum og er
sala þeirra hafin um land
allt.
Árangurinn fer að sjálfsögðu
eftir því, hve þátttaka lands-
manna í því að kaupa skulda-
bréfin verður almenn. Heildar-
upphæðin er há, en með al-
mennri þátttöku----sameiginlegu
átaki þjóðarinnar — mun verk-
efnið auðleyst. Flugfélag íslands
væntir þess að þjóðin öll, sem á
mikið undir því að samgöngurn-
ar, innanlands og milli landa, séu
sem beztar og tryggastar, bregð-
izt vel við málaleitan félagsins.
Vér treystum því að verzlanir og
fyrirtæki, sem alla daga eru mjog
háð góðum samgöngum, þó að-
ekki væri nema vegna póst- og
vöruflutninga, styðji félagið með
því að kaupa skuldabréfiii og að
allu. r almenningur kaupi þau,
hver eftir sinni getu, og noti þau
til gjafa, ekki sízt til yngri kyn-
slóðarinnar, sem á þann hátt
fengi kærkomið tækifæri til að
verða virkur þátttakandi í veiga-
miklu uppbyggingarstarfi í landi
sínu.